Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 pJtripii Útgefandi nMnfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Verktakar fyrir varnarliðið Skýrsla Geirs Hallgríms- sonar, utanríkisráðherra, um verktakastarfsemi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli er ítarlegasta opinbera greinargerð sem birst hefur um þetta efni frá því að þessir innlendu verktakar gerðust beinir samningsaðilar við Bandaríkjastjórn með stofnun íslenskra aðalverkataka á ár- inu 1954. Kveikjan að skýrsl- unni voru spurningar frá þing- mönnum Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna, hins vegar fór varnarmála- deild við skýrslugerðina langt út fyrir þann ramma sem spurningarnar mótuðu. Verk- taka fyrir varnarliðið hefur lengi verið til umræðu og oftast í þeim tilgangi að gera þau fyrirtæki tortryggileg sem heimild hafa til að semja við bandarísk stjórnvöld um þessi efni en þau eru íslenskir aðal- verktakar og Keflavíkurverk- takar. Eins og skýrsla utanríkis- ráðherra ber með sér starfa þessi tvö verktakafyrirtæki samkvæmt ákvörðun íslenskra stjórnvalda, ríkið á raunar 25% í íslenskum aðalverktök- um og utanríkisráðherra skip- ar stjórnarformann í fyrir- tækinu. Á því langa árabili sem liðið er síðan sú skipan sem enn er í megindráttum við lýði komst á hafa sjálfstæð- ismenn ekki farið með stjórn utanríkbmála fyrr en nú og þá fyrst er jafn ítarleg skýrsla gefin út og raun ber vitni. Þar kemur glöggt fram hve mikil umsvif eru í framkvæmdum fyrir varnarliðið og þar sést einnig að frá því að varnarlið- ið kom hingað til lands 1951 hafa framkvæmdir í þess þágu aldrei verið meiri en á þeim árum sem vinstri stjórnirnar sátu á árunum 1978 til 1983. Þá var hafist handa við þær stórframkvæmdir sem nú er unnið að, smíði nýrra flug- skýla fyrir orrustuþotur varn- arliðsins og gerð olíustöðvar- innar í Helguvík. Enginn vafi leikur á því að íslenskir aðalverktakar eru með öflugustu fyrirtækjum í landinu og geta tekið að sér verkefni sem tæplega er á annarra færi. Oftar en einu sinni hefur verið um það rætt að afnema beri þá skipan að þeir og Keflavíkurverktakar sitji einir að samningum um framkvæmdir fyrir varnarlið- ið. í þessu efni er ekki allt sem sýnist því að samhliða fram- kvæmdunum hafa íslenskir aðalverktakar tekið að sér að veita varnarliðinu ýmsa þjón- I ustu sem tæplega verður dreift á margar hendur. Hitt er ljóst að í þessu efni sem öðrum hefur ekki tekist að koma á skipan sem er hafin yfir gagnrýni. í skýrslu utan- ríkisráðherra kemur og fram, að hann hefur falið nefnd manna að kanna hvort ekki sé unnt að búa þannig um hnút- ana að fleiri aðilar geti tekið að sér verkefni í auknum mæli fyrir íslenska aðalverktaka og Keflavíkurverktaka. Á hinn bóginn er tekið af skarið í skýrslunni um það að hvorki sé heppilegt né hagkvæmt að fjölga beinum viðsemjendum varnarliðsins frá því sem nú er. Fyrir forgöngu Geirs Hall- grímssonar hafa nú allir auð- veldan aðgang að upplýsingum um það hvernig verktöku fyrir varnarliðið er háttað, ráðherr- ann hefur einnig lýst því á hvern hátt hann telur skyn- samlegast að standa að breyttu fyrirkomulagi. Jafn- framt hefur hann ýtt því máli úr vör. Síðar kemur í ljós hvort menn sætta sig við niðurstöðuna. Málrækt og Alþingi ingmenn allra