Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1984 39 Fyrsti samráösfundur rflíis og sveitarfélaga Alþýðublaðinu, fyrst sem af- greiðslustjóri en síðar sem blaða- maður, og hafði þá einkum á hendi umsjón með próförkum, auk þess sem hann ritaði margt í blaðið bæði í ljóðum og lausu máli. Birti hann þar meðal annars um langa hríð smákvæði undir dulnefni en í gamansömum dúr, ekki síst um fáfengilegar uppákomur sem stundum verða helsti fyrirferð- armiklar hjá okkur. Eitthvað af þessum kveðskap kom svo á bók með heitinu Hundrað skopkvæði, sem hann gaf út 1977. Hjá Alþýðu- blaðinu vann Gestur samfleytt til 1979 er hann varð að hætta störf- um vegna heilsubrests sem ekki varð ráðin bót á og dró hann til dauða. Gestur kvæntist ekki og átti engin börn, en síðustu tæp tuttugu árin bjó hann með systrum sínum tveimur, sem önnuðust hann á langvinnum og erfiðum sjúkdóms- ferli. Ungur hóf Gestur að þreifa fyrir sér á bragarfótum, en það var þó ekki fyrr en hann var kom- inn á fimmtugsaldur að hann sendi frá sér fyrsta ljóðasafn sitt Þenkingar (1952). Síðar komu út frá hans hendi ljóðabækurnar Lék ég mér í túni (1956), Undir því fjalli (1976) og Undir öræfahimni (1978), auk gamanljóða þeirra sem fyrr var getið og fremur mega teljast blaðamennska en skáld- skapur. Hér verður þess ekki freistað að leggja dóm á ljóðagerð Gests, en aðeins minnt á hið vin- sæla og fagra Þórsmerkurljóð hans, vorstemmningu úr óbyggð- um íslands. Það var í ferð vestur á Snæ- fellsnes fyrsta sumarið, sem Gest- ur dvaldist hér í bænum, að leiðir hans og Ferðafélags íslands mættust. Sjálfur sagði hann svo frá síðar, að þá hefði vaknað hjá sér verulegur áhugi á að kynnast landinu og náttúru þess. Gerðist Gestur eftir það ötull og fastsæk- inn ferðamaður og glöggur nátt- úruskoðari, sem valdi sér einkum gróðurríki öræfanna að viðfangs- efni, en því miður hefur hann rit- að helsti fátt um þessar athugan- ir. Hann ferðaðist allvíða, ekki síst um óbyggðir, en engir staðir voru honum svo hughaldnir sem Þórsmerkursvæðið. Þar dvaldist hann löngum í sumarleyfum sín- um og var flestum eða öllum framar kunnugur á þeim slóðum. Þangað leitaði hann helsjúkur, og í kröm sinni, þegar hjartað bann- aði allar göngur, fróaði hann hug sínum við að horfa yfir sviðið sem hann hafði bundist svo föstum tryggðum. Gestur var árum saman farar- stjóri í fjölda ferða á vegum Ferðafélags Islands og naut þar mikilla vinsælda sakir lipur- mennsku, prúðs dagfars og fróð- leiks. Þó að hann væri að jafnaði hlédrægur og jafnvel ætti það til að vera fálátur, þá gat hann orðið manna glaðastur í slíkum ferðum, sagði þá vel frá og hafði glöggt auga fyrir sérkennum landslags- ins og gróðri, auk þess sem hann þótti gætinn og traustur farar- stjóri. Gestur var kjörinn kjörfé- lagi FÍ á aðalfundi þess 1972, og fyrir félagið ritaði hann kaflann um Þórsmörk í Árbók 1972. Þessi kafli var síðan sérprentaður með heitinu Þórsmörk — Landslag og leiðir. Er bók þessi raunar enn rækilegasta lýsingin á þessum fjölsóttasta ferðamannastað í óbyggðum landsins. Ferðafélag íslands kveður í dag einn sinna traustustu félags- manna, mann sem alltaf var reiðubúinn að rétta því hönd til hjálpar. Slíkra manna er gott að minnast. Þeir eru hverjum félags- samtökum nauðsynlegir, sá burð- arás, sem hlýtur að bera uppi öll áhugamannafélög. Og að leiðar- lokum vill félagið senda systkin- um Gests og öðrum vandamönn- um samúðarkveðjur. Fyrsti samráösfundur ríkis og sveit- arfélaga í samræmi við samstarfs- sáttmála þessara aðila frá 20. janúar sl. var haldinn 4. maí. Auk félagsmálaráðherra Alexanders Stefánssonar tóku þátt í fundinum fjármálaráðherra Albert Guðmunds- son, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra Matthías Bjarnason, rmnnta málaráðherra Ragnhildur