Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Laskaöist í árás Olíuskipið Bahra í höfn í Shuwaikh { Kuwait þar sem gert verdur við skemmdir, sem það varð fyrir á mánudaginn þegar óþekkt orrustuflugvél réðst á það. Kuwait-stjórn hefur sakað frani um árásina. „Kengúruaöferðin“ bjargar fyrirburum Genf, 17. maí. Al*. AÐ SÖGN starfsmanna hjá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjódanna hafa tveir kólombískir læknar bjargað lífí margra fyrirbura án þess að nota þau fullkomnu og dýru tæki, sem ómissandi þykja í velferðarlöndunum. Venjulega er fyrirburinn settur í fæðingarkassa þar sem honum er haldið heitum og gefið í gegnum slöngur en kólombísku læknarnir hafa þann háttinn á, að þeir láta móðurina vera með barnið innan klæða, við brjóstin, allan sólar- hringinn fyrst í stað. Þar er því heitt og brjóstamjólkin alltaf til- tæk en læknarnir segja, að fyrir börnin geti engin fæða komið í hennar stað. Vanalega komast mæðurnar heim með fyrirburana sína eftir 2—12 daga. Eftir að farið var að nota þessa aðferð á San Juan de Dios-sjúkra- húsinu í Bogota hafa 95% fyrir- bura lifað en áður dó helmingur þeirra. Er þá átt við börn, sem eru tvær til átta merkur. Aðferðina kalla kólombísku læknarnir „kengúruaðferðina" og kostar hún ríkissjóð sáralítið en í Bandaríkj- unum er talið, að stundum geti það kostað allt að 100.000 dollara að bjarga einum fyrirbura þar í landi. Atkvæðagreiðsla um leynireikninga Bern, 18. maí, frá (>nnu BjarnadóUur, fréttnriUru Mbl. SVISSLENDINGAR munu ákveða ( þjóðaratkvæðagreiðslu nú um helgina hvort svipta eigi hulunni af svissnesk- um bönkum. Strangar leyni- og þegnskyldureglur hafa gilt síðan 1934 um handhafa bankareikninga og upp- hæðir á þeim. Svissneskir sósíalistar hófust handa við að safna undirskriftum til að fá þessum reglum breytt með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö ár- um, eftir að upp komst um mikið fjármálasvindl, sem Credit Suisse, einn af þremur stærstu bönkunum, blandaðist inn i. Bankarnir hafa slakað aðeins á reglunum á undan- förnum árum og talið er víst að til- laga sósíalista verði felld í atkvæða- greiðslunni. Tillagan felur í sér að hægt verði Friðsöm þjóð- hátíð í Noregi Ónló, 18. maí. Krá Jan-Krik Laurc. frcttaritara NORÐMENN héldu upp á þjóðhátíð- ardag sinn í gær, 17. maí, og fór allt vel fram að venju. Tugþúsundir barna tóku þátt í barnagöngunni og var gengið fram hjá höllinni og hinn áttræði öðlingur Olafur Noregskon- ungur hylltur innilega. Nokkuð höfðu menn óttast, að hatursmenn innflytj- enda í Noregi efndu til mótmæla en af því varð ekki. Margir tóku því hins vegar illa, að innflytjendur skyldu að nokkru vera látnir sjá um hátíða- dagskrána í sjónvarpinu um kvöldið. Norskir nýnasistar og önnur slík samtök sendu um 20 skólum í Ósló bréf 16. maí og vöruðu við, að börn innflytjenda fengju að taka þátt f barnagöngunni. Kváðust ella mundu grípa til sinna ráða og ekki par faliegra. Sem betur fer gerðu þeir þó ekki alvöru úr hótuninni. Um kvöldið var hátíðadagskrá í sjónvarpinu og stjórnuðu henni norsk kona og önnur pakistönsk. Skemmtiefnið var svo aðallega í höndum erlendra ríkisborgara og var þetta allt saman meira en sum- ir Norðmenn gátu sætt sig við. Hringdu þeir í sjónvarpið og svo Mbl. var álagið mikið, að allt fór úr sam- bandi. Þegar um hægðist seinna um kvöldið komust nokkrir að og hótuðu yfirmanni sjónvarpsins og umsjónarkonu þáttarins, norsku konunni, alls kyns kárínum og jafnvel dauða. að rannsaka bankareikninga, þegar grunur leikur á skattsvikum í Sviss eða erlendis eða þegar talið er að gjaldeyrisreglur hafi verið brotnar; að bankar birti nákvæmar skýrslur um fjármál sín og stöðu auk upplýs- inga um svokallaða „falda fjársjóði"; að starfsemi bankanna verði tak- mörkuð við bankastarfsemi og eign- arhluti þeirra í öðrum fyrirtækjum verði takmarkaður; að bankarnir verði að tryggja sparifé sem við- skipavinir treysta þeim fyrir. Bankarnir berjast hart á móti til- lögunni og hafa stuðning ríkisstjórn- arinnar og meirihluta þingsins. Til- lagan þykir gagna of langt og grafa undan gamalgrónu trausti borgar- anna á bönkunum. Það er ekki leng- ur hægt að leggja inn eða taka út háar fjárfúlgur án þess að láta nafns sins getið. Samningur við Bandarfkjamenn um samstarf við glæparannsóknir hefur verið i gildi síðan 1977 og við aðrar þjóðir sfðan 1983. Talsmenn bankanna telja að fé streymi inn á svissneska