Morgunblaðið - 14.06.1984, Page 1

Morgunblaðið - 14.06.1984, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 133. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríð írana og íraka: Ekki loftárásir á íbúðarhverfi Manama, 13. júní. AP. SVO VIRÐIST sem íranir og írakar virði hvorir tveggja sam- komulag, sem tókst fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna, að láta af loftárásum á íbúðarhverfi í löndunum. Flutningaskip margra þjóða hafa einnig fengið að lesta olíu við Kharg-eyju óáreitt og athygli hefur vakið að áróðursmenn þjóðanna tveggja hafa ekki verið eins herskáir í yfirlýsingum sínum í dag eins og að undan- förnu. Berlinguer jarðsunginn Sandro Pertini, forseti ftalíu, við líkkistu Enrico Berlinguers, formanns kommúnistaflokks landsins, f lok útfarar hans í dag. Hundruð þúsunda manna fylgdu Berlinguer til grafar. Sjá frétt og grein á bls. 22 og 23. Uppreisn hermanna síkha er bæld niður Fréttir berast um aftökur í Gullna musterinu i Amritsar Fréttaskýrendur benda hins vegar á, að þetta þurfi ekki að vera til marks um að friðvænlega horfi í deilu þjóðanna og benda á, að íranir hafa safnað saman 400.000 manna vopnuðu liði her- Evrópuþing kosið í dag og sunnudag BrUtwel, 13. júní. AP. Á MORGUN, fimmtudag, er kosið til Evrópuþingsins í Strassborg í fjórum aðildarríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, Bretlandi, Danmörku, Hol- landi og írlandi. í öðrum bandalags- ríkjum fara kosningarnar fram á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn, sem kosið er beint til Evrópuþingsins. Fyrstu kosningarnar voru 1979. Á þinginu, sem formlega er æðsta valdastofn- un Efnahagsbandalagsins og kem- ur saman mánaðarlega, sitja 434 fulltrúar, en samtals eru frambjóð- endur í löndunum tfu, sem aðild eiga að bandalaginu, 4.626. Á kjör- skrá eru yfir 200 milljónir manna. Nýleg skoðanakönnun, sem framkvæmd var á vegum Efna- hagsbandalagsins, leiddi í ljós, að 57% kjósenda í aðildarríkjunum. telja Evrópuþingið hafa lítil sem engin raunveruleg völd eða vita ekki hver áhrif þess eru. 35% að- spurðra kváðust ekki sjá neinn til- gang í því að taka þátt í kosningun- um. Sjá: „Styrkleikapróf milli f)okka“ á bls. 20. manna og sjálfboðaliða, sem virðist vera að búa sig undir inn- rás í Basra-hérað í suðurhluta íraks. Á landamærum írans og íraks við Basra kom enn til skotbardaga í dag, en ekki er tal- ið að mikið mannfall hafi orðið. Utanríkisráðherrar sex araba- ríkja við Persaflóa, Saudi- Arabíu, Kuwait, Sameinuðu ara- bísku furstadæmanna, Bahrain, Qatar og Óman, sitja á lokuðum fundi í Taif í Saudi-Arabíu og ræða hvernig tryggja megi sigl- ingar um flóann. Þeir segjast vonast til þess að friður verði senn saminn milli Irana og ír- aka, en á meðan muni þeir verja hagsmuni sína á flóanum, jafn- vel þótt það kosti að þeir dragist inn í átökin. AmriLsar og Nýju I)elhí, 13. júní. AP. AÐ MINNSTA kosti 102 liðhlaup- ar úr indverska hernum, sem til- heyra trúflokki síkha, hafa verið felldir í átökum við lögreglu og hermenn í níu fylkjum á Indlandi, þar sem síkhar hafa efnt til mót- mælaaðgerða til að lýsa andúð sinni á árásinni á mesta helgistað þeirra, Gullna musterið í Amritsar í Punjab-fylki, f síðustu viku. Um 2.000 hermenn úr flokki síkha yfirgáfu herfylki sín um helgina til að taka þátt í mót- mælum trúbræðra sinna. 