Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984 25 iltofgtistlFlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Kartöflueinokun brenn- ur á bændum sjálfum Landbúnaðarráðherra hefur tekið ófullnægjandi ákvörð- un í kartöflumálum þeim, sem mest hafa verið til umræðu undanfarna daga. Ráðherrann hefur ákveðið að veita nokkrum aðilum „tímabundið" leyfi til innflutnings á kartöflum og það á að vera „sameiginlegt". Jafn- framt sýnir ráðherrann það göfuglyndi að segja, að náist ekki samkomulag milli inn- flutningsaðila um dreifingu, vilji ráðuneyti hans „greiða fyrir að koma þeim kartöflum, sem þegar hafa verið keyptar á markað". Þeir, sem fylgzt hafa með þessum fréttum af ákvörðun Jóns Helgasonar, landbúnað- arráðherra, hafa vafalaust margir spurt sjálfa sig að því, hvort nú sé árið 1984 eða kannski 1948, þegar alræmt Fjárhagsráð skammtaði mönnum leyfi til þess að flytja til landsins vörur og skipti þá ekki máli, hvort um var að ræða smátt eða stórt. Landbúnaðarráðherra og ráðunautar hans í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins eru þröngsýnir menn. Þeir eru á eftir tímanum. Stefna þeirra er tímaskekkja. Þeir gera sér ber- sýnilega enga grein fyrir því, að tíðarandinn hefur breytzt á þann veg, að almenningur gerir kröfu til frjálsræðis í viðskipt- um, ekkert síður með kartöflur en annað. Þó að kartöflur spíri bezt í raka og myrkri, er ekki þar með sagt að stjórnmála- menn eigi að halda fast í deigar og ljósfælnar skoðanir. Auðvit- að er sjálfsagt að gæta hags- muna innlendra kartöflufram- leiðenda, sem framleiða góða vöru, sem hins vegar er aðeins á boðstólum hluta úr ári. Á öðr- um tímum ársins er jafn eðli- legt að flytja inn kartöflur eins og appelsínur eða epli og raunar skaðar ekki, að innlendir kart- öfluframleiðendur hafi aðhald í þeirri samkeppni, sem felast mundi í frjálsum innflutningi á kartöflum. Sem frjálsastur inn- flutningur hvetur innlenda kartöflubændur til að bæta vörugæðin. Margir þeirra fram- leiða samkeppnishæfa vöru hvað gæði varðar, þótt undan- tekningar séu of margar og meðferð ábótavant, ekki sízt, þegar nýjar kartöflur eru settar á markað. Þetta mál snýst hins vegar ekki eingöngu um kartöflur. Það snertir grundvallarþætti frjálsra viðskipta. Viðbrögð ráðamanna í málefnum land- búnaðarins eru svo fálmkennd og vanmáttug vegna þess, að þetta er gamalt og úrelt einok- unarkerfi, sem er í dauðateyg- unum. Eins og þjóðfélagshættir eru á Islandi nú á dögum er það nánast hégilja að koma í veg fyrir frelsi í innflutningi á þess- ari vörutegund eins og hverjum öðrum varningi. Ýmsir þeir, sem telja sig vera að verja hagsmuni landbúnað- arins og tala í nafni bænda- stéttarinnar, verða að gera sér grein fyrir því, að þeir eru sjálf- ir verstu óvinir landbúnaðarins. Hrokafull afstaða einokunar- kerfisins hefur hvað eftir annað komið í ljós. I fyrradag neitaði Grænmetisverzlun landbúnað- arins að selja verzlun í borginni kartöflur bersýnilega til þess að refsa henni fyrir það að hafa flutt inn kartöflur. Snemma næsta dag bauð einokunarverzl- unin þessari sömu verzlun kart- öflur augsýnilega af ótta við al- menningsálitið. Grænmetis- verzlunin mótmælir þessum ásökunum í Morgunblaðinu í dag en meira þarf til að koma en þau mótmæli ein. Á það má einnig benda hér, að innflutningur á vondum kartöflum dregur úr kartöflu- neyzlu og skaðar þannig kart- öflubændur beinlínis með minnkandi eftirspurn. Fyrir nokkrum vikum gerðist það, að fjármálaráðherra ákvað að leggja opinber gjöld á mjólk- urdrykki lögum samkvæmt. Viðbrögð framleiðenda voru fyrst þau að innheimta ekki gjaldið, en síðan hættu þeir að selja vöruna. Þegar fjármála- ráðherra féllst á að