Morgunblaðið - 14.06.1984, Qupperneq 2
'2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984
Ólíklegt að Einar
fái bát sinn bættan
— Báturinn sjósettur á sunnudag, en aöeins sólarhring
sföar hafði danskur sjóliöi strandað honum við Engey
SVO virðist sem Kinar Hákonarson,
eigandi hraðbátsins, sem skipverji á
danska skipinu Beskytteren sigldi í
strand norðan við Engey muni ekki
fá bát sinn bættan. Báturinn var sól-
arhringsgamall og metinn á um eina
milljón króna. Maðurinn er um borð
í danska herskipinu, sem siglir til
Grænlands nú á hádegi.
„Gáttaður á framferði
danskra stjórnvalda“
Einar Hákonarson, eigandi
bátsins, sagði að báturinn hefði
verið splunkunýr hraðfiskibátur,
smíðaður hjá bátasmiðju Guð-
mundar í Hafnarfirði og sjósettur
að kvöldi hvítasunnudags. Honum
var stolið á annan í hvítasunnu og
siglt á rif norðan við Engey, þar
sem skipverjar sanddæluskips
fundu hann gjörónýtan. Báturinn
var ótryggður.
„Ég fékk lögfræðing og sam-
kvæmt fyrstu upplýsingum frá
herskipinu áttum við að fá skað-
ann bætan að fullu. Síðan kom til-
kynning frá skipstjóranum og
danska sendiherranum, að þar
sem sjóliðinn hefði verið í frítíma
þegar óhappið varð þá bæri
danska ríkið enga ábyrgð á mann-
inum. Hann var síðan látinn laus
og er um borð í skipinu. Ég verð að
lýsa furðu minni á því að slíkt
skuli vera vafamál að viðkomandi
ríki þeirra herskipa sem hingað
koma skuli ekki bera fulla ábyrgð
á mönnum sínum. Heldur geta
þeir komið í land og skemmt eigur
einstaklings fyrir milljónir króna
og siglt síðan í burtu án þess einu
sinni að biðjast afsökunar á fram-
ferði sínu. Ég vona að Danir sjái
sóma sinn í því að koma öðruvísi
fram en þeir hafa þegar gert. Is-
lensk stjórnvöld hafa heldur ekki
sýnt neinn vilja til að verja rétt
þegna sinna. Það er kominn tími
til að þau endurskoði reglur um
heimsóknir herskipa þegar ekki er
lengur hægt að vernda borgarana
í þessu landi," sagði Einar.
Lögmaður Einars vildi ekkert
láta hafa eftir sér um málið þar
sem það væri enn á frumstigi og
ekki öll gögn komin fram. Um
tryggingamálin sagði hann að þar
sem tryggingastofnanir væru lok-
aðar á annan í hvítasunnu hefði
báturinn verið ótryggður og það
væri einskær óheppni að svona
skyldi fara. „En í framhaldi af
þessu máli hlýtur að verða ljóst að
reglur þarf um svona aðstæður og
vonandi opnast augu almennings
fyrir því. Þetta er ekki aðeins
dómsmál heldur varðar einnig
sambúð ríkjanna, og er því afar
viðkvæmt."
„Hef boðað danska
sendiherrann á minn
fund“
Aðspurður um málið svaraði
Ingvi Ingvason, ráðuneytisstjóri í
utanríkisráðuneytinu, að hann
hefði kallað danska sendiherrann
á fund til sín árdegis í dag til að
kanna hvort yfirlýsing dönsku
stjórnvaldanna væri rétt eftir
höfð og til að leita frekari skýr-
inga. Hvert framhaldið verður á
þessu máli ræðst eftir þann fund.
„Samkvæmt úrskurði dómstóla í
fyrradag er maðurinn í farbanni
og fær ekki að fara úr landi. Hann
er ábyrgur gerða sinna sem hann
nú virðist ekki vera borgunarmað-
Morgunblaðið/Páll Ólafsson.
