Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 41 Minning: Jóhannes Sigurðsson hreppstjóri Hnúki Hjúkrunarkvennatali, þar sem einnig er lýst einstökum atriðum í starfsferli hennar, sem hér er ekki að vikið. Bókina Móður og barn samdi hún til leiðbeiningar barnshafandi konum og ungum mæðrum, og kom sú bók út 1950. En fagurbókmenntir munu hafa verið henni enn hugstæðari. Hún var komin á sextugsaldur, þegar fyrsta bók hennar kom út 1949, Sveitin okkar, þættir byggðir á bernskuminningum hennar. Síðar komu út Draumur dalastúlkunnar 1950 og Pílagrímsför og ferða- þættir 1959. Fyrir 20 árum kom síðan út bók sú, sem fyrr er nefnd, Signý, skáldrit byggt á hjúkrun- arnámi Þorbjargar í Danmörku, skáldsagan Leynigöngin kom út 1955 og Þjóðlífssagan Öldurót 1969. Þorbjörg Árnadóttir var velvilj- uð og hreinlynd kona, sem ótrauð sótti sér menntun og þroska á fjarlægar slóðir. Höfundur þess- ara orða, systursonur hennar, get- ur af eigin raun borið um fágæta alúð, vinsemd og þolinmæði henn- ar í samskiptum við ættfólk og vandamenn. Hún var ógift og barnlaus, en gerði sér far um að fylgjast með þroska og störfum fjölmenns frændliðs. Sérstaklega voru ferðir hennar norður í Mý- vatnssveit, á æskuslóðirnar, til- efni þess, að uppruni og aðstæður þar í sveitinni voru rifjaðar upp. Var það að fullu tilefni og hollt þeim, sem á hlýddu. Þá voru lang- dvalir hennar vestanhafs og nám einnig oft til umræðu, enda þar um að ræða sérstæða lífsreynslu. Bækur Þorbjargar, fyrst og fremst Sveitin okkar, lýsa ein- lægri aðdáun á æskuslóðunum. Þær voru enn í huga hennar, þeg- ar síðustu samfundir okkar urðu við sjúkrabeð hennar á Landspít- alanum. Hugurinn var þá ekki nema að nokkru þar við rúmið, að mestu virtist hún vera norðan heiða. Af orðum hennar mátti ráða, að þar var, eins og henni fannst allt- af vera, sólskin og hlýr andvari og þar var vinafólk og ættingjar, sem hún unni. Nú er hún gengin á Guðs vegi eftir langt og fagurt líf. Við sem hana þekktum þökkum samfylgd og vináttu. Þór Vilhjálmsson Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir, eða Þobba frænka, svo sem hún var nefnd af okkur frændfólkinu, hlaut í vöggugjöf ýmsa þá eðlis- þætti, sem helzt þykja prýða sérhvern mann. Gestrisni Þobbu og góðra ráða nutum við öll. Börnin vissu, hvers vænta mátti, þegar Þobba við ólíklegustu tækifæri fór á stjá með hvít umslög, sem hún laumaði í hendur þeirra og höfðu að geyma fjárupphæð, vísast úr hófi rausn- arlega. Dæmalaust kom sér þetta þó vel fyrir smáfólkið, sem einatt átti í basli með nokkurn eyðslu- eyri. íburður og ytra skrúð var eng- inn vildardraumur Þóbbu frænku. Hún reyndi einlægt að láta sem minnst á sér bera og var frábitin hvers konar metorðagirnd og yfir- læti. Hitt gat engum dulizt, sem við hana átti orðræður, að þar fór víðsýn og gagnmenntuð kona. Hjálpfýsi Þobbu var einstök, og hafa margir minnzt hennar með þakklæti, einkum frá þeim tíma, sem hún var yfirhjúkrunarkona Vífilsstaðaspítalans. Og ekkert kom það á óvart, þá er hún fyrir nokkrum árum kom til nauðsyn- legrar sjúkrahúsvistar í Hvera- gerði, að hún skyldi eyða öllu tali um eigin krankleika, en þess í stað bjóða fram liðveizlu sína við hjúkrunarstörfin á spitalanum. Glettni átti Þobba í ríkum mæli og jafnvel smástríðni. Hún kunni urmul sagna um ættmenni sín og æskuslóðir í Þingeyjarþingi. Þar og hjá þeim var hún því aufúsu- gestur, og síðari árin hefur hún verið hinn sterki ættarmeiður, sem við hin höfum safnazt um. Fari hún í friði. A.K. Fæddur 3. ágúst 1908 Dáinn 17. janúar 1984 Nú á fyrsta vormorgni er ég lít yfir liðinn vetur, langar mig að minnast nokkrum orðum látins vinar, Jóhannesar Sigurðssonar fyrrum bónda og hreppstjóra á Hnúki í Dalasýslu, en hann lést 17. janúar sl. og var jarðsunginn að Skarði á Skarðströnd, laugar- daginn 27. sama mánaðar. Þegar samferðamenn kveðja, er það ævinlega svo, að 1 hugum þeirra sem