bankareikninga vegna hæfni og góðrar þjónustu, sem þeir veita, stöðugleika svissneska frank- ans og rfkisstjórnar, en ekki vegna leyndarinnar, sem hvílir yfir svissn- eskum bönkum. Verkföll haröna í V-Þýzkalandi Krankfurt, 18. maí. AI*. ÞÚSUNDIR verkfallsmanna í málm- iðnaði og prentiðnaði Vestur-Þýzka- lands lokuðu í dag bflaverksmiðjum og blaðaútgáfum. Fara verkfóllin þar í landi nú harðnandi dag frá degi og er talið, að á mánudag muni verkfallið ná til 100.000 manna. Vestur-þýzka vinnuveitenda- sambandið skoraði í dag á stjórn sambands málmiðnaðarmanna að halda áfram samningaumleitun- Bandaríkin: Mikill hagvöxtur HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum nam 8,8 % fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við ársgrundvöll. Hefur þessi áframhaldandi mikli hagvöxt- ur farið fram úr vonum bjartsýnustu hagfræðinga. Margir sérfræðingar í efna- hagsmálum höfðu spáð því, að hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs yrði 4—5 % eða svipað og á sfðustu þremur mánuðum ársins í fyrra. um og reyna með því að koma f veg fyrir „lamandi áhrif verkfall- anna, sem eigi eftir að hafa í för með sér stórfellt efnahagstjon". Málmiðnaðarsambandið, sem er eitt fjölmennasta stéttarsamband f heimi, með 2,5 millj. félaga, lýsti því yfir, að það myndi svara þess- um tilmælum á morgun, laugar- dag. Ein helzta krafa verkfalls- manna er 35 klukkustunda vinnu- vika án launaskerðingar, og halda þeir því fram, að með henni verði unnt að fækka verulega atvinnu- lausu fólki í landinu, en nú eru um 2,25 millj. manna, eða 9,1% af öllu vinnufæru fólki í landinu, atvinnulaus. Vinnuveitendur halda því hins vegar fram, að nái þessi krafa fram að ganga, þá eigi hún eftir að hækka framleiðslukostnað í land- inu um 14—18% og eyðileggja þannig samkeppnisgetu Vestur- Þýzkalands á alþjóðamörkuðum. „Félagi Kim og ég“ Miðopnan í BT með dagbók Jörgensens úr Norður-Kóreuferðinni. Kaupmannahöfn, 18. maí. AP. ANKER Jörgensen, formaður Jafn- aðarmannaflokksins danska og fyrr- um forsætisráðherra, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ræðu, sem hann hélt en þar var ekki ann- að að heyra en hann hrósaði „syni sólarinnar" og alvaldanum í Norð- ur-Kóreu, Kim II Sung. „Skammarlegt og hneykslan- legt,“ sagði hægri maðurinn John Arentoft um ræðu Jörgensens, en Viggo Fischer úr Hægriflokknum kaus að taka þannig til orða, að Jörgensen hefði „látið nota sig“. Jörgensen sagði hins vegar, að hann hefði sem gestur í landi Kims bara verið að reyna að vera kurteis, þegar hann sagði um Kim í ræðunni, að hann væri „einstæð- ur leiðtogi“, sem hefði „helgað allt sitt líf kóresku þjóðinni og velferð hennar". Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra, kvaðst ekki taka mark á afsökun Jörgensens. „Viðhorf Hvellur í Dan- mörku vegna hrósyrða Anker Jörgen- sens um Kim II Sung, leiðtoga Norður-Kóreu Anker Jörgensens til norður- kóresku stjórnarinnar eru allt önnur en danskra stjórnvalda bæði fyrr og 'síðar," sagði Ellem- ann-Jensen I viðtali við Jyllands- posten. „Þegar hann lofaði „gleði vinnunnar" og „agann“ í Norður- Kóreu var hann að hrósa líklega mestu alræðis- og kúgunarstjórn í heimi og hann var líka að hrósa persónudýrkun, sem á sér enga hliðstæðu nú á dögum," sagði Ellemann-Jensen. Berlingske Tidende sagði á mið- vikudag frá ræðunni, sem Jörg- ensen hélt fyrir hálfum mánuði, þegar hann var I opinberri heim- sókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, en í öðrum blöðum var sagt frá henni í gær, fimmtu- dag. „Félagi Kim og ég“ var fyrir- sögnin I BT og síðan opnufrásögn af málinu ásamt dagbók, sem Jörgensen hélt í ferðinni til Norður-Kóreu. Myndin sem fylg- ir, er tekin úr málgagni Norður- Kóreustjórnar á ensku, Pyong- yang Times, og er myndatextinn á þessa leið: „Hinn mikli leiðtogi, félagi Kim II Sung, ásamt for- manni Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku eftir að hann hafði tekið á móti honurn." I Aktuelt, málgagni jafnaðar- manna, segist Jörgensen munu standa við sín fyrri orð og skýr- ingar á þessu máli og endurtekur, að hann hafi aðeins viðhaft al- mennt kurteisishjal á sama hátt og hann gerði í heimsókn til Kína og Sovétríkjanna þegar hann var forsætisráðherra. „Eg forðaðist meira að segja sérstaklega að segja „hinn mikli og ástkæri leið- togi“ eins og þó er venjan í Norður-Kóreu,“ sagði Jörgensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.