Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984 Morgunblaðiö/ Július. • Keflvíkingurinn Ingvar Guðmundsson (nr. 11) var þarna kominn í gott færi en Stefán í Valsmarkinu sá við honum og varAi vel. Hörð barátta — engin mörk Valur — IBK 0:0 „ÉG ER EKKI ánægður með leik- inn. Við vorum heppnir að mínu mati — og þó. Jafntefli var nú sennilega réttlát úrslit. Valsmenn voru í vandræðum í fyrra og þurftu einhvern til að breyta því — ég er ekki að segja að ég sé rétti maðurinn til þess, en ég vona að ég geti þaö. Höfum i huga að Róm var ekki byggð á einum degi,“ sagði lan Ross, þjálfari Vals, í gærkvöldi eftir að lið hans hafði gert markalaust jafntefli við ÍBK á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 1. deildinni í knattspyrnu. Mikii barátta einkenndi leik liö- anna í gærkvöldi en aöstæöur geröu leikmönnum erfitt fyrir. Mik- iö rigndi í byrjun leiksins þannig aö völlurinn var fljúgandi háll. Þrátt fyrir þaö var oft mesta furða hve boltinn gekk á milli manna — ekki þaö aö spil hafi verið mikiö, en menn reyndu sitt besta og þaö er fyrir mestu. Lítiö var um marktæki- færi í leiknum en það voru Vals- menn sem fengu þau bestu. Strax á fyrstu mín. skallaöi Þorgrímur Þráinsson naumlega yfir mark ÍBK af markteig eftir auka- spyrnu og undir lok hálfleiksins skapaöist hætta hinum megin. Ingvar Guðmuncísson skallaöi á markiö en Grímur Sæmundsen bjargaöi á línu. Seinni hálfleikurinn var fjörugri. Ingvar fékk aftur gott færi — komst einn inn fyrir vörn Vals en Stefán kom á móti og varði. Besta færi Vals fékk vara- ÍA hóf íslandsmeistarar ÍA hófu titil- vörn sína á malarvellinum á Akranesi í gærkvöldi meö 1—0-sigri yfir Fram. Eina mark leiksins skoraði Sigurður Hall- dórsson í síðari hálfleik. „Það er geysilega gott að byrja mótið svona vel, og fá þrjú stig í fyrsta leiknum. Við höfum nefnilega svo oft byrjað frekar illa. Að mínu mati var þetta sanngjarn sigur, en við þurftum svo sannarlega aö hafa fyrir honum,“ sagði Sigurður Halldórsson í gærkvöldi eftir leik- inn. „Fram liðið er sterkt og ég spái þeim velgengni (mótinu. Ég er sér- lega hrifinn af þessum strákum. Þeir eru flinkir meö boltann, geysi- lega duglegir og spila af grimmd. Þaö eina sem þá sennilega skortir er meiri leikreynslaj' 1. deildinni," sagöi Siguröur um Fram-liöið. Og þetta eru orö aö sönnu, liö Fram lék vel í gær þrátt fyrir aö maöurinn Ingvar Guömundsson (alnafnar). Hann skallaði upp undir þverslá Keflavíkurmarksins fjórum mín. fyrir leikslok. Þar munaöi litlu aö hann tryggöi Val þrjú stig. Keflvíkingar uröu fyrir því áfalli í leiknum aö Einar Ásbjörn Ólafsson meiddist. Hann fékk spark í læriö. tapa leiknum meö einu marki. Fram átti mikið meira í fyrri hálf- leiknum, voru fljótari á boltann og höföu betri tök á leiknum. Ekki tókst þeim þó aö skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Staöan í hálfleik var 0—0. í síðari hálfleik náöu Skaga- menn fljótt betri tökum á leiknum, voru mikiö ákveönari í öllum leik sínum og tóku vel á. Sigurður Hall- dórsson skoraöi svo eina mark leiksins á 8. mínútu. Guöjón Þórö- arson tók aukaspyrnu mjög vel, gaf inná Sigurö, sem tók boltann laglega niöur og skoraöi af stuttu færi. Vel gert hjá Sigurði. Eftir þetta mark breyttist leikurinn nokkuö. Skagamenn fengu hvert marktækifæri af ööru. Höröur og Sigþór fengu dauöafæri sem mis- tókust. Á 30. mínútu síöari hálfleiks munaöi litlu aö Fram jafnaöi leik- inn. Þá átti Kristinn Jónsson glæsi- i stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild Valur—ÍBK 0:0 Áhorfendur. 