Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984 itOsm&ö oaáQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 243. þáttur Ragnar Lár á Akureyri sendir mér nokkrar „ambög- ur“, og má ég ráða hvað ég geri við þær. Fyrst hefur hann skráð: „Það eru fljót að skipast veður í lofti.“ Þetta er ekki beinlínis ambaga, en útflött gerð máls- háttarins: Skjótt skipast veður í lofti. Sögnin að skipast merkir hér að breytast, taka á sig aðra skipan, annað skipulag. Ætli sögnin að skipta(st) sé ekki af sama stofni? „Að ræsa fimmtíu og tvær keppendur.“ Keppandi er auð- vitað karlkynsorð, svo að þarna ætti að vera tvo, en ekki tvær. Aftur á móti má hugsa sér að til væri fuglategund sem bæri heitið keppönd, flt. keppendur eða keppandir. Endur má temja. Því er hugsanlegt að ræsa fimmtíu og tvær keppendur, t.d. í kappflug. „Daginn er tekið að lengja og snjóinn að bráðna,“ hefur Ragnar Lár upp úr Popphólf- inu. Þarna hefur mönnum ekki verið ljós munur persónulegra og ópersónulegra sagna. Dag- inn lengir (ópersónulegt), en snjórinn bráðnar (persónulegt). „Hann langar til að heyra unga stulku, Björku Guð- mundsdóttir, syngja." Vafa- samt er hvort hafa skuli u-hljóð í þágufalli orðsins björk, jafnvel þó að gert sé að skírnarnafni kvenna og mætti þá hafa hliðsjón af Björg og öðrum nöfnum í þeim beyg- ingaflokki. Hitt telst tvímæla- laust rangt mál, að hafa þágu- fallsmyndina dóttir í staðinn fyrir dóttur. Þvílík áhrifsbreyt- ing út frá nefnifalli er þó alls ekki fátíð, hvorki fyrr né síðar. „Hér er það sungið af karla- kórnum Þrestir í Hafnarfirði." Kemur nú að talsverðu vanda- máli, þ.e. hvort beygja skuli einkunnir, þegar þær eru sér- nöfn, eins og Þrestir í fyrr- greindu dæmi. Meginregla Bjarnar Guðfinnssonar var sú að beygja skyldi þvílíka ein- kunn, ef hún væri eitt orð, síð- ur ef heitið væri samsett af fleiri orðum. Hefur um þetta verið fjallað rækilega hér í þættinum áður. í dæminu hér á undan er ég í vafa, af því að heiti kórsins er í fleirtölu. Enginn vafi væri, ef kórinn héti Þröstur. Þá myndi ég segja að lagið væri sungið af karlakórnum Þresti. En þar sem ekki er samræmi milli eintölunnar karlakór og heitis- ins Þrestir, hygg ég að ég léti kyrrt liggja, það sem í dæmi Ragnars stendur. Ég myndi sem sagt síður segja: Lagið er sungið af karlakórnum Þröst- um í Hafnarfirði. Umsjónarmaður hefur svo sjálfur skráð hjá sér þrjár „ambögur" úr fréttum útvarps og sjónvarps: 1. „Best þjálfaðasta fólkið." Hér er tvöföld stigbreyting. Rétt væri: Best þjálfaða fólkið. Þetta minnir óneit- anlega á staglið um hina lægst launuðustu. 2. „Klukkan ekki orðin há- degi.“ Þarna finnst umsjón- armanni ótækt að sleppa orðunum „tólf á“. 3. „Rætt var um stöðvun her- væðingu." Hér á auðvitað að vera stöðvun hervæðingar, og er margrætt um eignar- fallsfælni af þessu tagi áð- ur. •k Umsjónarmanni þykir sem fjölmiðlar ríkisins eigi að vera til fyrirmyndar um málfar og hefur hann sent sjálfum sér eftirfarandi bréf: „Sífelldar aðfinnslur verða mönnum síst til uppörvunar. Þessi setning úr gömlu staf- setningarverkefni rótfestist í mér, þegar ég kenndi undir landsprófið sæla. Vertu gætinn í gagnrýni og ör á hrós, segir í siðareglum alþjóðahreyfingar sem skotið hefur seigum rótum á íslandi. Ég hef mikið hugsað um þetta, það er að segja um hið fagra fordæmi fremur en víti til varnaðar. Mér kemur þetta oft í hug í sambandi við íslenskt mál. Mér er ljóst að þáttur minn hér í blaðinu hefur gert meira að því