Bátur Einars llákonarsonar við sjósetningu á sunnudag.
Átján lóðir seld-
ar í Stigahlíð
— á 3. hundrað manns um þær fjórar sem eftir eru
„ÁTJÁN mönnum hafa verið boðnar
átján lóðir. Allir hafa þeir þegið þær
og gengið frá samningum. Þá eru
fjórar lóðir eftir og það eru á þriðja
hundrað manns sem koma til álita
um þær. Ég á ekki von á öðru en að
sala þeirra gangi fljótt fyrir sig.
Hverjum þeim sem býðst að kaupa
lóð er gefinn sólarhringur til aö
ákveða sig og eins og ég sagði hafa
allir þeir sem hafa átt kost á lóð
tekið hana,“ sagði Davíð Oddsson,
borgarstjóri, er hann var spurður um
sölu lóða í Stigahlíð. Þær lóðir eru
seldar hæstbjóðanda og er þaö í
fyrsta sinn sem slíkur háttur er hafð-
ur á.
Að sögn borgarstjóra hefur sala
lóðanna heppnast mjög vel. Hann
kvaðst ekki geta gefið upp verð
lóðanna, en sagðist gera ráð fyrir
að borgarráði yrði fljótlega skýrt
frá heildarfjárhæð af sölu lóð-
anna, jafnvel í næstu viku. „Þá
geta menn náttúrulega dundað við
að reikna út meðalverð lóðanna,"
sagði borgarstjóri, en vangaveltur
hafa að undanförnu verið í fjöl-
miðlum um verð lóða í Stigahlíð-
ur fyrir. Hvert framhald málsins
verður gat Ingvi ekki tjáð sig um á
þessu stigi. „Auðvitað er óeðlilegt
að annar en sá seki beri skaða af
þessu óhappi, og sjálfsagt að
dæma manninn en svo er aftur
allt annað hvort hann getur borg-
að.“ Um hvort málið yrði tekið upp
hjá dönskum dómstólum gat Ingvi
ekki svarað.
„Kokkurinn siglir meö
hefti íslensk dómsvöld
ekki för hans“
Fyrir svörum um borð í danska
herskipinu, sem nú liggur við
Daníelsbryggju, varð Schjott sjó-
liðshöfuðsmaður. Hann itrekaði
að hvorki dönsk stjórnvöld né
danski sjóherinn bæri ábyrgð á
sjóliðanum í frítíma hans. Þá væri
hann eins og hver annar danskur
ríkisborgari á fslandi. „Hann er
ráðinn sem kokkur í þennan túr og
er ekki í danska sjóhernum. Hann
fer allra ferða sinna hér um borð
og siglir með til Grænlands á há-
degi svo fremi sem íslensk stjórn-
völd hefta ekki för hans. Þá verður
hann að sjálfsögðu skilinn eftir.
Óhappið með bátinn mun ekki
breyta stöðu hans hér um borð að
öðru leyti en því, að hann fær ekki
að fara í land.“ Aðspurður um
hvort málið yrði tekið upp hjá
dönskum dómstólum við komuna
til Danmerkur svaraði hann að
það færi alveg eftir aðgerðum ís-
lenskra dómsvalda.
Janus August Worm Paludan,
sendiherra Dana á íslandi, varðist
allra frétta er hann var inntur
álits. Engin fyrirmæli höfðu bor-
ist frá dönskum yfirvöldum
hvernig bregðast skyldi við þessu
atviki og því vildi hann ekkert láta
hafa eftir sér hvorki persónulega
né sem opinber starfsmaður.
ísbjörninn hf.:
Ljósm. Mbl. Emilía.
Lóðin sem um ræðir er svokölluð Bárulóð, en þar á borgin hús, auk þess
sem bílastæði eru á lóðinni.
