Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Orð skulu standa Ásmundarreitur (afmarkast af Sigtúni, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut og Reykjavegi) eins og hann lítur út á skipulagsuppdrætti eftir að stórhýsi og bílastæðum Verkfræðingafélags íslands hefur verið ætlaður staður þar (á reitnum suðvestanverðum á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurl.brautar). Grunnteikning af mannvirkjum Heilsuræktarinnar er á reitnum norðvestan- verðum (á horni Sigtúns og Kringlumýrarbrautar). — eftir Jóhönnu Tryggvadóttur „Ég vona að Guð gefi Islending- um og Finnum að við sigrum í þess- ari baráttu og að hugverk manns- ins míns nái að rísa,“ sagði frú Elissa Aalto í símtali við mig í síð- ustu viku, en eins og flestum lands- mönnum er kunnugt, var það eitt af síðustu verkum hins heimsfræga finnska arkitekts, Alvar Aalto, að teikna hús fyrir Heilsuræktina í Reykjavík ásamt því að gera tillög- ur um nánasta umhverfi þess í fullu samráði við þáverandi borg- aryfirvöld og embættismenn borg- arinnar. Þetta verk leysti þessi frægasti og virtasti arkitekt Norðurlanda síðari áratuga af hendi með þeim ágætum, sem einkenndu öll verk hans, en þótt ótrúlegt sé þá virðast skammsýnir menn við stjórn borg- armála í íslensku höfuðborginni nú ætla að eyðileggja þetta verk. Mannvirkjum Heilsuræktarinn- ar er ætlaður staður á hornlóð á mótum Sigtúns og Kringlumýr- arbrautar, við hlið Blómavals. Aðr- ar byggingar sem áður var gert ráð fyrir á j)essu svæði, sem gjarnan er nefnt Asmundarreitur, eru tónlist- arhús og barnamúsíkskóli, auk safns Ásmundar Sveinssonar og Blómavals, sem þarna hafa lengi verið. Þessar byggingar standa og áttu að standa við Sigtún, eina leyfi- lega byggingarsvæðið á reitnum sam- kvæmt staðfestu skipulagi 1967, en milli þeirra og Suðurlandsbrautar skyldi vera opið grænt svæði, vísir að „grænu byltingunni" svonefndu sem margir fögnuðu. Hús það sem Alvar Aalto teikn- aði er eins og vænta mátti eitt full- komnasta heilsuræktarhús sem sést hefur. En hann gerði meira en teikna hús. Honum var mæta vel ljóst að heilsuræktarhús þarf að hafa umhverfi sem því hæfir. Því gerði hann ráð fyrir margháttuð- um möguleikum til líkamsræktar utan dyra, svo sem útisundlaug og trimmbrautum um hið græna svæði. Aalto gerði sér einnig grein fyrir því að fleiri hefðu þörf á að komast á svæðið en aðeins þeir sem stunduðu líkamsrækt í byggingum Heilsuræktarinnar. Hann vildi nota tækifærið til þess að rjúfa einangrun þess fólks sem dvelst í húsum Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar vestan Kringlumýrarbrautarinnar og því fór hann fram á tengingu milli þessara svæða og féllust þáverandi borgaryfirvöld fúslega á það. Birgir ísleifur Gunnarsson var þá borgar- stjóri. Gústaf A. Pálsson heitinn, þá- verandi borgarverkfræðingur, sýndi þessu máli mikinn skilning og hann teiknaði á sínum tíma göngubrú yfir Kringlumýrarbraut- ina. I framhaldi af því gerði Aalto svo ráð fyrir því að gerður yrði göngustígur undir Reykjaveginn, þannig að auðveld gönguleið mynd- aðist allt frá Öryrkjabandalags- húsunum yfir í Laugardalsgarðinn. Þá gerði hann einnig ráð fyrir glæsi- legum garði milli byggingar Heilsu- ræktarinnar og Suðurlandshrautar, sem trimmbrautir og göngugötur lægju um; einnig yfirbyggðum garði með suðrænum gróðri. Samkvæmt hugmyndum þessa heimsfræga arki- tekts var því hér kominn heilsu- ræktaraðstaða sem vart ætti sinn líka í heiminum. Hvad er þessi „Heilsurækt“? Von er að ýmsir spyrji vegna þess að þvi er ekki að neita að sum- ir hafa reynt að gera starfsemi hennar tortr.vggilega, enda þótt margir hollvinir hafi jafnan staðið fast við bak hennar. í fyrsta lagi er Heilsuræktin al- hliða líkams- og heilsuræktarstöð, forveri allra þeirra fjölmörgu heilsuræktarstöðva sem síðar hafa risið upp á landi hér, enda er ég frumkvöðul) að heilsurækt í land- inu og höfundur orðsins. í öðru lagi er hún, gagnstætt við að minnsta kosti flestar þeirra, sjálfseignarfyrirtæki en ekki einkafyrirtæki. Það þýðir eins og þeir vita, sem þekkja þetta eignar- form, að hugsanlegur ágóði af rekstri stöðvarinnar rennur til