Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 27 Gullsmíðaverkstæði Kjartans Ásmundssonar f nýtt húsnæði: „Áherzla lögð á að bjóða vand- aða vöru í þægilegu umhverfi“ segir Óskar Kjart- ansson, gullsmiður GullsmíðaverksUeði Kjartans Ásmundssonar hefur flutt sig um set úr Fjalakettinum yfir götuna í Aðal- stræti 7. Innréttingar í hinni nýju verzlun eru ailar hinar glæsilegustu, þægilegur blær er yfir verzluninni og allt gert til þess að þóknast viðskipta- vinum. í sýningarbásum blasa við gull og gimsteinar og viðskiptavinum er ætlað sérstakt herbergi, þar sem þeir geta valið skartgripi í ró og næði. „Hugmyndin er að setja upp verzlun, sem ekki á sinn lfka hér á landi. Aherzla er lögð á að bjóða vandaða vöru í þægilegu um- hverfi," sagði Óskar Kjartansson, eigandi verzlunarinnar í samtali við blm. Mbl. Gullsmíðaverkstæði Kjartans Asmundssonar verður sextíu ára síðar á þessu ári. Verkstæðið var stofnaö árið 1924 og var fyrst til húsa þar sem nú er Hótel Borg. Kjartan Asmundsson, gullsmiður, fór utan árið 1934 og lagði fyrir sig orðusmíði í Pforzheim I V-Þýzka- landi á árunum 1934 —35. Hann tók við orðusmiði af Dönum árið 1936. Sama ár flutti Kjartan verk- stæði sitt f Fjalaköttinn og þar hefur fyrirtækið verið með starf- semi sína þar til nú að sonur Kjartans — Óskar Kjartansson, hefur flutt starfsemina yfir göt- una. Óskar tók fyrir nokkrum ár- um við verkstæðinu af föður sín- um. Hann stundaði gullsmfðanám í Pforzheim f V-Þýzkalandi á árun- um 1967-70. „I tilefni þessara tímamóta kem- ur finnskur listamaður, Juhani Linnovaara frá Lapponia Jewelry, hingað til lands i næsta mánuði og heldur sýningu í verzluninni, jafn- framt að hann heldur sýningu f Norræna húsinu. Hugmyndin er að bjóða lista- mönnum, fslenzkum og erlendum, aðstöðu til sýninga f verzluninni. Verkstæði verður innréttað á lofti hússins og þar býðst listamönnum vinnuaðstaða og aðstaða til sýn- inga í verzluninni. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Þannig er sérstakt herbergi fyrir fólk, sem vill setjast niður og skoða skartgripi í ró og næði og innangengt er úr verzlun inn á verkstæðið, þannig að við- skiptavinir geta séð gullsmiði að störfum," sagði Óskar Kjartans- son. Einstakt tækifæri Til sölu nokkrar lítiö notaðar North ötar HORIZON tölv- ur ásamt VISUAL V200 tölvuskjám. Tölvurnar eru fáan- legar meö eöa án fastra seguldiska (5M eöa 18 Mega- byte). Mjög hagstæö verð og greiöslukjör eða 40.000 kr. fyrir HORIZON S100 tölvu. í boði er margvíslegur hug- búnaður s.s. fjárhagsbókhald, skuldunautabókhald, ís- lensk ritvinnsla, Gagnagrunnskerfi og fl. North Star HORIZON hafa veriö á markaöi hérlendis í 3 ár og hafa staðið sig mjög vel. Þetta er tækifæri fyrir atvinnurek- endur eöa einstaklinga til aö eignast nytsamt atvinnu- tæki. Nánari upplýsingar veitir sölumaður í síma 27333. Rafrás hf., Laugavegi168. fHttgtmlftafrifr MetsöluUadá hverjum degi! Hver vill ekki borga fyrlr meiri gæðl \ Beocenter 2200 Góður vinur sem unun er að eiga Bang & Olufsen 2200 hljómtækjasamstæðan er Þegar tækin, hönnun og hljómgæði haldast í ekki bara frábær magnari, útvarpstæki, plötu- hendur, þá er útkoman Bang& Olufsen-hljóm- spilari og segulbandstæki heldur líka listgripur tæki sem veröa hluti af sjálfum þér. sem göfgar andann. Komiö og skoðiö þessi frábæru tæki. Bang&Olufsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.