að setja út á en sýna fyrirmyndir. Oft fer þó hvort tveggja saman, dæmi tekin bæði af hinu lakara og hinu sem má vera til fyrirmyndar. Og fyrirmyndartextar hafa birst. Ég tók mjög vel eftir loka- þætti Sigurðar Jónssonar um daglegt mál í útvarpinu. Sá þáttur þótti mér að mörgu skynsamlegur. Við vitnum löngum í Odd Gottskálksson og Guðbrand Þorláksson um hið góða fordæmi og það með réttu. Hvernig megum við rækja það og gjalda þeim þakkarskuldina? Þakkarskuldina við þá og aðra málvarnarmenn getum við auðvitað skilvíslegast gold- ið með því að tala og rita sem best mál, hvert og eitt. En svo er það um hið góða fordæmi, fyrirmyndina. Og nú reyni ég að færa í letur eina hugmynd af mörgum sem bor- ið hefur fyrir sjónir mér. Menningarsjóður hefur gefið út bækur sem borið hafa heitið íslenskar úrvalsgreinar. Hann hefur einnig gefið út úrval ljóða frá síðustu áratugum. Nú er uppástunga mín sú að sjóð- urinn gefi út úrval óbundins máls árlega, greinar, ræður, jafnvel bókarkafla, sögur og svipmyndir. Einhverjir glögg- skyggnir menn verði til kvadd- ir að fara yfir árennilegasta lesmál fyrra árs og velja síðan nokkrar, eigum við að segja 10—20, greinar og kafla sem kæmu út undir áðurgreindu nafni. Með þessu væri að sjálf- sögðu ekki sagt að þetta væri 10—20 bestu greinar á ís- lensku máli þetta árið, heldur aðeins það sem í heitinu felst, að þetta sé úrval. Greinarnar og höfundar þeirra hefðu með þessu fengið vissan gæða- stimpil. Hér skal einnig lagt til að höfundarnir fengju ekki að- eins þessa viðurkenningu, heldur og nokkra fjárhæð, ekki minni en 25 þúsund krónur. Hvort tveggja má verða mönn- um til uppörvunar. Mikill vandi hlýtur að vera að taka saman þess konar úr- val sem hér er gert ráð fyrir, en vegsemd má fylgja þeim vanda, og þetta er ekki óframkvæmanlegt. í fé og fyrirhöfn er ekki horfandi, þegar beita skal áhrifum upp- örvunar til þess að vernda og fegra mál okkar og treysta svo þjóðernið. Gott ætti það að vera kennurum og öðrum leiðbeinendum að geta vitnað til fyrirmynda úr nútímanum í stað þess að nefna helst forn- sögur, Vídalínspostillu og Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Gagnslítið er að segja við menn að þeir skrifi eða tali lít- ilsiglt, lágkúrulegt eða jafnvel rangt mál, ef ekki er jafnharð- an hægt að sýna þeim með dæmum hið gagnstæða." Stefáni Þorlákssyni, stödd- um í Þýskalandi, þótti það ljóður á ágætri þýðingu enskri á Afi minn fór á honum Rauð, að sú þýðing varð ekki sungin með sama lagi og frumtextinn. Hann snaraði því þeim góða texta á þýsku. Af tæknilegum ástæðum eru stuðlarnir í fyrstu braglínu ekki alveg eins máttugir og í þriðju, en þar á móti kemur nú sú kveðandi sem notaleg hlýtur að vera ís- lenskum eyrum, hvað sem Þjóðverjum líður: Opa mein ritt auf dem Rot, Richtung náchstes Stadchen; holte Wein und Honigbrot, helles Bier und Mádchen. Messu- kaffi Seyð- firðinga Seyðfirðingafélagið í Reykjavík heldur messukaffi í Bústaðakirkju eftir guðsþjónustu, sem hefst kl. 14 á morgun, sunnudag. Væntir félagið þess að sem flestir Seyðfirðingar á höfuðborg- arsvæðinu mæti þar, en þangað er sérstaklega boðið öllum 70 ára og eldri. Sjávarlóð Lóö á sunnanveröu Seltjarnarnesi til sölu ef viöun- andi tilboö fæst. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: „Lóö — 773“. 1= FLÓKAGÖtU1 ^ SÍ1VII 24647 Parhús Við Heiöargerði á 2 hæðum. 