Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 33 100 ára í dag: Ingibjörg Daðadótt- ir í Stykkishólmi „Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum: fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum." (Steingrímur Torsteinsson) í dag er systir mín, Ingibjörg Daðadóttir, Arnatúni 3 í Stykkis- hólmi, 100 ára. Hún fæddist á Dröngum á Skógarströnd 19. maí 1884, dóttir hjónanna Maríu And- résdóttur frá Flatey á Breiðafirði og Daða Daníelssonar frá Litla- Langadal á Skógarströnd. Ingibjörg var næstelst í stórum systkinahópi, og lenti því mikið á henni að annast yngri systkin sfn, ásamt ýmsum öðrum störfum bæði utanbæjar og innan. að upp- lagi var hún mjög viljug, hjálpsöm og samviskusöm. Hún vann á heimili foreldra sinna til fullorð- insára og fór með þeim er þau fluttu frá Dröngum að Narfeyri vorið 1901. 19. desember 1908 giftist hún Sigurði Magnússyni, f. ( apríl 1880. Sigurður var frá ísafirði, en ólst upp á Ytra-Leiti á Skógarströnd frá átta ára aldri, eða um það bil. Þegar þau giftu sig höfðu þau setið í festum í þrjú ár. Um þetta leyti bjuggu þau í Reykjavík, en Sigurður stundaði mikið sjóinn. Hann lærði smfðar og vann eitt- hvað við þær. Vorið 1911 fluttu þau að Ytra-Leiti á Skógarströnd og hófu þar búskap með fáar skepnur á hluta af jörðinni. Vorið 1912 fluttu þau að Setbergi í sömu sveit, og bjuggu þar f tvíbýli á móti foreldrum okkar í þrjú ár. Vorið 1915 tóku þau Kársstaði í Helgafellssveit til ábúðar. Þau voru bæði skepnuvinir, fóru vel með búpening sinn og höfðu góðan arð af honum. Auðvitað höfðu þau af erfiðum árum að segja f búskapnum eins og aðrir, t.d. frostavetrinum 1917—18 og snjóavetrinum mikla 1919—20. En þau voru samhent, áhugasöm og dugleg svo að allt fór þetta vel hjá þeim. Þau bættu jörðina mikið, bæði að húsakosti, girðingum og túnræktun. Þau voru mjög gestrisin, og þótti öllum gott að koma á heimili þeirra og njóta þar góðra veitinga, alúðar og skemmtilegra viðræðna. Vorið 1937 hætta þau sveitabú- skap sinum og flytjá frá Kárs- stöðum. Fóru þau þá að Barkar- stöðum f Fljótshlíð til Maríu dótt- ur sinnar og Sigurðar Tómasson- ar, manns hennar, og voru þau þar eitt ár. 1938 flytja þau til Stykk- ishólms og fóru að halda þar heimili f félagi við dóttur sfna, Að- alheiði, og mann hennar, Stefán Siggeirsson. Þeir tengdafeðgarnir stækkuðu lítið timburhús, sem yngri hjónin bjuggu í, svo að það gæti dugað báðum fjölskyldunum. Sú eina krafa, sem Ingibjörg gerði í sam- bandi við þessar framkvæmdir, var að hún fengi herbergi fyrir móður sfna svo að hún gæti tekið hana til sín og annast hana í ell- inni. Þegar húsið var tilbúið, fór móðir okkar til hennar, og annað- ist hún hana af mikilli alúð og fórnfýsi öll árin til dánardægurs hennar 1965. Aliir á heimilinu voru móður okkar mjög elskulegir, og fór svo vel um hana þarna sem best gat verið. Sigurður var greindur maður og mjög ábyggilegur, og voru honum því falin ýmis trúnaðarstörf í sveitinni, meðan hann bjó á Kársstöðum. Hreppstjóri var hann f Stykkishólmi f rúma tvo áratugi. Margir góðir gestir komu á heimili þeirra Sigurðar og Stef- áns, og naut móðir okkar þess að ræða við þá, því hún var félags- lynd. Ég held þeir hafi lfka haft gaman af að tala við hana. Hún var minnug og kunni frá mörgu að segja. Hólmarar sýndu móður okkar Eftir undirritun samkomulags um alhliða vátryggingarvernd. Frá vinstri: Ingi R. Ilelgason, forstjóri BÍ, Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, Matthías Pétursson, deildarstjóri hjá BÍ, og Gunnar Jónsson, umboðsmaður BÍ, á ísafirði. Ljósm. Úlfar. Brunabót tryggir börn og bæjarfulltrúa á ísafirði ísafirði, 15. maí. í DAG var undirritaður á ísafirði samningur milli Brunabótafélags íslands og ísafjarðarkaupstaðar um alhliða vátryggingarvernd í flokki sveitarstjórnatrygginga. Ymis nýmæli eru í þessum tryggingum, m.a. tryggingar skólabarna við nám og á leið úr og í skóla, tryggingar á bæjarfulltrúum við störf á vegum bæjarfélagsins heima og heiman og tryggingar á lausafé jafnvel þótt ekki sé búið að tilkynna tryggingarfé- lagi um kaup lausafjárins. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi, sem aðilar efndu til f dag. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á Isafirði, gerði grein fyrir samningunum, en Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags íslands, skýrði frá undirbúningi þessara nýju trygginga, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar á íslandi. í stuttu máli má segja að bruna- bótafélagið hafi skipt í einingar allri þörf sveitarfélagsins til trygginga, síðan taki hvert sveit- aiifélag afstöðu til áhættu hvers liðs. Isafjörður er 29. sveitarfé- lagið, sem undirritar samning að þessu tagi við BÍ, en fulltrúar félagsins bjuggust við að öll sveitarfélögin, sem tryggja hús- eignir hjá félaginu, 160 að tölu, muni taka þessar tryggingar, en 94% brunabótaskyldra húseigna utan Reykjavíkur eru tryggðar hjá BÍ. Áætluð tryggingariðgjöld ísa- fjarðarkaupstaðar af þessari tryggingu eru um 500.000 á ári auk söluskatts og viðlagasjóðs- KÍalds. Úlfar. mikla vinsemd og sóma með þvf að gera hana að heiðursborgara Stykkishólms á 100 ára afmæli hennar. Ingibjörg hafði mikið upplag fyrir að veita öðrum aðstoð ef hún hélt að þeir byggju við einhverja örðugleika. Nutum við hjónin oft þeirrar umhyggju hennar, bæði í veik- indatilfellum og eins þegar börnin okkar voru að fæðast. Eftir þeim mundi hún líka og sendi hún þeim oft bæði sokka og vettlinga. Sömu hugulsemi hennar hafa sonar- bðrnin okkar f Stykkishólmi notið. Fyrir þetta og alla ástúð og um- hyggju, sem hún hefur alltaf auð- sýnt okkur, færum við henni okkar bestu þakkir. Erfiðleikar lífsins fóru ekki framhjá Ingibjörgu. Hún varð fyrir þeirri sorg, að tvær dætur hennar, tengdasonur og dóttur- dóttursonur dóu af slysförum. Öllu þessu tók hún með stillingu og trausti á miskunn guðs og handleiðslu. Um Guðrúnu Einarsdóttur f Miðbæ f Flatey, langömmu Ingi- bjargar, segir Matthías: „Guðrún móðursystir mfn f Miðbæ var, að ég hygg, einstök að hjálpfýsi og gæsku, því fremur sem hún eins og vissi það ekki sjálf, og hafði frem- ur lítil efni.“ Um Þóru móður sína segir hann: „Miklu betur kunni hún að stilla og temja skapsmuni sína en hin systkin hennar við skapraunir." Svo heldur hann áfram: „Guðrún f Miðbæ systir hennar komst henni jafnlangt eða eitthvað lengra í mannkærleika, eða í að fórna sér og sfnu fyrir aðra.“ Því set ég þessi ummæli Matthíasar um Guðrúnu lang- ömmu Ingibjargar hér, að mér finnst þetta vera alveg rétta lýs- ingin á henni. Fimm dætur eignuðust þau Ingibjörg og Sigurður og tel ég þær hér eftir aldri: María, f. 20 sept. 1909, giftist Sigurði Tómas- syni, bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð. Aðalheiður, f. 10. júlí 1912, giftist Stefáni Siggeirssyni, afgreiðslumanni, Stykkishólmi. Guðbjörg, f. 16. ágúst 1914, ljós- móðir f Reykjavík. Jófríður, f. 13 des. 1916, giftist Bjarna Svein- björnssyni sjómanni f Stykkis- hólmi. Agústa, f. 3. ágúst 1925, gift Baldvin Ringsted tannlækni á Ák- ureyri. Þau Sigurður og Ingibjörg áttu gimsteinsbrúðkaup 19. des. 1983. Ingibjörg er í heimili með Aðal- heiði dóttur sinni og nýtur góðrar umönnunar hennar. Hún heldur nokkuð vel andleg- um hæfileikum sínum, fylgist með tímanum og nýtur þess, að ræða við vini sína og kunningja þótt heyrnin sé farin að dofna. Sjónin er orðin léleg. Líkamsþrekið orðið lítið, en hún hefur fótavist. Hjartans þakkir frá okkur Sig- urlaugu og börnum okkar fyrir allt gott. Guð gefi þér friðsælt ævikvöld. Guðmundur Daðason Nýr sykurlaus appelsínu drykkur Nýjung! Sætiefniö Nutra Sweet er notaö í Topp TOPP appelsínu drykkur Fæst í öllum matvöruverslunum SÓL H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.