Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 46
V* 46 í'r í.’t ■> » f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ1984 Erflður róður hjá Stuttgart í dag: Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamsnni Mbl. í V-Þýskslsndi. ÞAD ER gífurlegur áhugi ( Bremen á leik Werder Bremen og Stuttgart. Fyrir Iðngu ar uppeelt á völlinn og ág átti (miklum erliöleikum meö aö útvega már pláaa í blaðamannastúkuna á vellinum, en þeö tókst eftir langa masöu. Þaö er skoöun mín, aö ef Ásgeir Sigurvinsson, lykilmaöur Stuttgart, gangi ekki heill til skógar takist Stuttgart hvorki aö vinna né ná jafntefli í leiknum. Auk Ásgeirs á Schafer viö meiösl aö stríöa. Hjá Bremen eru Okudera og Zitka meiddir en veröa þó sennilega meö. Þaö er rétt aö geta þess aö liö Werder Bremen er hreint ótrúlega sterkt á heimavelli sínum. Liöiö hefur aöeins tapaö einum leik þar síöastliöin tvö ár. Og þaö var ein- mitt Eintracht Frankfurt, liöiö sem svo óvænt tók stig af Stuttgart um síöustu helgi, sem tókst aö vinna Bremen á heimavelli í deildinni í vetur. I Leikmenn Bremen segjast vera staöráönir ( því aö sigra Stuttgart. Þaö er mikiö í húfi því aö Bremen á einmitt góöa möguleika á aö ná ööru sæti í deildinni í ár. Yröl þaö annaö áriö í röö ef liöinu tekst þaö. En hvaö um þaö, Ijóst er aö þaö veröa miklir hörkuleikir sem fram fara í Bundesligunni um heigina og staöan hefur aldrei veriö jafn tví- sýn og nú. • Frá sföasta leik Stuttgart f deildarkeppninni. Reiöarslagíð kom á síóustu sekúndunni. Uwe MUIIer hjá Frankfurt hefur jafnaó leikinn, potaði boltanum í markiö af stuttu færi á sfðustu stundu. Það var ekki einu sinni byrjaó á miöju. Jager, markvöröur Stuttgart, situr á vellin- um, Karl Heinz Förster, Makan og Schafer eru þrumulostnir. Þaó getur veriö dýrkeypt fyrir Stuttgart aö hafa ekki unnið leikinn gegn Frank- furt. Bremen tapar varla á heimavelli sínum „80.000 mörk fyrir ekki neitt" Þyskalandi, 17. mai. Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgun- blaósins. FORRÁÐAMENN vestur-þýska liósins Werder Bremen geröu á dögunum leynisamning viö ítalska félagíó AC Milan. Míl- anó-liðið keypti forkaupsrátt á besta manni Bremen, marka- skoraranum Rudi Völler, á 80.000 mörk, það eru tæpar 860.000 íslenskar krónur. Samningur Völler viö Brem- en rennur út áriö 1985. Fram- kvæmdastjóri Bremen, Willie Lemke, sagöi aö þetta heföi veriö besti samningur sem hann heföi nokkurn tíma gert. „Við fengum 80.000 mörk fyrir ekki neitt,“ sagöi hann. Völler vissi sjálfur ekki af þessum samningi, en er hann komst aö þessu uröu forráöamenn Brem- en aö biöja hann afsökunar. • Arnór Guðjohnsen „Hefur verið mjög erf- itt andlega og líkamlega" — er því feginn að þetta er að vera búið segir Arnór — ÉG hef nú verið á æfingum með liði Anderlecht að undan- förnu og reikna fastlega meö því að veröa í 16 manna hópnum sem fer til London í byrjun næstu viku. En þá leikum viö gegn Tott- enham, síöari leikinn í UEFA- bikarnum. En ég á varla von á því að fá aö leika. Sannleikurinn er sá að það eru bólgur í meiðslun- um hjá mér og ég get enn ekki beitt mér að fullu. Það eina sem getur lagað meiðslin er langvar- andi hvíld og hana fæ ég 10. júní, þá hefst sumarfrí okkar. — Ég mun fara strax til Grikk- lands meö fjölskylduna og dvelja þar í 10 daga áöur en ég kem heim til islands. Læknir félagsins sem hefur veriö með mig í meöferö gef- ur mér upp hvernig ég á aö æfa létt og vonandi næ ég mér aö fullu, sagöi Arnór Guöjohnsen er Mbl. spjallaöi viö hann í gær. Arnór sagöi aö keppnistímabiliö sem væri aö enda hefði veriö mjög erf- itt fyrir sig andlega og líka líkam- lega, þar sem svo margt heföi fariö úrskeiöis. Hann væri því feginn aö þetta væri aö taka enda. — ÞR. Næstu leikir Ekkert verður leikið f dag f íslandsmótinu í knattspyrnu. Knattspyrnuunnendur fá í staðinn að njóta þess aö sitja fyrir framan sjónvarpiö og sjé beina útsendingu frá úrslita- leik ensku bikarkeppninnar i knattspyrnu. En á morgun, sunnudag, fara þessir leikir fram: Sunnudagur 20. mat 1. deild Akureyrarvöilur - KA:Þór kl. 13.30 Laugardalsvöllur - Þróttur:UBK kl. 20.00 2. deild Borgarneavöllur - Skallagrimur:IBI Kaplakrlkavölfur - FH:Tlndastóll kl 14.00 Njarövikurvöllur