Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Morgunblaðið/Júlíus. Blómsveigur laj'óur að minnismerki látinna Norftmanna í kirkjugarði Fossvogskapellu. Þjóðhátíðardagur Norðmanna: Annemarie Lorentzen flytur ávarp vift minnisvarða látinna Norðmanna. Á myndinni eru, talift frá vinstri: Solveg Duelsberg, Knut Ödegaard skáld, Björn Eidshein sendiráðsritari, Annemarie Lorentzen sendiherra og Jan Wikin formaftur Nordmannslaget. Blómsveigur lagður að minnisvarða látinna Norðmanna l’JÓDHÁTÍÐARDAGUR Norðmanna var á fimmtudaginn og í því tilefni efndi Nordmannslaget, félag Norftmanna á íslandi, til sérstakrar hátíft- ardagskrár. Dagskráin hófst við Fossvogskapellu um morguninn kl. 9.30. Frú Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs á íslandi, flutti ávarp og lagði blómsveig, fyrir hönd norska ríkisins, að minnismerki fallinna Norðmanna í kirkjugarðínum. Knut Ödegaard skáld flutti einnig ávarp og lagði blómsveig að minnisvarðanum fyrir hönd Norðmanna á íslandi. Þá var efnt til samkomu í Norræna húsinu fyrir börn og fullorðna þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá og veitingar. Um kvöldið var svo haldin skemmtun í félagsheimilinu Drangey í Síðumúla 35 í Reykjavík. Hestar — graf- íkmappa — eftir Óla G. Jóhannsson ÓLI G. Jóhannsson listmálari á Akureyri hefur gefið út grafík- möppu, sem hann nefnir „HEÍSTAR“, og er þar að finna fimm myndir af hestum, sem listamaðurinn nefnir „Vinir“, „Úr nátthaganum", „Réttir“, „I svartnætti vetrar“ og „Brauð- molabið“. Myndirnar eru gerðar í silkiþrykk og er mappan aðeins gefin út í 100 númeruðum ein- tökum. Mappan kostar 3.500 krónur. Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til listamannsins, og sagði óli að mappa þessi hefði orðið til að áeggjan vina hans í hestamennskunni, en óli hefur lif- að og hrærst í hestamennsku ásamt myndlistinni í mörg ár. „Sumum þótti tími til kominn að ég legði þetta tvennt saman." sagði óli, og nú er árangurinn kominn í ljós. Þetta er frumraunin en ég sé nú að áfram skal haldið og þá með málverkið, því vart er hægt að finna skemmtilegra né erfiðra viðfangsefni til myndgerð- ar en íslenska hestinn í síbreyti- legu umhverfi og veðurfari." Ljósmynd/Jóhann Matthíasson. Sigurlift Hagaskóla, frá vinstri: Auftunn, Helena, Kirgir og Kristján. Hagaskóli sigurvegari í ræðukeppni FÖSTUDAGINN 4. maí sl. gekkst JC-Nes fyrir rökræftukeppni milli Haga- skóla og Valhúsaskóla. ÁAur höfftu JC-félagarnir á Seltjarnarnesi verift meft námskeift í báftum skólum |>ar sem nemendum voru kynnt helstu atriði ræðumennskunnar. Til keppninnar mættu fjögurra inanna lift Irá hvorum skóla og voru rækilega stutt af klappliftum sem fjölmennt höfftu. Var þaftmál manna að keppendurnir hefðu staðið sig framúrskarandi vel og heyrftist jafnvel sagt að margir frammámenn þjóðarinnar mættu telja sig fullsæmda af þeim ræðuflutningi sem þarna heyrðist. Stuttur, gagnorður og umfram allt auðskilinn var nefnilega sá málflutningur sem hinir fjölmörgu áheyrendur fengu að heyra. Eftir æsispennandi keppni fóru leikar þannig að Hagaskóli sigraði og hlaut í verðlaun