Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 35 Æðarræktendur í Dalasýslu og A-Barðastrandarsýslu: Varað við örri fjölgun vargfugla Miðhúsum, 17. maí. NÝLEGA var haldinn aðalfundur æðarræktarfélagsins Æðarvé að Reykhólum. Félagssvæðið nær yfir Dalasýslu og Austur-Barðastrand- arsýslu. Aðalefni fundarins var hin öra fjölgun vargfugla. Bent var á að mófuglum fækkaöi ár frá ári og æð- arfuglinn ætti í vök að verjast vegna ásóknar vargfuglsins. Á sama bás voru settir svartbak- ur, hrafn og örn. Talið var nauðsyn- legt, að arnarstofninn mætti ekki fjölga takmarkalaust á Breiðafjarð- arsvæðinu. Bent var á að flytja erni á svæði, þar sem þeir eru ekki fyrir, og gæti verið athugandi fyrir fugla- fræðinga að flytja eitt til tvö pör til Reykjavíkur, þyí þeir gætu orpið í Öskjuhlíðinni og á Vatnsendahæð. Samkvæmt upplýsingum þeirra er örninn hrææta, en tekur þó einstaka sinnum lifandi fæðu, og þann veizlu- kost gæti hann sótt á Tjörnina í Reykjavík. Ummæli voru höfð eftir Þorvarði Júliussyni, bónda á Söndum í Mið- firði, þess efnis, að senn verði ekkert eftir í lífríki íslands nema fuglvarg- ur, minkur, tófa og fuglafræöingar. Nú er sótt að æðarfuglinum og til dæmis var eftirfarandi tekið upp úr Náttúruverki, blaði ungra manna, sem eru að nema náttúrufræði við Háskólann, en þar styðjast þeir við ummæli lærifeðra sinna: „Ekkert dýr hefur valdið eins miklum skaða í lifríki landsins eins og æðarfuglinn. Hann verður þvf að teljast landsins mesta meindýr." Það er leiðinlegt að helzta menntastofnun landsins, Há- skólinn, skuli vera svo gersamlega slitinn úr tengslum við almenning og lífríkið. Því var þessi umsögn tekin alvarlega og sleggjudómar sem þess- ir verða ekki til þess að bæta sambúð bænda og þess fólks, sem ekki þekkir náttúru landsins nema af bókum. Gestur fundarins var Þorvaldur Björnsson, fulltrúi veiðistjóra. — Sveinn Þórdís Sigtryggsdóttir dregur úr réttum lausnum í sumargetraun Svala. Dregið í sumarget- raun Svala DREGIÐ var úr réttum svörum sem bárust í sumarkeppni Svala síðastlið- inn sunnudag, en fyrstu verðlaun í getrauninni var ferð fyrir tvo í hálf- an mánuð til Flórída. Auk þess voru veittir 25 aukavinningar, sem hver um sig er einn kassi af Svala. Spurt var um hversu margar al- þjóðaeiningar af C-vítamíni væru í því magni af Svala sem selt var í mars 1984 og var rétt svar: 82.371.000 einingar. Þá var spurt um magn af hreinum appelsínu- safa og hreinum sitrónusafa í því magni sem selt var á íslandi á sama tímabili og voru rétt svör: 27.560 lítrar af hreinum appel- sínusafa og 4.490 lítrar af hreinum sítrónusafa. Að endingu var spurt um hvenær Svali hafi komið á markaðinn og var rétt svar: í mars 1983. f fréttatilkynningu frá Sól hf. segir að þúsundir svara við spurn- ingunum hafi borist og alls hafi 1.457 svör verið rétt. Garðar ólafsson, Hamrahlíð 33, Reykjavík hlaut fyrstu verðlaun, hálfs mánaðar ferð til Flórída, og eftirtaldir aðilar fengu aukaverð- laun, einn kassa af Svala hver: Anna Sigríður Indriðadóttir, Hjarðarhaga 24, Reykjavík, Anna Viðarsdóttir, Hjallalandi 16, Reykjavík, Ástríður Hjörleifsdótt- ir, Suðurgötu 27, Keflavík, Birgir