Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Tækifærin voru ekki mörg á þeim árum Rætt við Guðmund Arnason sem kominn er yfir tírætt „Ég er fæddur á Skagaströnd, á Hólmanesi árið 1883. Ég var ekki nema fimm ára þegar faðir minn, Árni Sigurðsson, drukknaði af árabát í vetrarbyrjun. Hann hafði verið formaður á Hólmanesi þá um sumarið en var hjá öðrum á bát þegar slysið varð. Það fórust allir nema einn maður sem hét Bjarni. Þegar faðir minn var fallinn frá stóð móðir mín, Steinunn Guðmundsdóttir, ein uppi með okkur þrjú börnin og gekk með það fjórða. Og heldur hefur útlitið verið ískyggilegt hjá henni eins og tímarnir voru — það var svo mikil fátækt og basl hjá öllum á þessum tíma.“ Guðmundur Árnason er liðlega tíræður en hann varð 101 árs hinn 20. september sl. Hann ber aldur- inn vel og er hinn hressasti þar sem ég tala við hann á Hrafnistu í Reykjavík. Ég bið Guðmund að rifja upp liðna æfi og spyr hvernig fjölskyldunni hafi reitt af eftir að heimilisfaðirinn var fallinn frá. „Þetta voru erfið ár“ — Nú, ég hékk auðvitað aftan í móður minni og fjölskyldan tvístr- aðist ekki í það skiptið, sagði Guð- mundur. Skömmu eftir slysið byrjuðu móðir mín og Bjarni, maðurinn sem komst af er faðir minn fórst, að búa saman. Hún var nokkur ár á Lækjarbakka á Skagaströnd en svo fluttum við til Hjalteyrar. Bjarni var sjómaður á kútterum frá Eyjafirði og fórst þar er ég var á fimmtánda ári, en þau móðir mín höfðu einmitt giftst skömmu áður. Móðir mín átti systur og tóku þær til sín sína systur mína hvor, en sú þriðja fór á sveitina. Svo- leiðis fór nú það. Þetta voru erfið ár. Það var eilíft basl og það hafði engin neitt upp úr neinu. Öll lífs- afkoman byggði á sjónum — fólk hugsaði um það eitt að hafa að borða og einhverjar flíkur utan á sig, og ef þetta fékkst þótti það gott. Þá var ekkert hugsað fyrir menntun unglinga og engir barna- skólar til. Sjálfur fór ég aldrei 1 neinn skóla. Að vísu voru farand- kennarar sem sögðu börnum eitt- hvað til hluta úr vetri — en aðra menntun var ekki að fá. Oft var litla eða enga vinnu að hafa við sjávarsíðuna og leið fólk þá hreinlega skort. Eitthvað var það skárra til sveita, a.m.k. fyrir þá sem áttu jarðirnar. Þar leið fólk sennilega ekki skort en bænd- urnir gátu haft fullt af fólki og borguðu því lítið eða ekkert kaup. Þú hefur svo farið að vinna strax og þú hefur getað? Já, en tækifærin voru nú ekki mörg á þeim árum. Þegar ég var 16 ára gerðist það að allt fylltist af síld á Eyjafirði. „Svo fór ég á sjóinn“ Þangað komu margar þjóðir í síldina — ég man að Þjóðverjar voru þar með fjóra togara og þarna voru Englendingar líka. Þá varð allt yfirfullt að gera. Þetta sumar var ég með gömlum manni að veiða síld á árabát á firðinum. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hann ekki síður en mig því síldin var svo krökk að netið sökk alltaf undan henni. Svo fór ég á sjóinn. Var lengi með Sæmundi skipstjóra Sæ- mundssyni á Hjalteyrinni. Það var góður karl og rólegur, og gott að eiga skipti við hann. Hjalteyrin var einn af kútterunum og átti sér undarlega sögu. Hún fannst mannlaus í hafi og kom aldrei fram hvað þar hafði gerst um borð. Nú, Sæmundur keypti þenn- an kútter með nokkrum öðrum og var lengi skipstjóri á honum. Um 25 ára gamall fór ég svo til ísafjarðar og byrjaði að stunda sjóinn þaðan. Hvernig féll þér sjómennskan? Mér féll hún illa því ég var ekki maður til að stunda sjó — það gerði sjóveikin sem ég losnaði aldrei við. Hún fór aldrei af mér svo ég píndi mig alltaf við þetta. Það var bara ekki um annað starf GuAmundur Árnason. Júlias að ræða fyrir mig en sjómennsk- una því ég hafði fyrir heimili að sjá. „Peninga sá maöur nær aldrei“ Það er ekki svo að skilja að mik- ið hefðist upp úr sjómennskunni — það var ekkert upp úr neinu að hafa á þessum árum. En það var einna skást að vera á sjónum og gat verið bærilegt þegar vel fisk- aðist. Peninga sá maður hins veg- ar nær aldrei, launin voru skrifuð í reikning hjá verzluninni og þar fékk maður svo úttekt. Þannig var maður eins og hver annar þræll hjá útgerðinni. Þú stofnaðir svo heimili áísafirði. Já, ég var 29 ára þegar ég gifti mig. Konan mín hét Una