Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984 31 Bridge Arnór Ragnarsson Tilkynning um val á landsliðum Landsliðsnefnd Bridgesam- bands fslands hefur nú valið landslið, sem keppa munu á Norðurlandamóti í opnum flokki og kvennaflokki, og á Evrópu- móti yngri spilara. Norðurlanda- mótið verður haldið í Danmörku um miðjan júní, en Evrópumót yngri spilara í Belgíu í júlí. Lið- in, sem valin voru, skipa eftir- taldir spilarar. Norðurlandamót — opinn flokkur: Sævar Þorbjörnsson, fyrirliði, Hörður Blöndal, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson. Norðurlandamót — kvennaflokkur: Kristjana Steingrímsd. fyrirliði, Halla Bergþórsdóttir, Ester Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir. Evrópumót yngri spilara: Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson, Sturla Geirsson. Vegna bréfs frá fjórum af ís- landsmeisturum f móti yngri spilara, sem birst hefur í blöð- um, en ekki hefur borist BSÍ eða landsliðsnefnd þess, vill lands- liðsnefnd aðeins taka fram, að f bréfinu er öll röksemdafærsla reist á þeim misskilningi, að sig-. ur á íslandsmóti veiti jafnframt rétt til vals f landslið. Síðan tek- inn var upp sá háttur að keppa sérstaklega um íslandsmeistara- titil yngri spilara hafa verið val- in 3 landslið. í hvorugt hinna skiptanna var sveit íslands- meistaranna valin í heilu lagi. Raunar þekkja landsliðsnefnd- armenn, en minni þeirra nær alllangt aftur, aðeins eitt dæmi um að íslandsmeistarar hafi verið valdir í landslið sem slíkir. Úrslit á íslandsmótum hafa auð- vitað áhrif á val landsliðs, en þar þarf þó að taka mörg atriði önn- ur til greina. Að öðru leyti mun nefndin ekki ræða þetta mál frekar í blöðum. Bikarkeppni BSÍ Bikarkeppni BSl er spiluð yfir sumarmánuðina og lýkur með undanúrslitum og úrslitum í haust. Hún er öllum opin og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist til Jóns sími 18350 eða 77223 fyrir kl. 17.00 mánu- daginn 28. maí 1984. Sigurvegar- ar á mótinu í ár vinna sér að öllum líkindum rétt til að spila í Bikarmeistarakeppni Norður- landa sem fyrirhugað er að halda í Svfþjóð sumarið 1985. Þátttökugjald er kr. 2000 á sveit, 80 prósent af þátttökugjöldum renna í sjóð til að greiða niður ferðakostnað þeirra sveita sem þurfa iangt að fara til að spila leikina sína. 1. umferð: ljúka þarf léikjum fyrir 7. júlí, verði fleiri en 32 sveitir þarf að ljúka 1. umferð fyrir 25. júní. 2. umferð: ljúka þarf leikjum fyrir 12. ágúst. 3. umferð: ljúka þarf leikjum fyrir 16. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð á Hótel Loftleiðum 29. og 30. sept. Bridgefélag Kópavogs Vetrarstarfi félagsins lauk fimmtudaginn 17. maí þegar þriðja og síðasta umferð vortví- mennings var spilaður. Úrslit í keppninni urðu: Valdimar Þórðarson — Guðmundur Þórðarson 717 Vilhjálmur Sigurðsson — Vilhjálmur Vilhjálmsson 705 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 698 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 697 Meðalskor 630 stig. Aðalfundur BK verður hald- inn laugardaginn 19. maí kl. 14.00 í Þinghóli við Hamraborg. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf. Eftir fundinn verð- ur rúbertukeppni með útslátt- arfyrirkomulagi og verða góð verðlaun veitt. Stjórn BK vill þakka öllum sem tóku þátt í starfi félagsins og spiluðu á mótum þess í vetur og vonast til að sjá sem flesta að hausti. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 15. maí hófst firmakeppni félagsins, með þátttöku 40 spilara. Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Röð efstu fyrirtækja er þessi: Litaver (spilari Bergur Ingimundarson) 119 Kjötborg (spilari Ragnar Hermannsson) _______ 112 Hreiðrið (spilari Guðmundur Samúelsson) 106 Askur (spilari Bjarni Ásmundsson) 102 Valgarður (spilari Sigurður Björnsson) 102 Efnal. Hraðhreinsun (spilari Sigfús Skúlason) 101 Næsta þriðjudag lýkur firma- keppninni og eru spilarar hvatt- ir til að mæta, sérstaklega þeir sem spila fyrir fyrirtæki. Spilað er í Gerðubergi og byrj- að kl. 19.30 stundvíslega. Bflasýning í dag frá kl. 1—5. Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu Tökum vel meö farna Lada upp í nýja Mest seldi bíllinn Verðlisti yfir Lada-bifreiðar fyrir handhafa örorkuleyfa. Lada 1300 kr. 106.600 Lada 1200 stationkr. 113.600 Lada 1500 stationkr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canda kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Sífelld þjónusta Verö við birtingu auglýsingar kr. 183.000.- Lán 93.000.- Þér greiðið 90.000.- Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. SUDURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 31236 0964 ffitrgfrn 1984 Sixmnýti Z, símí 30580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.