eftir lifa birtast mynd- ir minninganna, sem tengdar eru lífi og starfi hins látna. Skiptir þar ekki máli, hvort maðurinn fellur ungur eða gamall. Þannig fór fyrir mér, er ég frétti lát Jó- hannesar á Hnúki, en lát hans bar að mjög óvænt. Mér opnaðist sýn til liðinna samverustunda, sem allar eiga það sameiginlegt að til- heyra þeim þætti mannlífsins, sem vígður er hlýhug, góðvild og gleði. Jóhannes Sigurðsson fæddist 3. ágúst 1908 að Tröð í Álftafirði, Norður-Í safj arðarsýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Óli Sigurðsson frá Súðavík og kona hans, Helga Þórðardóttir. Tveggja ára gamall fluttist Jóhannes með foreldrum sínum suður til Breiðafjarðar, að Kletti í Gufudalssveit, en þar bjuggu móðurafi hans og amma. Eftir stutta veru á Kletti lá leiðin til Flateyjar á Breiðafirði, þar sem Jóhannes ólst upp til 10 ára aldurs, en þá veiktist systir hans, Karitas, af berklum og varð að fara á Vífilsstaðahæli, þá 15 ára gömul. Af þeim sökum vildu for- eldrarnir flytjast hingað suður til að vera sem næst sjúkri dóttur ' sinni, henni til styrktar. Karitas háði stranga baráttu við hinn hvíta dauða í u.þ.b. 3 ár, en hún lést 18 ára gömul. Á þessum árum þurfti Jóhannes að fara að vinna fyrir sér. Meðan foreldrarnir biðu við sjúkrabeð dótturinnar, var Jó- hannes á Hraðastöðum í Mos- fellssveit, hjá Kjartani bónda þar, þá um fermingaraldur. Heyrði ég hann oft á síðari árum minnast veru sinnar þar með hlýhug og þakklæti. Jóhannes átti 3 alsystk- ini, Valdimar, sem var elstur, Málfríði og Karitas, sem áður er nefnd. Foreldrarnir, Sigurður og Helga, slitu samvistum, en giftust bæði aftur. Jóhannes átti því 5 hálfsystkini, 2 bræður, Guðbrand og Steingrím, sammæðra, og 3 systur, samfeðra, Kristínu, Jenný og Ingibjörgu. Er sú síðastnefnda löngu þjóðkunn skáldkona og hef- ur gefið út margar bækur. Þegar Jóhannes var um tvítugt fluttist hann vestur til Breiða- fjarðar aftur og dvaldist þar um árabil, m.a. í Rúfeyjum með bróð- ur sínum Valdimar. Við eyjabú- skap varð sjómennskan að sjálf- sögðu meginviðfangsefnið. Sagði Jóhannes mér oft sögur af því, þegar þeir bræður komust í hann krappan í glímunni við ógnveldi ránardætra og í frásögninni leyndist ekki sigurgleði. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu á sjónum á æskuárum, held ég þó að allt til æviloka hafi Jóhannes sótt ánægjustundir með öldum Breiða- fjarðar, þegar tími vannst til að skreppa á sjóinn, þótt ævistarf hans yrði á öðrum vettvangi. Árið 1930 kvæntist Jóhannes mikilli mannkostakonu, Sesselju Kristínu Teitsdóttur, bónda að Hlíð í Hörðadal Bergssonar og s.k.h. Ingibjargar Þorleifsdóttur. Árið eftir, eða 1931, keyptu þáu jörðina Hnúk í Klofningshreppi og hófu þar búskap og bjuggu til æviloka. Sesselja Kristín lést fyrir tveimur árum. Þegar þau hjónin hófu búskap á Hnúki, var þar lítill torfbær og önnur hús einnig. Ærið verkefni var því fyrir höndum næstu árin og kom sér vel, að hús- bóndinn var verkhygginn, hagur vel í höndum og átökum vanur við áratökin. Fljótlega voru Jóhannesi falin ýms trúnaðarstörf. Hann var hreppstjóri Klofningshrepps frá 1947 til dauðadags, eða í 36 ár, og í hreppsnefnd einnig frá 1938. Stöðvarstjóri pósts og síma öll ár- in, sem símstöð var á Hnúki, en símstöðin var nýlega lögð niður. í Hnúksnesi, sem er í landi Hnúks, var um langt árabil rekin verslun og frystihús frá Verslun Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi og var Jóhannes útibústjóri þess á meðan það starfaði frá 1944 til 1970 eða svo. Eftir að útibúið var lagt niður, stofnuðu nokkrir bændur í nærliggjandi byggð og fleiri hlutafélagið Hnúksnes hf. og keyptu hús útibúsins og héldu rekstri frystihússins áfram. Féll þá í hlut Jóhannesar að vera fyrir- liði þess, en því starfi gegndi hann í 10 ár. Fjárhagur þessa félags- skapar var ekki sterkur. Laun til framkvæmdastjórans voru því af skornum skammti, en það skipti