Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 43 Móðir og barn. Morgunblaðið/KÖE 50. mæðra- dagurinn MÆÐRADAGURINN er í dag og er þetta í 50. skipti sem einn dagur árs- ins er sérstaklega helgaður minningu þess hlutverks sem móðirin vinnur. Fyrsti mæðradagurinn var 24. maí 1934 og voru þá meðal annars seld blóm á götum úti til styrktar fátæk- um og umkomulausum mæðrum. Þá hófst sú venja sem enn er við lýði, sumstaöar að minnsta kosti, að börn færi mæðrum sínum blóm í tilefni dagsins. I gömlu kirkjuriti, sem kom út 1. júní 1934 (2. árgangi, 11. tölublaði), er að finna grein sem segir frá til- urð mæðradagsins og hinum fyrsta sem haldinn var 24. maí árið 1934. Þar sem hlutverks móðurinnar er minnst í fimmtugasta sinn í dag, þykir vel við hæfi að birta um- rædda grein úr kirkjuritinu. Grein- in hét: „Á lausum blöðum". „Hinn fyrsti mæðradagur hér á landi var síðasti sunnudagur, 24. maí síðastliðinn. Flutti séra Frið- rik Hallgrímsson erindi í útvarpið þriðjudaginn 22. til þess að skýra þýðingu þessa dags og hvetja menn til þess að helga hann mæðrum. Séra Sigurður Z. Gfslason á Þingeyri hafði fyrstur manna vakið opinberlega máls á þessari hug- mynd hér á landi. Flutti Morgun- blaðið grein eftir hann um sögu og eðli hugmyndarinnar. í útvarpið töluðu á sunnudagskvöldið um mæðradaginn frú Bentína Hall- grímsson, frú Guðrún Lárusdóttir og ungrú Laufey Valdimarsdóttir. Blóm voru seld á götum til styrktar fátækum og umkomulausum mæðrum. Blómaverzlanir hér í höf- uðstaðnum seldu blóm, er börn færðu mæðrum sínum heim. f Frí- kirkjunni minntist séra Árni Sig- urðsson mæðradagsins. Margar mæður munu hafa haft gleði og yndi af þessum degi. Má vænta, að þessi siður festist og leggist ekki niður, að mæðrunum sé þannig sérstaklega helgaður einn dagur ársins. Menn munu finna, hve það auðgar og fegrar þjóðlífið, að þjóðin í heild minnist þess hlut- verks, sem móðirin vinnur, og þakki það. Og hollt er hverjum manni, að sýnd sé einhuga rækt af almenningi þeim tilfinningum, sem mannshjartað á hreinastar og beztar." Maiy Davie8 var orðin leið á að sitja bara í ruggustólnum sínum við logandi arininn og horfa á sjónvarpið — svo hún ákvað að gera eitthvað í málinu. Myndina tók RAX af henni á íslandi í gær. þetta ferðalag hefði borgað sig. Hún kvaðst vera búin að fara eina skipulagða skoðunarferð um Reykjavík og vera að hugsa um að reyna að komast að „fossinum mikla", því í bæklingnum hennar stæði að maður gæti bara farið þangað í áætlunarbíl kl. 9—10 á morgnana. Þó væri hún búin að átta sig á þvi, að ekki væri alls kostar rétt að tíminn til að ferðast til íslands væri frá maí fram í ágúst, eins og auglýst væri. Maí væri ekki rétti mánuðurinn. En hún sæi ekki eftir að hafa komið. Ekki hefði hana órað fyrir því að hitta svona margt ágætisfólk. Síð- ast í dag hefði í skoðunarferðinni setið við hliðina á henni pólskur ungur maður og spjallað við hana. Og þar sem hún bjó voru bresk indæl hjón. Ekki grunaði mig að ég fengi svona yndislegar móttökur alls staðar og svona mikið veður yrði gert út af mér, sagði hún. Ekki veit ég hvað ég hefi gert til að