flokka nema Kvennalistans (full- trúi hans tók til máls í um- ræðunni og lýsti yfir stuðningi við málið eins og raunar allir sem til máls tóku) hafa flutt um það tillögu til þings- ályktunar að ríkisstjórnin hlutist til um að í ríkisfjöl- miðlum og í grunnskólanámi verði stóraukin rækt lögð við kennslu í framburði íslenskrar tungu og málvöndun svo að grundvöllur tungunnar raskist ekki, „en hann varðar megin- þátt íslenskrar menningar og varðveislu tungunnar að öðru leyti“, eins og segir í tillög- unni. Hér er hreyft þörfu máli sem vakið hefur athygli langt út fyrir veggi þinghússins og er í góðu samræmi við þann málræktaráhuga sem svo víða verður vart. Það mun ekki síð- ur vekja mikla athygli ef svo fer að tillaga þessi sofni í þingnefnd og hljóti ekki þá af- greiðslu sem ber. Slíkt áhuga- leysi á þingi á 40 ára afmæli lýðveldisins og 400 ára afmæli Guðbrandsbiblíu yrði í and- stöðu við reisn Alþingis fyrr og síðar. nnt væri að kenna 20. öldina við læknis- og geimvísindi, eins og 19. öldina við iðnbyltinguna; á 19. öldinni blómstraði stóra skáld- sagan, en blaðaútgáfa og fjöl- miðlun alis konar á okkar öld. Alþýða manna hefur að sjálf- sögðu haft áhrif á fjölmiðlaþróunina. Fjölmiðlar hafa haft afdrifarík áhrif á þjóðlífið, hugsunarhátt fólks og sögu mannkyns á þessari öld. Þeir hafa í senn farið að alþýðusmekk, sbr. sjónvarp, og skap- að verðmæti, ekki síður en merkar bókmenntir. Þeir hafa borið tækninni fagurt vitni, en lotið jafn- framt að litlu. Hismið verður vonandi skilið frá, þegar tímar líða, en verðmætin varðveitt. Þannig hefur það ávallt verið í bókmenntum, tónlist og málaralist. Á þessari öld hefur tæknin haft meiri áhrif á alþýðu- tónlist en aðrar greinar þjóðlífs, til að mynda ritað mái. Stundum hefur verið erfitt að greina milli gervitónlistar og alvörutónlistar, gervilistar og al- vörulistar yfirleitt. Bókmenntir og blaðamennska hafa runnið saman á þessari öld. Það minnir á 13. öldina, þegar íslendinga sögur og konunga sögur voru ritaðar hér á landi, auk annarra afreka í ritlist, sagnfræði-, trúar- og skemmtirita alls kon- ar í formi Sturlunga sögu, kveðskapar og þýðinga helgra, svo að ekki sé gleymt fornaldar sögum og riddara sögum. Á landnámsöld voru munnmæli óskráð og rúna- ristur áhugaefni manna á Norðurlöndum, kveð- skapur í hávegum hafður, svo og sagnalist, en síðar kom bókin til sögunnar. Að vísu alkunn með Grikkjum og Rómverjum mörgum öldum áður, en nýlunda hér norðurfrá. En þróunin í þessari fjöl- miðlun var svipuð hér og við Eyjahaf. Fyrsti kveðskapur Grikkja var vakinn upp löngu fyrir ritöld, til að mynda kviður Hómers frá 1000 til 700 fyrir Krist, en ritaðar heilli öld síðar, um 600 f.Kr. Síðan kemur Heródót, fæddur um 409 fyrir Krist og verður faðir grískrar sagnaritunar. Ari fróði fer í spor hans á fyrstu árum ritaldar á íslandi, en síðar Snorri og má rekja áhrif í ritum hans frá Sallust og allt aftur til Grikkja, eins og kunnugt er. Þúkidides (um 466—400), meistari grískrar sagna- ritunar og ef til vill fyrirmynd Snorra Sturlusonar, er einnig uppi á þessu blómaskeiði í upphafi grískr- ar ritlistar. Hundrað ár líða milli þess sem Ari ritar fslendinga bók og Snorri Heimskringlu, en Njála er samin um hálfri öld síðar. Þá tekur hnign- unin við eins og í