Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 IJK I I IUI rVirMyNDANNA War Games, sem segir frá tölvu- fríki á táningsaldri sem kemst inn á tölvu, sem stjórnar kjarn- orkuvopnavörnum Bandaríkj- anna. Upprunalega handritið endaði á tortímingu jarðarinnar í kjarnorkustríði, en peningaöfl- in, MGM/UA, tóku ekki slíkan endi til greina. Leikstjórinn var rekinn (sama og gerðist með En- emy Mine og fleiri) og handritið var endursamið þannig að tán- ingurinn kemur hershöfðingjun- um á þá skoðun að kjarnorku- vopn séu engin leikföng. Banda- ríski flugherinn var samt ekki ánægður og tilkynnti að kvik- myndin „gæfi rangar upplýs- ingar“. Meira að segja Superman III varð að gamanmynd með því að grínarinn Richard Pryor var settur inn í myndina. Miðað við allar aðstæður virtist sem þetta væri mjög góður leikur til að græða peninga. En leikstjórinn að fyrstu tveimur myndunum, Richard Donner, hafði gert þær vinsælar með því að taka per- sónur þeirra alvarlega og það er eins og hann hafi tekið réttan pól þar í hæðina því Superman III tók mun minna inn en fyrir- rennarar hennar. Á lista Variety eru aðeins tvær dans- og söngvamyndir, Flashdance, sem átti tónlist sinni mikið að þakka, og Staying Alive. Sú gerði það ekki gott í Bandaríkjunum vegna laga Bee Gees og ekki heldur vegna þess að John Travolta lék í henni. Ef það hljómar ótrúlega, þá hafið í huga að Travolta leikur í Stay- ing Alive eftir að hafa leikið í þremur myndum sem hrundu fjárhagslega. Sylvester Stallone, leikstjóri Staying Alive, svaraði því með því að gera endurkomu Travolta að aðalatriði myndar- innar og kryddaði svo með orkunni sem gerði Rocky- myndirnar hans svo vinsælar. Hollywood: 10 bestu, 10 verstu Tíu vinsælustu bíó- myndirnar á síðasta ári í Bandaríkjunum samkvæmt lista tíma- ritsins Variety tóku inn meira en hálfan milljarð dollara. Þessar myndir skipta Hollywood mestu máli, ekki aðeins vegna þess að bandarískir kvikmyndahúsa- gestir eru næstum því tvisvar sinnum fleiri, peningalega séð, en allur heimurinn saman- lagður, heldur vegna þess að í Bandaríkjunum sjá kvikmynda- framleiðendurnir hvað gengur og hvað gengur ekki í kvik- myndahúsagesti úti í heimi. Tíu vinsælustu myndirnar á lista Variety voru einnig vinsælar í Bretlandi og annars staðar í heiminum. 5 Pirates of Penzance > S2m 6 Trenchcoat 1 Return of the Jedi $165m 1 King of Comedy ($19m) • $1m 3 Trading Places 3 Videodrome • $1m 4 Curse of the Pink Pather • 5 Superman III $36m 6 Flashdance £36r En það er líka neikvæð hlið á málinu því þær tíu myndir sem hrundu náðu ekki einu sinni inn eins miklum peningum saman- lagt og það kostar að fjármagna eina stórmynd. Samániagt tap á þeim var jafnvel yfir 100 millj- ónir dollara. Og sum kvikmynda- verin sem gerðu þær fengu ekki einu sinni nógu mikið inn til að jafna bókhaldið. Það kom fáum á óvart að það skyldi vera mynd George Lucas The Return of the Jedi sem hæst trónir á listanum yfir vin- sælustu myndir vestanhafs. Inn- koman af henni er ekki alveg jafnhá og innkoman af E.T. frá árinu áður, en hún gerði eins vel og fyrirrennarar sínir, Star Wars og The Empire Strikes Back. Vinsældirnar ýta undir þá veiðleitni Lucasar að bjarga heilli tegund kvikmynda frá glötun. Fyrir árið 1977 var ekki ein einasta vísindaskáldsögu- mynd á meðal best sóttu mynda allra tíma. Nú eru þær ráðandi á listanum. Þær voru það þó ekki á síðasta ári og ekki á þeim þrem- ur árum sem liðin eru af níunda áratugnum. Sú tegund mynda sem helst hafa fært milljónirnar í vasa framleiðenda sinna á þessum þremur árum, er gaman- myndir. Á listanum fyrir síðasta ár eru Tootsie, Trading Places, Mr. Mom og 48 Hours, sem er eins mikil grínmynd og hún er „þrill- er“. Grundvallarformúlan er sú sama í þeim öllum. Dan Aykroyd (fyrra ypsiloninu sleppt í fram- burði) klæddur eins og hippi er settur inn á fínan matsölustað á Manhattan í Trading Places, svertinginn Eddie Murphy í löggugervi er settur inn á bar þar sem svertingjar eru ekki al- deilis velkomnir í 48 Hours, Michael Keaton með svuntu fyrir framan strauborð í Mr. Mom og Dustin Hoffman í dragt í Tootsie. Gamanmyndir níunda áratugarins virðast vera svo uppteknar af hlutverkaskiptingu á félagslega og kynferðislega sviðinu. Góður endir, sem fór úr tísku á sjötta áratugnum, virðist nú vera mjög mikilvægur í kvik- myndum. Það