370 Dómari: Baldur Scheving og lét hann spjöldin alveg i friöi. Einkunnagjöfin. Valur: Stefán Arnarson 7, Jón Grétar Jónsson 4 (Ingvar Guómundsson vm. á 63. min. 5), Grímur Sæmundsen 6, Guðmund- ur Kjartansson 6, Þorgrimur Þráinsson 7, Jó- hann Þorvaröarson 4, Guöni Bergsson 7, legan skalla, boltinn stefndi beint í samskeytin á markinu. Bjarni Sig- urðsson markvöröur ÍA geröi sér hinsvegar lítiö fyrir og varöi meö glæsilegum tilþrifum. Tveimur mínútum fyrir leikslok komst Sigþór einn í gegn, skaut yfir Hauk markvörö Fram og bolt- inn virtist vera á leiö í netiö. Sigþor fagnaði marki, en boltinn fór í stöngina og rúllaöi eftir marklín- unni og þar handsamaöi Haukur boltann. Heföi Sigþór sleppt því aö fagna og fylgt á eftir heföi hann átt að getað skoraö. í liði ÍA áttu Bjarni markvöröur og Siguröur Halldórsson einna bestan leik, en aörir leikmenn stóöu líka vel fyrir sínu. Hjá Fram var Guðmundur Torfason mjög hreyfanlegur og sterkur i fyrri hálf- leiknum en sterkasta hliö Fram er jöfn liösheild og ákveöin. Haukur Bragason lék vel í markinu í sínum fyrsta leik í 1. deild. Bergþór Magnússon 5. Guömundur Þor- björnssorv 7. Hilmar Sighvatsson 6, Valur Vals- son 6. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 7, Guójón Guöjónsson 6. óskar Færseth 6,- Valþór Þor- geirsson 6, Gisli Eyjólfsson 6, Ingvar Guö- mundsson 6, Einar A. Olafsson 5 (Sigurjón Sveinsson vm. á 40. min. 6). Siguróur Björg- vinsson 6. Rúnar Georgsson 5, Ragnar Mar- geirsson 6. Magnús Garóarsson 6. Einkunnagjöfin úr leik ÍA og Fram í gærkvöldi: Leikmenn ÍA: Bjarni Sigurðsson 7, Guðjón Þórðarson 7, Jón Áskelsson 6, Sigurður Halldórsson 8, Siguröur Lárusson 7, Sveinbjörn Hákon- arson 7, Guðbjörn Tryggvason 7, Árni Sveinsson 7, Júlíus Ingólfs- son 6, Sigþór Ómarsson 6, Hörö- ur Jóhannsson 6, Trausti Har- aldsson 7, Ómar Jóhannsson 7, Sverrir Einarsson 7, Kristinn Jónsson 6, Bragi Björnsson 6, Guömundur Steinsson 6, Viðar Þorkelsson 7, Þorsteinn Vil- hjálmsson 6, Guðmundur Torfa- son 7. Varamaður var Einar Björnsson kom inná þegar 10 mínútur voru eftir. Áminningar voru engar. Dómari var Sævar Sigurðsson og dæmdi hann vel. Áhorfendur voru 808. JG/ÞR. Hvað sögðu þjálfararnir? Jóhannes Atlason. þjálfari Fram: — Þetta var opinn leikur og fiörugur. Það er ekki oft sem lið ÍA á í svona basli með lið. Eftir að ÍA skoraði tókum við áhættu, opnuðum vörnina full míkiö vegna þess hve við reynd- um að sækja stíft. Við nýttum illa tækifæri okkar. ÍA-liöiö verður seint í gang að mínum dómi en þaö verður stígandi í því. Hörður Helgason þjálfari ÍA: — Ég er ánægður með sigur- inn. Við lékum ekki nógu vel í fyrri hálfleik en það breyttist í þeim síðari. Fram er með gott liö og fær mörg stig í mótinu í sumar. Hver leikur í deildinni veröur baráttuleikur að mínu mati. JG/ÞR Úrslit ÚRSLIT í íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi urðu þessi: Fylkir — ÍK 3—0 Haukar — Ármann 0—1 Hafnir. — Víkverji 0—2 Augnablik — Drengur 3—4 Árvakur — Afturelding 1—0 Leiknir — Grótta 3—0 — ÞR. íslandsmót í lyftingum ÍSLANDSMÓT fulloröinna og unglinga í lyftingum (ólymp- ískum), verður haldið í dag, laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Fer mótið fram í hinu glæsi- lega íþróttahúsi Digranes- skóla í Kópavogi. Er þetta í fyrsta sinn sem lyftingamót er haldiö i Kópavogi. Meðal þátt- takenda á mótinu er Haraldur Ólafsson sem talinn er líkleg- ur keppandi á Ólympíu- leikunum í sumar og má búast við að hann reyni ákaft að ná góðum áiangri sem gæti tryggt honum farseöilinn til Los Angeles. Southampton í öðru sæti SOUTHAMPTON sigraði Notts County 3:1 í 1. deildinni ensku í fyrrakvöld og endaði því í öðru sæti deildarinnar. Steve Moran skoraði tvívegis fyrir Southampton og Dave Arm- strong eitt. Trevor Christie geröi mark County. — SH. titilvörnina á sigri Barist um bikarinn á Wembley í dag ÚRSLITALEIKUR