Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1984 37 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON leiöslu og minnkandi þjóðartekj- um hefur veltan í þjóðfélaginu stórminnkað. Jafnframt hefur verið reynt að stemma stigu við umframeyðslu og erlendri skulda- söfnun í formi viðskiptahalla við útlönd (innflutningi umfram út- flutning). Þetta hefur hvorutvegja sagt til sín í lægri veltuskattatekj- um (tollum, vörugjaldi og sölu- skatti) en áður. • Ríkissjóðstekjur (skattheimta) vóru lækkaðar sem hlutfall af þjóðartekjum 1983, í samræmi við skattastefnu stjórnarflokkanna. Þetta hlutfall verður hið sama 1984 og 1983, enda var ekki hægt að bæta skattauka ofan á almenna rýrnun kaupmáttar, sem rætur á í lækkun þjóðartekna. Þessar röksemdir eru raunhæf- ar. Ef þjóðartekjur væru hinar sömu að raungildi 1984 og 1982 og ríkisbúskapurinn tæki til sín sama hlutfall þeirra nú og hið fyrra ár- ið, þ,e. 30%, hefði fjármálaráð- herra 3.500 m.kr. meira úr að spila. Sú fjárhæð fyllti ekki aðeins „fjárlagagatið", heldur gott betur. Sú leið var hinsvegar valin að draga saman segl í ríkisbúskapn- um, láta hann, eins og hinn al- menna borgara, herða ólina. Fjöl- margir telja þó að sú herðing hefði mátt meiri vera. Ef fylgt hefði verið reglu liðinna ára um að hækka skattvísitölu í samræmi við verðlagshækkanir milli ára hefði heildartekjuskatt- ur gefið ríkissjóði 600 milljónum króna meira en raun verður á. í þess stað var ákveðið að meðal- talsgreiðslubyrði skattgreiðenda hækkaði ekki frá fyrra ári. „Fjárlagagatið" á rætur í því að ríkissjóðsútgjöld hafa hækkað jafnt og þétt um langt árabil. Veruleg skerðing þjóðartekna sl. þrjú ár, sem segir til sín í minni ríkissjóðstekjum, veldur því, að endar ná ekki saman. Því var og er nauðsynlegt að nýta takmarkaða fjármuni betur. Mergurinn máls- ins er þó að efla og fjölhæfa verð- mætasköpun í þjóðarbúskapnum. Það er miklu hyggilegra og lík- legra til bættra lífskjara almennt, að stækka skattstofnana en hækka skattstigana. Úr fjórða í tólfta sæti velmegunar „Bandormi" ríkisstjórnarinnar fylgir ítarleg greinargerð frá Þjóðhagsstofnun um líklega verð- lags- og kaupmáttarþróun — í ljósi þeirra ráðstafana, er til standa. Lokaorð þess skjals hljóða svo: „En í heild virðist ekki fjarri lagi að meðalkaupmáttur ársins 1984 verði svipaður eða lítið eitt lakari en var á síðasta ársfjórð- ungi 1983.“ Það er einnig mat Þjóðhags- stofnunar að ráðstöfunartekjur heimila hafi lækkað um 10 af hundraði á sl. ári. Hvernig sú skerðing kemur út í samanburði við þá kaupmáttarrýrnun sem áframhaldandi óðaverðbólga hefði óhjákvæmilega haft í för með sér skal ósagt látið hér. Áframhald- andi óðaverðbólga hefði hinsvegar stöðvað fjölda atvinnufyrirtækja og leitt til víðtæks atvinnuleysis. Þjóðartekjur drógust saman um 8 af hundraði 1982 og 1983 þann veg að skerðing tekna heimilanna í landinu er öllu meiri en sem nemur skerðingu þjóðartekna. Hætt er við að enn halli á ríkis- búskapinn, þrátt fyrir allnokkurn sparnað, í samanburði við her- kostnað almennings í baráttunni gegn verðbólgunni og fyrir þokka- legu atvinnuöryggi. Ríkisstjórnin hefur engu að síð- ur reynt að halda þann veg á við- námsaðgerðum, að ganga sem minnst á kaupmátt lægstu launa. Það var og nauðsynlegt að ganga ekki á umsamin kjaraatriði til að tryggja frið á vinnumarkaði þá 15 mánuði sem samningar náðu til. Meginmáli skiptir að fólk geri sér grein fyrir orsökum og afleið- ingum í atvinnu- og kjaramálum, hvers vegna framleiðni og þjóðar- tekjur þola ekki samanburð við auðugustu þjóðir heims — og hvern veg megi auka skiptahlut þjóðfélagsþegnanna. Forsætisráðherra vitnaði til skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París. Sam- kvæmt yfirliti hennar var ísland í fjórða sæti auðugustu þjóða heims með þjóðartekjur á mann árið 1981. Það fellur niður í sjötta sæt- ið strax árið eftir. Árið 1984 er ísland komið niður í tólfta sætið. „Þetta er svipuð staða,“ sagði ráð- herrann, „og var á árunum 1975 og 1976.