Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 48
Opió öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SlMI 11633. SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. 12 Víetnam- ar væntanlegir „RÍKISSTJÓRNIN ákvað á sínum tíma að taka á móti 50 Víetnömum en þeirri tölu hefur ekki verið náð ennþá. Því höfum við hjá Rauða krossinum verið beðin um að annast undirbúning og móttöku nokkurra til viðbótar," sagði Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða kross ís- lands, er hann var inntur eftir því hvort von væri á fleiri Víetnömum hingað til lands á næstunni. „Það er gert ráð fyrir því að um 10—12 manns komi hingað til viðbótar og á sumt af því fólki ættingja hér fyrir." Jón sagði að nú væru búsettir hér um 40 Víetnamar og ef þessi hópur bættist við yrðu alls um 50 manns hér á landi og það væri sá fjöldi sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka á móti. Jón bætti því við að ekki væri enn vitað hvenær þessu fólki yrði leyft að fara. Hann sagði að í desember á síðasta ári hefðu komið sjö Víet- namar hingað en þeirra hafði ver- ið beðið alveg síðan haustið 1979 en áður hefðu þeir fengið tilkynn- ingar um það þrisvar eða fjórum sinnum að þetta fólk væri á leið- inni en ekkert hefði bólað á því. „Við vitum því ekki hvort það verður í næstu framtíð sem þetta fólk kemur eða eftir nokkur ár. Það getur verið allur gangur á þessu," sagði Jón Ásgeirsson að lokum. Vestmannaeyjan Sigurður á Suður- ey aflakðngur í ár Vestmannaeyjum, 11. nuí. Samkvæmt dagatalinu er lokadagur vetrarvertíðar í dag, 11. maí, en sú hefð hefur nú myndazt að almennt er miðað við 15. maí, sem lok vertíðar. Vertíð sú, sem nú er að Ijúka, hefur um margt verið sérstæð og ekki sú gamalkunna vertíðar- stemmning ríkjandi, sem áður var. Slæmar gæftir, lélegur afli hjá flestum og kvótinn marg- umtalaði hafa einkennt þessa vertíð öðru fremur. Þó afli flestra báta hafi verið í rýrara lagi og mjög lélegur hjá nokkr- um, gerðu nokkrir netabátar góða vertíð og í gærkvöldi voru þrír bátar komnir með yfir 1.000 Börn á aldrinum 10 til 12 ára hjóluðu í gær frá skólum sínum að Lækjartorgi. Þessa mynd tók RAX á Grensásvegi í gær, þegar lagt var af stað, en þessir drengir höfðu eins og aðrir þátttakendur safnað fé til styrktar fötluðum börnum. Það var kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, sem stóð að Hjólreiðadeg- inum og var vonast til að alls safnaðist ein milljón króna. lesta afla. Aflahæsti báturinn er Suðurey VE með 1.361 lest, sem verður að teljast mjög góður afli og er ljóst að Sigurður Georgs- son, skipstjóri á Suðurey, verður aflakóngur Vestmannaeyja í ár. Valdimar Sveinsson VE var í gær kominn með 1.223 lestir og Þórunn Sveinsdóttir VE var í þriðja sæti með 1.032 lestir. Þeir á Suðurey verða að fram til 15. maí, en hinir tveir bátarnir í toppbaráttunni taka upp netin í dag. — hkj. Vatnsrenni- braut við Laugardals- laugina? HUGMYNDIR hafa komið fram um byggingu vatnsrennibrautar við Laug- ardalslaugina. Yrði af byggingu hennar yrði um braut að erlendri fyrirmynd að ræða. Slíkar brautir eru algengar er- lendis og hafa íslenskir ferðamenn kynnst þeim víða. Stefáni Kristjáns- syni, íþróttafulltrúa Reykjavikurborg- ar, hefur verið falið að afla frekari upp lýsinga og gagna í þessu tilliti. Munu franskar, sænskar og bandarískar brautir einkum í sigtinu. Gngin ákvörðun hefur enn verið tekin um byggingu brautarinnar enda er ljóst, að kostnaður við upp- setningu hennar hleypur á milljón- um króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Er þá verð brautar- innar sjálfrar ekki reiknað með. Morgunblaðið/Kristján Einarsson Helguvík Framkvæmdir við olíuhöfnina í Helguvík ganga vel og samkvæmt áætlun. Nú er unnið að fyrsta áfanga en í honum