eiga þetta skilið. Eg mun sannarlega hafa margt að hugsa um og minn- ingar til að ylja mér við þegar ég kem aftur heim, sagði þessi hlýja, broshýra kona í lok samtalsins. Og bætti við: Nú er ég að gera ná- kvæmlega það sem mig langar til! — E.Pá. Snigillinn er auðmjúkur Vegna heim- sóknar Rolfs Jacobsen Rolf Jacobsen er meðal braut- ryðjenda norskrar nútímaljóðlist- ar. Fyrsta bók hans Jord og jern kom út 1933 og markaði tímamót. Vissulega hreifst Rolf Jacobsen af öðrum skáldum og tók mið af þeim, nefna má Bandaríkjamann- inn Carl Sandburg, Danann Jo- hannes V. Jensen og Svíann Harry Martinson. Carl Sandburg orti á eftirfar- andi hátt í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar: „Legg mig á steðja, ó, sterki Guð./ Slá mig harðlega og hamra úr mér stálflein./ Rek mig í bita, sem binda skýjakljúf sarnan." Rolf Jacobsen orti fagnandi um vélar í sólskini, malbik og ilm hafnarinnar sem meðal annars kom úr útblástursrörum. Hann hefur alla tíð verið heillaður af tækni, en dýrkandi hennar með fyrirvara. Til dæmis er hann ugg- andi í ljóðinu Landslag og vélgröf- ur sem Hannes Sigfússon hefur þýtt l»ær éU af skógunum mínum. Sex véljfröfur komu og itu af skógunum mínum. Drottinn minn dýr, hvflík skrípi. HöfuA án augna og augun á rassinum. Þær sveifla kjöftunum á löngum sköftum meA fífla í munnvikunum. Þær éU og spýU, spýU og éU, því kverkarnar vanUr, þær hafa bara víAan kjaft og rymjandi maga. Er þetU einskonar Helvíti? Þetta brot úr ljóðinu ætti að vera til vitnis um áhgyggjur Rolfs Jacobsen á tækniöld. Einnig mætti benda á ljóð hans um snigilinn sem Hannes Sigfússon hefur líka þýtt. Snigillinn er hinn aðdáunarverði litli og friðsami ferðamaður í gras- inu með lúður á baki og löng horn sem minna á loftnetsstengur. Ein- kenni snigilsins er auðmýkt. Sjálfur er Rolf Jacobsen auð- mjúkur þegar hann kveður um lífið og undur þess. Hann er alltaf á bandi hinna veiklyndu og þess lífs sem er í eðli sínu smágert. Járn- heimurinn sem hann orti um íupp- hafi var leið hans til að opna ljóðið fyrir því sem er samtími okkar. Jacobsen vildi benda okkur á feg- urð þess sem ekki þótti ljóðrænt. Vélarnar, yfirþyrmandi tákn sam- tímans, áttu líka sína fegurð. í Sví- þjóð höfðu skáld eins og Artur Lundkvist stefnt að hinu sama. Nú var röðin komin að Noregi. Og Rolf Jacobsen var góður liðsmaður þess að vekja til umhugsunar um breytta tíma. En hann var ekki síst skáld sem á myndríkan hátt gat túlkað ný viðhorf. Okkur er tamt að spyrja spurn- inga á borð við þær hvort sá menn- ingarheimur sem við íslendingar erum sprottnir úr og Norðmenn sömuleiðis hafi ekki í skáldskap orkað á fleiri en okkur. Hvað varð- ar Rolf Jacobsen fæst svar við hin- um frómu spurningum. Hann hef- ur í viðtali látið svo ummælt að hann hafi ekki farið að yrkja fyrr en hann las Eddukvæði. Eddu- kvæðin voru honum dæmi um hreinan skáldskap: Ég var töfrum sleginn af hinu meitlaða formi, orðin voru sem höggin í stein. Mál- ið var ekkert blómskrúð. Það höfð- aði beint til mín, uppljómað og myndríkt. Að Völuspá fjallaði um heimsendi, hrun gamla heimsins og fæðingu nýs, hafði visst