Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 „FÓLK er kyndugar verur. Það er nánast eins og gangandi bækur. Suma hittir maður aðeins einu sinni, en gleymir aldrei. Þess vegna reynir maður að njóta þeirra kynna til hins ýtrasta. Svo við tölum áfram um fólk man ég þá tíð, að ég var beinlínis grýtt vegna klæðaburðar míns. Nú vilja hins vegar allir vita hvar ég kaupi fötin mín. Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?" Það er söngkonan bandaríska, Cyndi Lauper, sem spyr svo í splunkunýju viðtali, sem tekið var við hana. Frami Lauper hefur verið með ólíkindum undanfarna mánuði eða allt frá því plata hennar She’s So Unusual kom út. Eitt laganna af plötunni, Girls Just Want to Have Fun hefur far- ið sem eldur í sinu um loftnet út- varpsstöðva um allan heim og náð feikilegum vinsældum. Það er ekki bara söngur Lauper, sem færir henni vinsældir, heldur og frjálsleg framkoma hennar og al- þýðlegt viðmót. Ekki verður því heldur neitað, að myndbandið, sem gert var við ofangreint lag, hafði mikið að segja um velgengni hennar. Það hefur m.a. verið sýnt hér á landi og vakið verðskuldaða athygli. Ljóti andarunginn Cyndi Lauper er yfir sig ham- ingjusöm þessa dagana og hefur líka fulla ástæðu til þess að vera það. Þótt hún líti á sjálfa sig sem ljóta andarungann fer ekki fram- hjá neinum, sem hittir hana, að hæfileikarnir bókstaflega geisla af henni. Það er þó ekki svo ýkja langt síðan líf Lauper var með allt öðrum hætti en nú. Eftir að hafa reynt fyrir sér um árabil sem söngkona virtust Lauper öll sund lokuð. Hún hafði lokið við gerð einnar hljómplötu en kostn- aðurinn við framleiðslu hennar hafði nærri gert út af við hana. Ofan á allt annað splundraðist hljómsveitin, sem hún hafði baks- að við að setja saman og vonaðist til þess að myndi spila undir hjá sér í framabröltinu. Þegar málin höfðu verið gerð upp stóð Lauper uppi án þess bókstaflega að eiga eyri. Fram- kvæmdastjóri hennar hafði séð fyrir því. Hún neyddist meira að segja til þess að lýsa sig gjald- þrota á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir að enginn efaðist um hæfileika hennar á söngsviðinu var eins og henni væri hreinlega ekki ætlað að ná neinum frama. Rödd hennar, sem nær yfir fjórar áttundir, vakti reyndar víða at- hygli en síðan ekki söguna meir. Fyrir tæpum tveimur árum var svo komið, að Lauper var farin að syngja gamla slagara á japanskri píanó-vínstúku. Hún nálgaðist óðfluga þrítugsaldurinn og tæki- færin virtust hafa farið forgörð- um. CYNDI LAUPER — Enn ein sápukúla dægurpoppsins eða upprennandi stórstjarna? Draumar rætast Síðan gerðist hið óvænta, þ.e. allir túlka það svo nema Lauper sjálf og hörðustu aðdáendur hennar. Þegar ferillinn virtist vera á enda rættust draumarnir loks. Breiðskífan hennar, sem get- ið er að ofan, sló í gegn. Skyndi- lega vissu allir hver Cyndi Lauper var. Eftir margra ára basl og strit hafði hamingjuhjólið loksins snú- ist henni í hag. Hún kom fram í ótal útvarps- og sjónvarpsþáttum og upp úr því fóru margir af að- dáendum hennar að fá bakþanka. Átti að gera enn eina dæmi- gerða stjörnu úr henni? Yrði hún teymd inn á Broadway eða jafnvel til Hollywood? Yrði hún ekkert annað en enn ein loftbólan í bandarískri dægurtónlist? Þessar spurningar hafa enda verið tíðar í slúðurblöðum og óvissa um fram- tíð hennar sem söngkonu og jafn- vel illkvittni í sumum tilvikum hefur verið áberandi. En hvað segir Lauper sjálf? „Mér er skítsama hvað þetta pakk segir. Ég hef hvort eð er alltaf verið aðhlátursefni. Fólk hefur sagt, að ég gæti alls ekki sungið og reynt að troða mér á bás með einhverjum öðrum. Ég læt svona nokkuð sem vind um eyru þjóta því ég veit að um leið og ég opna munninn get ég sungið þetta lið út í horn. Hæfileikarnir verða ekki af mér teknir. Ég verð reyndar aldrei nein Broadway- né heldur sjónvarpsstjarna, en það er heldur ekki keppikefli rnitt." Cyndi Lauper átti í upphafi eðlilega bernsku. Hún kom í heiminn þann 20. júní 1953 á sjúkrahúsi í Queens í New York, tiltölulega skammt frá þeim stað er hún bjó síðar með foreldrum sínum. Faðir hennar var skrif- stofumaður með sérstæð áhuga- mál. Hann hafði gaman af öllum sköpuðum hlutum, allt frá forn- leifafræði til hljóðfæraleiks. Lék enda oft á xylofóninn sinn er hann var heima. Hjónabandið entist þó ekki lengi og þegar Lauper var fimm ára skildu for- eldrarnir. Cyndi fluttist með móð- ur sinni og tveimur systkinum til annars hverfis eftir skilnaðinn. Lítil og sæt. Cyndi á fimmta aldursári. Myndin tekin í brúðkaupsveislu frænku hennar. Cyndi Lauper eins og hún lítur út í dag. Hún klæðir sig gjarnan á afar sér- stæðan og áberandi hátt, en slíkt er ekki ný bóla hjá henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.