Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 7 HUGVEKJÆ_ eftir séra Guðmund óskar Ólafsson Þess er gjarnan getið í vasa- bókum, sem ýmsir hafa um hönd eða næst sér, þegar mikil tíðindi hafa gerst ákveðna vikudaga í liðinni sögu. Þannig voru í síðustu viku merkir minnisdagar, svo sem friðar- dagurinn 8. maí (1945). Þá var faðmast og fagnað á götum úti vítt um lönd, hildarleiknum var lokið, sem kostað hafði fleiri mannslíf og átakanlegri þjáningar en dæmi voru til um í sögu mannanna, sem þó var harla flekkuð og blóði lituð áð- ur. Nær fjörutíu árum síðan megum við horfa til þess með meiri blygðun og sársauka en orðum tekur að því fer fjarri að friður ríki í veröldinni. Pyntingar, kúgun og drápsæði eru ennþá daglegt brauð - í mörgum löndum, grímulaust ofbeldið traðkar og svívirðir á sama veg og fyrrum. Það virð- ist engin tímaskekkja 1984, það sem ort var 1936: „Á frið- arins arin þeir fártundur bera ót — Fyrirgef þeim ekki. Þeir vita hvað þeir gera — Með hat- ursins boðskap þeir mann- vonsku magna — Af morðum þeir gleðjast og þjáningum fagna ..." Einn þeirra manna, sem var djarfur leiðtogi og skeleggur baráttumaður gegn nasistum, Martin Niemöller, er nýlátinn. Hann var þyrnir í augum þeirra og galt fyrir einurð sína með píslum og fangavist. Hann mælti í predikun vorið 1937: „Oss er ráðafátt. Vér vit- um ekki hvernig vér eigum að hugga þá, sem þjáðir eru og fangnir og sérstaklega hjúpað- ir myrkri þjáninganna í dag. Og þó er til huggun, aðeins ein raunveruleg huggun, það er hugsvölun, friður og fögnuður. Það er þetta: Drottinn er nálægur öllum þeim, sem hafa sundurmarið hjarta, þeim sem hafa sundurmarinn anda, hjálpar hann.“ En Martin Nie- möller gerði meira en að boða huggun Guðs þeim er þjáðust, hann mælti í gegn óréttlætinu skýrum orðum og óbanginn og hann lét Orðið hljóma og dæma svikin og svívirðuna og glæpaverkin og sinnti ekki þeirri hættu sem það skapaði honum: Hann mælti: „Saltið eyðist um leið og því er stráð út. Ljósið brennur út: Þannig á kristnin að slitna í þjónustu Drottins síns. En borgin, sem stöðug stendur að eilífu, er grundvölluð á fjallinu helga. I ólgu og hörmungum tímanna er oss bent á vonina: Guðs traustu borg á bjarginu." Enn þann dag í dag er okkur næsta ráðafátt eins og á síðari hluta fjórða áratugar, þegar brjálæðið var að hefjast í Evr- ópu. Friðarmálefni eru ofar- lega á baugi, kristnir menn eru ekki nú frekar en áður á eitt sáttir inn á hvaða brautir sú umræða skal beinast og kannski verður aldrei þess krafist að þeir horfi sömu aug- um á menn og mál, viðburði og leiðir að marki. En hitt verða þeir að sameinast um, ef að þeir vilja halda því uppi, sem Marteinn Lúther kallaði „ljóstýru fagnaðarerindisins", þeir verða að mótmæla órétt- lætinu, kúgun og vopnaskaki, hvar sem það finnst og í annan stað að boða Orðið, sem bæði er orð huggunarinnar og um leið dómsins yfir misgjörðum mannanna. Mér fannst það eftirtektarvert, að þegar ég fór að huga að skrifum mínum þennan sunnudag og minntist jafnframt fyrrnefnds friðar- dags 8. maí, að þá blasti við mér upphafið á guðspjalli dagsins: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ Ýmsum kann að sýnast að þetta séu orð, sem eigi smátt erindi við þá kynslóð, sem stendur frammi fyrir margumtalaðri eyðingarvá nú- tímavopna og sem jafnframt