Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 25 REYKJ AVÍKLIRBRÉF Laugardagur 12. maí Brim við Þorlákshöfn. Ujósm. RAX sem var forstjóri tilraunaleikhússíns Taganka, 66 ára að aidri, hefur tekizt að berjast í tvo áratugi við varðhunda kerfisins, en var opinberlega settur í bann og rekinn úr Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna eftir sýningar í Lundúnum ekki alls fyrir löngu, segir í nýlegu samtali við hann eftir Andrew Nagorski í Newsweek. Lyubimov segir, að það væri hægt að stofna þrjár stórhljómsveitir rússneskra útlaga í frjálsum löndum, beztu rithöfundarnir og dansararnir séu í útlegð, og þegar frumsýning hafi verið á Glæp og refsingu undir stjórn hans í Lund- únum fyrir hálfu ári, hafi starfsmaður sovézka sendiráðsins þar í landi skýrt honum frá því, að hann hafi framið glæpinn og nú sé komið að refs- ingunni! En athyglisverðust eru þau orð hans, að hann vonaðist til þess, að sovézka öryggislögreglan, KGB, fengi ekki fyrirskipun um að drepa hann: „Ef þeir fengju slíka fyrirskipun, mundu þeir fram- fylgja henni," segir hann. Athuganir hafa sýnt, að þau þjóðfélög, sem leyfa frelsi, búa við miklu betri efnahagsleg skilyrði en ófrjáls þjóðfélög. Getur þetta verið skýringin á því, hvers vegna Sovétríkin framleiða einungis 40% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna á mann. í Mið-Ameríku og víðar þar vestra má sjá ein- kenni 1984. Nikaragúa-stjórn hefur dæmt verzlun- armann í fangelsi fyrir yfirlýsingar, sem eru mót- mæli gegn efnahagsstjórn landsins. Dauðasveitir öfgamanna til hægri í E1 Salvador myrða og mis- þyrma fólki, eins og kunnugt er. Hermenn í Guate- mala misþyrma andstæðingum stjórnarinnar og taka af lífi byltingarsinna, sem eru grunaðir um slíka andstöðu. Chile hefur verið breytt í fasískt ríki, þar sem alræðisstjórn hershöfðingja hefur haft í öllum höndum við alþýðu manna. Jafnvel í lýðræðisríkjum eins og Indlandi, stærsta lýðræðisríki heims, eru gagnrýnendur rík- isstjórnarinnar teknir höndum án tilefnis. Sannleikurinn er ekki í hávegum hafður í heim- inum í dag. Walesa í Póllandi og frelsishetjurnar í Afganistan eru dæmi um það, en Walesa og Alfons- in í Argentínu gefa þó vonir um, að heimurinn eigi eftir að upplifa frelsið viðar en nú er. Við ættum að nota árið i ár til að minna fólk á, að vanþekking er ekki styrkur og þrældómur er ekki frelsi. Hungur og fátækt eru víða í heiminum. Stríð og hryðjuverk blasa hvarvetna við og frelsið á undir högg að sækja. Flótti Ef við lítum á flóttafólk í heiminum nú um stundir, þá eru 500 þúsund flóttamenn frá Eþíópíu, Úganda, Chad og Zaire í Súdan og 700 þúsund flóttamenn frá Angóla. Alls eru á þriðju milljón flóttamanna í Afríkulöndum einum saman. í Ástralíu eru 304 þúsund flóttamenn og í Kína eru 265 þúsund flóttamenn frá Víetnam. í Thai- landi eru tæplega 200 þúsund flóttamenn frá Víet- nam, Laos og Kambódíu og um 100 þúsund flótta- menn frá Tíbet í Nepal. Nærri milljón flóttamenn eru í Asíulöndum einum saman. í Evrópu eru 613 þúsund flóttamenn, flestir frá Austur-Evrópulöndum. í Suður- og Mið-Amerikuríkjum eru um 267 þús- und flóttamenn, flestir frá E1 Salvador, eða um 50—100 þúsund í Guatemala og 70—140 þúsund í Mexíkó. í Norður-Ameríku, Kanada og Bandaríkjunum, eru tæplega 1,2 milljónir flóttamanna. Og ef við hvörflum huganum til Pakistan eru þar 2,6 milljón- ir afganskra flóttamanna. Samt er Pakistan ekkert gósenland, heldur ríkja þar ofbeldisfullir múham- eðstrúarmenn. Alls eru á elleftu milljón flóttamanna víðs vegar um heiminn, að þvi er skýrslur Sameinuðu þjóð- anna herma. Frjáls lönd í heiminum eru um 50 og sem betur fer er ísland í tölu þeirra. í skýrslu Freedom House (sbr. janúar-febrúarhefti stofnunarinnar, Freedom at Issue), eru mörg lönd talin að hluta til frjáls, en önnur ófrjáls. í þeim hópi eru öll kommúnistaríki heims, þar á meðal Kúba, sem íslenzkir al- þýðubandalagsmenn eru að reyna að hæla á hvert reipi og við hvert tækifæri, sem gefst, jafnvel svo, að helzt mætti ætla að þar hafi þeir loksins fundið paradís á jörð, fyrirheitna landið í Paradísarheimt, sem var þó minna virði, þegar á reyndi, en stein- arnir og torfið í veggjarústunum undir Eyjafjöll- um. Austur-Þýzkaland, Albanía og Víetnam, sem öll styrjöldin var háð til að frelsa úr krumlum einræð- ismanna, ef rétt eru munuð ópin og vígorðin frá þeim tíma, svo að ekki sé talað um Sovétríkin og Kínverska alþýðulýðveldið, eru öll í hópi ófrjálsra ríkja samkvæmt rannsóknum og niðurstöðum Freedom House. Ef við litum á ríki, þar sem skæru- hernaður og styrjaldir geisa, þá er Afganistan talið ófrjálst ríki, svo og Angóla, íran og Irak, Mósam- bik, Pakistan og Sýrland, svo að dæmi séu nefnd, en lönd eins og Nikaragúa og E1 Salvador eru talin frjáls að hluta til, svo að engin ástæða virðist til, að mannslífum sé fórnað til að verja ógnarkerfið í þessum löndum. Samkvæmt skýrslunni eru öll Ara- baríki annaðhvort ófrjáls eða frjáls að hluta til, en ísrael er aftur á mótið talið með frjálsum ríkjum heims. Niðurstöður þessarar merku skýrslu eru þessar: Áætlaður fólksfjöldi 1984 er 4.663 milljónir manna í 166 ríkjum og 54 sambandsríkjum þeirra. ófrjálsir þegnar þessara ríkja eru 1.917,5 millj., eða 41%. Frjálsir að hluta eru 1.074,8 millj., eða 23%. Frjálsir menn í frjálsum löndum eru 1.670,7 millj., eða einungis 31% í rúmlega 50 löndum. Af þessu má sjá, að 1984 eftir Orwell er í raun og veru heimildaskáldsaga úr lífi okkar og samtíð, en hvorki framtíðarsýn né einhliða dæmisaga. „Vid ættum að nota árið í ár til að minna fólk á, að vanþekking er ekki styrkur og þrældómur er ekki frelsi. Hungur og fá- tækt eru víða í heiminum. Stríð og hryðjuverk blasa hvarvetna við og frelsið á undir högg að sækja.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.