Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 5 Gunnar Bjarnason med hina þýsku útgáfur bóka sinna, sem ú komu í Þýskalandi 1981 og í Svis nú í VOr. Ljósm. Anders Hansen. Ættbók íslenskra hrossa gefin út í Sviss NÝLEGA kom út í Sviss annaft bindi Ættbókar og sögu íslenska hestsins á 20. öld, eftir Gunnar Bjarnason fyrrum hrossaræktar- ráftunaut Búnaðarfélags íslands. Bókin nefnist á þýsku „Hengst- buch II Die Geshichte des Is- landpferdes im 20. Jahrhund- ert“, og hún er þýdd af Pétri Behrens, kunnum hestamanni. í þessu öðru bindi ættbókar- innar er haldið áfram að gera grein fyrir íslenskum stóðhest- um, þar sem frá var horfið í fyrsta bindi, sem út kom í Þýskalandi 1981. Hinar þýsku útgáfur ættbókanna samsvara því fyrsta og fjórða bindi ís- lenska verksins, en í öðru og þriðja bindi er fjallað um kynbótahryssur. Bókin er mjög vönduð á allan hátt, og er bundin í gullslegið skinnband. Gunnar Bjarnason sagði í ör- stuttu samtali við Morgunblað- ið, að útgáfa bókanna á þýska tungu sýndi ljóslega hinn gíf- urlega áhuga, sem væri á ís- lenska hestinum erlendis, en mest væri af íslenskum hestum í Þýskalandi, Sviss og Austur- ríki, auk þess sem mikið væri af þeim á Norðurlöndunum, í Hollandi og víðar. „Upphaf þessara vinsælda má rekja til þess er við byrjuðum að kynna hestinn í Þýskalandi, og kölluð- um hann Equus Germanicus, það er hinn germanska hest, og við sýndum fram á að hann er upprunninn á svæðinu milli Rínar og Saxelfar" sagði Gunn- ar. „Þetta hitti þegar í mark hjá Þjóðverjum, sem síðan hafa tekið svo miklu ástfóstri við hestinn, sem er eitt örfárra smáhestakynja veraldar, sem ekkert hefur blandast arabíska hestinum. Útkoma ættbókanna á þýsku mun auðvelda þjóðverjum að grúska i ættum hesta sinna, og verða ekki til þess að auka á áhugann erlendis," sagði Gunnar að lokum. Sjónvarp inánudag kl. 21.2.5: PILLAN Á dagskrá sjónvarpsins á mánudaginn verftur sýnd bresk fræftslumynd um getn- aftarvarnapilluna. Þegar pillan kom fram á sjónarsviðið má segja að orð- ið hafi bylting í viðhorfum manna til kynlífs og kynlífs- venjur breyttust. A síðustu árum hafa áhyggjur manna vegna notkunar hennar auk- ist og menn hafa spurt sig hversu mikið læknar raun- verulcga viti um t.d. lang- tímaáhrif hennar. Þá er einnig reynt að leita svara við því hvort konur taki áhættu þegar þær nota hana og hvort hún sé við allra hæfi. Tekin verða viðtöl við lækna og erfðafræðinga og einnig koma fram í mynd- inni viðhorf ungra stúlkna til pillunnar. NASARNIR í kvöld kl. 18.25 verður sýndur þátturinn um Nasana en það eru kynja- verur sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og lenda í hinum margvíslegustu ævintýrum. Noldair orð um ítalíu,Rimini,sumariÖ, sólina og pig I talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina fornu borg við Adríahafið. Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri og breiðri strönd, glaðværu mannlífi, frábærum veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu. Þú finnur fljótlega að margt er betra en þú átt að venjast annars staðar, sumt miklu betra. Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar. Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm - veitir þér að auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að öðru og meira en venjulegri sólarferð. Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnin! FERÐAHAPPDRÆTTIÐ1984 Hver hefur dagatal nr. 11899? Búift er að draga um fyrsta ferðavinn- inginn af fjórum sem dregið er um í dagatalshappdrættinu á árínu 1984. Vinningurínn - sem er flug og íbúðar- gisting fyrir alla QöLskylduna i 11 daga á sólarströndina Rimini í sumar - kom á nr. 11899 og verður aflientur gegn framvísun viðkomandi dagatals á söluskrifstofu Samvinnuferða-Land- sýnar eða hjá umboðsmönnum. / Adrialic Rivtara ol Emilta - Romagna ( Italy ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adríabco Lidi di Comacchio Savignano a Mare Carvia - MUano Marrttima Ravenna a la Sua Marína Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍVIAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.