Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 43 Sími 71 un ii 7ftonn ®^-o JAMES BOND MYNDIN ÞRUMUFLEYGUR (Thunderball) L <UP! Hraöi, grín, brögö og brellur, alll er á lerð og flugi i James Bond myndinni Thunderball. Ein albesta og vinsaelasla Bond mynd allra tima. James Bond er engum líkur. Hann er toppurinn í dag. Aöalhlutverk: Sean Connery, Adolf Celi, Claudine Auger og Luciana | Paluzzi. Framleiöandi. Albert Broccoli og Harry Saltzman. I Byggö á sögu: lans Fleming | og Kevin McClory. Leikstjóri: Terence Young. Sýnd kl. 2.30, 5, 7.30 og 10. Hækkað verö. SALUR2 SILKW00D Frumsýnd samtímis í Reykjavík og London. I Splunkuný heimsfraeg stór- mynd sem útnefnd var til fimm óskarsverðlauna fyrir nokkr- um dögum. Cher fékk Gold- en-Globe verölaunin. Myndin I sem er sannsöguleg er um Karen Silkwood, og þá dular- fullu atburði sem skeöu i Kerr-McGee kjarnorkuverinu 1974. Aöalhlutverk: Meryl Streep, Kurt Russel, Cher, Diana Scarwid. Leikstjórl: Mike Nichols. Blaöaummæli I * * * Streep æöisleg í sínu hlutverki. I.M. H.P. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkaö verö. Mjallhvít og dvergarnir 7 Sýnd kl. 3. Miöaverö kr. 50. HEIÐURS- KONSÚLUNN (The Honorary Consul) I Aöalhlutverk: Richard Gere og ] Michael Cane. Blaöaummæli *** Vönduð mynd. A.Þ. H.P. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 14 ára. Hækkaö verö. Allt á hvolfi Sýnd kl. 3. Miöaverö kr. 50. SALUR 4 STÓRMYNDIN )n maöurinn Aöalhlutverk: Dustin Hoffman, | Roy Scheider og Laurence Oliver. Sýnd 9. Bönnuö innan 14 ára. P0RKYS II Sýnd kl. 3, 5 og 11.10. Hækkaö verö. Bönnuö börnum innan 12 ára. Þreyttir drengir Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Queen The Works Fálkinn Varla get ég sagt að „The Works", nýjasta plata hljóm- sveitarinnar Queen, hafi verið mér eitthvert tilhlökkunarefni. „Hot space", platan sem kom út síðast var óttalega ómerkileg miðað við fyrri plötur. Ekki lof- aði „Radio ga ga“, smáskífan sem kom út á undan stóru plöt- unni nú, heldur neinu góðu. Lag- ið er í sama ómerkilega gæða- flokknum og „Hot space". Gríp- andi laglína, tiiheyrandi hljóð- effektar og Queen-nafnið tryggir að lagið fer hátt á vinsældar- lista. Þannig má afgreiða þetta lag, því það stenst hvorki sam- anburð við annað sem er að ger- ast í dag í Breska rokkinu og enn síður gömlu perlur hljómsveitar- innar. En er platan þá hrútleið- inleg? Já, að mörgu leyti er hún það en á þó sína punkta. Það fyrsta sem vekur athygli er mismunur- inn á lögunum eftir því hver hef- ur samið þau. T.d. er „Radio ga ga“ (er eftir Taylor) allt öðruvísi en þau lög sem Freddy Mercury semur. Einn á Freddy þrjú lög og svipar þeim öllum saman á einhvern hátt. „It’s a hard life“ er í ætt við gömlu lögin. Píanó, söngur og inn á milli mikill kraftur og sterkar bakraddir. „Man on the prowl“ sver sig í ætt við „Another bits of dust“ og hvað þau hétu öll, vinsælu lögin af „The Game“. Annars segja ummæli ltillar stúlku meira um þetta lag en öll lýsingarorð. Henni varð aö: „Er hann að stæla Elvis Presley, eða hvað?!“ Já, það er ekki nóg að Shakin’ Stevens sé orðinn þreyttur, Freddy og félagar virðast vera orðnir dauðuppgefnir. Þriðja lagið sem Freddy á einn er „Keep passing the open wind- ows“. Þetta er einna skásta lagið á plötunni ásamt „I want to break free“ en það hefur verið valið til að vera á næstu smá- skífu hljómsveitarinnar. Vænt- anlega verður það jafn vinsælt og fyrri smáskífur þeirra. Að minnsta kosti svo lengi sem fólk hefur ekki fengið sig fullsatt af iðnaðarvarningi flokksins. Önnur lög á plötunni ná ekki þeim gæðum að vert sé að nefna þau. Þó skal þess getið að Brian May gítarleikari gerir heiðar- lega tilraun til að halda í gömlu ímyndina, í þeim tveimur lögum sem hann á. En annaðhvort eru hlutirnir gerðir vel eða ekki og þessi tilraun hans gerir ekkert annað en að veikja heildarsvip plötunnar (sem mundi þá teljast ágætis poppskífa). Ekki treysti ég mér til að mæla með þessari plötu. Sé ein- hver á þeim buxunum að kaupa plötu með Queen þá er ráð að kaupa einhverja gamla og hlusta á hana áður en tekin er ákvörð- un um hvort „The works“ á heima í safninu eða ekki. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.