Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Vinningsnúmer hjólreiðadagsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatladra: * „Árlegur hjólreiðadagur SLF var haldinn 12. maí sl. Hjólað var i þágu þeirra, sem ekki geta hjólað. Kvennadeild SLF stóð að þessu sinni fyrir framkvæmdum. Leitað var til nemenda grunn- skóla í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Sel- tjarnarnesi og Mosfellssveit um aðstoð við fjársöfnun til upp- byggingar hvíldar- og dvalar- heimilis fatlaðra barna í Reykja- dal í Mosfellssveit. Var nemend- um í allflestum skólum sýnd kvikmyndin „Dagur í Reykja- dal“, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra lét gera á ári fatl- aðra. Myndin sýnir, eins og nafnið gefur til kynna, einn dag á dvalar- og hvíldarheimili fatl- aðra barna. Grunnskólanemendur tóku er- indi Kvennadeildar SLF mjög vel og söfnuðu einni milljón og tvöhundruð þúsund krónum á fjórum dögum. Þetta er frábært afrek grunnskólanema. Sýna þeir með þessu afreki stuðning sinn við jafnaldra sína. Kvenna- deild SLF þakkar þeim, svo og öllum aðilum, sem lögðu okkur lið. Hvert söfnunarspjald var jafnframt happdrættismiði. Eft- irtalin númer hlutu vinning: 31, 112, 113, 173, 189, 224, 264, 312, 336, 337, 342, 363, 371, 387, 392, 412, 447, 483, 488, 499, 528, 589, 599, 640, 663, 814, 834, 956, 999, 1009, 1038, 1059, 1134, 1215, 1248,1251,1258, 1321, 1349,1372, 1425, 1458, 1462, 1598,1665,1667, 1745,1765,1800,1806,1910, 1939, 2268, 2289, 2358, 2359, 2378, 2448, 2536, 2600, 2628, 2686, 2700, 2827, 2912, 2976, 2990, 2997, 3032, 3123, 3208, 3219, 3382, 3418, 3434, 3442, 3457, 3464, 3466, 3467, 3499, 3501, 3777, 3788, 3798, 3812, 3832, 3945, 3982, 4028, 4052, 4151, 4213, 4223, 4231, 4289, 4310, 4357, 4360, 4405, 4742, 4800, 4808, 4821, 4824, 4832, 4861, 4862, 4867 og 4887. Furðuföt á flóamarkaði FEF um helgina VORFLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra verður um helgina í Skeljanesi 6 og hefst á laugardag og sunnudag klukkan 14. í fréttatilkyningu FEF segir að „fríkuð furðuföt" muni að lík- indum vekja einna mesta at- hygli, en þar er eins og orðin benda til hinn furðulegasti og skrautlegasti fatnaður á boðstól- um. Ekki má gleyma öðrum fatnaði, sérstaklega er mikið úr- val af aldurhnignum tízkukjól- um og herrafatnaði, skóm, bús- áhöldum, lampaskermum og leikföngum. Þá eru á markaðn- um húsgögn svo sem skrifborð, svefnbekkir og barnarúm og er þá fátt eitt talið. Leiðrétting í útvarpskynningu Morgunblaðs- ins á fimmtudag, þar sem skýrt var frá þætti, sem hlotið hefur nafnið Lýriskir dagar og var út- varpað þá um kvöldið, misritaðist nafn eins höfundanna, sem lesið var upp úr verkum eftir. Það var nafn Sigurðar Grímssonar og bið- ur Morgunblaðið hlutaðeigendur velvirðingar á þessum mistökum. Kvennadeild SLF vill biðja handhafa þessara númera að vitja vinninga sinna á Æfinga- stöð SLF, Háaleitisbraut 11—13 í dag, laugardag 19. maí, kl. 13.30. Að lokum endurtökum við þakklæti okkar til allra þeirra er gerðu okkur fært að standa fyrir þessari fjársöfnun til handa fötl- uðum börnum og vonumst til að mega leita' til þeirra að ári liðnu." Birt án ábyrgðar. Garðar um fiskeldistillögu Hjörleifs: Get ekki stutt hana Met framtak þeirra sem hafizt hafa handa Hjörleifur Guttormsson (Abl.) flutti snemma þings tillögu til þings- Helgi Vilberg, skólastjóri, annar frá hægri, ásamt 4 nemendum skólans við uppsetningu verka. Ljósm. G.BerK. Vorsýning Myndlistarskólans á Akureyri Akureyri, 18. maí. VORSÝNING Myndlistarskólans á Akureyri verður opnuð í salar- kynnum skólans að Glerárgötu 34, þriðju og fjórðu hæð, klukkan tvö eftir hádegi á laugardaginn. Þetta er sUersta og veglegasta sýning skólans til þessa og verða sýnd u.þ.b. 700 verk nemenda hinna ýmsu deilda hans. Starfsemi Myndlistarskólans er einkum tvíþætt. Annars vegar eru það síðdegis- og kvöldnám- skeið í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins vegar full- gildur dagskóli, það er að segja fornámsdeild, sem er fyrsta ár reglulegs listnáms og málunar- deild, annað og þriðja ár. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur í fornámsdeild er til 22. maí. Gefst því þeim sem hug hafa á að sækja um skólavist gott tækifæri til að kynnast starfsemi skólans á laugardag og sunnudag. Sýningin verður opin frá klukkan tvö til tíu eftir há- degi báða dagana. Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri voru tvö hundruð og tuttugu síðasta vetur og kennar- ar þrettán. Skólastjóri er Helgi Vilberg. G.Berg. Athugasemd frá Grænmetisversluninni vegna sölu kartaflna til Hagkaupa MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Grænmetisverslun landbúnaðarins vegna „frétta um synjun hennar á afgreiðslu nýrra kartafla til Ilagkaupa þann 17. maí sl. Athugasemdin er svohljóðandi: „Grænmetisverslun landbúnað- arins vill leggja áherslu á að þessi kartöflusending upp á 25 lestir var þegar seld og rúmlega það. Þannig að i framkvæmd varð fyrst að stöðva frekari pantanir og síðan að skera þær allar mjög niður, og nú m.a. vegna tilhliðrunar við Hagkaup verður því miður ekkert af þessari sendingu sent út á landsbyggðina, sem þó var ætlun- in og verður það að bíða næstu sendingar. Ekki er það sanngjarnt að Grænmetisverslun landbúnaðar- ins skuli eiga að afhenda einum vöru, sem þegar hefur verið fast- sett öðrum og þar að auki fær minna af pöntun sinni. Er óeðli- legt að Grænmetisverslunin taki tillit til stórinnflutnings Hag- kaupa, þegar grípa þarf til skömmtunar? Er þá ekki verið að mismuna aðilum, þegar einn er tekinn fram yfir annan, þó það sé Hagkaup? Getur Grænmetisverslun land- búnaðarins talist brotleg, þegar til eru aðrar gerðir kartafla, sem hafa staðið Hagkaupum til boða? Það hefur að jafnaði ekki verið skipt upp á milli tegunda eða sendinga á kartöflum, eða annarri samkynja vöru.“ ályktunar um fiskeldi og rannsóknir á klaki og eldi sjávardýra, sem meirihluti atvinnumálanefndar Sam- einaðs þings hefur lagt til að af- greidd verði með vísun til ríkis- stjórnar. í nefndaráliti Garðars Sig- urðssonar, flokksbróður Hjörleifs, kemur fram, að hann „geti ekki stutt þingsályktunina óbreytta". í greinargerð Garðars segir að í tillögu Hjörleifs sé „blandað sam- an gjörólíkum hlutum". Útilokað sé að „eldi af því tagi geti borgað sig“, sem tillagan greinir, og „ger- ir hvergi á Vesturlöndum". Garðar segir að hér geti verið um „stór- kostlegan auðgefandi og öruggan atvinnuveg að ræða, ef rétt er að staðið, en til þess þarf að leggja í þetta verkefni verulegar fjárhæð- ir“. Orðrétt segir segir hann: „Minnihlutinn telur að: • 1) flytja þurfi frumvarp að heildarlöggjöf í þessum efnum í stað þingsályktunartillögu, • 2) slíkt eldi verði undir sjávar- útvegsráðuneyti • 3) að strax verði hafizt handa því að hafi verið þörf á viðbót arð- samrar atvinnugreinar þá er það nú nauðsyn. Minnihlutinn getur ekki stutt þingsályktunina óbreytta en met- ur mikils áhuga flutningsmanns og annarra þeirra sem hreyft hafa lljörleifur slíkum málum fyrr, en metur þó mest framtak þeirra, sem hafizt hafa handa." Kópavogur: Laun hjá Vinnu- skóla ákveöin LAUN unglinga í Vinnuskóla Kópavogs fyrir sumarið 1984 hafa verið ákveðin og verða sem hér segir: Unglingar fædd- ir 1968 fá kr. 58,98 á tímann, unglingar fæddir 1969 fá kr. 50,29, unglingar fæddir 1970 fá kr. 44,70 og unglingar fæddir 1971 fá kr. 33,53. Innifalin er 2% kauphækkun sem koma á 1. júni. Private school í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ sýnir um þessar mundir myndina „Private school". „Private school" er gamanmynd um einkaskóla Stelpna og þar er mikið fjör enda stutt í næsta einkaskóla fyrir stráka. I frétta- tilkynningu frá Laugarásbíói segir að í þessari fjörugu og skemmti- legu mynd hugsi stelpur mikið um stráka og strákar um stelpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.