Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 11 Og hvað svo? „Við byrjuðum hokur í Reykjavík, en svo var haldið vestur á átthagana. í 23 ár bjuggum við á Kársstöðum í Helgafellssveit. Þar fæddust okkur 5 dætur og eru nú 3 á lífi. Þær hafa allar verið okkur svo góðar að betur verður ekki á kosið.“ Þú segir 23 ár á Kársstöðum? „Já, það held ég ábyggilega, og ár- ið 1938 fluttum við til Stykkishólms. Þar var Theódóra systir mín og Ólafur Jónsson, maður hennar frá Garðsstöðum, búandi. Þau voru þau einu sem ég þekkti þá. í fjölda ára bjuggum við hjónin í sambýli við Aðalheiði dóttur okkar og mann hennar, Stefán Siggeirsson, og þegar hann lést á besta aldri héldum við áfram sambýli við Aðalheiði uns Sigurður fór á sjúkrahús fyrir rúm- um tveim árum. Og nú búum við hér tvær saman, ég segi búum við. Það er blessunin hún Aðalheiður sem sér fyrir öllu.“ Hvernig hefir þér líkað hér í Hólm- inum? „Þú þarft ekki að spyrja að því. Allir hér hafa verið mér góðir og það sýndi sig best þegar sorg knúði að dyrum.“ I»ú hefir þá unað þér vel hér? „Já, svo sannarlega, ekki vantar á það. Guð hefir gefið mér góða vini og heilsan hefir verið í lagi og guð hefir leitt mig fram á þennan dag. Hvers er hægt að óska sér rneira?" Auðvitað gætirðu ýmislegt sagt mér frá liðnum dögum? „Ég veit svo sem ekki. Ævi mín hefir ekki verið mjög viðburðarík. Ekki eru nú ferðalögin mörg. Ég hefi unað vel heima. En svo ég segi eitt- hvað þá langar mig að koma mínu hjartans þakklæti til allra þeirra sem ég hefi hitt á lífsleiðinni. Land- inu okkar, sem mér þykir vænt um, óska ég þess að guðskristni verði þess lífsmáttur og hann sem allt gef- ur verndi það frá öllum voða. Ef andi Krists býr með hverjum þegn lands- ins er engin hætta á ferðum." Samtalið var ekki lengra. Mér fannst margt vera eftir að minnast á og kom í hug handavinnan hennar sem hún stundar fram á efri ár. Rokkurinn hennar fékk að snúast og kambarnir rykféllu ekki. Þeir eru margir sem eiga muni eftir hana. Það var vandað til vinnu og efnis og er það saga út af fyrir sig. Mamma hennar prjónaði fram eft- ir öllu og handavinna hennar þótti jafnan frábær og er til hjá mörgum sem minjagóss. Ég vil nú í lokin þakka Ingibjörgu samferðina. Hún hefir verið mér kær og lærdómsrík. Við hjón höfum fengið ríkulega að njóta heimilis þeirra mæðgna og börnin þá ekki síður. Guð blessi henni daginn og fram- tíðina. Lífið heldur áfram, um það erum við Ingibjörg sammála. Árni Helgason Fá íslendingar rækjuveiðiheimild- ir við Svalbarða? SJÓMANNASAMTÖK Sogns og Firðafylkis í Noregi hafa lagt til við norsku sjómannasamtökin, að fslend- ingar fái leyfi til lítils háttar rækjuveiði við Svalbarða að sögn norska blaðsins Fiskaren. Norsku sjómannasamtökin hafa beðið aðdilarfélög sín umsagnar um þá hugmynd, að íslendingar fái veiðileyfi í Norðursjó gegn veiði- heimildum Norðmanna í íslenzkri lögsögu. í 3vari sjómannasamtaka Sogns og Firðafylkis segir ennfrem- ur, að þau telji ekki rétt, að íslend- ingar fái veiðiheimildir 1 Norðursjó. Fiskistofnar þar séu í hættu vegna of mikillar sóknar og auk þess muni línuveiðiflotinn fyrir „Vesturland- inu“ neyðast til að sækja í Norður- sjóinn vegna þess, hve lítinn kvóta hann hefur norðan 62. breiddar- gráðu. Hugmyndir þessar eru komnar upp vegna óska Norðmanna um auk- in veiðiréttindi hér við land í kjölfar samþykktar norsk-íslenzku fisk- veiðinefndarinnar um að löndin geri með sér gagnkvæman fiskveiðisamn- ing. íslendingar hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir hafi mestan áhuga á aukinni hlutdeild 1 loðnustofninum, en lítinn sem engan áhuga á veiðum í Norðursjó. Tvítugur piltur slasaðist alvarlega: Vegfarandi slökkti eld sem upp kom í bifreiðinni TVÍTUGUR piltur slasaðist alvarlega areyju, framhjá tveimur ljósastaur- þegar hann ók á Ijósastaur í Elliðavogi f hádeginu á fimmtudaginn. Eldur kom upp í bifreið hans og tókst vegfaranda að slökkva hann með handslökkvitæki, sem hann hafði meðferðis. Pilturinn klemmdist ekki í bifreiðinni, né var hætta á að eldurinn næði til hans. Hann mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut innvortis áverka, en er ekki talinn í lífshættu. Tildrög slyssins eru nokkuð óljós. Pilturinn ók á nokkrum hraða norð- ur Reykjanesbraut undir brýrnar og áfram norður Elliðavog. Þar fataðist honum keyrslan og ók upp á umferð- um en lenti á þeim þriðja. Höggið var svo mikið, að ljósastaurinn brotnaði og féll til jarðar. Bifreiðin snerist við og gekk vinstra framhjól upp undir framsæti, en pilturinn mun hafa kastast til í bifreiðinni og sloppið við hjólið. Vegfarendur brugðu skjótt við og slökktu eld, sem upp kom en sem betur fer reyndist hann ekki mikill. Lögregla og sjúkrabifreið með lækni innanborðs komu á vettvang og var maðurinn fluttur í slysadeild. Bifreiðin, sem er af Datsun-gerð, er talin gjörónýt. Mynd Mbl. Júlíus. Hafskiphf. styðuraukið 'átaktil útflutníngs islensKiar iðnaðaivöru Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð: 1. 2. 3. 4. Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað- háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendur til boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu. Fimm svæðisskrifstofurHafskipserlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif- stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu. T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl- un og útboð. Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík, Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila. Leitið til hans með frekari fyrirspurnir. Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar- vöru héðan. Aukið átak í útflutningi er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn. Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks. Okkar menn - þínir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.