Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 35 Sextugur: Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Hinn 13. maí árið 1924 fæddist hjónunum Önnu Klemensdóttur og Tryggva Þórhallssyni þáver- andi ritstjóra og alþingismanni sonur, sem í skírninni hlaut nafn- ið Björn Bjarnar. Var hann 6. barn þeirra hjóna. Áður voru fædd: Klemens, hag- stofustjóri, Valgerður, skrifstofu- stjóri Þjóðleikhússins, Þórhallur, bankastjóri Búnaðarbanka ís- lands, Ágnar, framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, og Þorbjörg, framkvæmdastjóri Fjölritunar- stofu Daníels Halldórssonar. Yngst þeirra barna Önnu og Tryggva er Anna Guðrún, alnafna móður sinnar. Að Birni Tryggvasyni standa styrkar stoðir. Voru föðurforeldr- ar hans hjónin Valgerður Jóns- dóttir hreppstjóra á Bjarnastöð- um í Bárðardal, f. 1863, og Þór- hallur Bjarnarson prófasts Hall- dórssonar í Laufási við Eyjafjörð, f. 1855. Þórhallur var skipaður biskup yfir íslandi 19. september 1908. Hafði hann þá gegnt prestembætti á ýmsum stöðum og verið for- stöðumaður Prestaskólans en auk þess tekið virkan þátt í stjórnmál- um, m.a. setið á Alþingi fyrir Borgfirðinga og verið forseti neðrideildar um skeið. Móðurforeldrar Björns voru hjónin Þorbjörg Stefánsdóttir, sýslumanns Bjarnasonar, f. 1862. Klemens var þingmaður Eyfirð- inga og Rangæinga, forseti neðri- deildar Alþingis um skeið, sýslu- maður, amtmaður, landritari og ráðherra. Of langt má! yrði að rekja ættir Björns Tryggvasonar lengra í stuttri sextugsafmæliskveðju en óhætt mun vera að fullyrða að þar væri að finna fleiri sem áhrif hafa haft á sögu þjóðarinnar í andleg- um og veraldlegum efnum en al- mennt gerist. Hver er svo maðurinn, sem svo styrkir stofnar standa að? Varla hefur bernskan verið daufleg í hópi tápmikilla systkina á heimili þar sem faðirinn var einn aðsópsmesti stjórnmálaskör- ungur þjóðarinnar. Stjórnmálasaga Tryggva Þór- hallssonar var ekki ýkja löng en stormasöm. Hafa þau átök vafa- laust haft djúp áhrif á hugarfar hins unga manns. Tryggvi andað- ist 31. júlí 1935 aðeins 46 ára að aldri og hafði þá markað dýpri spor í stjórnmálasögu landsins en flestir aðrir á jafn skömmum tíma. Móðir Björns, Anna, lifir enn. Björn naut þess í æsku að kynn- ast almennum störfum til lands og sjávar. Sveitastörfum kynntist hann m.a. þegar hann dvaldist að Fjósatungu í Fnjóskadal og á Kirkjubæjarklaustri. Á skólaár- um sínum vann hann í saltfiski í Reykjavík, ók síðar vörubílum fyrir Reykjavíkurhöfn og stundaði síldveiðar í mb. „Viktoríu" fyrir Norðurlandi. Sennilega hafa störf hans í Útvegsbankanum þó geðj- ast honum best, a.m.k. urðu bank- ar aðalstarfsvettvangur hans síð- ar. Allt þetta gaf honum þá innsýn í atvinnulíf þjóðarinnar sem mót- að hefur víðsýni hans síðan. Björn lauk lögfræðinámi frá Háskóla íslands í febrúar 1951 með fyrstu einkunn. Sumarið 1951 dvaldist hann í London við framhaldsnám i lög- fræði en 1. des. 1951 var hann ráð- inn lögfræðingur Landsbanka ís- lands. Frá 14. ágúst 1967 hefur hann gegnt störfum aðstoðar- bankastjóra