Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 27 Eyjólfur Konráð og Eiður: w Aburdarverksmiðja, Gulb auga og Bændahöll seld Full skil afurðarsölufyrirtækja til bænda Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og Eiður Guðnason (A) hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar, þessefnis, „að fela ríkisstjórninni að selja Gullaugað (innskot: hús í eigu ríkisins sem Grænmetisverzlunin hagnýtir og leigir út) og Áburðar- verksmiðjuna og hlutast til um sölu Bændahallarinnar — Hótel Sögu — í samráði við bændasamtökin. Hreinum söluhagnaði verði varið til styrktar landbúnaðinum eftir ákvörð- Fljótsdalsvirkjun boðin út 1986: Álver við Eyjafjörð og Þorlákshöfn? — kísilmálmverksmidja eystra Bráðabirgðasamkomulag hefur verið gert um ísal, sem hækkaði orkuverð um 50%. Samningum um heildarlausn miðar vel og þess má vænta að niðurstaðan verði 50% stækkun álversins, sem myndi nýta nær alla orkuframleiðslu Blöndu- virkjunar við viðunandi verði, en sú virkjun kemst væntanlega í gagnið 1988. Viðræður við erlenda áhugaað- ila vekja vonir um góðan framgang kísilmálmverksmiðju. Af þeim ástæðum er líklegt að fyrsti áfangi Fljótsdalsvirkjunar vcrði boðinn út 1986 og fleiri góða virkjunarkosti eigum við nú fullkannaða. Áhugi er hjá öflugum stóriðjuhöldum heims á álveri við Eyjafjörð og verða undir- búningsviðræður hafnar innan tíðar. I'annig komst Sverrir llcrmanns- son, iðnaðarráðherra, efnislega að Sala ríkisfyrirtækja: Jarðboran- ir ríkisins í skoðun „SIGLÓSÍLD hefur verið seld. Sala hlutabréfa ríkisins í Iðnað- arbanka er til lokameðferðar á Alþingi. Starfsfólk Landssmiöj- unnar undirbýr kaup á henni og fleira er til athugunar, svo sem Jarðboranir ríkisins.** I'annig komst Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra, að orði í eldhús- dagsumræðum frá Alþingi sl. þriðjudag. Ráðherra kvað stefnt að valdreifingu í orkumálum. Stofnun orkuveitu Suðurnesja væri á lokastigi og áhugi viða um land að sveitarfélög taki höndum saman um dreifingu og sölu orkunnar. Tvíbreitt (svig)rúm — Ijóðabók eftir Gyrði Elíasson ÚT ER komin hjá Máli og menningu Ijóðabókin Tvíbreitt (svig)rúm eftir Gyrði Elíasson. Þetta er önnur bók hans, sú fyrri heitir Svarthvít axla- bönd og kom út í fyrra. Tvíbreitt (svig)rúm skiptist í þrjá hluta og sýnir samtíma okkar eins og skáldið skynjar hann, í hnitmiðuðum, myndrænum smá- ljóðum. Formið getur líka verið bæði myndrænt og merkingar- bært því Gyrðir leikur sér að því stundum að setja Ijóðin upp á nýstárlegan hátt. Bókin er 79 bls. og unnin að öllu leyti f prentsmiðjunni Hólum hf. Kápu gerði Hilmar Þ. Helgason. (Frétta(ilkynning) orði í útvarpsumræðum frá Alþingi sl. þriðjudag. Vegna hins óvænta áhuga er- lendis, sagði ráðherra, er ekki úr vegi að leiða hugann að áliðjuveri við Þorlákshöfn. „Á það vil ég þó leggja áherzlu, að hugmynd mín er ekki að girða landið með köld- um málmgrýtisverksmiðjum. Ég hygg að vel fram yfir aldamót verði við þær hugmyndir látið sitja, sem nú nefndi ég.“ Ráðherra hvað gjörbreytingu hafa orðið á högum Járnblendi- verksmiðjunnar f Hvalfirði. Hún vinni nú loks á fullum afköstum og skili ágóða. un Alþingis". Þá flytur Eyjólfur jafn- framt tillögu sem felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að „hlut- ast til um að afurðasölu- og verzlun- arfyrirtæki, sem ekki hafa á undan- förnum árum staðið bændum full skil á grundvallarverði afurða, geri það nú þegar, ásamt vöxtum og verð- bótum. Verði tregða á skilum hjá einhverju afurðasölufyrirtækjanna verði bændum, sem sækja vilja rétt sinn fyrir dómstólum, veitt gjaf- sókn“. í greinargerð með fyrri tillög- unni segir efnislega að ríkið hafi ekkert með húsnæði það sem Grænmetisverzlunin nýtir að gera. Eðlilegt sé að stofna al- menningshlutafélag um Áburðar- verksmiðjuna og selja bændum hlutabréfin. Andvirði beggja eign- anna renni til bænda. Þá megi stofna almenningshlutafélag um Hótel Sögu og afhenda bændum bréfin þannig að þeir geti selt þau öðrum. Tilgangur sé að draga úr ríkisumsvifum og treysta fjárhag bænda. 