gildi. fyrir mig. Svona hefur Rolf Jacobsen kom- ist að orði um sameiginlegan arf íslendinga og Norðmanna. Þrátt fyrir allt eru ljóð Rolfs Jacobsen til vitnis um mælsku. Sú mælska er þó aldrei orðagjálfur. En fá skáld hafa lagt meiri áherslu á að aga mál sitt, segja það sem máli skiptir í fáum orðum. Norð- menn eru frekar málgefin þjóð og hafa tilhneigingu til að vera ölvað- ir af orðum. Þetta veldur því að fá nútímaskáld þeirra eru verulega minnisstæð. En ég vil nefna nokk- ur skáld sem auk Rolfs Jacobsen eru meðal hinna bestu á Norður- löndum: Tor Jonsson, Tarjei Ves- aas, Olav H. Hauge og Jan Erik Vold. Rolf Jacobsen er samtímaskáld sem Islendingar hafa gott af að kynnast. Hann er ákaflega velkom- inn gestur á Islandi. Það að hann er kominn hingað þarf að vera hvatning til þess að við gefum norskum skáldskap gaum, tökum upp þráðinn sem slitnaði með Nor- dahl Grieg og Arnulf Överland. Jóhann Hjálmarsson Akureyri: Atvinnuleysi minnkar enn — 93 einstaklingar undir 25 ára á atvinnuleysisskrá Akureyri, 9. maí. SAMKV. upplýsingum vinnumiðlun- arskrifstofunnar á Akureyri voru 30. aprfl sl. 216 einstaklingar skráðir at- vinnulausir á Akureyri, 116 karlar og 100 konur. Er það 29 færri en voru á skrá um mánaðamótin á undan. í apríl voru skráðir 3.468 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 165 hafi verið skráðir at- vinnulausir allan mánuðinn. Gefin voru út í apríl 481 atvinnu- leysisbótavottorð með samtals 3.572 heilum bótadögum. Samkvæmt könnun, sem Félags- málastofnun Akureyrar lét gera um miðjan apríl, skiptist atvinnu- leysi þá á eftirfarandi hátt á milli aldurshópa: Fjöldi atvinnuleysisbótadaga að baki hverjum bótaþega var um 41 að meðaltali. í eftirfarandi töflu er sýnt hversu stór hundraðshluti hvers aldursflokks er á atvinnuleysisbót- um 15. apríl 1984. Aldur Karlar Konur Alls 16-20 4,3 2,6 3,5 21-25 3,7 3,7 3,7 26-50 2,1 2,1 2,1 51-66 2,6 U 1,8 67-75 4,4 2,1 3,2 16-75 2,9 2,2 2,6 I niðurstöðum könnunar þessar- ar, sem Haukur Torfason, Jón Björnsson og Úlfar Hauksson, unnu fyrir Félagsmálastofnun, segir m.a. að ástæða sé til að vekja athygli á hinu tiltölulega háa hlutfalli atvinnuleysisbótaþega í aldurshópunum undir 25 ára, þar sem allstór hluti þessara árganga sé enn við nám og ókominn út á vinnumarkaðinn, og geri það raunverulegt atvinnuleysi þessa aldurshóps enn meira. Því er lagt til í niðurstöðum könnunarinnar, að á haustmánuðum verði að nýju gerð úttekt á hversu margir úr Fjöldi atvinnu- 20 ára 21—25 26—50 51-66 67 ára þessum aldurshópum verði þá enn á atvinnuleysisskrá og jafnframt leysisdaga og yngn ára ára ára og eldri Alls bent á að hugað verði að aðgerðum 30 og færri 16 8 15 3 3 45 til þess að búa einstaklinga á þess- 31-60 10 12 25 7 3 57 um aldri betur undir þátttöku á 61-90 14 10 18 9 6 57 vinnumarkaði og bent á námskeið 91-120 4 11 15 3 1 34 sem Kópavogsbær hélt í samráði 121-150 1 1 9 3 1 15 við Menningar- og fræðslustofnun 151-180 1 4 6 3 4 18 alþýðu um þessi mál á síðasta 181 og fleiri 1 2 3 3 2 11 vetri. Samtals: 47 48 91 31 20 237 GBerg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.