Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 &■ OPEL Urvals notaðir bílar til sölu Isuzu Trooper bensín Ch. Monte Carlo m/öllu Oldsmobile Delta Royal diesel einkabíll Isuzu Pick-up diesel Opel Caravan Isuzu Gemini Buick Skylark Sport 6 cyl. Ch. Caprice Classic Ch. Pick-up 6 cyl. beinsk. Ch. Malibu Sedan Scout II4 cyl. vökvast. Opel Kadett Luxus Ford Fairmonth Station Volkswagen Golf Mazda Pick-up Saab 96 Plymouth Volarie Premier St. Ford Fairmonth Decor BMV 316 Volkswagen Golf Volvo 343 GLS Ch. Suburban beinsk. V8 Lada 1600 Canada Mazda 323 Station Árg. Ekinn Kr. 1982 17000 550.000 1979 45000 320.000 1979 70000 420.000 1982 20000 360.000 1982 17000 440.000 1981 29000 195.000 1980 20000 410.000 1979 70000 375.000 1981 20000 525.000 1979 40000 220.000 1980 67000 475.000 1981 33000 240.000 1978 109000 180.000 1980 82000 170.000 1983 7000 280.000 1974 65.000 1978 67000 220.000 1978 79000 175.000 1982 37000 325.000 1982 33000 235.000 1982 25000 320.000 1979 7000 700.000 1981. 135.000 1980 73000 165.000 $ OLOSMOBILE BiFREIDADEiLD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA9 SIMI 39810 OPIÐ MANUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9-18 (OP1Ð I HADEGINU) LAUGARDAGA KL. 13—17 Gaiðagióðurinn bíður efdr ábuiðinum! Fiskimjöl er áhrifamikill garðáburður sem d inniheldur nauösynleg næringarefni fyrir | gras og plöntur. < Fiskimjöl garðáburður fæst í hentugum umbúðum hjá blómaverslunum og víðar. Heildsöludreifing Lýsi h.f. S: 28777. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Reynist Rússum hefndin sæt? Fréttin um að Rússar hefðu hætt við þátttöku í Ólympíuleikunum í Los Angeles vakti bæði undrun og gremju, og enn á ný velta menn framtíð hinna ólympísku leika fyrir sér. Leiðtogar ólympíuhreyfingar- innar eru sárgramir vegna þess að í apríllok létu Rússar í það skína að fullnægjandi trygging væri fyrir hendi til að þeir tækju þátt, en tveimur vikum síðar, í þann mund sem leiðtogi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Juan Antonio Samaranch, gekk á fund Reagans Bandaríkjafor- seta til að tala máli Rússa enn frekar, ákveða þeir að fara hvergi. Rússar báru við ónógu öryggi þátttakenda meðan á leikunum stæði, og einnig að stofnuö hefðu verið í Bandaríkjunum hryðjuverkasamtök til höfuðs sovéskum íþróttamönnum. En talið er að aðrar ástæður liggi að baki. Margir, sem málum eru kunnugir, telja að skýr- ingar Rússa séu aðeins yfirvarp. Þeir séu einfaldlega að hefna Bandaríkjamönnum heimaset- unnar 1980. Jafnframt vilji þeir ná sér niðri á Reagan forseta, sem síst af öllu hefur verið mjúkmáll í þeirra garð. Sé það ætlan Rússa að gera honum erf- itt fyrir meðan hann reynir að ná endurkjöri. Jafnframt er talið að Rússar óttist fjöldaflótta íþróttamanna í lok leikanna, og gífurlegur kostnaður við að senda 800 manna sveit til Los Angeles vaxi þeim í augum. Jafnframt að Rússar telji sig vera í íþrótta- legri lægð og sjái fram á að fleiri verðlaun fari til Austur-Þjóð- verja og Bandaríkjamanna, og ávinningur af þátttöku verði því minni en ella. Skemmst er að minnast að A-Þjóðverjar hlutu fleiri gullverðlaun en Rússar á vetrarleikunum í Sarajevo. Heimaseta Banda- ríkjamanna 1980 Langlíklegasta skýringin á ákvörðun Rússa er þó heimaseta Bandaríkjamanna og fleiri þjóða 1980, er leikarnir fóru fram í Moskvu, í mótmælaskyni við innrásina í Afganistan. Heima- setan kom illa við Rússa. Þeir höfðu lagt hart að sér til að gera leikana sem mesta og besta. Leikarnir áttu að sýna og sanna mátt kommúnismans og skipu- lag og nákvæmni, sem aldrei yrði skákað í ríkjum kapítalista. Ekki er vitað hversu dýrir leikarnir voru Rússum, en fátt var til sparað. Mörg íþrótta- mannvirki voru reist, einnig heilu íbúðarhverfin og ný flug- stöð var pöntuð frá Vestur- Þýskalandi. Leikarnir áttu að laða til sín hálfa milljón ferðamenn og töfra milljónir sjónvarpsáhorfenda. En það fór á annan veg, aðeins 60 þúsund ferðamenn lögðu leið sína til Moskvu, til að sjá sjón- arspilið mikla og tekjurnar urðu í samræmi við það. Rússar sátu eftir með sárt enni, fullir heiftar í garð ríkjanna sem heima sátu, því fjarvera þeirra átti mestan þátt í því hvernig fór. Og