Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Alþingi: Ný stjórnskipunar- lög afgreidd f gær Stefnt að þinglausnum á mánudag Ný stjórnskipunarlög voru af- greidd frá neðri deild Alþingis í gærkvöldi, en frumvarp til laga um kosningar til Alþingis var afgreitt frá neðri deild til efri deildar. Frá efri deild var frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum afgreitt sem lög frá Alþingi. Þingfundir Landsvirkjun: Samiö við Hag- virki um Kvíslárveitu HINN 2. maí voru opnuð tilboð í byggingu 4. áfanga Kvíslaveitufram- kvæmda Landsvirkjunar og í vinnu við stíflugrunna við Þórisvatn. Alls bárust 5 tilboð í það fyrrnefnda og 6 tilboð í það síðarnefnda. Lægsta tilboðið í bæði verkin samanlagt reyndist vera frá Hag- virki hf. og hefur því tilboði nú verið tekið. Var hlutaðeigandi verksamningur milli Landsvirkj- unnar og Hagvirkis hf. undirritað- ur í dag og er samningsfjárhæðin alls kr. 132.335.375. Samkvæmt samningum ber Hagvirki hf. að ljúka verkinu við Þórisvatn í haust, en 4. áfanga Kvíslaveitu haustið 1985. LESBÓK Morgunblaðsins kem- ur ekki út í dag. Aftur á móti koma Myndasögur Moggans út í dag og fylgja Morgunblaðinu. verða í dag, laugardag, bæði í deild- um og sameinuðu þingi. Auk þessa voru eftirtalin mál afgreidd sem lög frá efri deild Al- þingis í gær: Hafnalög, lög um iðnlánasjóð, um Hitaveitu Suður- nesja, Iðnaðarbanka íslands og önnur lög um sölu hlutabréfa rík- issjóðs í Iðnaðarbanka íslands. í gær var stefnt að þinglausnum nk. mánudag, en þó var talið að þær gætu dregist fram á þriðju- dag, jafnvel miðvikudag. óvíst er hvort þingsályktunartillagan um bjórinn kemur til atkvæða á þessu þingi. Orðrómur var á kreiki í þinghúsinu í gær þess efnis að andstæðingar tillögunnar ætluðu sér að haida uppi málþófi í því skyni að málið náist ekki í gegnum þingið. Ekið á konu á gangbraut 64 ÁRA gömul kona slasaðist alvarlega þegar hún á leið yfir gangbraut í Lönguhlíð, skammt fyrir sunnan Háteigsveg, varð fyrir bifreið um miðjan dag í gær. Ökumaður fólksbifreiðar stöðvaði bifreið sína til að hleypa konunni yfir götuna. Þegar hún var komin út á miðja gangbrautina kom fólksbifreið og skipti það engum togum að konan varð fyrir henni. Hún kastaðist í götuna og hlaut alvarleg meiðsl, var talin handleggsbrotin og fótbrotin auk annarra meiðsla. Hún var ekki talin í lífshættu. Þingflokkar stjómarliða samþykktu að „svæfa“ kartöflufrumvarpift: Hótað riftun samkomulags um afgreiðslu þingmála ÓVENJUMIKIÐ málþóf er á Al- þingi þessa síðustu daga þingsins. í gær hvöttu menn sér iðulega máls um þingsköp og í efri deild Alþingis lýsti Eiður Guðnason þingmaður Al- þýðuflokks því yfir, eftir að hafa krafist þess ítrekað en árangurslaust að fá frumvarp sitt og fleiri þing- manna um afnám einokunar á sölu kartaflna og garðávaxta o.fl. tekið á dagskrá, að hann liti svo á að ekkert samkomulag væri þar eftir í gildi af hálfu hans um afgreiðslu mála á þessu þingi. Forsetar Alþingis og formenn flokkanna ætluðu að funda í gærkvöldi til að leita sátta milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga vegna máls þessa. Fljótlega eftir þingsetningu í gær var gert hlé svo þingflokkar stjórnarliða gætu fundað. Það hlé varði samtals í rúma klukkustund og niðurstaða þingflokks Sjálf- stæðisflokksins varð sú, sam- kvæmt heimildum Mbl., að greiða ekki götu umrædds frumvarps. Tók iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, það að sér, í fjarveru viðskiptaráðherra, að gefa þing- heimi loforð þess efnis að leitað yrði bráðabirgðalausnar á sölu- málum grænmetis og garðávaxta og ætlaði ráðherrann að fara um leið fram á það við forseta efri deildar Alþingis, að málið yrði ekki frekar rætt og tekið út af dagskrá. Ekki kom til þess að iðnaðar- ráðherra gæfist tækifæri til flutn- ings umræddrar dagskrártillögu, því eftir að allir þingmenn stjórn- arandstöðunnar í efri deild höfðu árangurslaust hvatt sér hljóðs um þingsköp og sumir margsinnis með kröfum um að málið yrði tek- ið fyrir, upphófu þeir málþóf í um- ræðum um ríkismat sjávarafurða. Er umræðunni lauk var