“ Orðrétt sagði forsætisráðherra: „Stóra verkefnið er nú að vinna sig upp úr þeirri lægð sem við er- um í. Það verður að gera með nýju öflugu framtaki og nýsköpun at- vinnulífsins, aukinni framleiðslu og hagvexti. Að sjálfsögðu hvílir það mjög á fyrirtækjum og ein- staklingum. Ríkisvaldinu ber hins vegar skylda til að skapa efna- hagslífinu traustan grundvöll og heilbrigða aðstöðu almennt til slíks framtaks. Um það mun þriðji áfanginn í efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar fjalla." Ríkisstjórnin verður eins árs 26. maí nk. Vissulega hefur hún skilað allnokkrum árangri. Hvern veg henni tekst til á öðru aldursári, ef henni endist líf til, er ekki í sjón- máli á líðandi stund. Afmœlisþakkir Innilegt þakklœti til frændfólks míns, vina og vanda- manna fyrir gjafir og hlýjar kvedjur á 85 ára afmæli mínu 26. mars sl. LifiÖ heil. Sofíía Guttormsdóttir. Sarasota, Florida, U.S.A. Sarasota Surf og Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Tökum á móti pöntunum fyrir sumarleyfiö 1984. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherbergi í íbúöablokk með sundlaug og fjórum tennisvöllum. Staösett viö Mex- íkóflóa. Hvít sandströnd — ein af þeim fegurstu í heiminum. Skrifiö og pantiö eöa fáiö upplýsingabæklinga. Sími 1-813-349-2200. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands 1984 veröur haldinn þriðjudaginn 15. maí í Kristalsal Hótels Loftleiða Ragnhildur iMga- dóttir (manntamáto- -HL.___t rdooerra) mgurour n. hatgaaon (framkyatj. Björgun- arM.) Dagskrá: Kl. 09.30 Fundarsetning. Ræða: Páll Sigurjónsson formaöur VSÍ Ræða: „Hugleiöing um brýn verkefni í atvinnu- rekstrinum". Jón Sigurösson framkv. stj. fsl. járnblendi- félagsins. Pallborösumræöur: Framtiö atvinnurekstrar á Islandi. Þátttakendur: Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri. Jón Sigurösson framkvæmdastjóri. Sigurður R. Helga- son framkvæmdastjóri. Víglundur Þorsteinsson formaö- ur FÍI. Umræðustjóri: Gunnar J. Friðriksson forstjóri. Kl. 12.15 Hádegisveröur aöalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.30 Ræöa: „Atvinnulíf og menntamáP. Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráöherra. Kl. 14.15 Aöalfundarstörf skv. ákvæöum 30. gr. laga VSÍ. Kl. 17.00 Fundarslit. Nú gefst þér tækifæri að byggja orku- Þúseturframþínaróskirumeigiðskipu- sparandi hús, ódýrt pr. nýtanlegan fer- lag og stærð og við aðstoðum þig við metra í byggingu og rekstri. það sem eftir er. HELSTU KOSTIR HÚSANNA • Húsin eru einangruð með minnst 20 sm kvæmt islenskum stöðlum og glerullareinangrun. samþyk ktum. •Timburgrind.sperrur og útveggjaklæð- • Samvinna er höfð við dönsku hús- ning eru þrýstifúavarin. einingaverksmiðjuna „Trelleborg" sem • Vindþéttileiki veggja og þaks er algjör, starfað hefur yfir 20 ár. I nokkrum tilfell- þar sem öll samskeytin eru þéttuð með um er- meö þeirra leyfi, notuð ýmiss tilheyrandi efnum. einkaleyfi á aðferðir sem þróaðar hafa ,,. ... „ verið s.l. 12 ár. • Uppbygging husanna er gerð sam- Hafið samband vegna frekari upplýsinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.