Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 10
r r ...... __________ . 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 15. Ólympíuleikamir í eðlisfræði: íslendingar keppa í fyrsta þátttaka j.slands í Ólympíuleikunum í cAlisfræAi hefur nú veriA ákveAin og munu hinir tveir efstu í eAlisfræAi- keppni framhaldsskólanema, er fram fór í vetur, keppa fyrir hönd íslands. ÞaA eru þeir Finnur Lárusson, er hreppti efsta sætiA, og Vilhjálmur Þorsteinsson, sem var í öAru sæti. Þeir hafa báAir nýlokiA prófum viA Mennta- skólann í HamrahlíA, Finnur stúd- entsprófí en Vilhjálmur lýkur væntan- lega stúdcntsprófi um næstu jól. 15. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram í Sigtuna í Svíþjóð dag- anna 24. júní til 1. júlí í sumar. Á blaðamannafundi sem aðstandendur eðlisfræðikeppninnar efndu til kom fram að keppendurnir tveir hafa notað tímann eftir föngum til að þjálfa sig fyrir keppnina. „Fyrsta daginn notuðum við tfmann til að fara yfir um fræðilegu hliðina og at- huga sterka, veika og dauða punkta í sinn keppnin verið haldin árlega með þremur undantekningum þó. Smám saman hefur fjöldi þátttökulanda aukist og er búist við að í sumar verði þátttakendur frá 22 löndum. Þess má geta að í ár taka sveitir frá öllum Norðurlöndunum fimm þátt í fyrsta sinn. Keppnin er ætluð nem- endum í framhaldsskólum sem eru undir tvítugu þegar keppnin fer fram. f desember sl. barst menntamála- ráðherra bréf með boði um þátttöku íslands í Ólympíuleikunum í Svíþjóð og þáði ráðherra boðið fyrir fslands hönd. Samkvæmt reglum keppninar skal hvert þátttökuland senda fimm keppendur, en fslendingar fengu undanþágu frá þessari reglu. Framkvæmd leikanna sjálfra er með því sniði, að kepnin fer fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn felst í ■H|k; atriðaskránni frá ólympíu- nefndinni," sagði Viðar Ágústsson eðlisfræðikennari, sem annast hefur þjálfun keppendanna. „Við hresstum uppá veika punkta með stuttri upp- rifjun en létum þá dauðu eiga sig. Það er vonlaust að ná upp þeirri leikni sem þarf til að leysa dæmi úr þeim á þyngdarstigi Ólympíuleik- anna á svo stuttum þjálfunartíma. Flesta dagana höfum við notað til að reikna dæmi úr handbók frá Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Pól- landi. Um helgina framkvæmdum við tilraunir og unnum lítillega úr þeim en í Sigtuna verður einum keppnisdegi varið í verklega þáttinn. Síðan er það dæmareikningur og þrautalausnir, meiri reikningur og fleiri lausnir.“ Fyrsta alþjóðakeppnin í eðlis- fræði, svonefndir Ólympíuleikar, var haldin í Póllandi árið 1967 með þátttöku fimm þjóða. Síðan hefur því að keppendur fást við dæmi í eðlisfræði. Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa, en efnið miðast við framhaldsskólastig. Seinni hlutinn er svo verklegur. Þá gera þátttak- endur nokkrar tilraunir. Sjálf úrslit- in ráöast svo af árangri einstakra keppenda, en ekki er um sveita- keppni að ræða. Markmið keppninn- ar er að auka samskipti milli landa á sviði eðlisfræði og þá sérstaklega með nám og kennslu á framhalds- skólastigi í huga. Eins eflir keppnin þekkingu keppenda og venur menn við skapandi hugsun á sviði eðlis- fræðinnar. Kostnaður við keppnina skiptist þannig að það land sem heldur Ólympíuleikana borgar fæði og uppi- hald á meðan á keppni stendur, en þátttökuland