fresta þess- ari gjaldtöku til haustsins með- an rannsókn færi fram á verð- myndun búvöru, samþykktu þessir menn að lækka verð vör- unnar um 20% og hafa sýnilega engar áhyggjur af fjármögnun þeirrar verðlækkunar. Þá vita menn, hvað þeir hafa haft af neytendum þessarar vöru gegn- um árin. Einokunarveldið í landbúnað- inum hefur afhjúpað sig meir á nokkrum vikum en áður á ára- tugum. Og það sem kemur í ljós er því miður afar ógeðfellt, svo að ekki sé sterkar til orða tekið. Þeir, sem vilja veg landbúnað- arins sem mestan, ættu að taka ráðin af þeim, sem nú stjórna ferðinni og aðlaga vinnubrögð og viðhorf landbúnaðarins að nýjum þjóðfélagsháttum. Það er löngu kominn tími til að nú- tímasjónarmið í verzlun og viðskiptum ríki í sölu landbún- aðarafurða — og við hættum að púkka undir þá einokunar- og auðhringa, sem virðast halda að þeir séu réttbornir arftakar út- lendra selstöðukaupmanna. Hitt er svo annað mál, að Morg- unblaðið gæti hugsað sér að SIS og Grænmetisverzlun ríkisins hefðu áfram einkaleyfi á inn- flutningi á ónýtum kartöflum. Hvað segja neytendur um kartöflumálið? Mikil umræða hefur verið að undanförnu um skemmdu kartöflurnar, einkaleyfi Grænmetisverslunar ríkisins á kartöflu- innflutningi og þeim undanþágum sem veittar voru öðrum aðilum til að flytja inn nýjar kartöflur. Af því tilefni fór Morgunblaðið í verslanirnar Miklagarð, Hagkaup, Vörumarkaðinn og Kron við Stakkahlíð og leitaði álits hins almenna neytanda á málinu. Fleygt allt að helm- ingi úr kartöflupoka Ólafur Ingimundarson „Jú loksins er maður að kaupa nýjar óskemmdar kartöflur, og kominn tími til. Við höfum lent í því að kaupa skemmdar finnskar kartöflur og þó að maður hafi reynt að tína úr það skásta, hefur það í sumum tilfellum gerst að við höfum þurft að fleygja allt að helmingnum úr einum kart- öflupoka," sagði Ólafur Ingi- mundarson, línumaður hjá Raf- magnsveitum Reykjavíkur. Hann var að versla inn fyrir helgina, ásamt eig- inkonu sinni í Hagkaupum, þegar blm. ræddi við hann. „Það hefur auðvitað komið fyrir áður að við höfum fengið skemmd- ar kartöflur, en aldrei í svona mikl- um mæli" sagði Ólafur, „og að mínu mati á hreinlega að leggja Grænmetisverslunina niður og leyfa frjálsan innflutning á kart- öflum." — Þér líst sem sé vel á nýju kartöflurnar? „Já, en mér finnst þær vera tölu- vert dýrari en áður. Hinsvegar kemur það náttúrulega út á eitt, að kaupa ódýrar skemmdar kartöflur sem enda í ruslafötunni í stórum stíl, eða borga aðeins meira og fá þá það sem maður er að borga fyrir" sagði Ólafur Ingimundarson. Kaupi ekki kartöflur fyrr en einokun Grænmetisversl- unarinnar verður aflétt „Nei ég er ekki búin að kaupa mér nýjar erlendar kartöflur og ætla ekki að gera það fyrr en einokun Græn- metisverslunar ríkisins á kartöflu- sölu hefur verið aflétt og verslun með kartöflur gefin frjáls,“ sagði Ólöf Jónsdóttir, húsmóðir og annar eig- andi Drengjafatastofunnar, þegar blm. ræddi við hana í stórmarkaðn- um Miklagarði. — En hvað um þessa tvo kartöflu- poka í innkaupakörfunni? „Þá er ég nú ekki að kaupa fyrir mig, heldur annan, sjálf nota ég hrísgrjón og ýmislegt grænmeti þessa dagana í stað kartafla. Síðast þegar ég keypti kartöflur voru þær nær eingöngu ónýtar og þó að það hafi komið fyrir í gegnum árin að ég hafi fengið kartöflur þar sem ein og ein hefur verið skemmd inn- an um aðrar, þá hefur ástandið aldrei verið eins slæmt og nú“ sagði ólöf, sem er með þrjá í heim- ili. „Þegar kartöflur eru meira og minna skemmdar, eins og undan- farið, er til lítils að kaupa þær og eins og ég sagði þá kaupi ég ekki kartöflur fyrr en verslun með þær hefur verið gefin frjáls. Það er hreinasta óhæfa að fólk skuli vera