Seðlabanka íslands. Á sínum bankaferli hefur Björn m.a. starfað sem aðstoðarbanka- stjóri Alþjóðabankans í Wash- ington. Vegna reynslu sinnar og þekkingar hefur Björn verið kvaddur til setu í samninganefnd- um um viðskipti við erlend ríki og sótt ótal fundi og ráðstefnur fyrir hönd landsins erlendis. Jafnframt fastastörfum að bankamálum hefur Björn varið miklum tíma og orku að ýmsum félagsmálum. Rís þar að sjálf- sögðu hæst framlag hans fyrir Rauða kross íslands. Þegar eldgosið varð í Vest- mannaeyjum hafði Björn nýlega tekið við formennsku Rauða krossins. Alþjóð er kunnugt hvernig sú stofnun brást við og leysti þau fjölmörgu vandamál sem þá risu. Þá lagði Björn nótt við dag í þágu þeirra sem urðu að forða sér í land. Vakti frammi- staða Rauða krossins undir for- ystu Björns Tryggvasonar þá verðskuldaða athygli bæði hér á landi og víða um heim. Fyrir störf sín var Björn sæmd- ur Riddarakrossi hinnar ísl. Fálkaorðu 1966 og Stórriddara- krossi 1974. Þótt störfin og umhugsun um þau fyigi Birni langt út yfir hefð- bundinn vinnutíma er því fjarri að þau tæmi athafnaþrá hans og starfsorku. Á æskuárum sínum var Björn vel liðtækur íþróttamaður. Lék m.a. knattspyrnu með kappliði Víkings. Enn í dag, nær hálfri öld síðar, þykist Björn ekki fullbúinn til sumarferða nema hafa fótbolta í farangri sínum. Þó hafa aðrar íþróttir vikið fótboltanum til hlið- ar, m.a. sund og skíði, laxveiði, rjúpna- Qg gæsaveiði svo nokkuð sé nefnt. Björn er maður kappsamur að hverju sem hann gengur. Þá er hann klífur fjöll að sumarlagi er honum ógeðfellt að aðrir fari hraðar og sama er þegar hann rennir sér svig á skíðum að vetr- arlagi, skiptir þá aldursmunur litlu máli né hve brekkan er brött. Áhugasvið Björns er vítt og margslungið. Hann er óvenjufróð- ur um landafræði bæði íslands og annarra landa. Hann nýtur þess að ferðast um land'sitt, helst utan alfaraleiða. Þekkir örnefni og kann sögu landsins betur en flest- ir jafnaldrar hans. Gætinn ferða- maður og úrræðagóður. Fæddur forystumaður um byggðir og óbyggðir. Strax á stríðsárunum kom í ljós að Björn hefur óvenju næmt eyra. Þekkti hann þá flugvélar, án þess að þær sæjust, á hljóðinu einu saman. Naut hann þess að búa í Laufási, næsta nágrenni við flug- völlinn í Vatnsmýrinni. Fór fátt framhjá athygli hans af því sem þar gerðist. Eyrað er líka næmt fyrir tón- list. Aldrei hefi ég vitað Björn snerta hljóðfæri. Þó þekkir hann og kann fleiri tónverk en margir sem taldir eru músíkalskir. Björn er sögumaður góður og söngelskur. Sjálfkjörinn forsöngv- ari í ferðalögum heima og erlend- is. Björn hefur yndi af að spila bridge og gerir það vel. Kemur þar og fram kapp hans og metnaður. Þykir honum ekki verra að sveit Björns Tryggvasonar fagni sigri. Björn er maður vinsæll og vinmargur. Mannglöggur og mannblendinn. Hefur ánægju af félagsskap manna. Björn er gæfu- maður. Mest munar þar um, að árið 1952 gekk hann að eiga Kristjönu Bjarnadóttur, læknis og alþingismanns Snæbjörnssonar og Helgu Jónasdóttur. Þau fagna barnaláni, en þeirra er eldri Anna