borgar kostnaðinn við ferðir til og frá mótsstað. Alþjóðleg dómnefnd metur úrlausnir og semur verkefnin. Dagurinn í dag er hátíðisdagur hér í Hólminum. Þá fyllir frú Ingibjörg Daðadóttir 10. tuginn á lífsleiðinni. Það væri kannski ekki í frásögur fær- andi ef hennar andlega atgervi væri ekki eins og það er, minnið sérstakt og framsetning allra hugsana þannig aö margir yngri menn myndu þakka fyrir að halda slíkri reisn. Við Ingibjörg höfum verið miklir vin- ir frá því að ég kom hingað, öllum ókunnugur og þau eru ekki fá sporin sem hafa legið til hennar og heimilis hennar. Gæfa hennar er mikil og nú hefir hún dvaliA um áratuga skeið í skjóli Aðalheiðar dóttur sinnar hér í Hólminum. Ég hitti Ingibjörgu í gær og spurði hana nokkurra spurninga og sagði henni um leið að þetta yrði látið koma á prenti í blaðinu okkar. Að sumu leyti leist henni ekki á það, því það er svo fjarri henni að láta nokk- uð bera á sér. Hún hefur ætíð eins og þar stendur unnið verk sín hljóð en spurningum mínum var hún fús að svara enda er hennar ánægja að rifja upp liðna tíð og allt sem kemur í útvarpinu og snertir liðna tíð lætur hún ekki fram hjá sér fara. Ingibjörg Daðadóttir hefur Guð mér gefið vini „Eins og gefur að skilja er nú sjón- in farin að dofna og sjónvarpið fær frí hjá mér,“ segir Ingibjörg. „Heyrnin mætti vera betri en sé tal- að við mig í nálægð, þá er allt í lagi.“ Hvar ert þú fædd? „Á Dröngum á Skógarströnd. Ég er þriðja barn foreldra minna, Maríu Andrésdóttur, systur Herdísar og Ólínu. María var alin upp á Breiða- bólsstað hjá séra Guðmundi Einars- syni frænda okkar; og Daða Daníels- sonar frá Litla Langadal og á þeim stað hófu þau búskap, en það var ekki iengi, tvö til þrjú ár. Þá fluttu þau að Dröngum og þar er ég fædd 19. maí 1884. Ég ólst upp hjá foreldr- um mínum og var ekki stór þegar ég varð að gæta yngri systkina minna, en alls urðum við 15, eitt dó nýfætt. Öll náðum við sæmilegum aldri og sum okkar háum aldri. Mamma varð 106 ára og hélt andlegri reisn sinni til hins ítrasta. Hún bognaði ekki, þótt mikið væri að gera og margt mótdrægt væri, en þeirri hlið slepp- um við. Bjartari hliðarnar eru fleiri og þær eru mér kærari." V'arstu lengi í foreldrahúsum? „Til 17 ára aldurs, þá greip út- góða Rætt við Ingibjörgu Daðadóttur frá Stykkishólmi sem er 100 ára ídag þráin mig, að skoða sig um í heimin- um, og auðvitað var horft til Reykja- víkur, enda mikill ljómi yfir höfuð- borginni. Mamma átti góða að í Reykjavík og það er ekki að orð- lengja það, ég komst í vist til þeirra ágætu hjóna Maríu og Sigurðar Thoroddsen yfirverkfræðings. Þar var nú ekki í kot vísað. Og þar leið mér vel. Næsta skrefið var svo að eiga með sig sjálfa og það leiddi til þess að ég fór í kaupavinnu á Kjal- arnes til Sturlu-bræðra. Þar var margt vinnufólk, einir 8 vinnumenn og næstum annað eins af konum. Svo langaði mig ósköpin öll til að læra að sauma. Og í það dreif ég mig, en það endaði nú á annan veg en til var stofnað, ég meiddi mig, fékk stórt sár í fingurinn og gat ekki saumað og þar með var draumurinn búinn." Hvað tók þá við? „Það er nú það. Þarna kom dálítil eyða, en svo fór að draga að því sem verða vildi. Maðurinn minn, Sigurð- ur Magnússon, ólst upp á Ytra-Leiti ekki ýkjalangt frá Dröngum og hann þurfti endilega að beina augunum að þessum