hann engu máli. Hann vissi að starfsemin var byggðinni nauð- synleg, og því skyldi hún í té látin, hvað sem launum liði. Með öllum þessum framan- greindu störfum má segja, að ævi- störf Jóhannesar hafi fremur ver- ið þjónustustörf í þágu þess samfélags, sem byggir nærliggj- andi sveitir heldur en búskapur. Mestu mun þar hafa ráðið um góð- ir meðfæddir hæfileikar hans til margvíslegra starfa, því skóla- menntun hafði hann ekki umfram aðra samtíðarmenn sína í dreif- býlinu á þeirri tíð. Bú þeirra hjónanna á Hnúki mun aldrei hafa verið stórt, enda jörðin fremur landlítil og störfin fjölmörg önnur hjá þeim báðum, en Kristín var ljósmóðir sveitar sinnar og einnig í næstu sveitum, þegar á þurfti að halda. En þrátt fyrir annir þeirra beggja, var heimili þeirra mikið menningar- heimili, sem einkenndist af snyrti- mennsku og frábærri gestrisni. Fór orð af störfum Kristínar jafnt í húsmóðurhlutverkinu sem ljós- móður- og naut hún í hvoru- tveggja verðskuldaðrar virðingar. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en ólu upp tvær fósturdæt- ur, Elsu Kjartansdóttur og Erlu Valgeirsdóttur, báðar búsettar í Reykjavík. Þegar heilsu Kristínar var farið að hraka, var Aðalheiður Guðmundsdóttir, móðir Erlu, langtímum saman á Hnúki og vann þar heimilisstörfin með mik- illi prýði. Hygg ég, að hún hafi talið sig standa í mikilli þakkar- skuld við þau Kristínu og Jóhann- es fyrir hið góða uppeldi dóttur sinnar. í góðri umhyggju á heimili Erlu og manns hennar, Þorsteins Guðmundssonar, dvöldust þau hjónin bæði siðustu stundirnar og létust þar. Jóhannes var fríður maður og þrekvaxinn, gamansamur og kunni vel að meta gleðinnar óð. Hann unni söng og tónlist, en sjálfur hafði hann þróttmikla og bjarta tenórrödd, sem ekki virtist eldast með honum. Hygg ég, að þar hafi verið efni í góðan söngv- ara, ef hann hefði fengið tækifæri líkt og ungum mönnum gefst nú á tímum. Hvar sem þurfti að bregða upp söng þótti hann því ómiss- andi. Byggðin meðfram Klofnings- fjallgarðinum að sunnan og norð- an, sem skilur á milli Hvamms- fjarðar og Breiðafjarðar, er í dag- legu tali kölluð Strandir, þ.e. 3 hreppar. í ýmsum þáttum mann- lífsins sameinast þessar sveitir. Hreppamörkin eru ekki látin skipta máli í góðu félagslífi, sem fólkið kann vel að meta og heldur uppi með miklum menningarbrag. Hygg ég að leitun sé að öðru eins miðað við allar aðstæður. Hef ég undirritaður átt því láni að fagna að vera stundum þátttakandi, en á þeim vettvangi kynntist ég Jó- hannesi best. Með söngröddum karlakór, harmonikkuklúbbi o.fl. voru gleðinnar eldar kyntir, og alls staðar var Jói á Hnúki jafn- sveitunganna í blönduðum kór, vigur og ómissandi, þótt aldurinn fyllti hálfan áttunda tuginn. Það er því stórt skarð i sönglífið á Ströndinni, þegar Jói er allur. Fyrir hönd söngfélaganna allra leyfi ég mér að þakka allar skemmtilegu samverustundirnar. Tveim dögum áður en Jóhannes lést hringdi hann til mín, en hann dvaldist þá hér syðra um sinn eft- ir læknisaðgerð. Hann var vel hress og sló á létta strengi að vanda. Hann sagði mér, að hann ætlaði endilega að komast vestur áður en þorrablótið yrði haldið heima. Sú ferð var ekki farin, heldur hin sem við þekkjum ekki en förum þó öll. Ég og fjölskylda mín minnumst Jóhannesar með vinarhug og þakklæti. Sumardaginn fyrsta 1984, Astvaldur Magnússon ÁVOXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR Rétt ávöxtun sparifjár er besta kjarabótin í dag! 9 '5 %) 1 — Vegna síðustu vaxtabreytinga eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfaveltu okkar allt að 9% umfram verðtryggingu. 3< 0 % — Ávöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri verðbréfaveltu okkar eru allt að 30% Ávöxtunartími er eftir samkomulagi. Kynnið ykkur ávöxtunarþjónustu Ávöxtunar s.f — Ávöxtun s.f. annast verðbréfaviðskipti fyrir viðskiptavini sína. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.