1 greinargerð með síðari tillög- unni segir að stór afurðasölufyr- irtæki hafi ekki staðið bændum full skil á grundvallarverði en haldið fjármunum þeirra í rekstri sínum lengri eða skemmri tíma. ógreitt sé til bænda ffa árinu 1982 um 100 m.kr. . '*$?%***£#, r!-»agfr. - . ■* Fyrstu mínúturnar í lífi Svals Gustssonar Borgarnesi, 16. raaí. Jarpa merin Kastanía á Laugalandi í Borgarfirði kastaði fallegu folaldi fyrir skömmu. Folaldið var skýrt Svalur og er það undan stóðhestinum Gusti frá Höfða í Þverárhlíð, eftirsóttum stóðhesti. Kagnar Jóhannes- son var viðstaddur og tók meðfylgjandi myndir af fyrstu mínútunum í ævi Svals Gustssonar. _ jjjjj Kartöflur settar niður „ÞETTA gengur Ijómandi vel, tíð- in er svo sérstaklega góð,“ sagði Yngvi Markússon kartöflubóndi í Oddsparti í Þykkvabæ í samtali við Mbl. Yngvi sagði að tíðarfarið nú væri það besta í mörg ár, vorið væri eins og það ætti að vera og allt að lifna. Sagði Yngvi að bændur færu langt með að setja niður i vikunni. Sagði hann að yfirleitt þættust menn góðir ef þeir gætu lokið kartöfluniður- setningunni fyrir mánaðamót en nú yrði henni iokið viku til hálf- um mánuði fyrr en venjulega. Frá aðalfundi íslenzka járnblendifélagsins. Hjörtur Torfason, fráfarandi stjórnarformaður í ræðustól. Aðalfundur íslenzka járnblendísfélagsins hf.: Rekstrartap síðastliðins árs nam 113,5 milljónum Utlit fyrir jákvæðan rekstur á þessu ári VERULEGUR rekstrarhalli varð á fslenzka járnblcndifélaginu hf. á síðasta ári og nam hann 113,5 millj- ónum króna, sem svarar fjár- magnskostnaði, en reksturinn bar fullar afskriftir 128 milljónir króna. Tapið 1983 var á raunvirði þriðjung- ur tapsins 1982 og útlit er fyrir já- kvæðan rekstur á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um nýafstaðinn aðalfund félagsins en þar segir m.a.: „Aðalfundur íslenska járn- blendifélagsins hf. var haldinn í Reykjavík 15. þ.m. Fundinn sóttu Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis sem fulltrúi ríkisins, eiganda 55% hlutafjár, og Gunnar Viken forstjóri fyrir hönd Elkem a/s, Oslo, eiganda 45% hlutafjár. Auk þeirra sátu fundinn norskir og íslenskir stjórnarmenn og varamenn, endurskoðendur. stjórnendur og fulltrúar starfs- manna. Á fundinum var gefin skýrsla stjórnar um starfsárið 1983 og reikningar þess árs lagðir fram. Þar kemur fram, að afkoma fyrir- tækisins fór stöðugt batnandi eft- ir því sem á árið leið. Afkoma fyrsta ársfjórðungs varð svipuð eins og afkoman á árinu 1982, enda var framleiðslan á þeim tíma og sala sem svarar hálfum afköst- um verksmiðjunnar. Eftir því sem á árið leið jókst eftirspurn eftir kísiljárni og verð hækkaði. Fram- leiðslan var að sama skapi aukin og var um 29.000 tonn síðari helm- ing ársins, rúm 5.000 tonn á árinu öllu. Á fundinum kom fram, að af- koman hefur enn batnað á árinu 1984 og nýjustu áætlanir miða að því að afkoman verði jákvæð þeg- ar á árið líður. Gert er ráð fyrir framleiðslu og sölu á öllu því magni, sem verksmiðjan getur af- kastað. Á fundinum voru gerðar breyt- ingar á samþykktum til að heimila hækkun hlutafjár í tengslum við væntaniega eignaraðild japanska fyrirtækisins Sumitomo Corporat- ion að járnblendifélaginu. Úr stjórn gengu Arne Georg Arnesen, Eggert G. Þorsteinsson og Hjörtur Torfason stjórnarfor- maður, en hann hefur verið skipaður sérstakur lögfræðilegur ráðunautur iðnaðarráðherra um stóriðju. Stjórnina skipa nú: Barði Friðriksson, stjórnarformaður, Páll Bergþórsson, varaformaður, Helgi G. Þórðarson og dr. Guð- mundur Guðmundsson af hálfu ís- lenska ríkisins, en Gunnar Viken, dr. Rolf Nordheim og Frank Myhre af hálfu Elkem.“ Úr myndinni „Footloose Háskólabíó sýn- ir Footloose HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á bandarískri kvikmynd, „Foot- loose“, sem gerð er á vegum Para- mount Pirtures. Tónninn í myndinni er í Dolby Stereo. í ieikskrá segir kvikmyndahúsið að kvikmyndin sé ný og „geysilega vinsæl". Með myndinni er íslensk- ur texti, en aðalhlutverk leika Kevin Bacon, Lori Singer, John Lithgow og Dianne Wiest. Leik- stjóri er Herbert Ross.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.