glæsilegan farandbikar sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis á Seltjarnarnesi gaf til keppninnar. Það er ósk JC-Nes að ræðunámskeið og rökræðukeppni verði eftir þetta árlegir viðburðir í félagsstarfi skólanna enda var þessum föstu- degi vel varið. (Frétt frá JC-Nes.) Flugmenn Air Bahama vinna mál á hendur Flugleiðum: Flugleiðir greiði 28 milljónir króna í skaðabætur vegna mismununar DÓMSTÓLL í New York hefur dæmt Flugleiðir til þess aft greifta flugmönnum International Air Kahama 28 milljónir króna, fyrir mismunun, þegar Flugleiðir sögftu flugmönnum þessum upp á sínum tíma, þegar Air Bahama var stjórnaft af Flugleiftum, og létu íslenska flug- menn taka vift störfum sem flug- menn Air Bahama höfftu sinnt. Málskostnaftur nemur nú um 3 milljónum króna. Ekki hefur verift tekin ákvörðun um þaft af hálfu Flugleifta hvort þessum dómi verftur áfrýjað. í frétt frá Flugleiðum um þetta mál segir að upphaf þess sé, að þegar Flugleiðir hafi tekið að sér vöruflutningaflug fyrir Air India hafi flugmenn Air Bahama sinnt því flugi að öllu leyti. Eftir að samdráttar hafi farið að gæta á Norður-Atlantshafsleiðinni, hafi Flugleiðir sett íslenska flugmenn í þessi störf í vaxandi mæli til þess að komast hjá því að segja upp íslenskum flugliðum. Þegar enn hafi þrengst um, árin 1979 og 1980, hafi íslenskir flugmenn einnig verið látnir fljúga á hefðbundnum flugleiðum Áir Bahama, þ.e. á milli Luxemburgar og Nassau á Bahama. Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði um 10% frá október til febrúar VERÐ á íbúðarhúsnæfti hefur hækkaft um nálægt 10 af hundraði frá október 1983 til febrúar 1984. Hækkunin er mjög breytileg eftir stærft eigna. Tveggja herbergja ibúftir hækkuðu mest fyrir áramótin. Til dæmis er hækkunin frá nóvember til desember 8%. Síftan hafa þessar íbúðir lítift hækkaft. Fjögurra herbergja íbúftir hækkuðu mest á milli desember og janúar efta um 16% segir í fréttabréfi Fasteignamats ríksins. Ennfremur segir þar: „Láns- kjaravísitala hækkaði um 7% á tímabilinu október til febrúar. Hækkun á föstu verðlagi er sam- kvæmt því 2,8%. Meðalverð á hvern fermetra var 19.400 krónur í febrúar. Óvanalega lítill munur var á verði íbúða eftir stærð í mánuðinum. Útborgunarhlutfall hefur held- ur farið hækkandi frá því, sem það var á síðustu mánuðum fyrra árs. í síðasta ársfjórðungi 1983 var út- borgun 75,8%. Það er svipað hlut- fall og undanfarin ár. I febrúar á þessu ári var útborgunin 77,8%. Það er með því allra hæsta, sem reiknast hefur. í janúar var út- borgunin enn hærri. í heild hafa breytingar á sölu- verði verið svipaðar og gerist oftast á þessum árstíma. Þó hefur nokkuð komið á óvart hversu mik- il hækkun var á söluverði í des- ember en verð er oftast lágt í þeim mánuði. í desember fóru þó fram fáar sölur miðað við aðra mánuði. Þá er mjög erfitt að útskýra hvaða ástæður geta legið að baki hækkunar á útborgunarhlutfalli í kjölfar snarlækkandi verðbólgu. Að öllu eðlilegu hefði mátt vænta þveröfugrar þróunar." Þá segir í fréttabréfi FMR: Sölukannanir FMR eru enn ekki farnar að sýna lækkun útborgun- ar. Þó má