löngu komið yfir áætluð fundarlok. For- seti deildarinnar tilkynnti vegna umræðnanna utan dagskrár í gær, að vænta mætti þess, að „kartöflu- málið" yrði tekið fyrir í upphafi fundar árdegis, en fundir í deild- um hafa verið boðaðir kl. 10 ár- degis. Níu ára drengur brenndist í andliti NÍU ÁRA GAMALL drengur brenndist í andliti þegar hann lagði eld aö bensíntanki í flaki snjósleða, sem lagt hafði veriö við bifreiðaverkstæði á höfuðborgarsvæöinu á miðvikudag. honum var, slapp án meiðsla. Tildrög slyssins eru, að dreng- irnir komu að flaki vélsleðans og tókst að opna bensíntank og fleygðu logandi eldspýtu ofan í, líklega í þeim tilgangi að ganga úr skugga um, hvort bensín væri í tankinum. Þá kvað við bens- ínsprenging, því bensíngufa var í tankinum og gaus eldlogi upp úr honum. Brenndist drengurinn þá í andliti og hár hans sviðnaði. Drengirnir voru fluttir í slysa- Ellefu ára gamall drengur, sem með deild Borgarspítalans og var sá, er brenndist, fluttur í barnadeild Landspítalans og lá þar í rúman sólarhring. Brunasár hans reyndust 1. stigs að stærstum hluta og eru bundnar vonir við að hann nái sér að fullu. Mbl. vill vegna þessa atburðar eindregið benda fólki á að ganga úr skugga um að svo sé frá tækj- um, sem þessu gengið, að börn geti ekki farið sér að voða. Brýna má fyrir börnum hversu alvarlegar afleiðingar geta hlotist af fíkti með eldfæri, að ekki sé talað um eldfím efni. — Litli drengurinn á Landspítalanum daginn eftir slysið. Hann hefur fengið að fara heim og er líðan hans góð eftir atvikum. Vorverkin ganga vel hjá bændum VORVERKIN ganga vel hjá bændum að sögn Jónasar Jóns- sonar, búnaðarmálastjóra, sauð- burður er víðast hvar byrjaður og menn farnir að bera á túnin. Sagði Jónas að vel liti út með alla vorvinnu og munaði þar mest um hve vorið hefði verið gott og komið snemma, eða mánuði til sex vikum fyrr en venjulega. Sagði Jónas að mjög gott hljóð væri í bændum og vissi hann hvorki til að kal hefði orðið í túnum né hræðsla við að það kæmi fram. Francois de Tricomot de Rose á fundi hjá SVS: Nýjar víddir í vörnum Evrópu FRANCOIS de Tricornot de Rose, sem var fastafulltrúi Frakkiands hjá Atlantshafsbandalaginu á árunum 1970 til 1974, er væntanlegur hingað til lands á vegum Samtaka um vcst- ræna samvinnu (SVS). Þriðjudagskvöldið 22. maí verður hann framsögumaður á fundi, sem SVS gangast fyrir ásamt Varðbergi í Hótel Esju, annarri hæð. Fundur- inn hefst klukkan hálf-níu, og er hann ætlaður félagsmönnum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. Framsöguerindi sitt flytur de Rose á ensku og nefnir það: „Nýjar víddir í vörnum Evrópu". Francois de Rose á að baki lang- an og fjölbreytilegan feril í frönsku utanríkisþjónustunni og hefur gegnt mörgum trúnaðarstöðum fyrir franska ríkið. Hann er höf- undur bókanna „La France et la Défense de l’Europe" og „Contre la Stratégie des Curiaces". (FréUalilkynning.) Francois de Tricornot de Rose Hestadagar hófust í Garðabæ í gær HESTADAGAR hófust í Garðabæ um klukkan fjögur í gær með því ao Andreas Bergmann, formaður Andvara, setti hátíðina. Meðal gesta voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Jón Helgason, landbúnaðarráöherra. Að lokinni setningarathöfn byrj- aði svokölluð Topp-sýning en þær verða alls fimm þessa þrjá daga sem Hestadagar standa yfir. Topp-sýning þessi samanstendur af ýmsum atriðum svo sem söðulreið nokkurra kvenna, sýningu á þekkt- um gæðingum sem staðið hafa í fremstu röð á fjórðungs- og lands- mótum og sýningu á afkvæmum stóðhestsins Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði. Innanhúss er búið að setja upp fjölbreytta sýningu á öllu því sem viðkemur vörum sem tengdar eru hestamennskunni. Einnig er sýn- ishorn af útgáfustarfsemi á efni fyrir hestamenn og má þar nefna að Hesturinn okkar og Eiðfaxi eru bæði með sýningarbása. „Sýningin vakti óskipta athygli meðal áhorfenda og höfðu menn á orði að hér væri samankomið flest allt það besta sem til er í íslenskri hestamennsku," sagði hestamaður einn er Mbl. ræddi við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.