Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 37
Minning. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 37 Björn Björnsson frá Svínadal Fæddur 6. desember 1887. Dáinn 14. maí 1984. Björn Björnsson frá Svínadal lést í Borgarspítalanum eftir nokkurra mánaða rúmlegu þann 14. maí sl. Björn fæddist í Svínadal í Skaftártungu, sonur Valgerðar Ólafsdóttur og Björns Eiríksson- ar. Árið 1916 kvæntist Björn eftir- lifandi konu sinni, Snjófríði Jónsdöttur frá Kerlingadal, og varð þeim tveggja barna auðið, þeirra Sigurbjargar Ragnheiðar, sem hefur búið flest árin í Vík í sambýli við foreldra sína, og Jónu, gift Ólafi Jónssyni frá Skála. í dag er Björn borinn til grafar á heimaslóð sinni Vík í Mýrdal þar sem hann ásamt Snjófríði hefur búið síðan 1919. Það ár þurftu þau að flýja frá Svartanúpi, undan af- leiðingum Kötlugoss, yfir Mýr- dalssand til Víkur. Þá var ekkert viðlagasjóðskerfi eða slíkt upp á að hlaupa, menn urðu að bjargast við aðstæður sem í dag þættu ekki fýsilegar eða boðlegar. Þeir sem þekktu Björn vita að verklagni hans og útsjónarsemi komu að góðum notum á þessum tíma. Sá sem þessar línur ritar kynntist Birni 1959. Ég tel það gæfu að hafa kynnst jafn heilsteyptum, heiðarlegum og glaðværum manni og Björn var. Ennfremur er mér minnisstæð verklagni hans við skeifusmíði og áhugi á kartöflu- rækt, þar var ekkert hér um bil á ferðinni, natni var honum í blóð borin. Frásagnarbragð Björns var þekkt og var unun að hlusta á hann segja frá lífi og starfi fyrri ára í Skaftafellssýslu. Björn var einn af þeim mönnum sem var trúr yfir litlu og gat gert lífið þess Steinvör Símonar- dóttir Minning Fædd 30. marz 1900 Dáin 13. maí 1984 Þann 13. maí síðastliðinn lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur eftir erfiða sjúkdómslegu okkar eiskulega föð- ursystir Steinvör Símonardóttir frá Austurkoti, Vatnsleysuströnd. Hún var fædd á bænum Götu í Holtahreppi, dóttir hjónanna Gróu Guðmundsdóttur ljósmóður og Símonar Símonarsonar er þar bjuggu. Eignuðust þau hjón sjö börn er upp komust. Af þeim lifa nú systirin Þórdís og bræðurnir Brynjólfur, Guðmundur og Rafn. Einnig átti hún einn hálfbróður, sem látinn er fyrir nokkrum árum Steina, eins og hún var oftast kölluð, eignaðist tvo syni, Aðal- stein og Guðberg Sigursteinssyni, einnig ólust upp hjá henni óskar Guðmundsson og Olafur Herjólfs- son. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, streyma fram í huga okkar ótal minningar frá liðnum árum og viljum við systkinin frá Aust- urkoti þakka Steinu fyrir það sem hún var okkur í gegnum árin. Minningin um elskulega frænku lifir í hjörtum okkar. Sonum hennar og fjölskyldum ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. þeirra sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Far þú i friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð blessi minningu góðrar konu. Fyrir hönd okkar systkin- anna. Brvndís Kafnsdóttir virði að það hefði gildi og lífsfyll- ingu. Okkar fámenna þjóðfélag mætti eiga sem flesta slíka syni með þeim lífsvilja að láta ætíð gott af sér leiða, þau voru kynni mín af Birni Björnssyni þau tutt- ugu og fimm ár sem við áttum samleið. Þegar Björn er nú kvaddur með þakklátum huga af okkar vinum og samferðamönnum eru um leið Snjófríði konu hans og ástvinum öllum færðar hugheilar samúð- arkveðjur. Með orðum Davíðs frá Fagra- skógi kveð ég minn kæra vin: „Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er faiinn í verkunum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns." Guðmundur Þorsteinsson Kawasaki kr. 118.000 Kr. 225.000 kr. 225.000 kr. 39.000 SVERRIR ÞÓRODDSSON Sími 91-82377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.