þvingað til að kaupa skemmdar kartöflur frá Grænmetisverslun- inni, þegar aðrir aðilar eru reiðu- búnir til að flytja óskemmda vöru inn til landsins, en fá það ekki. Þó að þessar undantekningar hafi nú verið gerðar og séu vissuleg spor í rétta átt, þá bíð ég með mín inn- kaup þar tilfrjálsri verslun með kartöflur hefur verið komið á. Inn- flutningur á þeim á að heyra undir viðskiptaráðuneytið eitt, en ekki einokunaraðila, þannig að neytend- um sé tryggður valkostur á að kaupa hjá þeim sem besta vöruna býður,“ sagði ólöf Jónsdóttir að lokum. Rætt við Grétar Oskarsson í Vörumarkaðnum í Ármúla hitti blm. Grétar Óskarsson að máli. Hann hafði meðal annars einn 2,5 kg. poka af grískum kartöflum í innkaupakörf- unni sinni og sagðist lítast vel á þær, þetta væri ný uppskera og hann hefði „heldur betur lent illa í lélegu kart- öflunum sem undanfarið hefur verið Ólöf Jónsdóttir boðið upp á, raunar eins og allir aðr- ir“. „Það var meira að segja þannig að þær kartöflur sem virtust ætar, reyndust gjörsamlega óætar þegar búið var að sjóða þær,“ segir Grét- ar. „Jú, þessar kartöflur eru örlítið dýrari en þessar lélegu, en gæðin eru örugglega margföld og ég vil frekar borgar örlítið meira fyrir vöru sem ég get reitt mig á að sé heilbrigð og góð,“ sagði Grétar Óskarsson að lokum. Lenti heldur betur í lélegu kartöflunum Vantar samkeppni í íslenskar kartöfluverslun „Nýjung, ætar kartöflur". Þannig voru „nýju“ ítölsku kartöflurnar frá Eggerti Kristjánssyni og co. hf., sem dreift var I verslanir í gær, merktar í Vönimarkaðnum á Seltjarnarnesi. „Frjálsu" kartöflurnar renna út á sama tíma og þær finnsku frá Grænmetinu hreyfast ekkert. Morirunblaðið/ Emilia. „ÉG var nú svo heppin að eiga góðar kartöflur heima, sem ég keypti fyrir hálfum mánuði í stórmarkaðnum í Kópavogi og hef geymt inni í ískáp. Þar sem ég bý ein hafa þær dugað svo að ég hef komist hjá því að kaupa skemmdar kartöflur," sagði Guðrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir, sem blm. hitti fyrir í Vörumarkaðnum í Ár- raúla. Þar var hún að versla ásamt dóttur sinni og höfðu þær keypt nýjar grískar kartöflur í versluninni. „Ég held að það sem vanti í ís- lenska kartöfluverslun sé sam- keppni, þannig að svona lagað endurtaki sig ekki. Hins vegar verð ég að segja það að íslenskar hús- mæður eru ekki nógu duglegar við að láta heyra í sér þegar þær fá í hendurnar skemmda vöru. Fólk hefur lent í því á undanförnum ár- um að kaupa kartöflur sem eru að einhverju leyti skemmdar og þegja yfir því, sem á náttúrulega ekki að gerast. Þó er líklegt að þetta breyt- „Nýjung, ætar kartöflur“ var auglýst í verzlunum þetta fyrirkomulag illfram- kvæmanlegt og rétt að leita ann- arra leiða. Sagði Gísli að stjórn- völd yrðu að taka af skarið með það hvort fyrirtækin mættu keppa á þessum markaði og fara eftir þeim óskum neytenda sem fyrir væru eða hvort þarna ætti að vera um skömmtun að ræða og eins hvort fyrirtækin ættu kost á því að taka að sér dreifingu inn- lendu framleiðslunnar. Fulltrúar fimm af þeim sjö að- ilum sem sótt hafa um innflutn- ingsleyfi á kartöflum komu sam- an til óformlegs fundar með starfsmönnum Verslunarráðs fs- lands í gær. Þar var bréf ráð- herra til fyrirtækjanna rætt og ákveðið að skrifa ráðherranum bréf, en ekki var látið uppi hvers efnis það yrði. Samkvæmt heim- ildum Mbl. er ekki búist við að línur skýrist um það hvort eða hvernig fyrirtækin standi sam- eiginlega að innflutningi kart- afla, en viðbrögð hafa verið þann- ig að engan veginn er víst að fyrirtækin gangi inn í það fyrir- komulag sem ráðherra hefur boð- ið upp á. Hagkaup fékk í morgun nýjar kartöflur frá Grænmetisverslun landbúnaðarins, en eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær fékk verslunin ekki kartöflur úr nýrri sendingu sem Grænmetisverslun- in dreifði í verslanir í gær. Gísli Blöndal fulltrúi framkvæmda- stjóra Hagkaups sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að hringt hefði verið frá Grænmetinu þá um morguninn og spurt hvort Hagkaup vildi kartöflur. Spurt ist eitthvað núna þegar fjölmargir hafa keypt skemmdar kartöflur og málið snertir fleiri neytendur en oft áður. Fólk á að kvarta þegar ástæða er til og slíkt er hægt í dag. Neyt- endamál eru að því leyti betur á vegi stödd en hér fyrir tuttugu, þrjátíu árum þegar maður varð að láta sig hafa það sem hægt var að fá og gat ekkert gert í málinu ef maður keypti skemmda eða gallaða vöru.“ Guðrún Þorsteinsdóttir HEILDVERSLUNIN Eggert Krist- jánsson og Co. hf. fékk í gærmorg- un innflutningsleyfi fyrir þeim kart- öflum sem þeir höfðu keypt og komnar voru til landsins. Körtöfl- unum var dreift í verslanir strax eftir hádegið og var strax mikil sala í þeim að sögn verslunarmanna sem blm. ræddi við í gær. Hagkaup náði ekki að leysa sínar kartöflur út í gær vegna formsatriða. Gísli V. Einarsson forstjóri Eggerts Kristjánssonar og Co. hf. sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær að fyrirtækið hefði orðið að fallast á það sjónarmið sem fram kom í bréfi landbúnað- arráðherra til fyrirtækjanna að þau stæðu saman að innflutn- ingnum til þess að fá að leysa vöruna út. Jafnframt hefði því verið lýst yfir að fyrirtækið teldi Grétar Óskarsson hefði verið á móti hvort nokkrar kartöflur væru til en svarað hefði verið með því að ekki væri hægt að sniðganga þessa einu verslun. I athugasemd sem Mbl. hefur borist frá Grænmetisversluninni vegna þessa máls segir að Hag- kaup hefði fengið allar þær kart- öflur sem fara áttu í verslanir úti á landi og færu engar kartöflur úr þessari sendingu þangað. Gísli sagði að Hagkaup hefði ekki náð að leysa þær kartöflur sem fyr- irtækið á í vörugeymslum út fyrir helgina. Vantað hefði eitt plagg í pappírsbunkann sem skila þurfti í landbúnaðarráðuneytið til að fá leyfi en þær yrðu leystar út strax á mánudagsmorgun. Á vegum Hagkaups, Eggerts Kristjánsson- ar og Co. hf. og fleiri aðila eru væntanlegar nýjar kartöflur frá ýmsum löndum í næstu viku. Halldór Ólafsson og Anna Kolbrún Jónsdóttir með poka af nýjum erlendum kartöflum. Ij6am. Mbl. Júlíus. Nýju kartöflurnar dýr- ari en líta miklu betur út „Jú, jú vid ætlum aö reyna þessar nýju kartöflur," sögðu hjónin Hall- dór Ólafsson og Anna Kolbrún Jónsdóttir sem blm. hitti að máli í Miklagarði, þar sem þau voru að velja sér kartöflur. Sögðust þau hafa slæma reynslu af finnsku kartöflun- um sem voru þær einu á boðstólum til skamms tíma, „þær voru meira og minna skemmdar og við þurftum aö henda upp undir helmingnum af því sem við keyptum. Að sjálfsögðu á að gefa innflutning á grænmeti frjálsan. Nýju kartöflurnar eru nokkru dýrari en þessar finnsku, en þær líta líka miklu betur út og ef þær reynast betri, þá er það augljóst að það er hagkvæmara að kaupa þær en kartöflur sem eru meira og minna skemmdar. Okkur langar að koma því á framfæri að hann Pálmi í Hagkaup á þakkir skilið fyrir sinn þátt í að lækka vöruverð til neytenda og koma á fót fyrsta stórmarkaðinum á íslandi," sögðu þau Halldór og Anna Kolbrún að lokum. Ekki keypt kartöflur í mánuð heimilisins. Síðan hef ég reynt komast hjá því að kaupa skemmd- ar kartöflur með þvi að kaupa þær í stykkjatali og velja þá sjálf í pok- ann, en mér finnst þær hafa hækk- að mjög í verði. En mér er nú kannski ekki svo mikil vorkun, því að ég er ein í heimili og þarf því ekki að kaupa jafn mikið inn og oft, eins og barnafólk. Ég sé ekkert