heita að flestallir, sem rætt er við, séu á einu máli um að útborgunarhlutfallið sé of hátt. í síðasta ársfjórðungi 1983 Var út- borgun í fjölbýlishússíbúð í Reykjavík 75,8%. Meðalútborgun í þeim samningum, sem unnið hefur verið úr í fyrsta ársfjórðungi þessa árs, er 78,1%. Það er með því allra hæsta, sem reiknast hef- ur. Þó að hlutfallið kunni ef til vill eitthvað lækka þegar fleiri samn- ingar berast er augljóst að alls ekki er merkjanleg breyting til hins betra. Til að undirstrika hversu há út- borgun er má nefna að síðast þeg- ar verðbólga var svipuð og hún hefur verið undanfarna mánuði voru 50% söluverðs greidd í út- borgun. Ef hún væri jafn há nú gætu þeir kaupendur, sem í dag geta greitt útborgun í 55 fm tveggja herbergja ibúð, keypt 100 fm fjögurra herbergja íbúð. Þegar útborgun hérlendis er borin saman við venjur í ná- grannalöndum okkar verður niðurstaðan nánast ótrúleg. í febrúar síðastliðnum var til dæmis samanlögð úborgun í þrem- ur einbýlishúsum í Danmörku lægri en útborgun í 2 herb. íbúð í Reykjavík. Til að gefa nokkra hugmynd um áhrif útborgunarhlutfalls á kaup- getu fólks má lesa töfluna hér á eftir. Hún sýnir hversu stóra íbúð kaupandi getur fest sér miðað við breytilegt útborgunarhlutfall. Reiknað er með að hann hafi nægilegt fé fyrir útborgun í tveggja herbergja íbúð eins og kjörin eru nú. Ef útborgun er 75% getur hann keypt 55 fm 2ja herb. íbúft. Ef útborgun er 65% getur hann keypt 70 fm 3ja herb. íbúft. Ef útborgun er 50% getur hann keypt 100 fm 4ra herb. íbúft. Ef útborgun er 25% getur hann keypt 170 fm rafthús. Lausaskuldavandi bænda hærri en búist var við: 800 bændur sóttu um 300 til 400 milljóna kr. skuldbreytingu ÞESSA dagana er unnift fram á kvöld í Stofnlánadeild landbúnaftar- ins við aft yfírfara og vinna úr þeim umsóknum sem bárust frá hændum um skuldbreytingu. l’msóknirnar urðu um 800 alls, mun fleiri cn áætl- að var, og áætlar Leifur Jóhannes- son, forstöðumaftur Stofnlánadeild- arinnar, að umsóknirnar hljófti upp á 300 til 400 milljónir króna, en það er tvö- til fjórfalt hærri upphæft en áætlaft var. Þess ber aft geta að áætl- unartölur miftuðust við ársbyrjun 1983, en aft sögn Leifs þá er talift að skuldir bænda hafi allt að tvöfaldast á árinu 1983. Lánskjör vegna skuldbreyt- ingarinnar hafa verið ákveðin. Vegna skuldbreytingar allt að 300 þúsund hjá hverjum einstökum bónda er ætlunin að greiða út 40% með peningum. Verður það geng- istryggt með 9,25% vöxtum til 10 ára. 60% verða greidd með útgefn- um skuldabrefum. Bréfin verða til 12 ára, verðtryggð og með 2,75% vöxtum. Leifur Jóhannesson sagði að mikið vantaði af staðfestingum lánardrottna um að þeir tækju þátt í skuldbreytingu með þessum kjörum og tefði það vinnu við úr- vinnslu umsóknanna en þeir hefðu sumir verið að biða með svar þangað til lánskjör lægju fyrir. Sagði Leifur að nokkuð væri um að lánardrottnar vildu ekki taka bréfin. Leifur sagði að vonast væri til að úrvinnslu miðaði það vel áfram að hægt yrði að byrja.á að afgreiða skuldbreytingarnar síð- ari hluta mánaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.