Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 23 Þannig lítur orkublik mannsins út |— sUerð þess sýnir heilsu viðkom- andi eða lífsorku. Teikning: Erla Stefánsdóttir Viðtal: Bragi óskarsson um. vitað kemur það sér oft vel. Og það má reyndar segja um skyggnihæfileikana yfirleitt að þeir koma sér vel ef maður kann að fara með þá, og þó þeir hafi oft verið til óþæginda vildi ég ekki missa þá fyrir nokkurn mun. Það má líkja þessari skynjun við blómarækt, ef mað- ur hlúir að henni og notar hana til góðs, þá ber hún blóm og stækkar. Fylgir því ekki einhver óhugn- aður að sjá sýnir sem þessar? Það hefur ekki verið oft að ég hafi séð neitt verulega óhugn- anlegt — flest sem ég sé er bæði fagurt og uppbyggilegt. Fram- liðið fólk er ósköp áþekkt því Merking litanna í tilfinningaámnni Hér fer á eftir lausleg skilgrein- ing Erlu á merkingu litanna í til- finningaárunni. Merking þessara sömu lita í hugarárunni er í flestum tilrikum hlidstæd. Erla leggur áberslu á ad hér sé u m tiltölulega ónákræma og jafnrel rillandi skilgreiningu litanna að ræða — skilningur á litunum ráðist einnig af eðli þeirra, innbyrðis hreyfingu og áferð — brort þeir eru Ijósir eða dökkir, bjartir eða dimmir, hnökr- óttir eða skínandi. Þá ræðst merking litanna einnig af þrí hrort þeir birtast í tilfinninga-, hugar- eða innsæisárunni. Gult — rinátta, samúð, hlýja, óeig- ingjörn ástúð. Gulbrúnt — sjálfsánægja, sjálfs- elska, eigingirni. Rautt — gleði, kátína, ást, (hrifn- ing). Rauðbrúnt — afbrýði, reiði, háð, hroki, frekja. Rauðgult — gleði og stríðni. Grænn — rinátta, rinsemd, samúð. Brún-mosagrænn — nöldur, erg- elsi, órinsemd, óþolinmæði. Blár — rinátta og traust. Dimm-blár — þrermóðska, innilok- un. Blá-grænt — dagdraumalitur, skiln- ingur. Dimm-blágrænt — rantraust og tor- tryggni. Fjólurautt — hrifning (kyrrð). Fjólublátt — hátíðleiki (kyrrð). Dimm-fjólublátt — getur merkt slægð og tortryggni. Hrítt — hreinleiki. Grátt — óhreinleiki. Brúnt — græðgi. ungur og ástfanginn. fólki sem maður sér hér, enda ekki svo mikill munur á. Ég hef hins vegar reynt að beina skyggni minni frá framliðnum og tekist það að nokkru leyti — því ég vil heldur sjá og vinna með því fólki sem er hérna meg- in. Ára fólks er yfirleitt fögur og getur verið mjög falleg hjá ham- ingjusömu fólki. Sé fólk hins vegar fjandsamlegt eða dapurt verður ára þess grá og heldur óhrjáleg að sjá. Illar hugrenn- ingar og kenndir skapa and- styggilega litbletti í tilfinninga- áruna og getur það verið ljót sjón. Samt er innsti kjarni mannsins ávallt fagur og ber hinum guðlega uppruna hans órækt vitni. Framliðið fólk -Það er afar algengt að fólk sjái framliðna og þarf ekki allt- af mikla skyggni til. Það leita mjög margir til mín í því skyni að fá skýringar á þess háttar sýnum en þetta er í rauninni einfalt mál. Það eru ekki nærri eins skýr mörk milli þessa heims og annars og fólk al- mennt heldur. Og það fólk sem framliðið er verður okkur oft til góðs og veitir okkur mikla hljálp. Á mörkum þessara tveggja heima er hins vegar svæði sem er afar hrjóstrugt og ljótt og fullt af sora — þangað hefur safnast margt illþýði sem ekki er allt af mannlegum uppruna. Því miður kemur það fyrir að þessar verur ná tökum á jarðn- esku fólki og hreinlega yfirtaka það. Þetta verður með þeim hætti að hin framandi vera kemst einhvernveginn á milli efnislíkamans og fínni líkam- anna og útilokar þannig per- sónuleika mannsins frá jarðlík- amanum, og veldur þannig geð- veiki sem venjulega er illlækn- andi. Stundum eru það fram- liðnir menn sem