felst meðal annars bygging tveggja olíutanka, 15.000 rúmmetrar að stærð, pípulögn úr Helguvík og upp á Keflavíkurflugvöll, vegur samhliða lögninni og bygg- ing dæluhúsa. I öðrum áfanga felst bygging hafnarinnar sjálfrar og er vonazt til að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári, en það veltur á fjármögnun Bandaríkjamanna og NATO hvort svo verður. Fréttatím- ar á ensku í útvarpinu FRÉTTUM á ensku verður útvarpað síðdegis á hverjum degi í sumar í Kíkisútvarpinu. Samkomulag hefur tekizt um þetta mál á milli útvarpsins og Kerðamálaráðs, en ráðið tekur þátt í kostnaði við þessar sendingar. Þessar fréttasendingar hefjast annaðhvort 15. maí eða 1. júni og verða daglega i 3 eða 3 'A mánuð. Fyrir nokkrum árum voru fréttatím- ar á ensku’ í útvarpinu og annaðist Mik Magnússon þá. „Það er okkur fagnaðarefni að af þessum fréttasendingum skuli verða í sumar, en við höfum í nokkur ár barist fyrir því að af þessu gæti orð- ið,“ sagði Heimir Hannesson, form- aður Ferðamálaráðs i samtali við Mbl. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar: Alcan einhver fýsileg- asti samstarfsaðilinn FULLTRÚAR fjögurra stórra álfyr- irtækja koma hingað til lands í sumar til viðræðna um hugsanlega samvinnu um byggingu og rekstur á nýju álveri, sem einkum er litið til Eyjafjarðar með staðsetningu á. Fuiltrúar kanadíska fyrirtækisins Alcan koma öðru sinni, en fulltrúar þess komu hingað í janúar sl. Alcoa sendir sína fulltrúa hingað í byrjun júlí og í sama mánuði er væntanleg sendinefnd frá vestur-þýska álfyrir- tækinu Vereinigte Aluminium Werke, sem er stærsta álfyrirtæki Þýskalands og loks má nefna franska álfyrirtækið Pechiney, sem er þriðja stærsta álfyrirtæki í heim- inum, en Alcan og Alcoa eru í fyrstu tveimur sætunum. „Það er of snemmt á þessu stigi, að fullyrða að Alcan-menn séu reiðubúnir til samstarfs við okkur íslendinga um byggingu og rekst- ur á álveri," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðju- nefndar, er blm. Mbl. spurði hann hverjar hann teldi vera skýringar þess að Kanadamenn, sem eru helstu keppinautar okkar íslend- inga hvað varðar lágt raforkuverð, hafa sýnt áhuga á að reka álver hér á Islandi, en eins og kunnugt er hefur Alcan, kanadíski álhring- urinn sýnt þeim möguleika tals- verðan áhuga. „Það sem hins vegar gefur okkur vonir og eykur okkur bjartsýni, er að hingað kom sendi- nefnd frá Alcan i janúar sl. til þess að líta á aðstæður og ræða við okkur,“ sagði Birgir lsleifur, „og í framhaldi af þeirri heimsókn hafa þeir ákveðið að koma hingað á nýjan leik, nú í sumar, og þá með stærri sendinefnd, sem m.a. for- seti ,fyrirtækisins verður í. Það sýnist okkur vera vísbending um að þeir hafi áhuga á viðræðum og framtíðarsamstarfi við okkur.“ Birgir ísleifur sagði að það hefði ekki komið fram í þessum janú- arviðræðum, hversvegna Alcan vildi hugsanlega koma hingað til lands, en hann sagðist hafa þá trú að ein ástæðan væri sú að Alcan vildi hasla sér völl í Evrópu í ál- iðnaði. Þeir ættu nú þegar hlut í álverksmiðjum í Bretlandi og Þýskalandi, en raforkuverð þar færi nú mjög ört hækkandi, og þvi væri vafamál hversu lengi þær verksmiðjur myndu halda rekstr- inum áfram. „Þess vegna," sagði Birgir ísleifur, „líta þeir nú til Is- lands, sem framtíðarsvæðis, þar sem hægt sé að reka þennan iðnað í samkeppni á alþjóðamarkaði." Birgir Isleifur var að því spurð- ur hvort stóriðjunefndin teldi samstarf við Alcan ákjósanlegt og svaraði hann þá: „Við teljum Al- can einhvern fýsilegasta sam- starfsaðilann sem nú er völ á, í heiminum. Þetta er mjög stælt og öflugt fyrirtæki, og nú er það stærst sinnar tegundar í heimin- um, en Alcan og Alcoa hafa und- anfarin ár skipst á um að vera stærst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.