Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 26 Þeim mun meira sem ég kynn- ist mönnunum, því vænna þykir mér um hundinn minn, er haft eftir Friðriki mikla Prússakon- ungi. Á ferðalögum erlendis gár- ar ósjaldan svipuð hugsun heila- búið. Því meira sem ég lít í blöð og hlusta eftir fréttum, þeim mun betur kann ég að meta blað- ið mitt heima. Með undantekn- ingum af einu eða tveimur heimsblöðum í stórborgunum, virðast erlendu fjölmiðlarnir svo miklu einhæfari. Fjalla bara um örfá atriði sem hæst ber þá stundina. Kannski þarf ekki nema vikudvöl að heiman til að gera fjöllin blárri heima. En óneitanlega voru sjónvarps- fréttirnar í Bretlandi æði ein- hæfar í sl. viku, er undirrituð glápti á skerminn á kvöldin. Lengst af voru bara tvö mál á dagskrá. Fyrir utan smáklausur um launamál kennara, var nær eingöngu fjallað um verkfalls- deilur kolanámumanna og morð byssumanns í líbýska sendiráð- inu á lögreglukonunni Yvonne Fletcher með eftirfarandi brott- vísun Líbýumanna úr Bretlandi og Breta frá Líbýu. Ekki að furða þótt það heltaki Breta, og raunar fleiri, þegar svo er komið okkar hryðjuverkaöld að bófar setjast að í diplómatiskri frið- helgi í miðju landi og salla niður heimamenn. Ef eru að brotna niður diplómatískar samskipta- reglur þjóða heims skv. Vínar- sáttmálanum. Þessa daga var þó mest um að ræða í Bretlandi til- finningalegt áfall við morðið á lögreglukonunni. Á gangi i London eftir að Líbýumennirnir voru farnir til síns heima, gekk maður allt í einu } iirúgu af blómum á miðju torgi^ Fólk kom daglega og lagði blóm á blettinn þar sem lögreglukonan unga féll. Öll þau skotvopn sem fundust í líbýska sendiráðinu i London vöktu óhug sem ekki hverfur, enda hryðjuverkastarfsemin í heiminum ekki síður að eyði- leggja samfélag þjóðanna en atómógnin. Er þetta og allur öryggis- búnaðurinn ekki líka að eyði- leggja ólympíuleikana? En þeir voru að taka við af Líbýumálinu í fréttunum um það leyti sem Gáruhöfundur hætti að fylgjast með breskum sjónvarpsfréttum um miðja vikuna. Ólympíuleikarnir, eins og við þekktum þá og dáðum og fórum svo að forsmá, dóu í gær af völd- um hefnigirni, græðgi og spill- ingar. Syrgjendur verða fáir, eins og einn dálkahöfundurinn tilkynnti svo réttilega. Bana- meinið var svo lengi búið að grassera með óumflýjanlegum endalokum þegar Sovétmennirn- ir kusu á vel völdu augnabliki til að ná hefndum á erkióvininum að tilkynna fjarveru sinna manna frá Los Angeles, að jafn- vel þau okkar sem trúðu á ljóm- ann og hugsjón leikanna eftir að þeir voru endúrvaktir 1896, grát- um þá nú þurrum tárum. Spilið er í rauninni búið af völdum meinsemda, sem eru að eyði- leggja og gera allt slíkt ófram- kvæmanlegt. I sumar verða væntanlega skuggaólympíuleik- ar í Kaliforníu og kannski leikar að nafninu til einhvers staðar annars staðar í kjölfarið. Spurn- ing hvort sjúklingurinn deyr al- veg strax eða veslast upp. í raun- inni gera ekki útslagið líkræn- ingjarnir, sem nú keppast um að hafa sem mest upp úr deyjandi risanum með fjárplógsstarfsemi. Selja m.a.hverjum sem hæst býður hvern km af hlaupaleið- inni með ólympíueldinn frá SÞ-byggingunni til heimkynna Mikka Músar. Hvenær ætli Ólympíuleikarnir hafi byrjað að deyja? I Berlín þegar Hitler varð fyrstur til