valda þessu. Áttu þá við hina gömlu trú um að fólk geti verið andsetið? Já, trú sem byggir á stað- reynd, því miður. Þetta eru heldur óskemmtilegir hlutir en það væri betra ef menn hefðu meiri skilning á fyrirbærinu því þá ykjust möguleikarnir til að hjálpa fólki sem orðið hefur fyrir þessari ógæfu. Tónleikar í litum Nú segist sumt listafólk sjá ein- hverskonar litaflökt í kringum leikara á sviði og einnig á hljóm- leikum — telurðu að auðveldara sé að sjá árur við þessar kringum- stæður? Það fólk sem hrífst af listum getur orðið næmara á þessu sviði fyrir bragðið. Mér virðist t.d. að skilyrði þess að verða góður leikari sé að hafa sterka áru. Svo virðist sem miklir leik- arar geti jafnvel stjórnað stór- um hluta áru sinnar — þeir hreinlega skipta um hugar- og tilfinningaáru þegar þeir fara inn í hlutverkið. Þetta á einnig við þann hluta árunar sem snýr að huganum og við getum kallað huglíkama. Það er mjög auðvelt að ráða af lögun hans og lit hversu mikla hæfileika fólk hef- ur til að einbeita sér. Á hljómleikum er litaflóðið svo geysilegt að margir hljóta að geta séð eitthvað af því. Það eru ekki aðeins hljóðfæraleikar- arnir og áheyrendur í sínum marglitu árum, heldur er tón- listin í litum og litadýrðin verð- ur svo yfirgnæfandi að maður verður helst að setja plötuna á fóninn þegar maður kemur heim til að fá að heyra sjálfa tónlist- ina. Telurðu að það hafi hagnýtt gildi að sjá áruna? Það getur tvímælalaust haft hagnýtt gildi. Það er t.d. mögu- legt að sjúkdómsgreina fólk með því að skoða áru þess, því það sést greinilega í árunni hvar sjúkdómur er í jarðlíkamanum. Margir sjúkdómar eiga sér upp- tök í fínni líkömunum og eru þá sjáanlegir þar áður en þeir koma fram í vefjum líkamans. Það er líka hægt að lækna í gegnum áruna með því að beita tækni og þekkingu. En það er ástæðulaust að fara lengra út í þá sálma hér. Spegill hugarfarsins Þú spyrð um hagnýtt gildi í sambandi við áruna. Eg held að það sé alltaf hagnýtt að þekkja tilveruna eins og hún er, og með því að kanna áruna getum við öðlast meiri þekkingu á okkur sjálfum. Það er tvímælalaust hagnýtt fyrir fólk að þekkja þetta fyrirbæri því þá gerir það sér fremur ljóst að maðurinn — sérhver maður — er stórkost- legt undur útaf fyrir sig. Maður- inn er annað og meira en flókin vél sem hægt er að skilja og skil- greina. Árur fólks eru afar fjöl- breytilegar, engar tvær eru eins og þær eru sífellt að breytast, því við erum sífellt að endur- skapa áruna með hugarfari okkar og hneigðum. Það hlýtur að vera manni hvatning að vanda hugarfar sitt þegar mað- ur veit að þessu er svona varið — að hugsanir eru raunverulega hlutir sem við sköpum og fylgja okkur eftir. Sterkar og jákvæðar hugsanir skapa fallega áru og stuðla að hamingju okkar og annarra. Séu neikvæðar hugsan- ir hins vegar ríkjandi verður ár- an eins og grár flóki, tilvera við- komandi verður dapurleg og snauð, og þessi áhrif finna allir sem þurfa að umgangast hann.“ Blm. Mbl. tekur saman skrif- færi sín og sýnir á sér fararsnið. Ætli það geti verið að dr. Kilner hafi haft rétt fyrir sér — að maður hafi áru og hún endur- spegli hugarfar manns í hví- vetna? „Ég vona bara að þú haf- ir náð einhverju af þessu sem ég var að útskýra," segir Erla. „Fólk þarfnast meiri þekkingar á þessu sviði — þetta verður fyrst gott þegar hægt verður að taka myndir af árunni og menn fá þær í passann sinn. Slíkar passamyndir myndu vera tölu- vert meira upplýsandi um við- komandi en þær myndir sem nú tíðkast." — bó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.