Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 16
rr . ------- .. . 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Vestur-þýskar tangir f Æ 1-A —J i-1 L Topplyklasett — stakir toppar — fastir lyklar \ \ \ \ CBi \\ . 1 W w tí i V. J (©j GÓÐ VARA GOTT1 fERÐ SJÓN ER SÖGU RÍKARI STOFNAÐ 1903 Elsta sfea&únœeHÍ " ÁRMÚLA 42 ■ HAFNARSTRÆTI 21 verkfæraverzlun Reykjavíkur Ljósm. Mbl. Ó1.K.M. Mótettukór Hallgrímskirkju. Myndin er tekin i æfingu f Kristskirkju. Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju: Flytja „Jesu meine Freude" eftir Bach á íslensku og ýmsa aðra krikjutónlist MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur i morgun, sunnudag, vortónleika í Kristskirkju í Landakoti. Verður þar flutt gömul og ný kirkjutónlist eftir innlend og erlend tónskáld og koma fram auk kórsins einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Stjórnandi Mótettukórsins er Hörður Áskelsson organisti Hallgríms- kirkju. Hörður stofnaði kórinn haustið 1982 og hefur hann haldið nokkra sjilfstæða tónleika og komið fram við ýmis tækifæri í kirkjulífinu í Hall- grfmskirkju. Mbl. fékk Hörð til að greina fri hvað væri i efnisskri tónleik- anna i sunnudag: Opnum nýja og glæsilega málningar- vöruverslun I Hólagarði Bieiðhofti I dag opið9—16 LIIALAND LÓUHÓLAR 2-6, HÓLAGARÐI SÍMI 72100 — Á þessum tónleikum flytjum við fjölbreytta kirkjutónlist, valin kórverk frá ýmsum tímum, það elsta frá 17. öld og hin yngstu frá okkar tfma. Fyrst syngur kórinn þrjár nýjar raddsetningar gam- alla sálmalaga við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Þær eru eftir Jón Nordal, Þorkel Sigur- björnsson og Jón Hlöðver Áskels- son og mætast þarna á skemmti- legan hátt gamall og nýr tími. Þá syngur kórinn mótettur eftir Hans Leo Hassler, Johann Kuhn- au og Francis Poulenc og einn kór- félaga, Ásdís Kristmundsdóttir, syngur einsöng í þeirri síðast- töldu. Siðan kemur fram sérstakur gestur tónleikanna, Andreas Schmidt, frá Þýskalandi. Hann syngur við orgelundirleik Mart- eins H. Friðrikssonar úr Biblíu- ljóðum eftir Antonin Dvofak. Ándreas Schmidt hefur áður kom- ið til íslands og sungið hér, en hann er aðeins 23 ára og hefur þegar öðlast mikinn frama f heimalandi sfnu. Andreas er nem- andi Dietrich-Fischer-Diskau og hefur frá næsta hausti fengið fastan atvinnusamning við óper- una i Berlín. Til gamans má einnig geta þess að nú er að koma út hljómplata í Þýskalandi með Andreas og píanóleikaranum Jörg Demus, sem staddur er hérlendis um þessar mundir. Að loknum söng Andreas flytur kórinn verk Benjamin Britten, Festival Te Deum. Steinunn Þorsteinsdóttir, 14 ára, fer þar með einsöngshlutverk og Mart- einn H. Friðriksson leikur á orgel- ið. Síðast á tónleikunum er mótett- an Jesus meine Freude eftir Jo- hann Sebastian Bach og verður hún flutt í fyrsta sinn með ís- lenskum texta. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og Heimir Pálsson cand. mag. hafa þýtt þýska sálminn eftir Johann Franck, sem Bach notar í verkinu. Sálmurinn er 6 vers en á milli er notaður texti úr 8. kafla Róm- verjabréfsins. Það er miklum erfiðleikum bundið að setja fslenskan texta við erlend kórverk, því textinn verður að falla vel að tónlistinni, hann verður að vera vel syngjanlegur og hann verður að falla að reglum um bragarhátt. Mér finnst að hér hafi vel tekist til hjá þýðendunum, því það er erfitt að samræma allar kröfur í þessu verki. Þessi mótetta Bachs varð til þegar hann var nýlega orðinn kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Þá þurfti hann sem oftar að útvega söng við útför ekkju nokkurrar og samdi hann þá þessa mótettu og flutti með kórdrengj- um sínum við líkhúsið í upphafi athafnarinnar. Mótettan er í 11 köflum og má hiklaust telja hana til viðameiri kórverka kirkjutón- listarinnar. Textinn og tónlistin eru mjög nátengd og er sérlega áberandi hvernig Bach undirstrik- ar ákveðin orð í tónlistinni, sem kalla mætti „tónmálun". En hvað er síðan framundan hjá kórnum? Því svarar Jóhann Guðna- son, formaður kórsins: — Við erum að undirbúa stranga söngferð til Þýskalands síðari hluta ágústmánaðar. Okkur hefur verið boðið að syngja á ís- landsviku í Dortmund, einnig munum við m.a. syngja í Heidel- berg og í Dösseldorf þar sem við verðum gestir kórs sem Hörður Áskelsson stjórnaði einn vetur eftir nám sitt þar. Næstu mánuðir fara í lokaundirbúning fyrir ferð- ina. Við höfum þegar hafið fjáröfl- unarstarf og munum halda því áfram, því þessi ferð er mikið fyrirtæki þótt gestgjafar okkar geri vel. Er ráðgert að endurtaka tónleik- ana í Kristskirkju? — Það fer auðvitað eftir aðsókn, en á tónleikum okkar á aðventunni hétum við því að vera reiðubúin að endurtaka næstu tónleika ef aðsókn verður góð. Verði því húsfyllír á sunnudaginn munum við hafa aðra tónleika, en við erum mjög þakklát fyrir þá aðstöðu sem kaþólskir láta okkur í té hér í Landakotskirkju. Að lokum má taka fram að tón- leikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag í Kristskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.