Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 36
T8 36 frgei ÍAM .et ÍTJOAaflAOTTA.T aiGAJflKTinflOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Ragnar Kristjánsson Djúpavogi — Minning „Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.“ Þessi hending þjóðskáldsins gefur okkur sýn á síbreytileika náttúrunnar — stormar og stillur hins mannlega lífs leika okkur einstök á mismun- andi hátt — sumir eru meira áveð- urs en aðrir — einstakir falla í ólgu og kólgu veðranna — aðrir ná ekki þrótti eða þroska — fáeinir verða harðir og sterkir. 011 höfum við tilfinningu skáldsins í okkur — samt spyrjum við um tilgang alls þessa — við fáum fá svör — stundum engin — sumu verður svarað síðar. Ragnar á Djúpavogi er látinn — okkur setur hljóða — við spyrjum — við sættum okkur tæpast við svörin — hann sem var svo harður og sterkur. Slíkar eru hugsanir þess sem óvænt fær helfregn, alltaf verðum við jafnundrandi — jafnt við því sem er óhjákvæmilegt, sem hinni frostköldu frétt um óvænt lát ná- ins samferðamanns. Ragnar Sigurður Kristjánsson var fæddur 28. október 1923 í Hamraseli í Hamarsfirði, sonur hjónanna Antoníu Árnadóttur og Kristjáns Jónssonar. Þegar Ragnar var ársgamall fluttu foreldrar hans til Djúpa- vogs þar sem hann ólst upp og starfaði ævilangt. Ragnar var elstur af fimm barna hópi þeirra Antoníu og Kristjáns, sem"bjuggu lengst af að Görðum á Djúpavogi, + Systir okkar, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, fyrrv. kaupmaður, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 17. maí. Fyrir hönd systkinanna, Ágústa Gísladóttir. Dóttir mín og systir okkar, SIGRÍDUR H. KRISTJÁNSDÓTTIR, Grænuhlíð 20, andaöist í Landspítalanum fimmtudaginn 17. maí. Guórún Kristjónsdóttír, Ólafía Kristjánsdóttir, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Margrét Krístjánsdóttir. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓHANNES TRAUSTI JÓNSSON, Skúlagötu 56, Reykjavík, sem lést 14. mai í Borgarspítalanum verður jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 22. maí kl. 13.30. Sigurborg Ólafsdóttir, Hansína J. Traustadóttir, Hólmgeir Björnsson, Hjördís G. Traustadóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Hlíf Traustadóttir, Kristófer Guömundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö vegna andláts BRYNDÍSAR G. SIGURÐARDÓTTUR, áöur Noröurstíg 5. Dætur, barnabörn og systkini. Þökkum öllum þeim + sem sýndu okkur samúö og heiöruöu minn- ingu fööur okkar SIGURÐAR GUDBRANDSSONAR fv. mjólkurbússtjóra, sem lést 25. apríl. Sigurður Fjeldsted, Ólöf, Elísabet og Ingibjörg Siguröardætur. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu vináttu og samúö vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa. SIGURDAR MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Fransiskus-spítalans Stykkishólmi og hreppsnefndar Stykkishólms. Ingibjörg Daöadóttir, Aöalheiöur Sigurðardóttir, Guðbjörg Siguröardóttir, Ágústa Siguröardóttir, Baldvin Ringsted, börn og barnabörn. þar sem húsrými var lítið en skjól- ið gott. Þegar Ragnar hafði byggt hús sitt Hátún fluttu foreldrar hans ásamt yngsta syni sínum á neðri hæð hússins og bjuggu þar uns sonurinn Arnór hafði fest kaup á húsinu Ásbyrgi sem þau fluttu í ásamt honum. Kristján lést í mars síðastliönum, en Antonía býr hjá syni sínum Árnóri á Höfn í Hornafirði. Á uppvaxtarárum Ragnars var erfitt að vera bjargálna á Islandi, kreppa í útlöndum sem skapaði kreppu í landinu, mest kreppti að í fábýlum byggðum við sjávarsíð- una. Djúpivogur var þar engin und- antekning. Hörð hefur lífsbarátta þeirra hjóna Antoníu og Kristjáns verið, með