Helgadóttir, stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga og nokkrir embættismenn ríkis- ins. Á fundinum var fjallað um ýmis málefni sem varða samskipti ríkis og sveitarfélaga og stefnu ríkisstjórn- arinnar í efnahags- og atvinnumál- um. I fundarlok samþykktu aðilar eftirfarandi yfirlýsingu: 1. Fulltrúar ríkisins hafa gert grein fyrir almennri stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum, svo og fjár- hagsvanda ríkissjóðs á þessu ári. Fulltrúar sveitarfélaganna vekja athygli á því, að sveitarstjórarnir hafa leitast við að stuðla að því, að markmið ríkisstjórnarinnar um hjöðnun verðbólgu náist. Aðilar leggja á það áherslu að mikilvæg forsenda árangurs í þessu efni sé að girt verði fyrir alvarlegan halla í búskap hins opinbera. Varðandi úrræði til úrbóta á fjár- hagsvanda ríkissjóðs, hefur full- trúum sveitarfélaganna verið kynnt sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að hún muni leggja til við Alþingi, að framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga á árinu 1984 verði bundin við þær fjárhæðir, sem áætlaðar eru í fjárlögum ársins. 2. Fulltrúar sveitarfélaganna fagna því ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, að sveitarstjórnir ákveði sjálfar gjaldskrár fyrir þjón- ustu sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Fulltrúar sveitarfélaganna leggja á það áherslu, að sjálfsákvörðunar- réttur sveitarstjórna verði virtur á fleiri sviðum eigin fjármála, m.a. með því að veita þeim aukið frjáls- ræði um nýtingu tekjustofna sinna. 3. Fulltrúar sveitarfélaganna fallast á þau tilmæli fulltrúa ríkisins, að teknar verði nú þegar upp viðræður um flutning verkefna á sviði skóla- mála frá ríki til sveitarfélaga. Verði þar miðað við að saman fari frum- kvæði, framkvæmd og fjármálaleg ábyrgð og að sameiginlegum verk- efnum ríkis og sveitarfélaga fækki. Tillögur aðila liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí nk. Stefnt er að því, að fyrstu breytingar í þessa átt taki gildi á næsta fjárhagsári. 4. Fulltrúar ríkisins fallast á aðild fulltrúa sveitarfélaganna að áform- aðri endurskoðun á lögum um kjara- samninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. 5. Fulltrúar ríkisins hafa fallist á að í fjárlögum verði sérstakt framlag til sveitarfélaga vegna kostnaðar þeirra við snjómokstur, sbr. heimild- arákvæði laga nr. 24/1983. 6. Aðilar eru sammála um að hefja viðræður um endurskoðun á lögun- um um tekjustofna sveitarfélaga, hlutverk jöfnunarsjóðs og skipan sérstakrar nefndar í því skyni. 7. Aðilar eru sammála um að taka upp viðræður um endurskoðun laga nr. 64/1981 um atvinnuleysistrygg- ingar, þ.e.a.s. þeirra ákvæða lag- anna, sem helst snerta sveitarfélög- in. 8. Aðilar eru sammála um að taka upp viðræður um framkvæmd laga um aðstoð við fatlaða í ljósi fenginn- ar reynslu af framkvæmd þeirra og um skipan sérstakrar nefndar i því skyni. 9. Aðilar eru sammála um að taka upp viðræður um kostnaðarhlutdeild í rekstri sjúkrasamlaga og heilsu- gæslustöðva. Verði þeim viðræðum lokið á þessu ári. Legsteinar Framleidum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _____ um gerð og val legsteina._ S.HELGASON HF STEINSMHUA SKEMMUÆGI 4S ShK 76677 4 mismunandi litir: GULT - RAUTT - SVART LEIRBRÚMT RAFTÆKJ ADEILD [hIhekiahf ■ LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 ■ 21240 ♦ BB • 8*» »T; . cm m PHIUPS t ’■ n •* „""1 ♦22' * » í * • ft «5" • > *»>HíUc«+ Í)K M ; *— \ » • •-»«, . ’ 4 :. 4 * w ftiwiw » > .Trrrrr .■ 1 / APHHIPS ACH023ELDAVEL VERÐADEINSKR. 12.950- STAÐGREITT Enn bjóöum viö heimilistæki á iækkuöu veröi. Nú er þaö Philips ACH 023 eldavélin. Hún hefur fjórar hellur, þar af tvær meö stiglausri stillingu; sjálfhreinsandi blástursofn, hitahólf og elektróniskan hita og tímastilli. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.