Magn- úsdóttir og er dáin fyrir nokkrum árum. Þegar ég kynntist henni var hún um fermingu en okkur féll vei hvort við annað þrátt fyrir ald- ursmuninn. Við biðum bara eftir því að hún yrði 16 ára og þá gift- um við okkur. Við bjuggum á ísa- firði í rúmlega 50 ár og eignuð- umst 5 börn — 3 stúlkur og 2 pilta. Við vorum heppin með börnin okkar — þau komust öll til manns og hafa staðið sig vel í lífinu. „Léleg og óhugguleg skip“ Ég var til sjós frá ísafirði fyrstu 25 árin og það var alltaf kvalræði fyrir mig því ég var með þeim ósköpum fæddur að sjóveikin fór aldrei af mér. Svo gerðist ég verkamaður í landi, ég var einn af stofnendum Kaupfélags ísfirðinga og þar vann ég í 30 ár. Þú getur nærri hvort ég var ekki feginn að sleppa frá sjómennskunni, sem ég hafði aldrei getað stundað al- mennilega fyrir sjóveikinni. Það var líka illt starf að stunda sjó á þessum árum — þetta voru léleg og óhugguleg skip sem við vorum á, 25—35 tonna koppar, en samt var sótt stíft á þessu. Þeir voru líka alltaf að fara niður þessir bátar og fórust þá flestir með manni og mús. Þér hefur þá sjálfsagt ekki komið til hugar að þú myndir lifa framyfir tírætt á þessum árum? Nei, Guð minn almáttugur, það hvarflaði aldrei að mér. Og ég hefði heldur aldrei óskað mér þess. Það er alger vitleysa að hlakka til þess að verða gamall eins og sumir gera. Það er, skal ég segja þér, erfitt að vera gamall og ekki eftirsóknarvert. Hér er manni holað niður eins og hverj- um öðrum niðursetningi — ég er ekki að segja að hér sé ekki hugsað vel um mann, en það er allt of mikill fjöldi á þessum elliheimil- um til að vel geti farið um fólk. Hvert er viðhorf þitt til framtíðar- innar? Það er engin framtíð lengur hvað mig snertir — þegar maður er orðinn svona gamall á maður sér ekki neina framtíð lengur. En þú átt kannski við framtíð þjóðar- innar. Ég er ekki of bjartsýnn. Við íslendingar skuldum allt of mikið erlendis og það er á þessum er- lendu lánum sem þjóðin hefur get- að lifað svona hátt undanfarna áratugi. Einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögunum og þá er hætt við að syrti í álinn, eða hvað? En það er sjálfsagt ekki um annað að ræða en vona hið bezta. — bó. í fyrsta ferðalagið 79 ára Keypti flugfar til íslands Hún heitir Mary Davies. Er 79 ára gömul. Hittum hana í Flugleiðavél á leið til íslands. Komið fram yfír miðnætti. Hún hafði aldrei fyrr komið í flugvél. Og ekki lagst í ferðalög fyrr. En gamla konan var hin hressasta. Brosti bara prakkaralega, eins og hún væri að játa á sig eitthvert prakkarastrik: Ég sá nefnilega fyrir 11 árum mynd í sjónvarpinu frá íslandi. Tilefnið var eldgos hjá ykkur. Þeg- ar ég sá aðalgötuna í Reykjavík, sagði ég við manninn minn: Éf ég fer eitthvað að ferðast, þá vildi ég ganga niður þessa götu. Hann dó fyrir 4 árum og síðan hefi ég ekki gert svosem neitt. Setið í ruggu- stólnum mínum, með logandi í arninum i einbýlishúsinu okkar í Lowestoft og horft á sjónvarpið eða lesið í bók. En draumurinn að sjá Island var alltaf geymdur ein- hvers staðar undir niðri. Svo ég ákvað bara að láta hann rætast. Börnin min tvö búa annars staðar i Englandi og barnabörnin líka og við vorum tiltölulega nýflutt til heimkynna mannsins míns þegar hann dó. Þegar eina vinkonan sem ég átti þar, var flutt til Norwich, þá hafði ég ennþá minna við að vera. Og það ýtti liklega á að gera eitthvað í málinu. Ég fór því á ferðaskrifstofu og lét þá skipu- leggja ferðina og hér er ég á leið til fyrirheitna landsins til að vera þar í viku. Ég sagði börnunum minum ekk- ert af þessu, hélt Mary Davies áfram og enn kom þessi prakkara- glampi í augun á henni. Hringdi bara til þeirra beggja í gærkvöldi. Bað þau um að fá sér sæti áður en ég segði þeim fréttirnar: Um þetta leyti á morgun verð ég komin í flugvél á leið til íslands! Fer frá Heathrow-flugvelli í London ann- að kvöld, sagði ég. Ég ætla ekkert að segja þér hvað þau sögðu. Gátu þó ekki gert neitt i málinu. Ég fæ bara að heyra hvað þeim finnst^ þegar ég kem heim aftur. Bróðír minn, sem ég hringdi í lika, spurði hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera til íslands, hvort ég gæti ekki reynt að sjá eitthvað nær fyrst. En