Jósafatsson, Vitastíg 6, Hafnar- firði, Einar Loftsson, Njálsgötu 71, Reykjavík, Guðjón Gunnars- son, Skagfirðingabraut 25, Sauð- árkróki, Guðlaugur Pálsson, Rauðalæk 27, Reykjavík, Guðrún Arnalds, Barmahlíð 13, Reykjavík, Guðsteinn Hreiðarsson, Túngötu 21, Seyðisfirði, Gunnar Gestsson, Hraunbæ 64, Reykjavík, Haraldur Aðalbjörnsson, Suðurgötu 27, Keflavík, Helga Skúladóttir, Birkigrund 8, Kópavogi, Hindrik Daníel Bjarnason, Giljaseli 13, Reykjavík, Hjörleifur Sveinsson, Vesturgötu 17, Reykjavík, Hrefna Halldórsdóttir, Núpabakka 15, Reykjavík, Ingólfur Hafsteinsson, Skólastig 16, Bolungarvik, Kristin Hróbjartsdóttir, Vesturgötu 17, Reykjavík, Kristin Viggósdóttir, Laugavegi 50b, Reykjavík, Krist- rún Arnardóttir, Bröttugötu 30, Vestmannaeyjum, Margrét Gunn- arsdóttir, Ásabraut 11, Keflavík, Sigurður Einarsson, Háholti 16, Keflavík, Sólveig Árnadóttir, Þór- ólfsgötu 6, Borgarnesi, Stefán G. Stefánsson, Látraseli 8, Reykja- vík, Þórður Þórðarson, Skagfirð- ingabraut 25, Sauðárkróki, og Þorsteinn Arnalds, Barmahlíð 13, Reykjavík. ^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! pl OT0unXiIah ih Hvao er gagnvarið tlmbur? Á vegum norræna timburvarnarráðsins - NTR - hafa verið samræmdir staðlar um flokkun gagnvarins timburs. FlokkurM FlokkurA FlokkurÐ Fyrir timbur sem nota á í sjó og vötnum, bryggjur og brýr, burðarvirki í jörð t.d. undir- stöður húsa og trévirki í vatnsyfirborðio.fl. Ætlaður trévirki í snertingu við jörð og burðarvirki sem verð- ur fyrir miklum raka utanhúss. Hentar vel í alla grófa smíði, svo sem girðingar, skýli, ver- andardekk, gróðurkassa og fl. Notist á f ullunnið timbur sem ætlað er til almennra nota utanhúss og sem er ekki í snertingu við jörð, svo sem glugga, dyrabúnað og klæðningar. Hversvegna allir þessir gagnvarnarflokkar? Gagnvöm er ekki aðeins gerð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fúa. Kostir hverrar aðferðar eru metnir með tilliti til væntanlegrar notkunar. Timbur í girðingarstaura og bryggjugólf þarfnast að sjálf- sögðu annarrar gagnvamar en viður í glugga og dyra- þúnað. Þegar um fínni smíði er að ræða skiptir stöðug- leiki svo og yfirborðsáferð miklu máli. Vatnsuppleysan- leg gagnvarnarefni veita vörn gegn fúa en vatn gengur eftir sem áður inn í viðinn. Breytilegt rakastig orsakar rúmmálsbreytingar og sprungur þegar viðurinn þornar. Yfirborð viðarins verður hrjúft. Sé krafist hámarks stöðugleika efnis eru notuð lífræn efnasambönd í olíuupplausn. Þar sem viðurinn mettast af olíunni varnar hún vatni leið inn í viðinn og stuðlar þannig að stöðugu, jöfnu rakastigi í viðnum sem er for- senda stöðugleika efnisins. Þetta er mikilvægureiginleiki timburs sem nota skal í glugga og hurðabúnáð. Hjá Ramma hf. qagnverium við meðolíuupplausn sam- kvæmtflokki B. Þessi aöferðgerirokkurmögulegt að fullvinna viðinn fyrir gagnvörnina. Þessi gagnvöm ver ekki aðeins gegn fúa, heldur tryggir hún stöðugleika efnis og 1. flokks yfirborðsáferð. glugga- og nurúaverksmiöja NJARÐVÍK, Sími: 92-1601. Skrifstofa í Reykjavík: Iðnverk hf, Nóatúni 17. Símar: 91-25930 og 91-25945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.