hennar sjálfrar. Þótt það hafi lent á mér að vera í fararbroddi þeirra sem opinberlega hafa barist fyrir tilverurétti Heilsuræktarinnar er ég ekki eigandi hennar, fremur en aðrir íslendingar. I þriðja lagi hefur Heilsuræktin ávallt kappkostað að veita sjúkum, öldruðum og heilum eins góða þjónustu og henni hefur verið unnt. Vissulega hefðum vió oft kosið að geta haft þá þjónustu enn betri, en okkur hefur ávallt verið þröngur stakkur skorinn fjárhagslega, því enda þótt borgaryfirvöld í Reykja- vík hafi lengst af greitt nokkuð fyrir þá þjónustu sem aldraðir og öryrkjar hafa notið í Heilsurækt- inni, hefur verið tap á rekstri hennar vegna utanaðkomandi að- gerða. Samt bera ítrekaðar heim- sóknir þessa fólks þúsundum sam- an því ótvírætt vitni að það hefur kunnað að meta þjónustuna, enda mörg dæmi þess að fólk sem var hætt við að hafa fótavist öðlaðist þá heilsu að það gekk hækju- og staflaust að lokinni þjálfun. Enda þótt ýmsir hælbítar hafi reynt að gera starfsemi okkar tor- tryggilega gleymast slíkar tilraun- ir fljótt þegar upp rifjast blessun- arorð hinna fjölmörgu sem hafa öðlast heilsu að nýju. Aðrir hafa kosið að hafa sem lægst um starfsemi okkar. Minn- isstætt er mér dæmi þegar hér í höfuðborginni var haldin ráðstefna um atvinnusjúkdóma árið 1981. Aðalræðuna hélt frægur sænskur sérfræðingur á vegum WHO, al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar í Kaupmannahöfn, læknirinn prófessor Sven Forsman. Á fundin- um tókst mér að ná taii af honum og bauð ég honum að heimsækja Heilsuræktina. Sagðist hann vera mjög tímabundinn en geta séð af smástund. Hann dvaldi í tvo klukkutíma hjá okkur og sagði með þunga við islenskan starfsbróður sinn er hann fór: „Af hverju var mér ekki sagt frá þessu fyrr, þetta er það langmerkasta sem mér hef- ur verið sýnt hér í fyrirbyggjandi endurhæfingu." Hugsjón Alvar Aalto Það var árið 1971 sem Heilsu- ræktinni var úthlutað 12 þúsund fermetra lóð á horni Sigtúns og Kringlumýrarbrautar, en í stað- festu skipulagi af þessu svæði er kveðið á um að þar skuli vera úti- vistarsvæði og starfsemi sem falli vel að því. Fyrir milligöngu þáver- andi forsætisráðherra, Olafs Jó- hannessonar, þess mæta manns, tókst mér að ná fundi Alvar Aalto, en slíkt var ekki auðvelt, allir viidu fá þennan heimsþekkta snilling i lið með sér, en hann var orðinn fullorðinn og hlaðinn störfum. Okkur f Heilsuræktinni til mikillar gleði ákvað hann þegar hann hafði kynnt sér málið að taka að sér að teikna hús okkar og skipuleggja svæðið. Hann setti nokkur skilyrði sem okkur var ljúft að fallast á. Þau helstu voru að allir Norðurlandabúar fengju notið að- stöðu þar til jafns við Islendinga, að Iryggt yrði að allir hefðu jafnan rétt og möguleika til að notfæra sér þjón- ustu Heilsuræktarinnar og þannig frá gengið að jafnt fatlaðir sem heilir kæmust greiðlega að svæði og bygg- ingum. Kinnig vildi hann að Norður- löndin sameinuðust um að fjármagna byggingu stöðvarinnar. í framhaldi af hinu síðastnefnda lagði hann mikla áherslu á að að- koma að stöðinni yrði bætt frá því sem gert hafði verið ráð fyrir og aðkeyrsla yrði auðveld frá Sigtúni og við það rúmgóð bílastæði. Otrú- lega erfiðlega hefur gengið að fá þetta skilyrði uppfyllt og er það þó liður í alþjóðlegum reglugerðum um slíkar endurhæfingarstöðvar. Þetta hefur ekki enn fengist fram. (Sjá teikn. 2.) Þó lágu fyrir um þetta munnleg loforð nær allra ef ekki allra þáverandi borgarráðs- manna við Ilona Lethtinen, arki- tekt, fulltrúa Aalto, og hún kom nokkrum sinnum hingað til lands til viðræðna við Heilsuræktina og borgaryfirvöld út af þessu máli. Voru tveir stjórnarfulltrúar Heilsuræktarinnar viðstaddir alla fundi með borgarstarfsmönnum. Þegar Alvar Aalto lést árið 1978 hafði hann lokið við aðaluppdrátt af húsi og aðstöðu. Þar er gert ráð fyrir mörgum endurhæfingarher- bergjum, þjálfunarsölum, sérhann- aðri innisundlaug fyrir aldraðra og fatlaða, útisundlaug og trimm- brautum auk tenginga við svæðin vestan Kringlumýrarbrautar og austan Reykjavegar eins og fyrr er á minnst. Verkfræðingar koma til sögunnar Nærri má geta að okkur þótti mikið mál í höfn komið þegar