Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 17 Neskaupstaður: Jóhannes og Lúðvík láta af stjórnar- formennsku — Kristinn V. Jóhannsson stjórnarformaður SVN AÐALFUNDIR Samvinnufélags út- gerðarmanna í Neskaupstað og dótt- urfyrirtækja þess, Síldarvinnslunnar og Olíusamlags útgerðarmanna, voru haldnir í Neskaupstað síðastlið- inn miðvikudag. Jóhannes Stefáns- son lét þá af stjórnarformennsku í SVN og Lúðvík Jósepsson lét af stjórnarformennsku í SÚN. Kristinn V. Jóhannsson var kjörinn stjórnar- formaður SVN, en stjórn SÚN hefur ekki skipt með sér störfum. Jóhannes Stefánsson hefur setið í stjórn SVN frá upphafi eða í 27 ár og gaf hann ekki lengur kost á sér. í stjórnina í stað hans kom Jón Finsson. Lúðvík Jósepsson hefur verið stjórnarformaður í SÚN frá 1946 og gaf ekki lengur kost á sér til setu í stjórninni. Guðmundur Bjarnarson kemur því inn í stjórnina. Lúðvík var ennfremur varamaður í átjórn SVN, en gaf ekki heldur kost á sér þar. Á stjórnarfundi SVN var ný- kjörnum stjórnarformanni og framkvæmdastjórum fyrirtækis- ins falið að leita nýs fram- kvæmdastjóra í stað ólafs Gunn- arssonar, sem lætur af störfum síðar á þessu ári. Kærir vegna skrifa í Mbl. Jón Oddsson, hrl., hefur fyrir hönd Guðmundar Baldurssonar, lögregluþjóns, kært ólaf Þor- steinsson, viðskiptafræðing, fyrir skrif um „Skaftamálið" svokallaða í Mbl. 9. maí síðastliðinn og 1. des- ember 1983. Jón telur að skrif Ólafs séu ærumeiðandi fyrir um- bjóðanda sinn og hefur hann beðið embætti ríkissaksóknara um opinbera rannsókn. Jón telur, að skrif Ólafs í garð umbjóðanda síns séu ærumeiðandi, sérstaklega þar sem lögregluþjónarnir þrír voru sýknaðir í Sakadómi Reykjavíkur af því að hafa valdið Skafta Jóns- syni, blaðamanni, áverka þegar hann var handtekinn í Þjóðleik- húskjallarnum í vetur. TOYOTA Við kynnum ÁRNAJONSSON og GUÐNÝJU JÓNU EINARSDÓTTUR sölumenn Toyota bifreiða. Líttu við hjá þeim í Hafnarstrætinu, þar sem við höfum opnað nýjan sýningarsal, - ekki stóran að vísu, en stórglæsilegan. Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00 og laugardaga í maífrákl. 10.00-13.00 TOYOTA TOYOTA 0*1 Söludeild Hafnarstræti 7 101 REYKJAVÍK Sími 91 25111 MALLORKA Ingimar Eydal á MALLORKA OtKXVTHC Feröaskrifstofa, lönaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. Ingimar Eydal og hljómsveit hans ætla til Mallorka á vegum Atlantik þann 25. júlí. Auövitaö ætla þeir aö njóta Vivíldar og sleikja sólskiniö eins og aörir, en auk þess munu þeir leika fyrir dansi á gististööum Atlantik og skemmta löndum sínum. Eyjan góöa skartar sínu fegursta í júlí. Þaö er 29 stiga meöalhiti, gola og volgur sjór, og íbúöahótel Atlantik bregöast aldrei. Feröastu í góöum félagsskap ... m ))k 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.