hefur kynnst því hvernig hremmingar dynja yfir millj- ónir fólks í mynd hungurs og á hinn bóginn af ógnarverkum af manna völdum víða um heim. Hverju má það breyta, þó að enn og æ séu lesin þessi orð: Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig? Rétt er það, að þau breyta engu, sem orð á blaði, en þau geta breytt öllu þegar þau hafa inngreypst í mannlega vitund með fullri ábyrgð, þannig að sú manneskja, sem hefur tekið þau til sín, lifi síðan í þjónustu og „slitni" í þeirri þjónustu, svo að notuð séu orð Niemöll- ers. Þá skal þess einnig minnst að það fylgir því að eiga óskelft hjarta, sem hvílir í Drottni, það fylgir því von, kristin von, hvernig sem heim- urinn snýst og lætur, já, hversu ófriðlega sem horfir. Þrátt fyrir allt, þá vill eng- inn lifa í vonlausri veröld og manneskja án vonar hefur týnt framtíðinni úr huga, horf- ir í engu mót með góðri vænt- an, hefur til einskis að vinna og stríða. Vonlaus maður getur tekið undir með Steini og sagt: „Það bjargar ekki neitt, það ferst, það ferst, það fellur um sjálft sig og er ei lengur. Svo marklaust er þitt líf og lftill fengur — og loks er eins og ekkert hafi gerst ... “ En hvort heldur það eru sára- verkirnir frá brigðum og hill- ingum á daglegri göngu eða hrollurinn sem gerir vart við sig sökum blakkra viðhorfa og ófriðar í heiminum, þá á krist- in manneskja ævinlega í hjarta sínu það sem heitir lif- andi von, von sem býr óhögguð í brjósti og er í rauninni óháð skakkaföllum og stampasteyp- um í veröldinni. í þessari von býr sú sigursýn að Jesús Krist- ur sé með manneskju í ferð, jafnvel í og ekki síst í hverri tvísýnu. Ýmsum hefur þótt til- hlýðilegt að kalla slíka vitund heimsflótta og víst má það við- urkennast að til er slíkt himnatal, sem er áreiðanlega andstyggð, bæði í augum Guðs og manna, þegar það felur í sér ábyrgðarleysi gagnvart líðan okkar og jarðneskri velferð, þegar það gleymist að „slitna" í þjónustunni. Að taka til sín í trausti þessi orð: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig“, það hlýtur að hafa þessa þýðingu: Að horfa fram í geigleysi og með ábyrgðartilfinningu fyrir því sem er að gerast á þeim bletti sköpunarverksins, sem manni er skákað á og það er öndvert þeim hérahætti að draga sig út úr lífsiðunni með einskonar hlutlausa einkatrú að vega- nesti. í annan stað þýðir það að geta horft fram með sigur- vegarann Jesúm Krist fyrir augum, þó að maður heyri nið- inn af straumþunganum nálg- ast, sem kemur til að sækja okkur öll um síðir. Það er harla fátt, sem við vitum og þekkjum þegar horft er fram, næsta óvíst flest í morgundeginum og þess vegna getum við á öllum tímum sagt með Niemöller „vér skulum biðja hver með öðrum og hver fyrir öðrum, biðja fyrir æskunni, sem uppfrædd er í kristinni trú, biðja fyrir þjóð vorri, biðja fyrir oss sjálfum, sem eigum að vitna um og varðveita vora kristnu trú við kjör, sem enginn veit hver verða kunna, bæði í baráttu við heiminn og í þjónustu við bræðurna ..." En umfram allt skulum við halda okkur í samfélaginu við hinn upprisna Drottin, því að hið mesta eyði- leggingarinnar högg, sem beint hefur verið að mannlegu brjósti, það varð að sigurleiftri fyrir alla menn. Og því skulum við þrátt um allt ekki vera óttaslegin, því að fram úr svörtustu greipum hefur vakn- að lifandi von og því