Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 45 Þakkir fyrir góða Sigurftur Demetz Franzson skrifar: Um daginn var mér undirrituð- um boðið að hlýða á tónleika Skagfirsku söngsveitarinnar er hún söng í Austurbæjarbíói undir stjorn hins nýja söngstjóra Björgvins Þ. Valdemarssonar. Tónleikarnir voru í alla staði hinir ánægjulegustu, söngurinn góður og vel samstilltur. Sérstaklega hreyfst ég af nýju lagi eftir söngstjórann sem frum- flutt var á þessum tónleikum. Lagið er samið við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi „Höfðingi smiðjunnar". Lagið var tónleika glæsilega flutt bæði af söngsveit- inni og hinum nýbakaða óperu- söngvara okkar, Kristni Sig- mundssyni. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir mjög góða skemmtun og hvet Björgvin eindregið til að semja fleiri svona falleg lög. Lesið vel ræður Jesú Árelíus Níelsson skrifar: Kæri Velvakandi! Mikið var ég undrandi, nærri hræddur, þegar ég sá hve stór- um stöfum nafnið mitt var prentað í Mogganum okkar á miðvikudaginn. Þetta er í fyrirsögn í langri grein, sem merkt er í upphafi háttlærðum fræðimanni, en að endingu með stöfum eða fanga- merki L.S. Það er því vandi að svara, en samt fljótgert. Jesús sagði: „Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, en ég segi yður“ (allt annað). „Ég er kominn til að uppfylla þessar lífsreglur, sem þið kallið lögmál." „Slái ein- hver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum.“ „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Eg bið fyrir Benjamín. Benja- mín eða L.S. Þetta er í fjallræð- unni. Hún er í Matteusarguð- undan yfirgangi. Að lokum spurn- ingin „Hvers eiga börnin að gjalda?" Þvf miður í þetta skiptið spjalli, kapítulum 5—7. Lestu þar vel og rétt. En í Mt. guðspjalli er líka önnur ræða eignuð Jesú. Hún er töluð til „Rétttrúnaðarins" og fylgjenda hans í ísrael á dögum Jesú. Nefnd Vér-ræða (Mt.23). Þar eru sömu orðin endurtek- in oft um þá sem binda sig erfi- kenningum, sem hann telur úr- eltar. Hann segir: „Vei yður þér fræðimenn og Farísear." „Þér hafið ónýtt orð Guðs (það er hinn sanna boðskap kærleikans) með erfikenningum yðar, lær- dómum sem eru mannaboðorð." Svo þakka ég þessum Benja- mín og L.S. fyrir þetta myndar- lega tilskrif og stóra nafnið mitt!! Bið allra heilla þeirra skoðun- um, sem veita svo mikið stolt, ánægju og hroka gagnvart smá- mennum og „fátækum í anda“, sem vilja aðeins segja af öllu hjarta: „Ég trúi á Jesú." guldu þau þeirra, sem áttu að leiðbeina þeim og gæta og gátu ekki agað sjálfa sig. P.s.: Bendi Benjamín einnig á Ijóð Páls postula um kærleikann I. Kor. 13. Kveðja Sigríður Eyjólfsdóttir skrifar: Ég sendi hér vísurnar sem beðið var um í þætti þínum. Höfundurinn er Axel Thor- steinsson og komu þessar vísur út í kveri sem heitir „Ljóð og sögur" og var það gefið út í Reykjavík árið 1916. KVKAJA Kg hugsa um pi£. vinur, on hlvl því cngan blund, er heyri’ eg myrkriú anda um kalda vetrar- stund Og höfúi mínu þreyltu éy halla á svæfilinn, er hrynja sorgartárin um crátna, fölva kinn. Kr einmana ég vaki o>» all er kyrt Oj* hljótt og ímyndunin reikar um hljóöa vetrarnótt, mér finst ég stundum heyra fótatakió þitt og finna hjaratslátt þinn vió sa róa brjóstió mitt. Med feginshuga, vinur, í för ég slóst meó þtr um fjöll og dali lífsins, um kólguþrunginn ver. (>g saklaus æskugleóin í sálum okkar hló, því sólin brosti í heiói í vorsins kyró og ró. Ifvert gullkorn sálar þinnar þú geymdir handa mér og göfga vildi eg alt þaó, sem var best í fari þér. I*u gafst mér ástir þínar, þú gafst — og aftur tókst, þaó get ég fyrirgefió. Kyrst nú mér alt er lóst. Kg gaf þér allt þaó besta, sem guó mér hafói veitt, en gleði mín er horfin, því nú er alt svo breytt. I»ú sóaóir því besta, er sál þín átti til, en svikavef þína ég ekki rekja vil. Kr vorió fagra kemur og vetur kaldur flýr um vanga þína leikur frá suóri blærinn hlýr, þá minstu þeirra tíma, er margan gleóifund í maí vió lifóum saman, um heióa og bjarta stund. Nú yfir hafió breióa ég hlýja rétti mund, því hugur minn er órór. ílg festi engan blund, því sál mín þráir frióinn og sumar bjart og hlýtt og sól og ást frá guói, er hjarta mitt fær þítt. Kg flýti mér aó kveója, ég finn aó máttur þver — og fegin vildi’ eg lifa mína hinstu stund meó þér. Kn guó, sem öllu ræóur, hann gæfi þér sinn frió og geisla ástar sinnar, þá ég er skilin vió. NOTAÐU FRÍDAGINN TIL AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ OKKAR HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA r ■■ BVS6AGNAH0LLIH BfLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK a 91-81199 og 81410 OPIÐ í dag til kl. 12.00. ”TORK undraklútinn Tork: bónar, þurrkar, hreinsar. Ennfremur bón og hreínsiefni Þvottakústa og slöngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.