Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984
mwmámuB
mUBSKAH ÁRUHA
Rætt viö skyggna konu,
Erlu Stefánsdóttur, um litfyrirbæri
sem hún sér í kringum fólk
Sálir deyjandi manna líða upp af líkamanum um-
kringdar lýsandi árum. Myndina teiknaöi skyggn mað-
ur, Andrew J. Davies, á spítala í New York á 19. öld.
Andrew kvaðst fær um aö sjá inn í land framliðinna,
„Sumarlandið“, er hann nefndi.
Hvað er hæft í því að
umhverfis fólk séu litir á
flökti — reyndar heilt svið
lita sem sífellt tekur breyt-
ingum eftir því hvernig
skapsmunum viðkomandi
er háttað? Þeir eru ófáir
sem telja sig greina þetta
fyrirbæri og hafa nefnt
það áru eða blik. Árið 1911
skrifaði breski læknirinn
dr. Walter J. Kilner bók
um þetta efni, The Human
Atmosphere, þar sem hann
fullyrðir að sjá megi eins
konar orkusvið í kringum
alla menn. Dr. Kilner
varði miklum tíma til að
athuga þetta fyrirbæri og
kom sér upp aðferð til að
sjúkdómsgreina fólk með
þessu móti. Hann hannaði
sérstök gleraugu sem áttu
að auðvelda mönnum að
sjá áruna og gerði sér von-
ir um að þessi nýja sjúk-
dómsgreiningaraðferð
myndi ryðja sér til rúms.
Undirtektir annarra vísinda-
manna við þessum boðskap dr.
Kilners urðu vægast sagt nei-
kvæðar. Aðeins fáir reyndust
færir um að greina áruna með
gleraugum hans og sjálfur var
hann jafnvel úthrópaður sem
svikari og skottulæknir. En því
hefur líka verið haldið fram um
Kilner að hann hafi sjálfur verið
skyggn, en láðst að taka með í
reikninginn að fæstir hefðu
þann hæfileika til að bera.
Síðan á dögum Kilners hefur
margt verið ritað og rætt um
áruna og menn ekki verið á eitt
sáttir Þegar sá sem þetta ritar
frétti af því á dögunum að hér í
Reykjavík væri kona sem sæi
árur fólks skýrt og greinilega,
datt mér í hug að fara fram á
viðtal við hana um þetta for-
vitnilega efni. Hún heitir Erla
Stefánsdóttir og hefur reyndar
haldið námskeið fyrir almenn-
ing um dulræn efni um nokkurt
skeið. Ég byrja á því að spyrja
Erlu hvort það sé rétt, að greina
megi orkusvið í kringum manns-
líkamann og af því megi ráða
heilsufar viðkomandi.
Orkublikið
„Maðurinn hefur sjö líkami,
ljósið mitt. Þetta sem þú ert að
tala um er orkublikið en ekki
áran og það er enginn vandi að
sjá orkublikið," sagði Erla.
„Kettir sjá t.d. orkublik manna.
Sérðu þessa mynd hérna, þetta
hvíta svið sem nær svo sem
8—10 sentimetra út fyrir líkam-
ann er orkublikið en þar fyrir
utan sér maður áruna sjálfa.
Tilfinningar fólks endurspeglast
í litum árunnar og hún breytist
gjarnan í einni svipan. Orkulík-
aminn breytist hins vegar frem-
ur hægt en af honum má ráða
hvernig heilsufari viðkomandi
manns er háttað. Ég sagði að
orkublikið virtist venjulega
hvítt en ef rýnt er nánar í það
sjást fleiri litir. Reyndar er
orkulíkaminn eiginlega efnislegt
fyrirbæri — hann deyr með lík-
amanum en áran fylgir hinum
framliðna eins og ekkert hafi í
skorist."
Hvenær varðstu fyrst vör við
skyggnihæfileika hjá sjálfri þér?
„Sem barn hafði ég satt að
segja ekki hugmynd um að ég
væri neitt öðruvísi en aðrir enda
hef ég verið skyggn síðan ég
man eftir mér. Eg hélt að allir
sæju það sem ég sá og fannst
einkennilegt er ég uppgötvaði að
svo var ekki. Það eru reyndar
flest börn skyggn, sérstaklega
áður en þau ná tökum á málinu.
Hjá flestum hverfur þetta svo
að mestu á unglingsárum.
En því var þveröfugt varið
með mig — eftir fermingu jókst
skyggnigáfa mín um allan helm-
ing. Ég sá árur fólks mjög
greinilega, og framliðið fólk sá
ég á hverjum degi og verur sem
eru á öðru tilverusviði en við —
álfa, tíva og náttúruanda.
Olli þessi skyggni þér engum
vandræðum?
Jú, um tíma var ég mjög
hrædd, því það voru of margir í
kringum mig, fannst mér. Fór
þá móðir mín til Hafsteins mið-
ils til að fá hjálp fyrir telpuna
og kom heim með þá spurningu,
hvort ég vildi missa skyggnina.
Tiltölulega venjuleg ára, en litblett-
irnir bera þess merki að viðkomandi
er á verði gagnvart fólki.
irnir bera þess merki að viðkomandi
er á verði gagnvart fólki.
En ég kvað það af og frá — vildi
bara vera laus við hræðsluna. 1
skóla varð ég mér oft til skamm-
ar — ég átti það til að standa
upp í tímum og heilsa fólki sem
enginn sá nema ég. Það getur
verið harla erfitt að greina á
milli framliðinna og lifandi
manna á stundum og veldur það
mér ennþá dálitlum vandkvæð-
um á mannamótum. Oft nota ég
það bragð að láta manninn minn
ganga á undan mér og þá heilsa
ég bara þeim sem hann heilsar.
Eins er það einkenni á framliðn-
um að þeir ganga oft dálítið
fyrir ofan gólfið eða niðri í því,
og þannig tekst mér oft að
þekkja þá úr.
En hvað um áruna cða blikið.
Sem unglingur veitti ég því
athygli að blik fólks breytist
Hatur
Tiltölulega venjuleg ára sem ber
vott um traust og ánægju.
mjög mikið eftir því hvernig
skapsmunum þess er háttað.
Fólki er gjarnt að dylja sinn
innri mann fyrir öðrum, og það
er oft mikil mismunur á fram-
komunni og því sem innifyrir
býr.
Tilfinningaáran
Fyrst vildi ég ekki trúa þessu
en reynslan hefur kennt mér að
liturinn í áru fólks er órækt
merki um hugarfar þess og til-
finningar. Það er harla auðvelt
að vera góður mannþekkjari ef
maður getur séð áruna og auð-