ensku bikar- keppninnar fer fram á Wembley- leikvanginum í London í dag og hefst bein útsending frá honum í íslenska sjónvarpinu kl. 14.00. Klukkan 13.15 hefst sjónvarpiö og verða þá sýndir valdir kaflar úr ýmsum leikjum, til „upphitunar" fyrir áhorfendur. Elton John, tónlistarmaöurinn kunni og stjórnarformaður Wat- ford, hefur ærna ástæðu til að gleöjast þessa dagana og þó lið hans tapaði í dag þyrfti hann ekki að skammast sín. Saga Watford — liðsins sem Elton John hefur haldiö með síðan hann var smá- strákur — hefur veriö ævintýri lík- ust síðan 1977. Árið á undan varð John stjórnarformaður félagsins og 1977 réð hann Graham Taylor, ungan og metnaðargjarnan mann, sem þjálfara/ framkvæmdastjóra. Er Taylor kom til Watford var liöið í 4. deild, aöeins örfá þúsund manns komu venjulega á leiki þess og litlir peningar voru í kassanum til leikmannakaupa. Tveimur árum síöar vann Watford 4. deildina og fimm árum eftir að Taylor tók við liðinu var þaö komið í 1. deild. Á fyrsta ári sínu i deildinni náði Wat- ford þeim frábæra árangri að lenda í öðru sæti á eftir Liverpool. í vetur höföu meiösli leikmanna áhrif á leik liösins en þrátt fyrir það hafnaði liðiö í miðri deild. Nú eru átta ár liðin síöan Taylor kom til Watford — og óhætt er að segja að dagurinn í dag sé sá stærsti í sögu félagsins. Að komast i úrslit á Wembley er draumur allra liöa á Englandi. Watford leikur einfalda knatt- spyrnu — dæmigeröa enska knattspyrnu: „Kick and Run". Litið er lagt upp úr knatttækni og létt- leika miövallarleikmanna heldur hugsaö um að koma knettinum sem fyrst fram á völlinn frá vörn- inni til hinna eldfljótu og leiknu framlinumanna. Þekktasti leikmaður Watford er John Barnes, tvítugur Jamaica-búi meö enskan ríkisborgararétt. Hann hefur leikiö í enska landsliö- inu. Stórskemmtilegur útherji sem á framtíöina fyrir sér. Skotinn Maurice Johnston hefur gert það gott hjá Watford eftir að hann kom frá Partick Thistle um miöjan vetur og hefur gert 23 mörk. Lið Everton hefur tekiö miklum tramförum á undanförnum mánuð- um. Howard Kendall, sem á árum áður lék með liöinu — m.a. er liðið varð enskur meistari 1970 — hefur byggt upp mjög skemmtilegt liö á Goodison Park, og síöasta stykkið í púsluspili hans var miðvallarleik- maöurinn Peter Reid, sem hefur gjörbreytt leik liösins. Hann var rétti maðurinn á miöjuna til aö róa niður leikinn þegar meö þarf — stjórna ungu strákunum. Andy Gray hefur einnig leikiö mjög vel i framlínu Everton-liösins eftir aö hann var keyptur frá Wolv- es. Stór og sterkur leikmaöur. Graeme Sharp og Adrian Heath hafa notiö góös af óeigingirni og styrk Gray i framlínunni og hafa þeir leikiö vel undanfariö. Þess má geta aö Everton hefur „haldið hreinu" — þ.e. ekki fengiö á sig mark — í níu af siöustu fjórtán leikjum. Vörn liðsins er sterk og markvörðurinn Neville Southall hefur reynst betri en enginn i vet- ur. Bæði lið æföu á Wembley í vik- unni. „Það var gott að fá að æfa á vellinum. Nú vitum viö hvernig völl- urinn er — við skoðuöum búnings- herbergin og allar aöstæöur; eini munurinn veröa áhorfendurnir 100 þúsund," sagði Graham Taylor, stjóri Watford. Liðin sem leika á Wembley í dag verða þannig skipuð: Everton: Neville Southall, Gary Stevens, Derek Mountfield, Kevin Ratcliffe, John Bailey (fyrirliði) — Peter Reid, Kevin Richardson, Adrian Heath, Graeme Sharp, Andy Gray og Trevor Steven. Varamaður: Alan Harper. Watford: Steve Sherwood, Dav- id Bardsley, Neil Price, Les Taylor (fyrirliði), Steve Terry, Sinnott, Nig- el Callaghan, Maurice Johnston, George Reilley, Kenny Jackett og John Barnes. 300 milljónir manna horfa á leik- inn í beinni útsendingu í sjónvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.