olli nokkrum vandræðum fyrir framleiðendur 2 Tootsie S95r 2 Rumble Fish 4 WarGames $37n 8 Octopussy S33i 7 The Osterman Weekend • $2m 8 Honky TonkMan • 9 Mr Mom $31 m 10 48hours Tíu best sóttu myndirnar frá Hollywood og þær tíu verst 9 Something Wicked sóttu. • $3m 10 Brainstorm ($20m) • 7 Staying Alive $34m Hal Roach: Prins þöglu myndanna á tíræðisaldrinum Arió 1912 var merkisár. Titanic sökk, A-víta- mínið var uppgötvað og Hal Roach, kvik- myndaleikstjóri og framleiðandi, fékk sitt fyrsta starf í kvikmynd fyrir dollar á dag, bílagjald, tvær samlokur og banana. Banani kom sér vel í þá daga. „Við hljótum að hafa látið einhvern renna á ban- anahýði í að minnsta kosti 50 ólík skipti," segir hann. „Við reyndum alltaf að láta einhvern vera góða gæjann og einhvern vonda gæjann. Góði gæinn — Harold Lioyd, rann aldrei, jafnvel þótt vondi gæinn reyndi að koma því svo fyrir. Oliv- er Hardy, sem lék oft þann vonda áður en ég kom honum og Stan Laurel saman, hlýtur að hafa runn- ið nokkuð oft á rassinn. Hal Roach er nú 92 ára og hlaut heiðursóskarinn 9. apríl sl., eins og margir sjónvarps- áhorfendur muna. Á sínum tíma hafð hann í vinnu hjá sér menn eins og Harold Lloyd, Will Rog- ers, Laurel og Hardy og fleiri. Þegar hann var upp á sitt besta átti hann snekkju, sex flugvélar og 19 pólóhesta. „Ég drekk, ég reyki og ég borða allt sem mér sýnist. Og heilinn er enn í góðu lagi. Móðir mín sá um sín eigin fjármál þar til hún varð 95 ára. Peningarnir sem ég lifi nú á eru að mestu leyti þeir sem ég gaf henni og hún notaði í góðar fjárfestingar. Heiðursóskarinn er þriðji Óskarinn sem Roach hefur feng- ið. Á árunum 1931—1932 vann hann verðlaunin fyrir „The Mus- ic Box“, stutta æfingu þeirra Laurel og Hardys á því þreyt- andi verkefni að bera píanó upp brunastiga. Árið 1936 vann hann aftur til verðlaunanna fyrir myndina „Bored of Education" með hinum fræga hópi af krökk- um, sem gekk undir nafninu „Our Gang“. Kannski er Hal Roach hvað frægastur fyrir það fyrirbæri, sem hann skapaði árið 1922 eftir að hann hafði starað út um skrifstofugluggann sinn á hóp af krökkum að leik á götunni fyrir framan. Hann fékk þá hugmynd að gera myndir um krakka og ævintýri þeirra undir nafninu Our Gang og hélt að það myndi ganga í svona eitt ár. Hann og seinna meir MGM framleiddi svo Our Gang-myndir allt fram til ársins 1944. En hvernig gengu málin fyrir sig í upphafi þöglu myndanna í Ameríku? Roach var 23 ára árið 1915 þegar hann réð vin sinn Harold Lloyd og framleiddi og leikstýrði fyrstu einnar-spólu myndinni sinni. „Leikararnir voru menn sem við tókum uppí bíl af götuhornum. Handrit voru engin. Eina sviðið var húsvagn og hver einnar-spólu mynd kost- aði 350 dollara. Við gerðum eina mynd niður við ströndina, aðra í skemmtigarðinum og eina í sporvagni. Þetta voru gaman- myndir í víðustu merkingu. Fólk zar slegið í höfuðið. Einhverjum var alltaf kastað út úr senunni og datt sá á rassinn. Ég benti kannski á einhvern leikarann og sagði: „Þú leikur fyllibyttu og þú leikur löggu." Og kannski var ruslatunna í skemmtigarðinum og ég sagði við stóra sterka gæj- ann að setja hana yfir litla auma gæjann. Svo gekk hann með tunnuna á hausnum fyrir fram- an fyllibyttuna sem hélt að hann hefði séð ofsjónir og endaði á því að ganga út í vatn.“ Mack Sennett hefur verið nefndur konungur þöglu gam- anmyndanna en með jafnmikl- um rétti má segja að Hal Roach hafi verið prinsinn þeirra. Ólíkt Sennett gat Roach aðlagað sinn stíl að kröfumeiri áhorfendum þriðja og fjórða áratugarins. í fyrstunni gerðum við myndir fyrir litlu sýningarhúsin, sem voru verslanir er breytt hafði verið í kvikmyndahús. En svo fóru stóru fyrirtækin að gera myndir í fullri lengd, eins og það er kallað, fyrir 1000 sæta kvik- myndahallir. Við urðum því að breyta til. Sennett hélt áfram með sömu brandarana sína án þess að hafa nokkurn söguþráð. 1 Ég fór að ráða höfunda. Og fyrir 1920 vorum við farnir að hafa forsýningar á myndunum okkar. Áhorfendum varð að líka vel við manninn sem var að henda rjómakökunum. Ef við vildum að áhorfendur kynnu vel við ein- hvern, gerðum við sérstakt at- , riði. Einu sinni var Harold Lloyd Dollar i dag, bflgjald, tvær samlok- ur og banani var fyrsta borgunin sem Hal Roach fékk fyrir vinnu við kvikmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.