Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 E1 Salvador: Skæruliðar með 73 gísla í 10 klukkustunda herkví 108. tbl. 71. árg. Ólympíuleikamir: Fleiri lönd fara að dæmi Sovét- ríkjanna Moskvu og Bangkok, 12. maí. AP. LAOS hefur bæst í hóp þeirra þjóða sem ætla ekki aö senda liö til Ólympíuleikanna í Los Angeles í sumar. Ákvörðun Sovétmanna að senda ekki lið er farin að draga dilk á eftir sér; auk Sovétríkjanna munu Víetnam, Mongólía, Laos, A-Þýskaland og Búlgaría ekki senda lið og talið er aö ekki séu öll kurl komin til grafar. Stjórnvöld í Póllandi, Mósam- bík og á Kúbu gáfu í skyn í dag að þau myndu fylgja fordæmi Sovétríkjanna og sendiherra Tékkóslóvakíu í Mexíkó lýsti yfir fullum fetum, að Tékkóslóvakía yrði ekki með á leikunum þrátt fyrir að ekkert í þá átt hafi formlega heyrst frá stjórnvöld- um í Prag. Sovétmenn höfnuðu síðasta tilboði Ronald Reagans Banda- ríkjaforseta um að ábyrgjast fullkomið öryggi sovéskra íþróttamanna. Sögðu Rússar þreifingar forsetans líkjast því helst að hann væri að reyna að draga „fíkjublað yfir nekt sína í þessu máli“. Æðstu embættis- menn alþjóðlegu og bandarísku ólympíunefndanna, Juan Anton- io Samaranch og Peter Uber- roth, hafa lofað að „berjast fram á síðustu sekúndu" og Jesse Jackson, eitt þriggja forsetaefna Demókrataflokksins, ætlar einn- ig að láta málið til sín taka. San Kalvador, 12. maí. AP. FIMM vinstri sinnaðir skæruliðar, sem héldu 73 óbreyttum borgurum í gísl- ingu í tíu klukkustundir í stórri matvöruverslun í suð- SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 urhluta San Salvador, höfuð- borgar E1 Salvador, hafa lát- ið gíslana lausa og fengið hæli í sendiráði Mexíkó í borginni. Skæruliðarnir komu í versl- unina árla í morgun í þeim til- gangi að ræna hana. Lögregla kom hins vegar fljótt á vettvang og kom þá til skotbardaga og skæruliðarnir vörpuðu hand- sprengjum að lögreglunni. Þrír viðskiptavinir verslunarinnar særðust, en ekki er ljóst hve al- varleg sár þeirra eru. Þegar skæruliðunum, sem eru félagar í kunnum hryðjuverka- samtökum, hinum svonefndu Clara Elisabeth Ramirez Front, varð ljóst að þeir voru um- kringdir og við ofurefli var að etja, kröfðust þeir þess að fá að fara úr landi og til einhvers Contadora-landanna, Mexíkó, Kólombíu, Venezúela eða Pan- ama. Eftir samningaviðræður, sem fulltrúar Rauða krossins tóku þátt í, var fallist á kröfu skæru- liðanna, en áður en þeir voru fluttir í bifreið Rauða krossins í sendiráð Mexíkó var gengið úr skugga um að þeir hefðu ekki gert gíslunum mein. Endanleg úrslit forsetakosn- inganna í E1 Salvador, sem fram fóru fyrir viku, hafa nú verið gerð opinber. José Napoleon Du- arte, frambjóðandi kristilegra demókrata, sigraði og hlaut 53,9% atkvæða. Keppinautur hans, Roberto d’Aubuisson Prentsmiðja Morgunblaðsins LjÓHm. KÖE frambjóðandi hins hægri sinn- aða Arena-flokks, hlaut 46,4% atkvæða. Talsmenn flokksins hafa neitað að fallast á úrslitin, án þess þó að gefa skýringu á þeirri afstöðu sinni. Sjá: „Úrslitatilraun bjartsýn- ismanns“ á bls. 52. Danmörk: 30 sumar- hús brunnu Varde, Danmörku, 12. maí. AP. MIKILL eldsvoði varð í sumar- húsahvern í Varde í dag, 30 bústaðir eyðilögðust í eldhafi og það tók 400 brunaliða 5 klukku- stundir að ráða niöurlögum eldsins. Eldsupptökin voru í einu húsinu, neistaflug frá spennu- stöð þess læsti sig í glugga- tjöld og fuðraði húsið bókstaf- lega upp. Nokkur vindur var og dreifðust neistar í nær- liggjandi hús með fyrrgreind- um afleiðingum. Mesta mildi þótti, að ekki urðu slys á fólki, öllum sem innandyra voru tókst að bjarga sér í tæka tíð. Páfi eftir ferðalagið: „Baráttukirkja í miklum vanda“ Rómaborg, 12. maf. AP. JÓHANNES Páll páfi 2. lauk í dag tíu daga ferðalagi þar sem hann heimsótti Suður-Kóreu, Papúa Nýju-Guineu, Salómonseyjar og Thai- land, auk þess sem hann kom við í Alska og ræddi þar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Páfi hélt hálftíma langan blaðamannafund um borð í þotu sinni á heimleiðinni og sagði þá að kaþólska kirkjan í Víetnam væri öflug baráttukirkja, en vissulega stæði hún frammi fyrir vanda. Páfi stikaði fram og aftur meðal fréttamannanna og svar- aði spurningum þeirra ljúflega á frönsku, ítölsku, pólsku, ensku, spænsku og þýsku. Víetnömsku kirkjuna bar á góma vegna þess að páfi sendi henni hvatningu í erindi sem hann flutti frá Fil- ippseyjum. Hann varði einnig hörð orð sín um flóttamanna- vandamálið í Suðaustur-Asíu, sagði að þetta væri mannlegt vandamál og taka yrði á því frá- þeim sjónarhóli. „Ef líf okkar á að vera mannlegt, verður að leysa mannlegu vandamálin," sagði páfi. Loks gat hann þess að hann hefði mikinn hug á því að heim- sækja Sovétríkin og Kína þó hæpið væri að stjórnvöld í þeim ríkjum myndu bjóða hann vel- Jóhannes Páll páfi II í fullum skrúða. kominn. „Ég mun halda áfram að ferðast til að efla trúna og ég mun halda áfram að tala máli flóttamanna, það snart mig djúpt sem ég sá í Thailandi," bætti hann við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.