NjaróvtK: Völsungur kl. 14.00 Stgíufjaróarvöllur KS.Einherji kl. 14.00 VestmannaeyjavöHur IBV:Vióir kl. 14.00 3. d«ild A GrindavtkurvölHjr Grindavik:Snæfell kl. 14 00 Ólafsvfkurvöllur Vikíngur Ó:Reynir S. kl. 14.00 Stjörnuvöllur — Stjarnan:HV kl. 14.00 3. deild B Reyðarfjaröarv. - Valur:Magni kl. 14.00 Krossmulav. - HSÞ Leiftur kl. 14.00 Seyöisfj.v. - Huginn:Austri kl. 14 00 4. deild B Melavöllur - Léttir:Eyfellingur kl. 14.00 Víkurv. - Drangur Hildlbrandur kl. 14.00 4. deild C Grundarfj.v. — Grundarfj.:ÍR kl. 14.00 4. detld F Borgarfj v. —> Umf.B Neisti kl. 14.00 Breíödalsv. — Hrafnkell.Egill kl. 14.00 Egilsstaóav. — Höttur:Lefknír kl. 14 00 Hornafj.v. — Sindri:Súian ki. 14.00 Ársþing hjá BSÍ ÁRSÞING Badmintonsambands íslands verur haldið laugardaginn 26. maí nk. í sal Skagfirðingafé- lagsins, Síðumúla 35, Reykjavík, og hefst kl. 10.00 f.h. FH — Tindastóll: Vítakeppni í hálfleik FH-INGAR brydda upp á því í hálfleik er þeir mæta Tindastól í 2. deild á morgun að hafa víta- keppni í hálfleik. Þaö veröa tveir landsþekktir kappar sem spreyta sig. Albert fjármálaráöherra Guömundsson og vinur hans Guðmundur Dags- brúnarmaöur „Jaki“. Er ekki nokk- ur vafi á því aö skot þeirra beggja veröa bæði föst og hnitmiöuö eins og svo oft áöur. Spurningin er bara hvor hefur betur aö þessu sinni. — ÞR. Leikmenn Juventus fengu tvær og hálfa milljón hver — Maradona og sex aðrir í þriggja mánaða leikbann • Maradona leiddur af velli eftir úrslitaleikinn. Eins og sjá má er skapiö ekki upp á þaö besta. Páll þjálfar og leikur með KR Handknattleiksdeild KR gekk frá ráðningu á Páli Björgvinssyni sem þjálfara fyrir næsta keppn- istímabil í gærdag. „Við erum mjög ánægðir með aö fá Pál til starfa. Hann mun þjálfa og leika með meistaraflokki næsta keppnistímabil og við teljum mikinn feng í því að hafa fengið hann til starfa. Hann er einn leik- reyndasti handknattleiksmaður íslands fyrr og síðar og mjög góö- ur þjálfari," sagði einn af forkólf- um handknattleiksdeildar KR í gærdag. Páll þjálfaöi liö Þróttar síöasta keppnistímabil. Páll spilaöi vel siö- astliðinn vetur og óhætt er aö taka undir meö KR-ingum aö þar hafa þeir fengiö góöan liösauka og | þjálfara. — ÞR. Þýskalandi, 17. maí. Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaósins. LEIKMENN ítalska knattspyrnu- liðsins Juventus fengu uppbót að andvirði tveggja og hálfrar millj- ónar fslenskra króna fyrir aö sigra í ítölsku 1. deildinni og Evr- ópukeppni bikarhafa í vetur. Lið- ið sigraöi Porto 2:1 f úrslitaleik keppni bikarhafa á miðvikudag sem kunnugt er. Þess má geta aö Diego Mara- dona hefur ásamt sex öörum leik- mönnum á Spáni veriö dæmdur í þriggja mánaöa keppnisbann vegna slagsmála eftir bikarúrslita- leikinn á Spáni á dögunum. Athlet- ico Bilbao sigraöi Barcelona 1—0 í þeim leik og vann því tvöfalt. Eftir leikinn brutust út mikil slagsmál meöal leikmanna, einhver þau mestu í knattspyrnusögunni. EINS og áður hefur komiö fram tóku þeir Sigurður Björnsson, Tryggvi Haraldsson og Björn Magnússon þátt í Norðurlanda- móti f boccia sem fram fór í Nor- egi um sl. helgi. Kepptu þeir bæði í einstaklings- og sveita- keppni. Einstaklingskeppnin fór fram laugardaginn 12. maí. Keppendur voru alls 24 og var þeim skipt í 6 Maradona og hinir leikmennirnir munu missa af öllum æfingaleikj- um liöa sinna fyrir næsta keppnis- riðla. Aöeins Tryggva tókst aö komast í úrslit og aö lokum lenti hann i 9. sæti. Sveitakeppnin var haldin sunnu- daginn 13. maí. Alls tóku 13 sveitir þátt í keppninni og var þeim skipt í 3 riöla. ísland lenti í riöli meö A-liöi Dana, A-liöi Svía, A-liöi Noregs og B-liði Finna. Úrslit í einstökum leikjum uröu sem hér segir: ísland — Danmörk 6—3, ísland tímabil svo og fjórum fyrstu leikj- um deildarkeppninnar næsta vet- — Sviþjóö 9—7, Island — Noreg- ur 5—2, ísland — Finnland 1—8. Stórt tap íslenska liösins í síö- asta leiknum gegn Finnum varö til þess aö Danir komust í úrslit á hagstæöari markatölu. Þess má geta aö danska liöiö varö Norður- landameistari i sveitakeppni. ís- lenska liöiö spilaöi um 4.-6. sæti og lenti aö lokum í fjóröa sæti. ur. Góð frammistaða íslend- inga í sveitarkeppni í Boccia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.