Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 Ferðamálaráð íslands: Ferðamanna- þjónustan verði ekki fyrir frek- ari áföllum en orðið er Á AUKAFUNDI í Ferðamálarádi fs- lands, sem haldinn var í gær, var m.a. rætt um deilu þá sem risin er milli flugmanna annars vegar og Flugleiða hf. hins vegar. Samþykkti fundurinn eftirfarandi: „Ferðamálaráð íslands harmar að nú skuli hafa skapast ástand, sem vegur alvarlega að öllum þáttum ferðaþjónustunnar í land- inu. Ferðamálaráð íslands skorar á aðila málsins að gera sitt ítrasta til að leysa yfirstandandi deilu með þeim hætti, að ekki komi til þess að ferðamannaþjónustan verði fyrir frekari áföllum en orð- ið er. Að gefnu tilefni telur Ferða- málaráð fslands nauðsynlegt, að kannaðar verði orsakir þessarar alvarlegu deilu, sem virðist eiga sér dýpri rætur en almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði." Athugasemd VEGNA frétta í Mbl. af starfi skrifstofustjóra Alþingis leyfir undirritaður sér að benda á að Ólafur Ólafsson deildarstjóri í skrifstofu Alþingis, sem er einn umsækjenda, er lögfræð- ingur. Þá hefur hann starfað í Alþingi óslitið í nær 30 ár. Sverrir Þórðarson Basar í Völvukoti HIN árlega tombóla, köku- og blómabasar, sem Skóladagheimil- ið Völvukot heldur, verður sunnu- daginn 20. maí í Völvukoti við Völvufell. Hefst basarinn klukkan 13. Kvenfélag Garðabæjar: Blóma- markaður KVENFÉLAG Garðabæjar heldur á sunnudag kl. 14 blómamarkað í Hofstaðaskóla við Safnaðarheim- ilið í Garðabæ. Þar verða seld úti- blóm og pottablóm, og stendur markaðurinn fram eftir degi. Blómamarkaðurinn er árlegur viðburður í fjáröflunarstarfsemi kvenfélagsins til stuðnings góðum málefnum. í kvenfélaginu í Garða- bæ eru nú nærri 300 konur. Leiðrétting { FRÉTT Mbl. í gær um ráðn- ingu nýs framkvæmdastjóra Borg- arspítaians misritaðist föðurnafn hins umsækjandans, sem var Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræð- ingur, en hún er sérmenntuð í heilsuhagfræði og sjúkrahús- stjórn. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. Ráðamenn Flugleiöa funduðu mikið í gær um til hvaöa ráða skyldi gripið í þeirri stöðu sem upp var komin, þegar allt flug lá niðri. Morgunbiaðið/RAX. Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða: Stjórn Félags ísl. ferðaskrifstofa: Fordæmir óábyrgar aðgerðir flugmanna STJÓRN Félags íslenskra ferða- skrifstofa hefur harðlega fordæmt óábyrgar aðgerðir flugmanna hjá Flugleiðum. I frétt félagsins segir m.a. í þessu tilefni: „Vekur félagið athygli á þeirri stórkostlegu hættu, sem röskun flugs veldur öllum ferðaiðnaðinum auk þeirra óþæg- inda og kostnaðar sem hinn al- menni ferðamaður veröur fyrir. Er þess vænst að fluginenn taki strax upp ábyrgari afstöðu og lúti lands- lögum.“ „Trúum því ekki að flugmenn séu sjúkir“ ALLT FLUG FLUGLEIÐA, bæöi innanlands og milli landa lagðist niður í gær, vegna þess að flugmenn tilkynntu „veikindi“, og þegar haft var samband við flugmenn í varaáhöfnum, þá var það sama uppi á teningnum — þeir sögðust vera veikir. Alls voru þetta 29 flugmenn félagsins. Aðeins einn flugmaður tilkynnti ekki veikindi. Flugleiðir höfðu í gær sam- band við flugmennina símleiðis og tilkynntu þeim að þeir, sam- kvæmt samningi, myndu krefj- ast læknisvottorða frá og með gærdeginum. „Við staðfestum svo þessa ósk okkar með því að senda flugmönnunum sím- skeyti," sagði Sigfús Erlings- son, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, í samtali við blm. Mbl. í gær. Sagði Sigfús að Flugleiðir hefðu jafnframt minnt flugmennina á, að ef læknisvottorðum yrði ekki skil- að, þá væri slíkt brot á samn- ingum, sem gæti valdið öðrum aðgerðum af hálfu Flugleiða, en Sigfús sagði að ekki væri farið að ákveða hvert næsta skrefið yrði, ef læknisvottorðum yrði ekki skilað. Sigfús sagði hins vegar að Flugleiðir tryðu því ekki að flugmenn skiluðu ekki læknisvottorðum. Sigfús var spurður hvort hann væri ekkert vantrúaður á að flugmenn gætu útvegað sér læknisvottorð, og sagði hann þá: „það kann vel að vera að þeir verði í vandræðum með það. Ef flugmennirnir eru ekki sjúkir, þá trúi ég því illa að læknastéttin veiti þeim vott- orð.“ Er Sigfús var spurður hvort Flugleiðir tryðu því að flugmennirnir væru sjúkir, sagði hann: „Við trúum því ekki að þeir séu sjúkir. Það væri undarlegur faraldur og sérdeil- is bráðsmitandi, ef svo væri.