telpugopa frá Dröngum. Sig- urður var sjómaður, bæði á árabát- um og skútum. Var með mörgum ágætum formönnum. Hann hafði líka lært smíðar sem kom sér vel þegar leið á tímann." Þetta leiddi svo til hjónabands? „Já, en ekki var nú hlaupið að hjónabandi í þá daga fyrir þá sem ekkert áttu. Þess vegna beið þetta í tvö til þrjú ár en svo gifti séra Jó- hann Þorkelsson okkur í desember 1908 og í vetur vorum við búin að eiga samleið í 75 ár og er mér sagt að það muni vera einsdæmi hér á Norð- urlöndum, meira veit ég ekki.“ Reykjavíkurborg og menntamálaráðherra: Breytt fyrirkomulag fræðslumála undirritað RAGNHILDUR Helgadóttir, menntamálaráðherra, og Davíð Oddsson, borgarstjóri, hafa undirritaö samkomulag um breytingu á fyrirkomulagi yfirstjórnar fræðslumála í Reykja- vík, þannig að menntamálaráðuneytið tekur við rekstri ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu skóla í Reykjavík, sem verður deild í fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, en þessi starfsemi hefur hingað til verið rekin af Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg mun láta menntamálaráðuneytinu eftir af- not húsnæðis að Tjarnargötu 20 fyrir fræðsluskrifstofu Reykjavík- urumdæmis og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla og greiða hluta kostnaðar við þá starfsemi. í fylgiskjali með samkomulag- inu segir meðal annars að núver- andi starfsmenn sálfræðiþjónustu skóla geti haldið áfram starfi sem borgarstarfsmenn, ef þeir óska þess, en óski þeir eftir að verða starfsmenn ríkisins (Fræðslu- skrifstofu Reykjavfkurumdæmis) skuli þeir sækja um ráðningu sér- staklega. Laun og starfskjör verða þau sömu og hjá þeim, sem ráðnir eru af Reykjavíkurborg. Samkomulagið er efnislega það sama og samkomulagsdrög, sem lágu fyrir fyrir réttu ári milli borgar og ríkis, en þáverandi menntamálaráðherra vildi ekki undirrita. Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur á fimmtudaginn var sam- þykkt með atkvæðum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að breytt skipan yfirstjórnar fræðslumála í borg- inni, sem ákveðin var i maí 1983, miðist við lok þessa kennslutíma- bils eftir því, sem við verður kom- ið; að skólaskrifstofa Reykjavíkur taki til starfa 1. júní næstkom- andi, en fræðsluskrifstofa Reykja- víkur, sem borgarstofnun, verði lögð niður frá sama tíma að telja. Ennfremur að skólaskrifstofan verði skipulögð sem tvær deildir, kennslumáladeild og fjármála- deild, og Ragnar Georgsson, skóla- fulltrúi, veiti kennslumáladeild forstöðu, en Björn Halldórsson lögfræðingur, fjármáladeildinni. Er skólaskrifstofan samkvæmt þessu borgarstofnun, sem heyrir undir borgarstjóm/borgarráð og framkvæmdastjórn borgarstjóra. Við afgreiðslu málsins sagði Davíð Oddsson, borgarstjori, meðal ann- ars, að með þessum breytingum væri verið að færa stjórn fræðslu- mála í Reykjavík í það horf, sem tíðkaðist alls staðar annars staðar á landinu. Það þarf engum að leiðast þó sólin verði í felum í sumarleyfinu. Höfum mikið úrval af hinum vinsælu spilum frá RAVENSBURGER, fyrir alla fjölskylduna. Einnig pússlu- spil, gestaþrautir og margt fleira. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJOF VÖLUSKRÍN Sérverzlun með valin leikföng KLAPPARSTIG 26, 101 REYKJAVIK, ISLAND, SlMI 15135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.