600 þeirra hafa verið handteknir og flestir hinna munu hafa gefist upp. Talið er að um 4.000 síkhar hafi tekið þátt í útifundi og mót- mælagöngu í miðborg Bombay í dag, en lögregla sundraði mannfjöldanum. Haft var eftir talsmanni varn- armálaráðuneytis Indlands í dag, að ekki hefði komið til frek- ari uppreisna síkha í hernum og kvaðst hann sannfærður um að slíks væri ekki að vænta. Frá Amritsar berast enn nýj- ar upplýsingar um blóðbaðið þar í síðustu viku. Er haft eftir lækni og lögregluforingja í dag, að margir þeirra rösklega eitt þúsund síkha sem féllu í bardög- um í Gullna musterinu og ná- grenni þess, hafi verið skotnir til bana af dauðafæri. „Ég skoðaði lík tveggja síkha," sagði læknir- inn, „og hendur þeirra voru bundnar á bak aftur." Hann kvaðst hafa heyrt um fleiri dæmi slíks ofbeldis. Lögregluforingi í Amritsar kvaðst hafa vitneskju um, að a.m.k. 13 síkhar úr Gullna must- erinu hefðu verið bundnir á höndum og fótum af hermönnum stjórnarinnar og skotnir með köldu blóði á staðnum. Jonathan Motzfeldt Motzfeldt lík- legur formaður Nuuk (iodthaab, 13. júní, frá NíIm Jörgen- Bruun. frétUriUra Mbl. á Urænlandi. SAMKOMULAG hefur enn ekki tekist um myndun landsstjórnar á Grænlandi, en kosningar til lands- þingsins fóru fram fyrir viku. Leidtog- ar flokkanna þriggja, Atassut, Niumut og Inuit, hafa ræðst við, en engin niðurstaða hefur fengist. Þó er talið fullvíst að Jonathan Motzfeldt úr Ni- umut-flokknum verði á ný formaður landsstjórnarinnar. Atassut-flokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu fyrir kosningar, gerir ekki kröfu til embættis for- manns en vill aftur á móti fá helm- ing landsstjórnarmanna í sinn hlut. í forystugrein Grænlandspósts- ins í dag er hvatt til samstarfs At- assut og Siumut og á það bent, að höfuðágreiningsmál flokkanna, af- staðan til Efnahagsbandalags Evr- ópu, sé ekki lengur á dagskrá og því ekkert samstarfi til fyrirstöðu. Landsþingið kemur saman til fyrsta fundar síns eftir kosn- ingarnar þriðjudaginn 19. júní. Samþykkt hollenska þingsins um kjarnorkueldflaugar: Staðfestir ákvörðun ríkisstjórnarinnar llaag, 13. júní. AP. HOLLENSKA þingið samþykkti í nótt, að staðfesta þá ákvörðun ríkisstjórnar landsins, að hefja uppsetningu 48 meðaldrægra kjarnorkueldflauga Atlantshafs- bandalagsins eftir tvö ár, ef Sov- étmenn falla ekki frá því að koma fyrir kjarnorkuflaugum af gerðinni SS-20 í Evrópu. Ruud Lubbers, forsætisráð- herra Hollands, sagði í bing- ræðu í dag, að samþykkt þessa efnis væri skylda gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Leið- togi kristilegra demókrata, Bert de Vries, sagði að ef bandalagið gæti ekki fylgt eftir ákvörðun sinni frá 1979 mundu Sovétmenn sjá það sem veik- leikamerki. Miklar deilur hafa verið í Hollandi í hálft fimmta ár um flaugarnar. Den Uyl, leiðtogi Verkamannaflokksins og fyrr- um forsætisráðherra, sagði í dag, að ákvörðun ríkisstjórnar- innar, að tengja uppsetningu flaugannaa við athafnir Sov- étmanna þýddu í raun, að hol- lenska þingið væri „gísl banda- rískra gervihnattamynda" og við það væri ekki hægt að una.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.