“ Sigfús var spurður hvórt ekki stæði til að fá trúnaðarlækni félagsins til þess að skoða flug- mennina, og sagði hann þá: „Ekki að svo komnu. Við höfum ekki ákveðið neinar aðgerðir frá hans hendi, en hins vegar, ef einhver á í erfiðleikum með að fá læknisviðtal, þá stendur þeim hinum sama til boða þjón- usta læknis félagsins." Sigfús sagði að.mestur tími' þeirra Flugleiðamanna í gær hefði farið í að reyna að útvega leiguflugvélar. I gær hefði fengist vél frá danska flugfé- laginu Mærsk, Boeing 737. Sú vél fór rúmlega tvö frá Kaup- mannahöfn, um Gautaborg, áleiðis til Keflavíkur. Hún fór svo aftur til Kaupmannahafn- ar. Þá leigði breska flugfélagið Britannia Flugleiðum eina vél, Boeing 737, sem kom frá Lond- on í gærkveldi, en hafði þó áður haft viðkomu í Luxemborg, og tekið næstum 50 farþega. Seinni partinn í gær hafði Flugleiðum aðeins tekist að fá eina flugvél leigða til Atlants- hafsflugsins, DC-8 63 frá KLM, og stóð til að hún flygi beint til Bandaríkjanna frá Luxemborg í gærkveldi, með um 250 manns. Þar sem þessar vélar eru ekki í flugi á þessari leið hjá KLM, þá komst vélin ekki til baka aftur sl. nótt, og varð áhöfnin að fara í hvíld þegar vestur var komið og kemst því ekki austur aftur fyrr en í dag. Sigfús sagði að enn væri reynt að fá vélar á leigu í Bandaríkj- unum, en það gengi mjög treg- lega, auk þess sem lítið væri af óbókuðum sætum hjá öðrum flugfélögum austur um haf. Sigfús sagði að allt benti til þess að um 600 farþegar frá Bandaríkjunum, sem áttu að ferðast með Flugleiðum í gær, yrðu að seinka för sinni eða að hætta við hana. Sömu sögu væri að segja af 450 farþegum sem hefðu ætlað vestur um haf héðan í gær, en einhverjum þeirra, sem þyrftu nauðsynlega og vildu, yrði hjálpað til að komast vestur, með því að fara í gegnum Kaupmannahöfn. Þá sagði Sigfús að liðlega 900 manns hefðu verið bókaðir í innanlandsflugi Flugleiða í gær, til og frá Reykjavík, og Flugleiðum hefði tekist að koma 250—300 farþegum á áfangastað með flugvélum litlu flugfélaganna, en aðrir hefðu annað hvort orðið að fresta för sinni eða hætta við hana. Sigfús sagði útilokað að meta hversu miklu tjóni þessar að- gerðir hefðu valdið félaginu, en ljóst væri að það væri geysilegt. Auk þess væru fréttir af þess- um aðgerðum komnar í heims- pressuna, sem væri mjög skað- legt ferðaiðnaðinum á íslandi. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Kemur vel til greina að ráða erlenda flugmenn „ÉG HEF alltaf borið hlýjan hug til íslenskra flugmanna. Þetta eru mjög duglegir menn og fær- ir, en satt að segja þá finnst mér Samband veitinga- og gistihúsa: Fordæmir harðlega ólöglegar aðgerðir flugmanna Flugleiða „STJÓRN Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda fordæmir harð- lega ólöglegar þrýstiaðgerðir flug- manna hjá Flugleiðum," segir í upphafi fréttar frá Sambandi veit- inga- og gistihúsaeigenda. Þar segir jafnframt: „í eigin- hagsmunabaráttu þeirra er einskis svifist. Ekkert tillit er tekið til milljóna skaða þess fyrirtækis, sem þeir starfa hjá, óþæginda og truflana sem varn- arlausir farþegar verða fyrir og ómælds álitshnekkis, skamm- tíma- og langtímatjóns, ferðaþjónusta sem Islendinga bíður. Alvarlegast er þó, að heil stétt manna skuli sameinast um það að virða landslög að vettugi." að með svona aðgerðum, séu þeirað grafa sér sína eigin gröf,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður álits á veikinda- forfallaboðum flugmanna Flug- leiða. „Ég tel framkomu þeirra fyrir neðan allar hellur. Þeir byrjuðu á að lýsa því yfir að þeir myndu að sjálfsögðu hlýða landslögum, en það er alveg sama hvernig á þessar aðgerðir þeirra er litið — þetta er ekki að hlýða landslögum," sagði forsætisráðherra jafn- framt, „þetta eru ungir og hraustir menn og verða vitan- lega ekki allir veikir í einu. Það er vitanlega ekkert annað en blekking að halda því fram að þeir séu að starfa eftir regl- um, og ég harma það mjög hvernig komið er fyrir þessu máli. Flugmenn hafa enga samúð mína í þessari ólög- mætu baráttu sinni." Aðspurður hvort hann myndi beita sér á einhvern hátt í þessu máli, sagði forsæt- isráðherra að auðvitað væri málið fyrst og fremst í hönd- um Flugleiða og flugmann- anna, en hann sagðist mundu styðja hverja þá löglegu að- gerð sem Flugleiðir myndu ákveða til þess að tryggja sam- göngur til og frá landinu. For- sætisráðherra var spurður hvort hann ætti við með þessu að til greina kæmi að ráða er- lenda flugmenn í stað þeirra sem “veikir" væru, og svaraði hann þá: „Það getur vel komið til greina, ef þeir láta svona áfram. Flugmennirnir verða náttúrlega að skila sínum veikindavottorðum, og ef þeir gera það ekki, þá eru þeir auð- vitað að brjóta allar reglur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.