Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 45 Stallone gerði Travolta að pen- ingavél aftur. Gagnrýnendur hötuðu myndina, en eins og svo margar myndir Stallone er Stay- ing Alive ein af þeim myndum sem leyfir ekki gagnrýnendum að komast upp á milli sín og áhorfenda. Kannski, þegar á allt er litið, eru 10 vinsælustu myndirnar forvitnilegastar fyrir þær mynd- ir sem ekki eru á meðal þeirra. Þar er engin hryllingsmynd, enginn söngleikur frá Broadway og engin mynd gerð eftir bók- menntaverki. Þessar tegundir mynda er að finna á listanum yfir 10 verst sóttu myndirnar vestanhafs. Hryllingsmyndin Videodrome eftir David Cron- enberg, The Osterman Weekend eftir Sam Peckinpah, Pirates of Penzande, sem gerð er eftir geysivinsælu Broadway-stykki og Something Wicked This Way Comes, sem gerð er eftir skáld- sögu Ray Bradbury og Disney- fyrirtækið eyddi stórum fjár- hæðum í að framleiða. Allar þessar myndir hafa galla en það sem þær fjalla um virðist vera komið úr tísku. Þá var árið 1983 ekki mjög gott ár fyrir velmegandi leik- stjóra kvikmyndanna. Mynd Peckinpahs hrundi, einnig King of Comedy eftir Martin Scorsese, Rumble Fish hans Coppola og Something Wicked eftir Clayton, sem áður er nefnd. Á þessu ári munu kvikmynda- verin í Hollywood láta frá sér um 100 myndir og næstum helm- ingur þeirra mun vera gaman- myndir. Og þegar eru komin merki þess að smekkur fólks sé að breytast með vinsældum heimildardramans, Silkwood (Meryl Streep verður fórnar- lamb geislaleka) og Terms of Endearment (Debra Winger deyr af banvænum sjúkdómi). Það má einnig vera að komin sé sveifla á pólitíska sviðinu í Hollywood. Á síðasta ári voru gerðar myndir sem voru gagn- rýni á kjarnorkuvopnakapp- hlaupið (War Games), lagakerfið í Bandaríkjunum (The Verdict), stefnu Bandaríkjanna í málefn- um Suður-Ameríku (Under Fire) og bandaríska herinn (Blue Thunder). — ai. (Unnið úr The Times.) blankur og var með gat á sokkn- um sínum. Þegar hann burstaði skóna, burstaði hann fótlegginn líka til að hyija gatið. Einu sinni var hann læknir og gekk fram- hjá lítilli stúlku sem stóð grát- andi á gangstéttinni og nam staðar til að sauma saman dúkk- una hennar." Hal Roach hefur lifað tvær eiginkonur og tvo af fimm son- um sínum. Hann segir að sín stærstu mistök hafi verið að fara ekki eftir þeirri tilfinningu sinni að framleiða það sem hann kall- ar „45 mínútna straumlínugam- anmyndir". I staðinn hélt hann sig við myndir í fullri lengd og gekk vel fram til seinna heims- stríðsins. Meðal mynda sem hann leikstýrði var „One Million B.C.“. Meðal mynda sem hann framleiddi var „Of Mice and Men“. En gamanmyndir í fullri lengd þurfa tvær sögur,“ segir Roach. „Og önnur sagan þarf að vera eins fyndin og aðalsagan. Lloyd, Chaplin og allir hinir voru aldrei eins fyndnir í myndum í fullri lengd og f tveggja-spólu mynd- um. Keaton og Arbuckle entust í mesta lagi 1 45 mínútur við að gera það sem þeir gerðu." Eftir stríðið sneri Roach sér að sjónvarpi með misjöfnum árangri. Árið 1963 var fyrirtæki hans, Hal Roach Studio, rifið og í stað þess kom bílasala. — ai Nýr bflasprautunarklefi Blikkver hf. Kópavogi hefur hafið framleiðslu á sprautunarklefum fyrir bíla. Sá fyrsti hefur þegar verið tek- inn í notkun á Bifreiðaverkstæði Jónasar, Skemmuvegi 24, Kópavogi, og bráðlega verður sá nsesti tekinn í notkun á Bifreiðaverkstæðinu Þórshamri á Akureyri. í frétt frá Blikkver er klefanum m.a. þannig lýst: „Hann er búinn tækjum, sem soga út úr honum loft að neðanverðu, þannig að mengað loft nær ekki að komast í snertingu við öndunarfæri starfsmanna. Sam- tímis er hreinu lofti blásið inn í klefann. Blásturstækin eru svo af- kastamikil, að allt loft í klefanum endurnýjast nokkrum sinnum á mínútu hverri. Mengað loft er sogað út úr klefanum um síur, svo að mengun fer ekki út í andrúmsloftið. í klefanum eru jafnframt þessu sterkar, fíngerðar loftsíur, sem sér- staklega eru miðaðar við máln- ingarvinnu, þannig að hann er ryk- laus með öllu.“ Á meðfylgjandi mynd sér inn í sprautunarklefa frá Blikkver, sem framleiðir þá í stöðluðum einingum. Scippkz Gomputer Stórkostieg verðlækkim! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa veriö felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaöi. Þetta gerir islendingum kleift aö tölvuvæöast í samræmi viö kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik! Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en þaö er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, 'lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- mgar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staölaö íslenskt lyklaborð, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vólarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafólögum, flugfélögum, verk- fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræöistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar. rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýöendur og blaöamenn, og eru þá aöeins tekin örfá dæmi. Verð aðeins 39.980 Innifalið í veröi 1. Apple 2 E tölva 64 K 2. Diskdrif 3. Skjár Utborgun kr. 8.000 og eftirstöövar á 10 mánuðum! ZIKlÍi Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.