ég sagði honum að nú ætlaði ég bara að gera það sem mig hefði lengi langað til. — Og tókst leigubíl alla leið frá Lowestoft? Það er enginn smá- spölur til Lundúnaflugvallar. Þetta ævintýri kostar líklega eng- an smáskilding? Nei, það er dýrt, liklega um 700 pund. Þegar seinni maðurinn minn dó, reyndist ég vera betur stæð en mig hafði órað fyrir. En gerði ekki neitt fyrir þessa pen- inga i langan tíma. Lét bara tim- ann líða. En nú sagði ég fjölskyld- unni í símann að þeim mun meira sem ég eyddi, þvi minna yrði fyrir þau að rífast um þegar ég er farin. Það er rétt, það er drjúgur spölur frá Lowestoft á flugvöllinn. Samdi við leigubílstjórann um að flytja mig þangað og sækja mig aftur fyrir 130 pund. Ég þekki þá orðið á leigubílastöðinni í bænum. Það er dálítið langt í búðir þar sem ég bý, svo ég hefi komist upp á það að taka strætisvagninn inn í bæinn, kaupa inn og fá svo leigubil til baka hjá þeim. Er orðinn góður viðskiptavinur. Bilstjórinn fór með mér eins langt og hann gat i flugstöðinni og hann hvatti mig áfram þegar ég sá alla þessa löngu ganga og við lá að ég missti kjark- inn. Hugsaði guð minn góður! Hann ýtti mér áfram og flugvall- armaðurinn sagði: Come on, lady, you will be alright! Allir voru svo góðir við mig. Ég fékk reglulega höfðingsmeðferð. Tveir Bretar, sem settust við hliðina á mér með- an við biðum, því seinkun varð á brottför, buðu mér upp á whisky til að hressa mig og þeir sögðust skyldu vera mér samferða um borð. Þeir héldu uppi gríni til að láta mig hlæja. Sögðu að flugvélin mundi flúga á hvolfi og að öll björgunarvestin væru götótt. Þeg- ar ég svo kom um borð, tóku þess- ar elskulegu flugfreyjur á móti mér. Önnur fékk mér bók með myndum frá íslandi til að dreifa huganum og settist hjá mér. Áður en hún skildi við mig lét hún mig fá símanúmerið sitt og nafn og sagði mér að hringja til sín ef ég þyrfti á að halda í Reykjavík. Og svo bauð flugkapteinninn mér fram í. Hamingjan góða, að sjá öll þessi tæki! Ég stóð með opinn munninn. Svo bað ég hann um að skrifa nafnið sitt á matseðilinn, svo að fólkið mitt tryði því að allt þetta hefði komið fyrir mig. Það var farið með mig eins og drottn- ingu. Allir hafa verið svo elsku- legir við mig og gefið sig að mér. Og það skiptir miklu máli, skal ég segja þér, þegar maður er orðinn gamall, segir Mary Davies með áherslu. Nú býr hún í gistiheimilinu Fjölskylduhúsinu á Flókagötu 5, þar sem vel hefur farið um hana og hún haldið áfram að hitta elskulegt fólk. Svaf næstum allan fyrsta daginn, játaði hún, enda ekki komin þangað fyrr en kl. 3 um nóttina. Fór aðeins í göngu- ferð, í bankann til að skipta pen- ingum og til að kaupa 17 kort, sem hún var búin að skrifa á og senda til fjölskyldu og vina á öðrum degi. Ég á 11 barnabarnabörn, segir hún til skýringar. Dóttir mín var tvígift. Átti með fyrri manninum brjú börn, sem fóru með honum pegar þau skildu, og nú á hún 3 með seinni manninum. Og sonur minn á 3 dætur, eina sem er búsett í Nýja Sjálandi og önnur býr á Spáni. Hún vildi að ég kæmi þang- að, en hvað á ég að gera í alla þessa sól? Geturðu ekki séð mig liggjandi flata og hálfklædda á ströndinni á gamals aldri, segir Mary Davies og hlær dátt. Þá vil ég heldur ísland. Þegar hún er spurð hvort eng- inn af fjölskyldunni búi nálægt henni, segir hún það ekki vera. Tvær dótturdætur hennar af fyrra hjónabandi dótturinnar eru til- tölulega nýbúnar að finna og taka aftur upp sambandið við móður sína og kynnast ömmunni, sem ekki hafði séð þær frá því þær voru ungbörn. Én nú er yngsti dóttursonurinn að fara í Konung- lega sjóherinn og stendur til að halda veizlu 27. maí svo fjölskyld- an geti kvatt hann. Ég hafði sagt þeim að ég vissi ekki hvort ég kæmi, það væri svo langt að fara. En dóttir min bauðst til að sækja mig í bílnum sínum. Nú þýðir ekki að segja að það sé of langt ferðalag, eftir að ég er búin að fara alein til íslands, bætir Mary Davies við. Að vísu hafði gamla konan að- eins verið tvo daga á íslandi þegar við komum til að taka af henni mynd í Fjölskylduhúsinu og frétta hvernig henni hefði gengið, en þó lá beint við að spyrja hana hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.