Grikklandi. Þetta eru stutt blómaskeið. Nú vitum við ekki, hvert verður blómaskeið örtölvubyltingarinnar, né hvort hún hefur í för með sér jafnafdrifarík menn- ingarskil og ritlist, en víst er um það, að nú gerist fleira á stuttum tíma en áður. íslenzk menning Við íslendingar þurfum að gæta okkar vel og slá skjaldborg um menningu okkar og tungu, nú þegar sú öld gengur í garð að erlend áhrif flæða úr gervi- hnöttum yfir stórar þjóðir sem litlar. Vonandi lif- um við byltinguna af. En það verður að sjálfsögðu ekki undir öðrum komið en okkur sjálfum. Höfum við þrek til þess að vinna svo úr fortíðinni, að við stöndumst framtíðina? Vonandi verður menning íslenzkrar fortíðar leiðarljós okkar inn í framtíð- ina, svo að við slitnum ekki úr tengslum við rætur okkar, þá er voðinn vís. Blómið deyr á rótlausum stilk. Án íslenzkrar tungu og fornra bókmennta munum við sogast inn í þjóðahafið mikla, hverfa; verða ósýnileg eins og örverurnar. Við trúum því, að hlutverk okkar verði annað og meira í framtíð- inni. Að örveruþjóð eins og íslendingar eigi miklu hlutverki að gegna vegna menningar sinnar og þekkingar — og þá ekki sízt vegna þess efnahags- lega sjálfstæðis, sem mun fylgja í kjölfar stórauk- innar nýtingar hráefnis í matvæla- og örveruiðn- aði. Vonandi erum við ekki á leið inn í nýja stein- öld, þótt svo geti virzt, þegar litið er á vígbúnaðar- kapphlaupið, heldur þangað sem mannkynið getur náð mestum mögulegum þroska og afrekin í sam- ræmi við það. Þess er að vænta, að tæknibyltingin nú á dögum gangi ekki af öllum fjölbreytileika dauðum, heldur sé einnig unnt að rækta hann í síminnkandi örveröld nútíma samgangna sem hef- ur tilhneigingu til einföldunar á öllum sviðum. Við höfum hlotið mikinn arf. Samanburðurinn við Grikki er athyglisverður. Á sama hátt og þeir snillingar voru allir uppi á einni öld sem skópu íslendinga sögur, konunga sögur og önnur bók- menntaleg stórvirki, voru þeir allir samtímamenn Sókrates (d. 399 f.Kr.)’, Platon, lærisveinn hans, Æskylos, Sófókles, Euripides og Aristófanes. Á sama hátt og tækniafrek Norðmanna, víkingaskip- ið, var forsenda landnámsafreka þeirra og land- vinninga, þannig var kálfskinnið tækniforsenda ritaldar á íslandi, ef svo mætti segja. Bókin var spennandi nýjung. Hún var tímamótin miklu í sögu þjóðarinnar. Örtölvubylting Nú er örtölvubyltingin þessi spennandi nýjung. Menn greinir á um framtíð bókarinnar. Það gerðu þeir einnig, þegar útvarpið kom til sögunnar, bók og blöð héldu samt velli. Bókin hefur verið lífseigur förunautur mannkynsins. Flestir eru þeirrar skoð- unar, að bækur og blöð haldi velli í örtölvubylting- unni, en þau verða líklega ekki notuð með sama hætti og áður. Á næstu öld verða tölvur og mynd- skermar alls ráðandi, jafnvel á heimilum manna. Þannig verður einnig hægt að lesa bækur, hvort sem þær halda nafni sínu eða ekki. Bókin styrkti and- legt þrek og þekkingu einstaklinga og þjóða. Við skulum vona, að örtölvubyltingin eigi einnig eftir að gera það: að hún verði upphaf að nýju, fögru og eftirsóknarverðu ævintýri i lífi mannsins, en ekki upphafið að endalokum hans; upphaf þess, að mað- urinn verði einungis hugsunarlaus viðtakandi, þol- andi eða fórnardýr í spennandi tækniþróun; ólæs og illa upplýstur og hefur einungis gaman