Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 15 Ulla Rantanen Myndlist Bragi Ásgeirsson Ein þekktasta listakona finnsku þjóðarinnar sýnir um þessar mundir verk sín í kjall- arasölum Norræna hússins og er hér um að ræða þá frægu Ullu Rantanen. Þótt myndverkin (málverk og grafík) séu aðeins 24 að tölu fylla þau báða salina magnaðri stemmningu. Ekki er það fyrir mikið litskrúð heldur voldugan tjákraft er opinberar mikla skapgerð og miklar myndrænar gáfur. Ulla Rantanen þarf vissulega ekki að leita á náðir hinna sterku lita né hvellu litasam- hljóma til að ná úrskerandi árangri. Henni nægja grátón- arnir ásamt hvítu og svörtu. En sagði ekki Cézanne einmitt, að enginn væri málari, er ekki gæti málað í gráu? Það voru orð að sönnu og samkvæmt þeim er Ulla Rantanen mikill myndlist- armaður. Stærsta verkið á sýn- ingunni, og jafnframt litríkasta, hverfur næstum í skuggann af grátónamyndunum eftir nokkrar heimsóknir á sýninguna. Og þessi sýning fellur ekki heldur vekur stöðugt hjá manni nýjar og ferskar kenndir. Listakonan kann að nota grátónana og magna þá upp í áhrifaríkum samhljómi sterkra og rismikilla forma. Formin geta minnt mann á margt en þó er farsælast að leiða hugann frá því að meðtaka þau einungis sem myndbygg- ingarþátt. Margar myndirnar virðast vera málaðar undir áhrifum frá ferðalögum listakonunnar á ís- landi og leiti menn að ákveðnum fjöllum eða sögufræðum stöðum finna menn slíkt ekki hér. Áhrif- in eru fyrst og fremst skynræn og vissulega er til nóg af grátón- um í íslensku landslagi og veðra- brigðum. Myndirnar tjá þó eng- an dapurleika að mínu viti held- ur mikla gerjun og mikið líf. Það er einnig opinberuun, vel að merkja, hve mikið líf finnst víða í auðnum Islands og uppi á heið- um. Hver smátjörn er morandi í lífi og eyrarrósir blómstra á óvæntustu stöðum. Ulla Rantanen er máski þekktust fyrir grafík-myndir sínar og teikningar, sem hún hefur sýnt víða um heim. Áhrif- in frá grafískum vinnubrögðum má vissulega sjá í málverkum hennar en á þessari sýningu eru málverkin öllu hrifmeiri grafík- inni en þess ber þó að gæta að hún sýnir einungis átt'a blöð. Hér leggur hún mikla áherslu á yfirvegaða litameðferð. í heild er þetta með mögnuð- ustu sýningum er lengi hefur sést í Norræna húsinu og von- andi verður framhald á því að slíkar rekist þangað og það í vaxandi mæli. Ber að þakka listakonunni og Norræna húsinu fyrir framtakið. Sinfóníutónleikar Tónlíst Jón Ásgeirsson Skúli Halldórsson/Sinfónía Mozart/Píanókonsert nr. 26 Beethoven/Kórfantasían Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís- lands, Söngsveitin Fílharmonía, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elísa- bet F. Eiríksdóttir, Sigríöur Ella Magnúsdóttir, Siguröur Björnsson, Kristinn Sigmundsson og Kristinn Hallsson. Einleikari: Jörg Demus. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Þessir síðustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári hófust með sin- fóníu eftir Skúla Halldórsson. Það er í raun ekki rétt að nefna þetta ve.'k sinfóníu, því form verksins er ekki sinfónískt, held- ur miklu nær því að vera eins konar svíta, röð af þáttum, er hver hefur afmarkað niðurlag, rétt eins og allt verkið væri í einni og sömu tóntegundinni. Innan hvers kafla var mjög lítið um sinfónísk tilþrif og á köflum var verkið nær einradd- að, þar sem ólíkustu hljóðfæri léku í einundum og áttundum án tillits til þess hvort lagferlið hentaði hljóðfærunum og minntu þessi vinnubrögð á átt- undaspil, sem tíðkast í píanó- tónlist. Næsta verkefni var Pí- anókonsert eftir Mozart, númer 26 og lék Jörg Demus á píanóið. Ekki gat þarna að heyra leikið með tæknina sem sýningargrip heldur var hún í höndum einleik- arans tæki til að leika með ljúf- legheit Mozarts og var allur konsertinn mjög fallega leikinn, hvergi með neinum hasar en ein- staklega ljúflega. Síðasta verkið Jörg Demus var Kórfantasían eftir Beet- hoven, er Jörg Demus flutti með kór og einsöngvurum. Kóralfant- asían er ákaflega sérkennilegt verk, sem hefst eins og „impró- visasjón" fyrir píanó, færist síð- an í það form að vera samleikur píanós og hljómsveitar og lýkur verkinu svo á samsöng einsöngv- ara og kórs. Samleikskaflinn, sem er eins- konar píanókonsert, var mjög vel leikinn og söngþátturinn var og mjög vel fluttur, bæði af ein- söngvurum og þá ekki síður af kórnum, sem þrátt fyrir að vera ekki af „fílharmónískri" stærð, söng mjög vel. Stjórnandinn, Jean-Pierre Jacquillat, lék á als oddi og stjórnaði hljómsveitinni með miklum tilþrifum. Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga: Eðlileg og afbrigði- leg þróun barna SÁLFRÆÐISTÖÐIN sf. gekkst fyrir námskeiöi fyrir hjúkrunarfræðinga á heilsu- gæslustöövum, þann 18. og 19. þessa mánaöar, þar sem fjallað var um eðlilega og afbrigðilega þróun barna og hvaða leiðir börn fara til að tjá hug sinn og tilfinn- ingar. Á námskeiðinu var sérstök áhersla lögð á þroska fjögurra ára barna og hvernig meta megi hann, en margar heilsugæslustöðvar hafa að undanförnu boðið fjögurra ára börnum og foreldrum þeirra að koma í skoðun. Hefur þetta verið einn liður í fyrirbyggjandi starfi, sem hefur miðað að því að uppgötva erfiðleika í tæka tíð og leiðbeina for- eldrum þar að lútandi. Leiðbeinend- ur á námskeiðinu voru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. r BRAUÐBÆR tímamótum I tilefni af 20 ára afmœli breytum við og stœkkum sannkallaður griðastaður fyrir þá sem gista borgina. sími 25224 - 25640. Hingað til höfum við mettað sælkera, en nú þjónum við bæði til borðs og sængur, því að í dag opnumviðnýtt hótel, í hjarta borgarinnar og -sameinum gistihús og veitingasal undir einu nafni: ÓÐINSVÉ Nýstárlegtog vinalegtgistihús. Frábærmaturog Ijúfar veigar í veitingasal á sannkölluðum griðastað. Og að sjálfsögðu heldur Brauðbær áfram að bjóða samlokur, smurt brauð og veisluþjónustu. ÓÐINSVÉ ^ÓÐINSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.