7 herb., 2 eldhús, tvíbýlisaöstaða. Svalir. Samtals 215 fm. Auk þess bílskúr, 26 fm. Nýleg vönduð eign. Engihjalli 4ra herb. sérstaklega vönduð falleg endaíbúð á 4. hæð. Tvennar svalir. Engihjalli 3ja herb. rúmgóð íbúð í góöu standi. Suðvestursvalir. Helgi ólatason, löggiltur fasteignatali, kvökfsimi: 21155. Hafnarfjörður Opið frá kl. 1—4 í dag Til sölu m.a. Álftanes 5—6 herb. einnar hæðar vand- að nýlegt steinhús. Tvöf. bíl- skúr. Fullfrág. lóð. Sogavegur — Reykjavík Múrhúðað vandað timburhús, kjallari, hæö og ris aö grunnfleti 60 fm. Stór lóð. Heimilt að byggja nýtt hús á henni. Skerseyrarvegur 5 herb. steinhús á einni hæð á mjög rólegum stað. Hverfisgata 5 herb. járnvarið timburhús, hæö og kjallari. Falleg lóö. Gunnarssund 4ra herb. timburhús, hæð og kjallari, ný standsett. Ölduslóö 3ja herb. góð íbúð á neöri hæð í tvíbýlishúsi. Öldutún 6 herb. sérhæð 150 fm. Allt sér. Bílskúr. Hólabraut 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvibýlishúsi. Allt sér. Bílskúr. Hólabraut 3ja herb. íbúð í fjöltjýlishúsi. Sléttahraun 2ja herb. íbúö á 3ju hæð í fjöl- býlishúsi. Ákveöin sala. Kelduhvammur 3ja herb. 90 fm risibúð. Mikið útsýni. Fagrakinn 4ra til 5 herb. glæsileg íbúð á neöri hæð i tvibýlishúsi. Allt sér. Bílskúr. Langeyrarvegur 3ja—4ra herb. nýstandsett lítiö timburhús, hæð og kjallari. Nönnustígur 7 herb. fallegt járnvarið timb- urhús, hæð, kjallari og ris. Hús- ið allt nýstandsett. Hólabaut 6 herb. nýlegt parhús með innb. bílskúr. Möguleiki á 2ja herb. íb. í kjallara. Móabarö Stór 2ja herb. íb. á neðri hæö í tvíbýli, með bílskúr. Holtsgata 2ja herb. risíbúð í trmburhúsi. Fjöldi annarra eigna á sölu- skrá. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, s: 21870,20998 Opiö kl. 10—15 Njálsgata | 35 fm einstakl íbúð, vel um- gengin og snyrtileg. Verð 650 þús. 2ja herb. Asparfell Falleg ibúð á 4. hæð. Verð 1250—1300 þús. Hraunbær 65 fm falleg íbúð á 3. hæð, suð- ursvalir. Verð 1350 þús. 3ja herb. Stelkshólar 86 fm góð íbúð á 1. hæö. Verð 1650 þús. Njálsgata 90 fm góð íbúð í steinhúsi. Suö- ursvalir. Verð 1550 þús. Engihjalli 94 fm rúmgóð íbúð á 2. hæð. Verð 1600 þús. 4ra—6 herb. Rofabær 110 fm íbúð á 2. hæð. Nýtt gler. Suðursvalir. Verð 1800 þús. Blönduhlíö 130 fm falleg ibúð á 2. hæð. Tvennar suðursvalir. Verð 2,7 millj. Hraunbær 110 fm falleg íbúö á 1. hæð. Vandaðar innr. Suðursvalir. Verð 1900 þús. Einbýlishús og raðhús Hraunbær 137 fm falleg eign á einni hæð. 4 svefnherb. Blómaskáli. Ath.: Búið að lyfta þaki. Bílskúr. Verö 3,1 millj. Flúðasel 200 fm á þremur hæöum. Góð- ar innr. Vandað hús. Verö 3,4 millj. Sogavegur Rúmlega 100 fm parhús, mikið endurnýjað. Verð 2,4 millj. Tjarnarflöt 240 fm eign á góðum stað. Vandað hús. Arinn. Stórt yfir- byggt garðhús. Mikill trjágróö- ur. Verð 5,8 millj. Garðsendl Vandað 260 fm hús á góöum stað. Stór bílskúr. Fallegur garður. Verð 4,7 millj. í byggingu Ofanlelti Eigum ennþá nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir á einum besta stað bæjarins þar af tvær íbúðir með sérinng. íbúðirnar afh. tilb. u. trév. i júní '85. Reykás Penthouse tilb. undlr tréverk. Stórskemmtileg eign á tveimur hæðum. Húsið er sérlega vel byggt. Góður bílskúr. Mikið út- sýni. Suðursvalir. Verö 2,5 millj. Leirutangi 150 fm rúmlega fokhelf einbýl- ishús. Verð 1950 þús. Heiönaberg 140 fm endaraðhús á miklum útsýnisstað. Afh. frág. að utan og fokh. að innan. Innb. bílskúr. Verð 2,2 millj. m Hilmar Valdimaraaon, a. 667225. ðlafur R. Gunnarsaon, viðak.fr. Helgi Már Haraldsson, s. 78058.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.