að beita þeim fyrir vagn nasist- anna? Kannski þangað megi rekja hægfara lömunarsjúkdóm- inn. A.m.k. fór sjúkdómurinn ekki lengur dult eftir að ofstæk- ismenn Svarta valdsins nýttu sér þá í Mexíkó 1968, Svarta september-hryðjuverkamenn- irnir tóku þá i sína þjónustu í Múnchen 1972, Svarti hótunar- hópurinn hrakti ríki frá leikun- um i Montreal 1976 og Banda- ríkjamennirnir hundsuðu leik- ana í Moskvu 1980. Leikarnjr eru orðnir taflborð stórveldanna, þar sem leikið er með ungum íþróttamönnum. Það er eitt stærsta sjúkdómseinkennið. Ólympíuleikar eru ekki lengur keppni leikmanna. Annað einkenni sjúkdómsins er fjárplógsstarfsemin, sem sýg- ur merg og blóð úr sjúklingnum. Og enn eitt slæmt einkenni eru stóru stjörnurnar í höndum agenta, sem keppast við að græða sem mest á færni þeirra. Sama spillingin sem drap ólympíuleikana fornu í Grikk- landi á dögum Þeodósusar keis- ara 394 fyrir Krist er nú að drepa hinn 88 ára arftaka þeirra, sem fór af stað af svo mikilli hugsjónaglóð og íþróttaanda. Lengi hafa menn spurt: Eru ólympíuleikarnir orðnir þess virði að halda í þeim lífinu? Á að gráta það þótt þeir brenni nú all- ir á sér puttana, gestgjafinn sem kreist hefur fúlgur út úr einka- réttarhöfum, allir gróðabrallar- arnir sem stokkið hafa upp í og hanga á Ólympíuvagninum, og íþróttastjörnurnar sem með vandlega földum leynisamning- um falbjóðast hæstbjóðanda og eiga enn eftir að afhenda vöruna „bestur í heimi". E.t.v. tekst Eyjólfi að hressast obbolítið fyrir andlátið. En rotnunarfýlan leynir sér ekki. Samt er það dulítið dapurlegt að svo merkileg hreyfing, sem ærlegt fólk stofnaði til þess að efla dug æskufólks heimsins, skuli vera komin að fótum fram. Kannski verður hægt að byrja upp á nýtt, ef ólympíuleikar nútímans fá að deyja drottni sínum. En þá verður að hreinsa til í musterinu og reka út faríse- ana og allt þeirra hyski áður en ný kynslóð getur gert næstu til- raun. Áður en hægt verður að tíma liðnum að koma á sömu ströngu leikmannsreglunum, sem ríktu fyrrum er ólympíueið- urinn var annað en hátíðleg skrípaathöfn. Áður en hægt verður að gera leikana meðfæri- legri og umfangsminni, svo að æskufólk heimsins geti lifað eðlilegu lífi við skemmtilegar íþróttaiðkanir og átt sér samt að markmiði að reyna sig við keppi- nauta víðs vegar að úr heimin- um. Innifalið að íþróttafólkið sé ekki neytt til að hætta námi sínu og störfum til að vera íþrótta- menn að atvinnu. Líklega gefa ólympíuleikarnir endurbornu 1896 upp öndina 1984. Blessuð sé minning þeirra. Hvaða borg mun svosem verða svo vitlaus að taka áhættuna af næstu leikum? Seoul, sem þegar er farin að eyða stórfúlgum í undirbúning, er skjálfandi á beinunum. Er nú samt ekki dulítið dapurlegt að lifa á öld, sem drepur allt af sér í græðgi? Eða eins og hann Hjálmar á Hofi orðar það: Þegar heimsins hinsta kvðld hittist hver með sina byrði, þá held ég að þessi öld þyki frekar lítils virði. Enemy Mine: Hætt við frekari tökur á íslandi Morgunblaðið / Júlíus Erla Sigurjónsdóttir, oddviti Bessastaðahrepps, með undirskriftalistana eftir að fulltrúar íbúanna höfðu afhent þá kl. 9 í gærmorgun. Þeir eru frá vinstri: Árni Björnsson, Ari Sigurðsson og Hannes Pétursson. Deilt um staðsetningu bensínstöðvar f Bessastaðahreppi: Afhentu oddvita mót- mæli rúmlega 200 íbúa FULLTRÚAR íbúa í Bessastaðahreppi afhentu hreppsnefnd kl. 9 í gærmorgun undirskriftalista með nöfnum rúmlega 200 atkvæðisbærra íbúa, þar sem fyrir- hugaðri staðsetningu bensínstöðvar, á móts við afleggjarann heim að forseta- setrinu á Bessastöðum, er mótmælt. Erla Sigurjónsdóttir, oddviti, tók við undirskriftalistunum nokkrum mínút- um áður en hreppsnefndarfundur átti að hefjast. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ástæðan fyrir undir- skriftasöfnuninni fyrst og fremst sú, að hreppsnefnd samþykkti að afsala sér forkaupsrétti á svonefndu Grandastykki, þar sem fyrirhugaður miðbæjarkjarni á að rísa, án þess að gera íbúum hreppsins grein fyrir af- stöðu sinni. Mun eigandi landsvæðis- ins þegar hafa gengið frá sölu á hluta þess til Olíufélagsins skv. heimildum Mbl. Undirskriftalistarnir voru tvenns konar. Á öðrum var svohljóðandi yf- irskrift: „Við undirritaðir, atkvæð- isbærir íbúar i Bessastaðahreppi, lýsum yfir eindreginni andstöðu okkar við áform um bensínstöð og söluskála á Bessastaðagranda. Telj- um við hvora tveggja starfsemina ótímabæra í hreppnum og með öllu ótækt að slíkum mannvirkjum verði valinn staður á Bessastaðagranda, þar sem er aðkoma í hreppinn og um leið til forsetasetursins." Undir þessi mótmæli skrifuðu 219 íbúar. Yfirskriftin á hinum listunum hljóðaði svo: „Við undirritaðir, íbúar í Bessastaðahreppi, förum þess á leit við hreppsnefnd með vísun til 31. greinar laga um sveitarstjórnarmál (nr. 58/1961) að hún haldi hið fyrsta almennan sveitarfund um skipu- lagsmál með hliðsjón af svokölluðu bensínstöðvarmáli." Undir þessa áskorun skrifuðu 207 manns. „Við erum ekki bara að mótmæla bensínstöðinni sem slikri heldur og áformum um>skipulagningu miðbæj- arkjarna í hreppnum," sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, einn íbúanna. „Aðkoman verður svo hræðilega ljót nái þessi áform fram að ganga." Annar íbúi sagði: „Við höfum flutt hingað út á Álftanes til þess að vera laus við allt það, sem fylgir byggða- kjörnum. Við höfum fórnað ýmsu fyrir þessa ákvörðun okkar og nægir bara að benda á stóraukinn bensfn- kostnað í því efni. Eigi að umturna öllu hér getum við alveg eins flutt aftur í þéttbýlið." ÁKVÖRÐUN hefur nú verið tekin um að hætta endanlega við gerð kvikmyndarinnar Enemy Mine á ís- landi, en til álita kom að hópurinn frá 20th Century-Fox kæmi hingað aftur seinna í sumar, þar sem aðeins var búið að taka um 30% þess efnis sem hér átti að kvikmynda. Byrjað er að rífa niður leik- myndina á Skógarsandi, þar sem „risafururnar" höfðu verið byggð- ar. Þeir kvikmyndatökumenn sem ekki héldu utan sl. miðvikudag og áttu að taka aukasenur með stað- genglum aðalleikaranna hafa nú hætt því, sem m.a. þýðir að geim- skipið sem flutt var á Skógarsand og „brotlenti" þar var aldrei notað við kvikmyndatökuna. óvíst er hvort eitthvað af því sem hér er búið að taka verður notað í end- anlegu myndinni. Verk eftir marga helztu málara íslenzka verða á listmunauppboði Klausturhóla á Hótel Sögu á mánudagskvöld. Listaverkin verða til sýnis í Breiðfirðingabúð í dag, sunnudag, klukkan 14—18 og á Hótel Sögu á morgun frá klukkan 13—18. Listmunauppboð Klausturhóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.