m.a. þess vegna vilja þeir ná sér niðri á Bandaríkjamönnum, en spurn- ing er hvort hefndin muni reyn- ast sæt, því allt önnur tengsl eru á milli leikanna i Los Angeles og stjórnvalda þar í landi en á miili Moskvuleikanna og Kreml. Gremja ólympíuleiðtoga Samaranch leiðtogi IOC hefur auðsýnt gremju sína í garð Rússa. Kvað hann Reagan for- „Þú getur þó altént tekið þátt í aukagreinunum í Afganistan." seta hafa á eigin spýtur beitt sér fyrir úrbótum og veitt þá trygg- ingu, sem Rússar hefðu sjálfir beðið um. Áður hafði IOC beitt sér fyrir Rússa gagnvart fram- kvæmdaraðilum leikanna i Los Angeles, með þeim árangri að Marat Gramov forseti sovésku ólympíunefndarinnar sá ástæðu til þess að lýsa því yfir í Moskvu 24. apríl að Rússar myndu mæta til leiks og ekki hefna Banda- ríkjamönnum heimasetunnar 1980. Hefur Samaranch boðað ól- ympíuleiðtoga til neyðarfundar í Lausanne af þessu tilefni, og einnig óskað eftir áheyrn hjá Konstantin Chernenko formanni sovéska kommúnistaflokksins til þess að reyna að fá Rússa ofan af ákvörðun sinni. Fjölmiðlar í Moskvu og ýmsir leiðtogar þar hafa hins vegar ítrekað sagt að ekki verði aftur snúið. Stjórnmál og íþróttir Enn á ný blandast saman stjórnmál og íþróttir, en stjórn- mál hafa oftast nær haft einhver áhrif á leikana og þátttöku i þeim, t.d. strax á fyrstu leikana í nýjum sið, í Aþenu 1896, er Þjóð- verjar hættu við þátttöku þar sem Frakkar notuðu leikana m.a. til að hervæðast. í sambandi við leikana 1908 í London blandaði Alþjóðaólymp- íunefndin sér í stjórnmál með því að lýsa yfir og leggja bann við mismunun manna eftir kyn- þætti og trúar- og stjórnmála- skoðunum. Er leikarnir fóru fram í Stokkhólmi 1912 bönnuðu Rússar Finnum að keppa undir eigin þjóðfána, og 1920 var Þjóð- verjum meinuð þátttaka í leik- unum í Antwerpen þar sem IOC sagði þá bera ábyrgð á að heims- styrjöldin fyrri braust út. Þjóð- verjum var einnig meinuð þátt- taka í leikunum í París 1924 af sömu ástæðu. Leikanna 1936 verður jafnan minnst sem Hitlers-leikanna, sem voru dæmigerðir fyrir það hvernig einræðisríki getur notað leikana í áróðursskyni fyrir stjórnkerfi sitt og hugmynda- kerfi. Þjóðverjum var enn meinuð þátttaka 1948, nú vegna heims- styrjaldarinnar síðari. Árið 1952 fengu Sovétríkin í fyrsta sinn að vera með eftir byltinguna 1918, en fjórum árum seinna, í Mel- bourne 1956, hættu þrjú ríki, Sviss, Holland og Spánn, við þátttöku í mótmælaskyni við innrás Rússa í Ungverjaland skömmu fyrir leikana. Suez- deilan leiddi einnig til fjarveru Egypta og Líbana. Leikar hinna krepptu hnefa hafa Mexíkóleikarnir 1968 verið nefndir vegna mótmælaaðgerða þeldökkra bandarískra sprett- hlaupara á verðlaunapalli er þjóðsöngur þeirra var leikinn. A-Þjóðverjar fengu að vera með í fyrsta sinn sem sérstakt ríki, fram að þeim tíma urðu þýsku ríkin tvö að senda sameiginlegt lið til leikanna. Kínverjar voru fjarverandi þar sem alþjóða- ólympíunefndin hafði samþykkt Formósu sem fulltrúa kínversku þjóðarinnar. Jafnframt lá við að Afríkuríki færu heim þar sem Suður-Afríku var veitt aðild að IOC. Leikarnir 1972 eru mörgum enn í fersku minni er palestíhsk- ir hryðjuverkamenn fluttu Mið- austurlandadeiluna til Múnchen og myrtu þar fjölda ísraelskra íþróttamanna. Flestar Afríku- þjóðir fóru síðan heim í þann mund sem leikarnir í Montreal 1976 voru að hefjast vegna þess að knattleikslið frá Nýja-Sjá- landi fór um svipað leiti í keppn- isferð til Suður-Afríku. í Moskvu hættu 62 þjóðir síð- an við þátttöku vegna innrásar Rússa í Afganistan hálfu ári fyrir leikana. Frumkvæðið að þessu hafði Jimmy Carter Bandaríkjaforseti, sem vildi refsa Rússum fyrir athæfið í Afganistan. Og þótt Rússar og fylgiríki þeirra hætti við af pólitískum ástæðum er einnig óttast að Afr- íkuríki sitji heima vegna ferðar enskra knattleiksmanna, sem nýfarnir eru til keppnisferðar um S-Afríku. Þessu til viðbótar er þegar farið að tala um sam- krull stjórnmála og íþrótta í sambandi við Ólympíuleikana í Seoul 1988. Bytf({1 í greinum AP. Ilerald Tri- bune, (íuardian, ObstTvcr ojí norrænna blaða. Agúst Ásgeirsson er bladamadur í erlendri fréttsdeild Morgunblads- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.