systkinahópinn Ragnar — Ingólf — Laufeyju — Dag- björtu og Arnór í lítilli stofu í Görðum, en upp komust þau öll til bjargálna einstaklinga hert af því lífi sem lifað var þá á íslandi. Þetta er þeirra styrkur sem nú mega á skömmum tíma sjá á bak tveggja ástvina föður og sonar. Get ég mér til að strax á upp- vaxtarárum hafi Ragnar sem elst barna af hópnum lagt gjörva hönd að mörgu sem skapaði brauð á borð þeirra allra, að minnsta kosti kynntist ég honum sem slíkum seinna á ævi hans. Á yngri árum starfaði Ragnar við sjómennsku og störf tengd henni. En 1948 tók Ragnar vél- stjórapróf og réðst til starfa hjá frystihúsi Búlandstinds hf. á Djúpavogi sem þá var í byggingu. Tveimur árum síðar gerðist Ragn- ar starfsmaður Búlandshrepps við rafveitu hreppsins og starfaði þar allt til 1960 að undanskildum tveim vertíðum. Þann 1. október 1960 varð Ragn- ar starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins sem þá yfirtóku rafveitu- rekstur á Djúpavogi. Fyrst starfaði Ragnar sem vél- gæslumaður, síðar sem rafgæslu- maður og enn síðar sem rafveitu- stjóri á Djúpavogi og í nágranna- sveitum, því starfi gegndi Ragnar til dauðadags, 8. maí síöastliöinn. Árið 1950 kvæntist Ragnar Álf- heiði Ákadóttur frá Djupavogi og hefur þeim orðið fimm barna auð- ið en þau eru Rut, starfsmaður Framkvæmdastofnunar í Reykja- vík, hún á eitt barn; Eðvald, vél- stjóri á togaranum Sunnutindi, kvæntur Hólmfríði Haukdal, þau eiga þrjú börn; Ólafur, vélvirki, sem rekur eigin vélsmiðju á Djúpavogi, kvæntur Álfheiði Freyju Friðbjarnardóttur, þau eiga eitt barn; Drífa, húsmóðir og talsímavörður á Djúpavogi, gift Frey Steingrímssyni, þau eiga þrjú börn og Kristján, bifvéla- virki, sem starfar með Ólafi bróð- ur sínum, hann á eitt barn. Álfheiður og Ragnar hafa átt miklu barnaláni að fagna því öll eru börn þeirra sæmdar- og dugn- aðarfólk sem þátt hafa tekið í að auðga sína heimabyggð með því að legga sitt atgervi á vogarskál at- vinnuuppbyggingar á Djúpavogi. Það var gott að koma og dvelja með þeim hjónum í störfum og gleði hvenær sem var og hvernig sem á stóð var hús þeirra opið, gestrisin alíslensk, hlýja, kímni og góðar sögur. Ragnar tók mikinn þátt í félags- málastarfi á Djúpavogi, enda fé- lagshyggjumaður að lífsskoðun. Hann sat í hreppsnefnd um ára- tuga skeið, í stjórn Búlandstinds um langan tíma, var formaður stjórnar fyrirtækisins á miklum uppbyggingartíma og varaformað- ur síðastliðin ár. Þá sat Ragnar í stjórn Kaupfélags Berufjarðar um árabil og var varaformaður stjórnar þess nú síðastliðin ár. Einnig starfaði Ragnar mikið að slysavarna- og sjómannadagsmál- Jón Kristinn Pálsson - Minráng Þeim fækkar nú óðum gömlu sjómönnunum, sem eyddu bestu starfsárunum á síðutogurunum. Einn úr þeirra hópi er kvaddur í dag frá Eyrarbakkakirkju. Jón Kristinn Pálsson var fæddur á Skúmstöðum á Eyrarbakka 27. júní 1903. Hann ólst upp í hópi sex systkina, en nú eru aðeins þrjú eftir á lífi. Hann var ekki gamall er snúningarnir við útveginn hóf- ust. Sem unglingur hóf hann að stunda sjóinn, eins og flestir á hans reki, enda stóð hugur flestra drengja á Bakkanum til sjávarins á þeim árum. Eftir róðra heima lá leiðin til Þorlákshafnar og síðan til Reykjavíkur. Árið 1926 er hann skráður á tog- arann Apríl og hefst þá nýr þáttur í sjómennsku Kristins. Næstu árin var hann oftast á togurum á vet- urna en oft á síldveiðum á sumrin. Árið 1942 ræðst hann á togar- ann Þórólf, með Kolbeini Sigurðs- syni. Þegar Kolbeinn tók Egil Skallagrímsson fylgdi Kristinn Kolbeini og var með honum til ársins 1956, en þá hætti hann til sjós. Það er augljóst, að maður sem átti alltaf víst