fyrir lágu teikningar Alvar Aalto. í raun og veru held ég að engu okkar hafi dottið í hug að við þeim yrði hrófl- að úr því sem komið var, enda féllu þær að staðfestu skipulagi. En því miður virðist nú hætta á ad verk þessa frægasta arkitekts Norður- landa verði eyðilagt eða stórskemmt og er það líklega einsdæmi. Ástæðan er sú að Verkfræðinga- félag íslands taldi borgaryfirvöld á að leyfa samkeppni um fyrirferð- armikla byggingu með stórum bíla- stæðum á Ásmundarreitnum suð- vestanverðum (eða Sigtúnsreitn- um). Þetta á sér nokkrun aðdrag- anda. Verkfræðingafélagið hafði fengið lóð í hinum svokalíaða „nýja miðbæ“ í Kringlumýri. Ekki þótti forsvarsmönnum félagsins það svæði nógu fínt fyrir sig og knúðu því á um að fá lóð á öðrum stað, nefnilega í Ásmundarreitnum. Fyrst í stað þumbuðust borgaryf- irvöld við, en þá gripu verkfræð- ingar til ráðs, sem ýmsum hefur dugað til þess að beygja borgar- yfirvöld í Reykjavík í lóðamálum, sem sé að sækja um lóð í nágranna- sveitarfélagi, í þessu tilfelli Kópa- vogi. Fyrir slíku eru borgaryfirvöld fram úr máta viðkvæm, enda höfðu Kópavogsmenn ekki fyrr sagt já en varnirnar biluðu í Reykjavik. Þeir Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson vildu fórna Ásmundar- reitnum og fengu óvæntan stuðn- ing, nefnilega hjá Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna, sem fór í borgarráð í stað Birgis ísleifs Gunnarssonar nokkru fyrir kosningar vorið '82. Þeir Albert Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson vildu neita en fengu ekki rönd við reist (borg- arráðsmenn eru fimm). Samkeppn- in var heimiluð, enda þótt bygging þessa bákns bryti í bága við stað- fest skipulag og stórskemmdi eða eyðilegði verk Alvar Aalto. Heildarstærð húss VFÍ verður 2.480 m2. Þar verður 480 m2 félags- heimili með tveimur sölum sem „skuiu henta vel til funda, ráð- stefnuhalds og samkvæma, bæði vegna starfa VFÍ og til útleigu", skrifstofur VFÍ, 150 m2, lífeyris- sjóður, 335 m2, veitingasala 600 m2 og Stjórnunarfélag Islands, 600 m2. Þarft eflaust en ekki á þessum stað. Til þess að steinsteypubákn verkfræðinga rísi á Ásmundar- reitnum þarf samþykki skipulags- stjórnar ríkisins, þar sem það brýt- ur gegn gildandi skipulagi. Það samþykki hefur að ég best veit ekki enn fengist. Vonandi fæst það aldr- ei, svo þessu stórslysi verði afstýrt og Ásmundarreiturinn (Sigtúns- reiturinn) verði í framtíðinni sú perla, sem Aalto vildi gera hann að. Vonandi gera ýmsir mætir menn og konur sér grein fyrir hvað þarna er í raun að gerast. I fyrsta lagi er ráðist gegn hags- munum þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, öryrkja og aldraðra og hús Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar yrðu „múruð inni“. Þegar menn eyðileggja möguleika fjölda aldraðra og fatlaðra til fyllra lífs væri þeim hollt að hugleiða að sjálfir munu þeir eldast og lýjast. í öðru lagi er eyðilagt dásamlegt útivistarsvæði, sem einnig myndi nýtast öllum almenningi. I þriðja lagi yrðum við gerð að hreinu viðundri með því að ganga á þau loforð, sem einum þekktasta arkitekt heimsins á síðari tímum voru gefin er hann tók að sér að teikna og skipuleggja endurhæf- ingar- og heilsuræktarmiðstöð á svæðinu. Mætur maður nýlátinn sagði við mig tveimur dögum áður en hann lést: „Jóhanna, hvort sem læknar, verkfræðingar eða lögfræðingar eiga í hlut þá verðurðu að berjast og safna liði til að sigra þá því að stöð eins og Aalto-stöðina sárvantar. Finndu nógu harðan lögmann til að berjast með þér.“ í dag er fimmtugasti dagur hungurverkfalls míns til að árétta að „orð skulu standa“. Að lokum hlýt ég að láta í ljós von um að borgarstjórinn í Reykja- vík sjái hverjar afleiðingar það hefur að hann skyldi ganga til sam- starfs við þá Kristján og Sigurjón á sínum tíma. Verði steinsteypubákn verkfræðinga og malbikunarflæmi fyrir blikkbeljur þeirra látið eyði- leggja Ásmundarreitinn og verk Alvar Aalto verður það óneitanlega kusk á flibba hans. Þakka ritstjórn birtingu greinar- innar. Hafnarfirði, 18. maí 1984. Jóhanna Tryggradóttir Bjarnason er stjórnarformadur Heilsuræktar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.