Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 48
Opid alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. Opiö öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld AUSTURSTRÆTI22. INNSTRÆTI, SÍMI11340 Vegagerð trufluð af huldufólki? SÖGIJR um állabyggð í Hallands- björgum í Eyjafirði, gegnt Akureyri, hafa fengið byr undir báða vængi á undanfiirnum vikum. Þar er nú verið að leggja nýjan veg og hefur gengið á ýmsu við vegarlagninguna. Hafa ekki fengist viðhlýtandi skýringar á öllu, sem þar hefur gerst. Bjarni Gestsson, vélstjóri í frystihúsi KEA á Oddeyrartanga, sem kveðst vera „frekar jarðbund- inn maður að eðlisfari", segist oft á kvöldin og um nætur hafa séð ljós í Hallandsnesi, þar sem eng- inn býr. „Eigum við ekki að segja, að þarna handan fjarðarins sé eitthvað það á seyði, sem við mennirnir kunnum ekki skil á,“ sagði Bjarni í samtali við frétta- ritara Mbl. á Akureyri. f grein, sem Helgi Hailgríms- son, safnvörður á Akureyri, skrif- aði í tímaritið Heima er best í maí á sl. ári, þegar yfirstandandi vega- framkvæmdir voru undirbúnar, segir m.a. að jarðrask og spreng- ingar á klettahjöllum hafi Jafnan verið litnar heldur illu auga af hulduverum þeim, er í klettunum búa. Nærtækt dæmi um það eru atburðir þeir, er gerðust þegar hefja átti grjótnám í Stofuklöpp við Krossanes 1962. Svipað átti sér stað fyrir fáum árum við vegagerð um Hegranes í Skagafirði, þar sem hætt var við að sprengja skarð í gegnum klettahjalla fyrir tilmæli frá hulduverum ..." segir Helgi í grein sinni. Sjá nánar á bls. 14 í blaðinu í dag. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunblaðið/ RAX Berglind Johansen BERGLIND Johansen, átján ára stulka úr Reykjavík, var krýnd Ungfrú ísland 1984 í Veit- ingahúsinu Broadway laust eftir miðnætti í nótt. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, átján ára Reykja- víkurmær, varð í öðru sæti og hún var jafnframt Ungfrú Island 1984 kjörin Ungfrú Reykjavík 1984. í þriðja sæti varð Sólveig Þórisdóttir, Reykjavík, fjórða varð Guðný Benediktsdóttir, Reykjavík, og fimmta Guðrún Reynisdóttir, Keflavík. Húsfyllir var í Broadway og var kjöri Berglindar fagnað lengi og innilega. Leigufiugvél frá danska flugfélaginu Maersk Air kom til Keflavíkurflugvall- ar í gærkvöldi á vegum Flugleiða. Morgunbiaíið/ KEE. Allt flug með eðli- legum hætti í dag Aðilrr á sáttafundi hjá sáttasemjara kl. 9 í dag en sáttasemjari vill ekkert um málið segja að svo stöddu ALLT BENTI til þess í gærkveldi að fiug Flugleiða í dag yrði með eðli- legum hætti samkvæmt því sem full- trúar Flugleiða og flugmanna sögðu í gærkveldi í samtölum við Morgun- blaðið, og er skýring þessa sú, eftir íslendingum bent á bandarískt leiguskip „OKKUR hefur verið gefið í skyn að meðal svara, sem komið hafa frá bandarískum stjórnvöldum, sé að ís- lenzk skipafélög eigi þess kost að taka á leigu eitt af þremur skipum, sem Maritime Administration leigir út, á sömu kjörum og Rainbow Navig- ation hefur til að annast fiutninga fyrir varnarliðið. Það er óviðunandi fyrir íslendinga að flytja vörur fyrir varnarliðið með skipum undir banda- rískum fána og með bandarískri áhöfn vegna löggjafar í Bandaríkjun- um,“ sagði Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélags íslands, í sam- tali við Mbl. „Þessi skip eru óhentug til sigl- inga milli íslands og Bandaríkj- anna. Þau eru 2.200 tonn, en skip íslenzku félaganna eru frá 3.500 tonnum í 4.300 tonn. Reynslan hef- ur kennt okkur að það þarf góð skip með öflugar vélar til þessara flutn- inga — sérstaklega yfir vetrarmán- uðina. Tveir eða þrír íslenzkir aðilar eru í siglingum til Bandaríkjanna og óljóst er hver þeirra ætti að annast flutningana. Niðurstaðan kynni að verða einhvers konar samkruil ís- lenzku félaganna og það teljum við andstætt þeirri stefnu að sam- keppni skuli ríkja,“ sagði Hörður Sigurgestsson. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Eimskipafélagi ís- lands hefur flutningsstjórn banda- ríska flotans gefið út þá tilskipun, að flutningar fyrir varnarliðið skuli fara með skipum undir banda- rískum fána og heimild, sem fyrir hendi hefur verið um flutninga með íslenzkum skipum, hefur verið numin úr gildi. Verði einhverjir flutningar með íslenzkum skipum, skal sérstaklega haft samband við flutningastjórnina hverju sinni. Bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation mun því annast fyrir varnarliðið alla þá flutninga, sem mögulega verður við komið. því sem Morgunblaðið kemst næst, að deiluaðilar hafa verið boðaðir á fund hjá ríkissáttasemjara kl. 9 ár- degis í dag. Er þess því ekki að vænta að flugmenn verði „veikir" í dag. Er blaðamaður Morgunblaðsins sneri sér til Guðlaugs Þorvaldsson- ar, ríkissáttasemjara í gærkveldi og spurði hann hverju það sætti, að hann hefði boðað deiluaðila til sín á nýjan leik, sagði Guðlaugur að hann vildi ekkert um málið segja. Málið væri raunar komið úr hans höndum, þó svo að hann hefði laga- heimild til þess að hafa afskipti af því, en sú heimild hefur aldrei fram að þessu verið notuð. Heim- ildin kveður á um að ef ríkissátta- semjari telur að gagn sé að því að hann blandi sér í málið, þá megi hann það. Jóhannes Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra flugmanna, var í gær spurður hversu margir flugmanna þeirra sem tilkynntu veikindi, hefðu skil- að inn læknisvottorði, og svaraði Jóhannes: „Það veit ég ekki, enda ber þeim ekki skylda til þess að gera það, þar sem ekki verður til slíks ætlast af sjúkum mönnum. Þeim ber að afhenda slíkt vottorð þegar þeir mæta í vinnu á nýjan leik.“ Jóhannes var spurður hvað am- aði að flugmönnunum, en hann sagðist ekki hafa kynnt sér það. Hann sagðist hins vegar ekki hafa ástæðu til þess að ætla annað en að flug yrði með eðlilegum hætti í dag. Sjá nánar um þetta mál á bls. 26. „Frjálsu“ kartöflurn- ar fljúga út í G/ER komu í verslanir fyrstu kartöfiurnar í áratugi, sem ekki eru fluttar inn af Grænmetisversl- un landbúnaðarins. Það voru kartöflur sem Egg- ert Kristjánsson og co hf. keypti til landsins frá Ítalíu og Grikk- landi. Kartöflurnar virðast líka vel því þær renna út úr verslun- um á sama tima og finnsku kartöflurnar frá Grænmetis- verslun landbúnaðarins seljast ekkert. „Frjálsu" kartöflunum er haldið aðgreindum frá þeim finnsku og oft merktar: „Nýjar ætar kartöflur". Sjá fréttir og viðtöl við neytend- ur á bls. 24 og 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.