Guðrún, f. 1956, en yngri Bjarni Þór, f. 1959. Eg held að við Björn höfum ver- ið kunnugir frá fæðingu. Ekki voru nema 2 hús milli heimila for- eldra okkar við Laufásveg þegar ég fæddist. Á minnið er vart að treysta en með þeim fyrirvara tel ég mig muna eftir okkur saman árið 1931 um svipað leyti og þingrofið fræga, þegar faðir hans kom and- stæðingum sínum í opna skjöldu. Síðan held ég að vinátta okkar hafi staðið svo að fyrir nóg er að þakka. Fjölmargar samveru- og ánægjustundir okkar verða ekki raktar hér. Ekki svo að skilja að alla tíð höfum við verið á einu máli. Minnist ég þess t.d. er við ætluðum að lesa saman lögfræði undir próf en urðum að hætta vegna ágreinings um stjórnmál. Hin skiptin eru þó miklu fleiri þegar skoðanir okkar á mönnum og málefnum hafa farið saman. Þau Jana og Björn dveljast er- lendis um þessar mundir. Hvar sem þau eru á jarðkringl- unni berast þeim heillaóskir, kveðjur og þakkir fyrir órofa vin- áttu og tryggð. Valgarð Briem P.s. Kristjana og Björn dveljast nú á Hótel Ambassador Concorde 14—16 BLD Haussmann 75009 — París. pltfgmOT Áskrifíarsíminn er 83033 SUMARTIMI Viö viljum vekja athygli viöskiptavina á aö frá og meö 17. maí til 1. september veröur afgreiöslutími okkar þannig frá mánudegi til föstu- dags: Skrifstofa Austurstræti 18. Opiö frá kl. 08.00—16.00. Bóka- klúbbur, afgreiösla í verslun Sigfúsar Eymundsonar. Opiö frá kl. 09.00—18.00. Vöruafgreiösla Skemmuvegi 36, Kópavogi. Opiö frá kl. 08.00—17.00. Viðskiptavinir bókaklúbbs AB ath. aö símsvari er á línum BAB sími 25360, og í síma Hjálparkokksins 25125 á kvöldin og um helgar. Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, s. 25544, 25360, 25125. Vöruafgreiösla Skemmuvegi 36, Kóp. s. 73055. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Kópavogur — Kópavogur i tiletni af 30 ára afmæli Sjálfstæöiskvennafólagsins Eddu i Kópavogi efnir félagið til fagnaöar aö Hamraborg 1, 3. hæö, laugardaglnn 19. mai 1984 frá kl. 16.00—19.00. Eddukonur fjölmenniö og takiö meö ykkur eiginmennina. St/órn Eddu. Viö Laugaveg Til leigu er verslunarhúsnæöi á mjög góðum stað viö Laugaveg. Húsnæöið býöur upp á fjölbreytta möguleika í verslunarrekstri. Til- boö sendist augl.deild Mbl. fyrir 17. maí nk. merkt: „L — 3084“. Keflavík Sjálfstæðiskonur Suöurnesjum Sjálfstæölskvennafélaglö „Sókn" heldur félagsfund þrlöjudaglnn 22. maí nk. kl. 20.30 í Sjálfstæölshúsinu, Hafnargötu 46. Muniö Opid húa þriöjudginn 15. maf kl. 17.30 til 19.00. Björg Einarsdóttir kemur i heimsókn. Stjórnin. húsnæöi i boöi Til leigu við Ármúla ca. 80 fm skrifstofuhúsnæöi fullfrágengið. ca. 220 fm á jaröhæö meö innkeyrslu. ca. 422 fm á 1. hæö. Nánari uppl. eru gefnar hjá Útboösþjónust- unni, Ármúla 5, í síma 35400 á skrifstofu- tíma. íbúð í New York íbúö til leigu á góöum staö á Manhattan frá miðjum júní til miös september. Uppl. í síma 37234. Til leigu 270 fm á 3. hæö viö Hafnarstræti. Afhendist tilbúiö undir tréverk. Upplýsingar í síma 12500 og eftir kl. 6 í síma 84352.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.