getum við ævinlega látið líða um huga þá hugsun, sem þannig var eitt sinn orðuð svo vel: „Hýr er hjálpin manns — heilög náðin mest — Látum því ei á lofgjörð stans. Um daga og dimmar 'nætur — Drottinn sé með mér — því er ei þörf að kvíða." taleysi DSTOÐ VERÐBRÉFA- IÐSKIPTANNA Heimsins besta ávöxtun? SparWrtlTl’- Vissir þú að UPP * maensmf MKtluKtiwfH' * g Samanburður á ávöxtun Maí 1984 Ávðxtun á ári m/v mism. verðbólguforsendur Tegund Bindi- Árs- 15% 17,5% 20% fjárlestingar tími ávðxtun verðbólga verðbólga verðbólga Verötr. veðskuldabr. 1—10 ár 10-12,00%+ verötr. 28,8% 31,6% 34,4% Eldri spariskírt. 3 m—4 ár 5,30% + verðtr. 21,1% 23,7% 26,4% Happdr.skuldabr. 7 m—3 ár 5,50% + verðtr. 21,3% 24,0% 26,6% Ný spariskirt. 3 ár 5,08% + verðtr. 20,8% 23,6% 26,1% Gengistr. sparisk. 5 ár 9,00% + gengistr ? ? ? Ríklsvixlar 3 m 25,95% 26,0% 26,0% 26,0% Banka + sparisj.skírt. 6 m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1% Iðnaðarb. + bónus 6 m 21,60% 21,6% 21,6% 21,6% Sparisj.reikn. 3 m 17,70% 17,7% 17,7% 17,7% Alm. sparisj.bók 0 15,00% 15,0% 15,0% 15,0% SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 14. maí 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Veðskuldabrél — verðtryggð Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun-1 arkrafa DagafjökJi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. i Seölab. 5.02.84 ' 1971-1 15.573,95 5,30% 1 ár 121 d. 1972-1 14.065,71 5,30% 1 ár 251 d. 1972-2 11.585,20 5,30% 2 ár 121 d. 1973-1 8.809,41 5,30% 3 ár 121 d. 1973-2 8.378,21 5,30% 3 ár 251 d. 1974-1 5.531,94 5,30% 4 ár 121 d. 1975-1 4.153,51 5,30% 236 d. 1975-2 3.109,09 5,30% 251 d. 1976-1 2.877,97 Innlv. í Seölab. 10.03.84 1976-2 2.327,43 5,30% 251 d. 1977-1 2.122,16 Innlv. i Seðlab 25.03.84 1977-2 1.781,85 5,30% 116 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. i Seölab. 25.03.84 1978-2 1.134,34 5,30% 116 d. 1979-1 951,45 Innlv. í Seölab 25.02.84 1979-2 740,15 121 d. 1980-1 634,18 5,30% 331 d. 1980-2 488,26 5,30% 1 ár 161 d. 1981-1 417,89 5,30% 1 ár 251 d. 1981-2 309,18 5,30% 2 ár 151 d. 1982-1 291,02 5,30% 287 d. 1982-2 215,63 5,30% 1 ár 137 d. 1983-1 166,24 5,30% 1 ár 287 d. 1983-2 107,03 5,30% 2 ár 167 d. 1974-D 5,319,50 Innlv i £ eölab 1984 1974-E 3.756,50 5,50% 197 d. 1974-F 3.756,50 5,50% 197 d. 1975-G 2.454,09 5,50% 1 ár 197 d. 1976-H 2.286,12 5,50% 1 ár 316 d. 1976-1 1.772,31 5,50% 2 ár 196 d. 1977-J 1.609,49 5,50% 2 ár 317 d. 1981-1. t|. 332,51 5,50% 1 ár 347 d. Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Ávöxtun umtram verðtr. 1 ár 95,78 4% 10,25% 2 ár 93,06 4% 10,38% 3 ár 91,95 5% 10,50% 4 ár 89,77 5% 10,62% 5 ár 87,63 5% 10,75% 6 ár 85,56 5% 10,87% 7 ár 83,53 5% 11,00% 8 ár 81,59 5% 11,12% 9 ár 79,68 5% 11,25% 10 ár 77,85 5% 11,37% 11 ár 76,07 5% 11,50% 12 ár 74,37 5% 11,62% 13 ár 72,70 5% 11,75% 14 ár 71,12 5% 11,87% 15 ár 69,60 5% 11,99% 16 ár 68,11 5% 12,12% 17 ár 66,71 5% 12,24% 18 ár 5,33 5% 12,37% 19 ár 64,03 5% 12,49% 20 ár 62,75 5% 12,62% Veðskuldabréf óverðtryggð (HlvJ 21% Sötug.m/v ... 1 afb. 6 ári 14% 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 16% 88 76- 65 57 51 18% 20% Hlutabróf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboössölu. Daglegur gengisútreikningur JllttQpillHllfrffe Góðan daginn! Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.