af að horfa á myndskerma í öllum regnbogans litum, láta mata sig eingöngu, viðbragða- og andsvarslaust fyrir- brigði eins og lýst er í 1984, skáldsögu George Orwells. Viðtakandi auvirðilegs áróðurs, en ekki kröfuharður neytandi þekkingar og fegurðar; von- andi að maðurinn verði ekki á öld örtölvubyltingar fórnardýr einhliða alhæfingar, sem George Orwell lýsir í 1984, ekki ófyrirsynju. Vonandi verður sagt í framtíðinni um merka og athyglisverða menn: Þar var yndi hans, þar sem bókin og örtölvurnar eru — ekki síður en sagt var um Ingimund, fóstra Guðmundar biskups Arason- ar, en um hann segir í biskupa sögum: „Þá saknaði Ingimundr bókakistu sinnar, ok var hon drepin fyrir borð. Þá þótti honum hart um höggvast, því at þá var farit yndi hans, er bækrnar váru farnar, en maðrinn sá meiddr, er hann unni mest...“ Þannig eru þeir einkenndir, forfeður okkar, sem fremstir voru að andlegu atgervi, og er það í senn upplýs- andi og athyglisvert fyrir okkur, sem nú lifum — og hvatning þeim, sem við okkur taka á örtölvuöld. Ófrelsi Frelsi er þrældómur, boðaði Stóri bróðir í 1984 eftir George Orwell. Hann trúði því, að við yrðum harðstjórn að bráð. Vel má vera, að efasemdir hans hafi verið öfgafullar, en % hlutar mannkynsins búa nú við harðstjórn. Tveir til þrír milljarðar manna verða að una því að vera handteknir eða lokaðir inni í fangelsum án yfirheyrslna og jafnvel án þess að vita, hvaða „glæpi" þeir hafa framið. Þúsundir manna eru pyntaðar eða drepnar fyrir það, sem þær trúa á. Ekkert menningarsvæði, eng- inn partur af heiminum er laus við mannréttinda- brot: í Angóla hlaut kennari fjögurra ára fangelsis- dóm fyrir að segja, að fyrrverandi forseti landsins, marxistinn Neto, væri ekki bezta ljóðskáld í heim- inum. Móðganir við forseta eru einnig glæpur í Gabon og Malí. f yfir 30 Afríkulöndum geta gagn- rýnendur stjórnvalda átt yfir höfði sér að vera handteknir í langan tíma án annarra brota. Fjórðungur íbúa heimsins býr i Kína. Simon Leys, sérfræðingur í Kínafræðum, hefur skrifað, að Kína undir Maó Tse Tung líkist 1984 „í hverju smáatriði daglegs lífs“, eins og hann hefur komizt að orði. Maó lét drepa þúsundir menntamanna und- ir vígorðinu hugsanastjórnun og hreykti sér af því. En ástandið hefur eitthvað batnað í Kína eftir dauða Maós, en óvíst hvað lengi það stendur. Bænd- ur, sem fengu sjálfir að bera áþyrgð á landbúnað- arframleiðslu sinni, hafa þrefaldað framleiðsluna og tekjur sínar frá 1978. En rithöfundar njóta þess ekki að bera slíka ábyrgð, eins og Amnesty Inter- national hefur bent á. Þeir, sem birta gagnbylt- ingarkenndar skoðanir í óleyfilegum blöðum, eru umsvifalaust handteknir og dæmdir án réttarhalda til að fara í „endurmenntun". Glæpur og refsing Ekki þarf að ræða um handtökur í Sovétríkjun- um. Þeir, sem láta í ljós skoðanir, sem eru and- stæðar því, sem stjórnvöld og Stóri bróðir telja æskilegt, eru umsvifalaust handteknir. Fjöldi manna hefur verið sendur á geðveikrahæli á fölsk- um læknisfræðilegum forsendum og hefur Amn- esty International mörg dæmi þess efnis. Sakharov er útlagi í Gorkí og hefur mestar áhyggjur af því, að kona hans fái ekki þá læknishjálp, sem hún þarf á að halda. Leikstjóranum kunna, Yuri Lyubimov,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.