Morgunblaðið - 24.05.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 24.05.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 Nokkrir af adstandendum samkeppninnar. F.v: Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambandins, Sigurður Kristinsson, forseti Landssambandsins, Jón Böðvarsson, skólastjóri Fjölbrautaskólans i Suðurnesjum og Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbanka Islands. Ljósm. Mbl /Júlfus Landssamband iónaóarmanna: Ritgerðarsamkeppni um íslenskan iðnað LANDSSAMBAND iðnaðarraanna hefur ákveðið að efna til ritgerðar- samkeppni um innlendan iðnað og málefni tengd honum. Rétt til þátt- töku hefur skólafólk á öllum aldri, allt frá barnaskólastigi upp í efstu háskólastig. Skilafrestur er til 1. desember nk. og verða veitt þrenn verðlaun, að upphæð kr.25.000, kr. 15.000 og kr. 10.000, auk tíu viður- kenninga. Ákvörðunin um ritgerðasam- keppnina var tekin á síðasta aðal- fundi sambandsins, sem var sá þúsundasti i röðinni, með það að markmiði að vekja ungt fólk til umhugsunar um gildi innlends iðnaðar og iðnþróunar fyrir ís- lenskt þjóðlíf. Þátttakendur verða ekki bundnir við að skrifa um fyrirfram ákveðna titla, heldur er þeim frjálst að taka á málinu hvernig sem þeir vilja, hvort held- ur er um afmarkaða málaflokka sem tengjast fslenskum iðnaði, eða í víðara samhengi. Dómnefnd er skipuð þeim Sig- urði Kristinssyni, forseta Lands- sambands iðnaðarmanna, Braga Hannessyni, bankastjóra Iðnaðar- bankans, Ingjaldi Hannibalssyni, forstjóra Iðntæknistofnunar ís- lands og Jóni Böðvarssyni, skóla- meistara Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum. Dómnefndarmenn lesa hver i sínu lagi yfir þær rit- gerðir sem berast og verður fullt tillit tekið til aldurs og menntun- arbrauta þátttakenda við mat á gildi ritsmíðanna. Þá verður haft samstarf við samtök kennara og námsmanna um framkvæmd sam- keppninnar. Samkeppnin er sú fyrsta sinnar tegundar sem Landssamband iðn- aðarmanna gengst fyrir, en sam- bandið hefur áður verið aðili að ýmiskonar samkeppnum, sem haldnar hafa verið í tengslum við iðnsýningar. Borgarstjóm Reykjavíkur: Fulltrúar í útgerðar- ráði verða 5 í stað 7 Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag var samþykkt með at- kværtum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins tillaga stjórnkerfisnefndar um breytingu á samþykkt fyrir Bæjar- útgerð Reykjavíkur þannig að kjörnir stjórnarmenn í útgerðarráði verði 5 í stað 7 áður. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Kvennaframboð- sins greiddu atkvæöi gegn þessari fækkun með þeim rökum m.a., að hún skerti möguleika fulltrúa minnihluta borgarstjórnar til þess að fylgjast með og hafa áhrif á gang mála í ráðinu. Markús Örn Antonsson, formaður stjórnkerfisnefndar, sagði m.a., að þessi tillaga væri í samræmi við þá meginstefnu, sem fulltrúar meiri- hlutans i nefndinni hefðu mótað, að fulltrúum f nefndum borgarinnar verði almennt fækkað úr 7 f 5, m.a. í félagsmálaráði, fræðsluráði og heil- brigðisráði. Breytingar á þeim nefndum kæmu hins vegar ekki til framkvæmda fyrr en f upphafi næsta kjörtfmabils borgarstjórnar, en í útgerðarráð væri kosið til eins árs í senn og þætti rétt að fram- kvæma þessa breytingu hvað það varðar strax. Þessi breyting væri f samræmi við ákvörðun borgar- stjórnar um að fækka fjölda borg- arfulltrúa aftur f 15 og að fagnefnd- ir borgarinnar verði ekki fjölmenn- ari en borgarráð, sem er mikilvæg- asta nefndin og skipuð 5 fulltrúum. Með þessu væri verið að tryggja markvissari vinnubrögð við stjórn- un borgarinnar og sparnað í því til- Uti. Skipan fámennari nefnda verði hins vegar óbreytt. Um að þessi fækkun takmarkaði möguleika minnihlutaflokka til að fylgjast með málum sagði Markús að í upphafi þessa kjörtímabils hefði sú regla verið fest f samþykkt borgarinnar, að þau framboð, sem ekki hefðu vægi til að fá fulltrúa í borgarráð, hefðu rétt til að skipa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins. Mundi sú regla gilda áfram. Ráð væri fyrir þvf gert að allar fundar- gerðir ráða og nefnda borgarinnar yrðu lagðar fram til kynningar á fundum borgarráðs, en nú gildir sú regla að þær eru lagðar fram á fundum borgarstjórnar. Með þeirri skipan, að þær kæmu fyrir borgar- ráð fengju allrir fulltrúar í borgar- stjórn tækifæri til að fjalla um þær fyrir borgarstjórnarfundi. „Það er meginsjónarmið okkar að skipanin á stjórn borgarinnar eigi að vera í nokkuð föstu formi, en ekki breytileg eftir því hve mörg fram- boð koma fram. Ella gæti það þýtt öfgar í fjölda fulltrúa f nefndum og ráðum og hreinar ógöngur, þar sem fjöldi framboðanna getur verið mjög breytilegur," sagði Markús m.a. Aðspurður sagði hann, að áætlað væri að stjórnkerfisnefnd skilaði tillögum sínum f haust og væru þær almennt við það miðaðar, að þær komi til framkvæmda 1986. Rætt hefði verið um nýja skipan nefnda og ráða, m.a. um að nefndir sem vinna á skyldum verkefnasviðum verði sameinaðar f eina nefnd. Til dæmis að fþróttaráð og æskulýðsráð yrðu sameinuð í fþrótta- og tóm- stundaráð. Ennfremur, svo dæmi væri tekið, að ný menningarmála- nefnd verði stofnuð úr nefndum, sem starfa á sviði menningarmála, þannig að hún gætti samræmingar f þessum málum og annaðist m.a. stjórn menningarstofnana borgar- innar. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG A TVEIMUR TIMUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.