Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984 23 Svenn Stray Káre Willoch Stjórnmál í Noregi: Hræringar vegna veikinda Noregi, 17. maí. KÁRE WILLOCH, forsætisráð- herra Noregs, hefur nú verið frá stöfum vegna sjúkleika í meira en mánuð og er ólíklegt talið, að hann taki aftur til starfa fyrir þinglausnir, sem eru í byrjun júní- mánaðar. I fjarveru hans hefur Svenn Stray, utanríkisráðherra, gegnt embættisskyldum hans. I Noregi hefur það ekki gerst eftir stríð, að forsætisráðherra hafi verið frá störfum jafn lengi og nú. Árið 1981 neyddist Oddvar Nordli til að fara í sjúkrafí en þá sagði hann af sér embætti til að þjóðin yrði ekki forsætisráðherralaus í langan tíma. Að Willioch skuli ekki fara að dæmi hans nú segir nokkuð um sterka, pólitíska stöðu hans og líka það, að í rík- isstjórninni er enginn sjálfgef- inn sem eftirmaður hans. Willoch lagðist á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar og reyndist hún erfiðari viðureign- ar en læknarnir höfðu átt von á. Hann mun þó fara heim til sín nú einhvern næstu daga en má ekki snúa aftur til starfa fyrst Willochs um sinn. Almennt er talið, að Svenn Stray, utanríkisráðherra, hafi styrkt mjög stöðu sína með því að gegna forsætisráðherraemb- ættinu í forföllum Willochs en áður hafði hann jafnvel verið talinn „pólitískt dauður". Var það vegna óheppilegra ummæla hans um afskipti Bandaríkja- manna af málaferlum Róm- önsku Ameríku og var almælt, að hann yrði að láta af embætti með haustinu. Nú þykir það mjög ólíklegt. Ósennilegt þykir að Káre Willoch láti af embætti fyrir Stórþingskosningarnar 1985 en ef svo fer þá þykja tveir menn líklegastir sem eftirmenn hans. Þeir eru fjármálaráðherrann Rolf Presthud og iðnaðarráð- herrann Jan P. Syse. Til álita kemur einnig Mona Rökke, dómsmálaráðherra, sem er mjög vinsæl meðal Norðmanna. Mörgum hægrimanninum finnst hún líka vera gott svar við Gro Harlem-Brundtland, talsmanni V erkamannaf lokksins. Austur-Þýskaland: Brottflutning- ur fólks á ný takmarkaður Berlín, 18. maí Al\ KOMMÚNISTASTJÓRNIN í Austur-Þýzkalandi hefur gefið út sérstök skilríki, sem eiga að takmarka ferðafrelsi um 60.000 manna þar í landi, og er þetta greinilega gert í því augnamiði að hindra brottför þeirra mörgu, sem flytjast vilja úr landi til Vestur-Þýzkalands. Margir þeirra, sem haft hafa hug á því að fara úr landi, hafa verið skyldaðir til þess að af- henda sín venjulegu persónu- skilríki og taka við öðrum sér- stökum skilríkjum í staðinn, sem venjulega eru ætluð vandræða- fólki. Skilríki þessi, sem ein- kennd eru sem „PM 12“, fela í sér, að handahöfum þeirra er bannað að yfirgefa heimaborg sína eða byggðarlag og þeim er meinað að sækja sum samkomu- hús og veitingastaði. Fyrir skömmu fóru 40 manns í mótmælagöngu gegnum borgina Jena og báru þeir þessi nýju skilríki um hálsinn til þess að vekja athygli á hlutskipti sínu. Hefur þetta fólk komið saman á hverjum degi á útiveitingastað einum til þess að reyna að knýja yfirvöld til að leyfa þeim að flytjast úr landi. Yfir 25.000 manns hafa farið frá Austur-Þýzkalandi á þessu ári, flestir á fyrstu mánuðum þessa árs, er leyfi til brottflutn- ings voru rýmkuð. Nelson gamli í hreingerningu Hreingerningamenn hafa unnið að því síðustu daga að þrífa styttuna miklu af Nelson aðmír- ál sem trónir yfir Trafalgartorgi í Lundúnum. Er heldur óvenju- leg sjón að sjá þessa tígulegu styttu með stiga upp að nefinu. Stjórnarsinnar ná yfir- höndinni á Filippseyjum Manila, 18. maí. Al\ Á fimmta degi atkvæðatalningar- innar í þingkosningunum á Filipps- eyjum leit svo út sem flokkur Marc- osar forseta væri kominn fram úr stjórnarandstöðuflokkunum. Er 71 % atkvæða verið talin, hafði stjórnar- flokkurinn annað hvort sigrað eða tekið forystuna í 98 kjördæmum en stjórnarandstæðingar í 89. Úrslit höfðu aðeins verið kunngerð í 64 kjördæmum og af þeim höfðu stuðn- ingsmenn Marcosar sigrað í 40 kjör- dæmum en andstæðingar forsetans í 22 og óháðir í 2 kjördæmum. Árangur stjórnarandstæðinga í kosningunum er samt miklu meiri en búizt hafði verið við fyrir kosn- ingarnar. Einn helzti leiðtogi stjórnarandstæðinga, Salvador H. Laurel, sakaði samt stjórnvöld í dag um víðtæk kosningasvik og að hafa ýmist keypt upp atkvæði í stórum stíl eða beitt hótunum til þess að hafa áhrif á kjósendur. Einn af ráðherrum Marcosar svaraði í sömu mynt í dag. Theo- doro Pena, orkumálaráðherra, sem féll í kosningunum nú og verður því að segja af sér embætti, ásakaði stjórnarandstöðuna á eynni Palawan um „stórfellda hryðjuverkastarfsemi, hótanir og kosningasvik". bílar á staðnum N.M.C. Cordia 1600 GLS árg. ’83, rauöur. W.V. Passat CL árg. ’82, blár. W.V. Golf árg. ’79, rauöur. W.V. Golf GTI árg. ’79, silfur. M.M.C. Sapporo 1600 GL árg. ’81, blásans. M.M.C. Pajero bensín árg. ’83, rauöur. Range Rover árg. ’83, hvítur. W.V. Passat árg. ’80, blásans. Mazda 929, station, árg. ’80, rauöur. Cortina árg. ’74, græn. OPIÐ I DAG FRA 1—5 [hIheklahf Laugavegi 170-172 Simi 21240 RUL-LET heimilisfilmar L\\J • Er nú 33% magnmeiri, en á sama veröi oc fl UL ■ LET VEUIÐ ÞAÐ BESTA jV 3 Tilboð sem veröur ekki endurtekiö SÍÐASTI DAGUR f DAG 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: OPIÐ: Tilboöiö veröur alla daga frá kl. 9—6 laugard. 19.5. opiö frá kl. 10—3 e.h. ekki endurtekiö. jrjr ft /W TT ' _ Síðasti dagur K.M. HUSgOgll - 19. maí. Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.