pláss hjá úrvals- skipstjórum á togurunum á þess- um árum var enginn aukvisi. Það er svo með menn, sem mað- ur mætir á lífsleiðinni, að þeir gleymast misfljótt. Ég held að flestir sem voru með Jóni Kristni Pálssyni muni hann lengi. Oft þegar ég hitti gamla skipsfélaga og farið er að rifja upp gamlar samverustundir berst talið að því hvað ég segi af Kristni Pálssyni, enda fór þar traustur maður og góður félagi. Hann kvað oft fast að orði, en allt var það græsku- laust og aðeins til áherslu. Árið 1933 urðu þáttaskil í lífi + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Fagrahvammi, Bergi viö Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur. Kristján M. Jónsson, Matthildur Magnúsdóttir, Aöalheióur Jónsdóttir, Eiríkur Guömundsson, barnabörn og barnabarnabörn. um í sinni heimabyggð. Af kynn- um mínum af Ragnari og störfum hans að málum sveitarfélagsins er mér sérstaklega eitt minnisstætt en það var hin sanna sigurgleði hans er tekist hafði að festa kaup á togskipinu Sunnutindi í Noregi. Ekkert gat breytt þessari sönnu gleði mannsins sem vissi að án togskipsins voru búsetuskilyrði íbúanna á Djúpavogi ekki sam- keppnisfær við aðra staði. Engin hagræn innlærð háspeki fræðinga fékk þessu breytt hjá Ragnari, hann sagði bara: „Þetta mun ganga vel.“ Enginn efast í dag sem þekkir ævintýrið á Djúpavogi. Ragnar gérði sem hann gat til að treysta atvinnulífið á Djupa- vogi, hann var kallaður til ábyrgð- arstarfa í því sambandi, hann sá drauminn um nýtt og glæsilegt frystihús verða að veruleika. Hann ásamt félögum sínum aflaði staðnum glæsilegu togskipi, Sunnutindi. Atvinnubylting varð að veruleika. — Ragnar var sátt- ur, glaður og horfði bjartsýnn á framtíðina, en lengi mátti hann ekki njóta. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að vinna með Ragnari að rafmagnsmálum í bráðum tvo áratugi á Austurlandi. Það var gott að vinna með Ragnari á erfið- ustu tímum á þessum árum, dís- elvélarekstur með tilheyrandi óhöppum, línubilanir, brunar í díselstöðvum, skömmtun á orku, rukkanir, lokanir, allt var þetta daglegt brauð hjá Ragnari í starfi. Aldrei æðruorð — aldrei hækk- aður rómur — samstarfsfús og vinnuglaður, og fögnuður yfir hverri umbót á kerfi og vélbúnaði. En þetta er allt heil saga sem bíður síns tíma. Ragnar var einnig hérna kallaður til ábyrgðarstarfs, sem hann rækti af trúmennsku og áhuga enda nátengt hans megin- hugðarefni, atvinnuuppbyggingu á Djúpavogi. Sviplegt og sárt er það ástvinum að sjá honum á bak, en minningin er hrein og tær um hógværan og þýðan heiðursmann. Ég kveð hann að sinni og þakka heilshugar samstarfið, guð blessi minningu góðs drengs. Álfheiði, börnum og barnabörn- um, móður og systkinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau í sorg þeirra. Erling G. Jónasson. Jóns Kristins Pálssonar, er hann kvæntist ágætri konu, Elísabetu Kristinsdóttur frá Húsavík. Þau hófu búskap á Eyrarbakka og dvöldu þar ætíð síðan. Þau eignuð- ust sex mannvænleg börn, sem hafa sýnt þeim milda ræktarsemi. Að lokinni sjómennskunni ræðst Kristinn fangavörður að Litla- Hrauni og starfar þar nokkur ár, þar til Plastiðjan á Eyrarbakka hóf starfsemi, þar hóf hann störf og vann þar meðan heilsan entist. Síðustu árin var Kristinn mjög farinn að heilsu og naut hann þá ágætrar umönnunar konu sinnar, sem aldrei vék frá honum. Á kveðjustund kemur oft þakk- læti upp í hugann. Með þessum fátæklegu orðum vil ég því þakka Jóni Kristni Pálssyni yfir 20 ára samstarf á sjó og landi. Einnig sendi ég konu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Jón V. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.