á móti því að inn- flutningur á kartöflum sé gefinn frjáls og hvað sem af verður þá vona ég að almenningi verði ekki boðið upp á svona vondar og skemmdar kartöflur aftur,“ sagði ólöf Hjálmarsdóttir. ■ •• „Kartöflur hef ég ekki keypt í mán- uð, enda hafa þær verið algerlega óboðlegar. Þær kartöflur sem ég keypti síðast fannst mér bara svo vondar að það var ekki hægt aö leggja sér þær til munns,“ sagði Ólöf Hjálmarsdóttir, húsmóðir, sem var að versla í KRON við Stakkahlíð og hafði keypt þar nýjar kartöflur frá ísrael. „Ég man nú ekki eftir því í gegn- um tíðina, að hafa keypt svona slæmar kartöflur, en þá verður að taka það með í dæmið að þegar ég bjó uppi á Akranesi um 35 ára skeið, hafði ég minn eigin kartöflu- garð og ræktaði það sem þurfti til Ólöf Hjálmarsdóttir Að tjá upplifun sína í myndverki Rabbaö við finnsku listakonuna Ullu Rantenen NÚ UM HELGINA lýkur sýn- ingu finnsku myndlistarkon- unnar Ullu Rantanen í Norr- æna húsinu, en sýningin var opnuð þann 5. maí sl. og hefur hlotið góða aðsókn og undir- tektir. Ulla Rantanen hefur tvívegis komið til íslands áður og nokkur verkanna eru köll- uð Mótíf frá íslandi. Blm. Mbl. hitti listakonuna að máli í Norræna húsinu í gær til smáskrafs. — Ég kom hingað fyrst til að taka þátt í námskeiði, segir hún, og skynjaði þá strax hvað ísland er spennandi land. Ég varð gagntekin af dramatíkinni í landslaginu; það er óbeislað og ótrúlega fjölbreytt. Þannig verkar það alténd á mig og þarf ég þó að koma aftur og fara víð- ar. Þessar sterku andstæður ís- lenskrar náttúru hljóta að vera aflvaki til allrar sköpunar, ann- að finnst mér næstum óhugs- andi. Ég geri ráð fyrir því að segja megi, að allir málarar og myndlistarmenn verði fyrir áhrifum frá umhverfi sínu, þó svo að þeir máli ekki í raunsæis- eða naturaliskum-stíl. Við hljót- um að draga til okkar þau áhrif sem við verðum fyrir og þau eru síðan tjáð á mismunandi vegu. Sömu tilhneigingar gætir í Finn- landi sem annars staðar. Ulla Rantanen hélt sína fyrstu sýningu í Helsinki 1961 og segist þá aðallega hafa unnið grafík- myndir. Síðan sneri hún sér að teikningum og svo málverkum. Hún hefur unnið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín og söfn víðs vegar um heim keypt af henni myndir. Sem stendur er hún á fimmtán ára starfslaunum hjá finnska ríkinu. Hún segir: — Það er heilmikið gert fyrir listamenn af hálfu finnska ríkis- ins, listamenn í hinum ýmsu greinum geta fengið slík laun frá nokkrum mánuðum og upp í Ulla Rantanen i / mörg ár. Það segir sig sjálft að það er mikil örvun fyrir lista- mann að verða þessa aðnjótandi. — Það er margt fróðlegt að gerast í myndlistinni bæði í Finnlandi víða annars staðar. Það er óhjákvæmilegt að mikil breyting verði á verkum manns í áranna rás. Það sem ég er að gera núna er mjög ólíkt því sem ég hóf fyrir meira en tuttugu ár- um. Tjáningarformið breytist, ný efni, ný tækni kemur til sög- unnar, ný áhugaefni og mótíf. Hvað ég er að reyna að segja með myndverkum mínum? Eg geri ráð fyrir að ég reyni bara að nota myndirnar sem tjáningar- form mitt. Ég reyni að koma til- finningum mínum, upplifunum og áhrifum til skila á þessu móti. Ýmis tákn sem áhorfandi kann að túlka á annan hátt en ég, en er ekki þar með sagt að geti ekki jafnt fengið staðist. Það er alltaf erfitt að gera grein fyrir því, hvað maður er að reyna að segja með verkum sínum. Ég held að ég geti ekki svarað þessu öðru- vísi. Rithöfundur skrifar skáld- sögu, skáld yrkir ljóð, tónskáldj semur tónverk. Öll erum við að gera eitt og hið sama, tjá upplif- un okkar. j, ^ Sjá gagnrýni Hraga ÁsneirsNonar um sýningu l'llu Kantanen á bLs. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.