Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 Forsætisráðherra um þinglok: „Þeir sem halda uppi málþófi vilja sitja fram á sumar“ „ÉG VERÐ að segja það alveg eins og er, að mér finnst allt of mikið gert úr þessum skoðanamun á milli stjórnarflokkanna, hvað varðar af- greiðslu einstakra þingmála. Ég man ekki eftir einu einasta þingi frá því 1971, að ekki hafi verið miklu meiri þröskuldar þegar Ijúka átti þingi, heldur en núna,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var spurður hvernig honum lit- ist á hugmynd Olafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, að fresta þinghaldi innan skamms, en halda þingi svo áfram í júnímánuði, og Ijúka afgreiðslu þeirra mála sem brýn væru talin. Forsætisráðherra var spurður hvort hann væri trúaður á að kosningalagafrumvarpið yrði af- greitt á þessu þingi og sagðist hann vera það. Forsætisráðherra var spurður hvort ekki væru ákveðnir aðilar innan þingflokks Framsóknarflokksins sem ætluðu að tefja eða koma í veg fyrir af- greiðslu kosningalagafrumvarps- ins og sagði hann þá: „Framsókn- arflokkurinn hefur aldrei ætlað sér að tefja afgreiðslu þess frum- varps. Það er einn maður í þing- flokknum, sem hefur beitt sér á móti því frumvarpi, Ólafur Þ. Þórðarson. Hann á eflaust eftir að tala á móti frumvarpinu, enda hefur hann aldrei farið leynt með afstöðu sína. En Framsóknar- flokkurinn sem slíkur leggst ekki gegn afgreiðslu kosningalaga- frumvarpsins — síður en svo.“ Forsætisráðherra sagði um hug- mynd ólafs G. Einarssonar um frestun þingsins fram í júní: „Ef menn eru að halda uppi svo mikl- um málatilbúnaði á þeim tíma sem við höfum ætlað okkur til þess að ljúka þingstörfunum, að það verði ekki hægt, þá er það ugglaust vegna þess að þeir hinir sömu menn vilja að við sitjum fram á sumar eða fram eftir sumri.“ Lést eftir umferðarslys 65 ÁRA gamall maður, Þorvaldur Gíslason, til heimilis að Hrauni í Grindavík, lést eftir að bifreið, sem hann ók, valt við Straumsvík um klukkan 18.25 á föstudag. Þorvaldur heitinn var meðvitund- arlaus þegar komið var að honum og var úrskurðaður látinn þegar komið var með hann í slysadeild Borgarspítalans. Talið er að Þorvaldur heitinn hafi fengið hjartaáfall undir stýri. Þorvaldur Gíslason var fæddur 3. febrúar árið 1919. Þorvaldur Gíslason Frjáls kartöfluinnflutningur: Sunna Borg hlaut verðlaunin Akureyri 12. m*í „Kæra Sunna! Mér er það ánægja að afhenda þér fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur þennan styk að upphæð kr. 60 þúsund. Við vonum að hann verði þér nokkur stuðningur til að halda utan og afla þér aukinnar menntunar í list þinni. Gjörðu svo vel og njóttu heil,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, varaformaður stjórnar Minningarsjóðsins í gærkvöldi, þegar hann afhenti verðlaun sjóðsins á sviði gamla leikhússins við Hafnarstræti á Akurevri. Ljósm. GBerg Þíngskapalög: Þingsálykt- un breytir ekki lögum - formgallar á tillögu Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, hefur flutt tiilögu um frávísun þings- ályktunartillögu Bandalags jafn- aðarmanna um daglegt útvarp frá fundum Alþingis með rökstuddri dagskrá. Tillagan hljóðar svo: „Með því að: • 1) Þingsköp kveða á um starfsreglur Alþingis, • 2) Þingkjörin nefnd vinnur nú að endurskoðun laga um þingsköp og • 3) Alþingi sér sjálft um fram- kvæmd þingskapa sinna samþykkir Alþingi að taka fyrir næsta mál á dagskrá." Frávísunin er rökstudd með formgöllum. í fyrsta lagi er kveðið á um þingsköp (starfs- hætti Alþingis) í lögum. Þess- vegna þarf að fylgja þessu máli fram með frumvarpi til breyt- inga á þingskapalögum en ekki tillögu til þingsályktunar. í ann- an staðað kveður tillagan á um áð framkvæmd sé í höndum rík- isstjórnar, en slíkan fram- kvæmdaþátt geti Alþingi ekki, virðingar sinnar vegna, framselt öðrum aðila, ekki einu sinni rík- isstjórn. Krafa starfsstúlkna Akureyrarbæjar um afnám launamisréttis: Ekki samstaða í bæjarráðinu — segir Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Undirskriftasöfnun- in gengur „ÞESSIR undirskriftalisUr okkar hafa alls sUðar hlotið mjög góðar undirtektir almennings, en þeir liggja frammi í 160 matvöruverzlunun á stór-Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Jón Magnússon, formaður Neytendasam- Ukanna, í samUli í Mbl. í gær, um undirskriftasöfnunina um frjálsan kartöflu- og grænmetisinnflutning, þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Undirskriftasöfnunin nýtur mjög vel stuðnings Félags matvörukaup- manna, Húsmæðrafélags Reykja- víkur, Kaupmannasamtaka ís- lands, Manneldisfélags íslands og Verslunarráðs íslands. Jón Magnússon sagði að á mánu- dagskvöld yrði ákveðið, hvort und- irskriftasöfnuninni lyki þá, eða eitthvað yrði haldið lengur áfram, en undirskriftalistarnir verða svo afhentir landbúnaðarráðherra. Akureyri, „ÞAÐ fæst engin samstaða um mál- ið í bæjarráði og því er ýtt til hliðar þar. Meira hef ég ekki að segja við ’ aðila, sem birtir bréf í blaði sínu í óþökk bréfritara," sagði Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og fulltrúi Kvennafram- boðsins í bæjarráði, þegar Mbl. innti hana eftir afgreiðslu bæjarráðs f bréfi, sem 16 starfsstúlkur Akureyr- arbæjar rituðu bæjarráði 27. mars sl. Þar fara konurnar fram á „að jafnað verði það launamisrétti, sem full- trúar í bæjarstjórninni hafa marg- sinnis og við fjölmörg tækifæri lýst yfir, að sé við lýði á vinnumarkaði hér f bæ“, eins og segir í bréfi þeirra. Vinsælasta stúlkan og ljósmynda- fyrirsæta ársins Fyrri hluti keppninnar um „Ungfrú Island 1984“ fór fram í veitingahúsinu Broadway sl. föstudagskvöld. Þar voru þátttak- endur kynntir og tveir titlar voru veittir. „Vinsælustu stúlkuna" völdu þátttakendur Elvu Ósk Ólafsdóttur frá Vestmannaeyjum (t.v.)'og „Ljósmyndafyrirsæta árs- ins“ var valin Berglind Johansen, frá Reykjavík (t.h.) af þremur at- vinnuljósmyndurum. „Málið er í athugun í bæjarráði og beðið er eftir könnun, sem ákveðið hefur verið að gera á launamálum kvenna hjá Akureyr- arbæ,“ sagði Sigríður Stefánsdótt- ir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarráði. Mbl. hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að þegar sé búið að framkvæma þessa könnun og hafi þar komið í ljós, að launakjör hjá Akureyrarbæ séu engan veginn á þann hátt að konum og körlum sé þar í neinu mismunað, heldur sé alfarið farið eftir menntunarkröf- um þegar ákveðinn sé launastigi fyrir ákveðin störf. Hitt sé aftur á móti rétt, að kvenfólk sé yfirleitt í þeim störfum hjá bænum, sem minnstrar menntunar krefjast og þess jafnvel dæmi að konur hafi hafnað tilfærslu í störf, sem meiri menntunar og þar með ábyrgðar krefðust. GBerg Hamborg — Stuttgart: Sjónvarpið vill beina útsendingu „Ég er að vinna að því að fá þennan leik í beina útsendingu og af henni verður, ef þess er nokkur kostur," sagði Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins í samtali við Mbl. í gær um leik Stuttgart og Hamborg 26. maí nk. Bjarni sagði, að enda þótt leiknum yrði ekki sjónvarpað beint í V-Þýzkalandi, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, ætti það út af fyrir sig ekki að koma í veg fyrir beinar útsendingar til annarra landa. „Ég er vonbetri nú heldur en þegar ég byrjaði að athuga málið fyrir hálfum mán- uði,“ sagði Bjarni, er Mbl. spurði hann, hvaða líkur hann teldi vera á því, að íslenzkir sjón- varpsáhorfendur gætu séð leik- inn í beinni útsendingu. Drengur fyrir bíl f Tryggvagötu DRENGUR — 7 eða 8 ára gamall, varð fyrir bifreið í Tryggvagötu á móts við veitingahúsið Svörtu pönn- una um eittleytið í gær. Drengurinn hljóp út á götuna í veg fyrir Peugeot-bifreið, sem ekið var austur Tryggvagötu, og kast- aðist hann 8 til 10 metra við högg- ið. Sjúkrabifreið með lækni var þegar kölluð á vettvang. Drengur- inn skarst á höfði, en var með fullri meðvitund þegar hann var fluttur í slysadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.