Hugmynd Davíðs Oddssonar, borgarstjóra:
Lítið ráðhús
við Tjörnina
„ÞESSI hugmynd mín er lauslega sú hvort hugsanlega megi koma fyrir
hógværu ráðhúsi á svokallaðri Bárulóð við norðurenda Tjarnarinnar. Ég
hef beðið borgarskipulag og forstöðumann þess að skoða hvort slíkt sé
mögulegt, en þetta er á vangaveltustiginu ennþá," sagði borgarstjóri,
Davíð Oddson, er hann var inntur eftir hugmyndum sínum um ráðhús við
Tjörnina.
— Hvað kallast „hógvært"
ráðhús?
„Það er ráðhús sem myndi hýsa
starfsemi á skrifstofu borgar-
stjóra og það sem helst þarf þar
að vera, auk þess sem borgar-
stjórnarsalur yrði þar,“ sagði
Davíð. „Móttökuhús á borgin,
sem er Höfði, sem og eigið
skrifstofuhúsnæði víða um
Reykjavík, en skrifstofa borgar-
stjóra er í leiguhúsnæði. Ég held
að það færi vel á því að borgin,
eins og aðrir staðir, stórir og
smáir, hefði sínar höfuðstöðvar í
eigin ráðhúsi í hjarta Reykjavík-
ur. Það hafa áður verið uppi
hugmyndir um ráðhús við Tjörn-
ina. Um tíma áætlað að þar yrði
geysilega stórt ráðhús, sem jafn-
vel myndi hýsa borgarleikhús og
átti það að ná yfir allan enda
Tjarnarinnar. Ég er ekki að
hugsa um slíka byggingu," sagði
borgarstjóri.
Tilraunavinnsla á
karfa fyrir Japan
ínni.
f HRAÐFRYSTIHÚSI fsbjarnarins
hf. í Reykjavík er unnið að tilrauna-
vinnslu á karfa fyrir Japansmarkað.
Karfinn er hausskorinn, slægður og
hreinsaður sérstaklega vel. Síðan er
sett á hann efni til að rauði liturinn
haldist betur og síðan er honum
pakkað í 6 kg. pakkningar.
Jón Ingvarsson, framkvæmda-
stjóri ísbjarnarins hf., sagði í
samtali við Mbl. að þessi vinnsla
væri á tilraunastigi en með henni
væri ætlunin að fullreyna þá
möguleika sem þarna virtust vera
fyrir hendi. í upphafi væri um lít-
ið magn að ræða en vonast væri til
að með þessu móti fáist betra verð
en fæst fyrir karfann í Evrópu og
jafnvel í Bandaríkjunum. Sagði
hann að Japanir væru mikil fisk-
neysluþjóð og ef þeim líkaði þessi
vara þá gæti opnast þarna góður
markaður fyrir karfa. Þá sagði
Jón að japönsku kaupendurnir
gerðu miklar kröfur til gæða.
Karfinn þyrfti að vera alveg nýr
og mjög rauður. Meðal annars
hefðu þeir mann hér til að fylgjast
með vinnslunni og velja hráefnið.
Atkvæðagreiðsla ólögleg
— segir formaður Stúdentaráðs um vantrauststillöguna
„Atkvæðagreiðslan um van-
traust var ólögleg þar sem í Ijós
hefur komið að einn fulltrúi félags
vinstrimanna er ekki hafði rétt til
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni
gerði það engu að síður. Það er því
Ijóst að samþykkt vantraustsins er
ómerk,“ sagði Stefán Kalmansson,
formaður Stúdentaráðs, er Morg-
unblaðið innti hann eftir stöðu
mála í ráðinu.
Eins og fram hefur komið í
fréttum var vantraust borið
fram á formann og stjórn Stúd-
entaráðs sl. þriðjudagskvöld og
var það samþykkt. Ástæður van-
traustsins var óánægja með
frammistöðu stjórnarinnar í
lánamálum.
Aðspurður sagði Stefán að
vinstrimenn hefðu verið spurðir
á fundinum hvort allir fulltrúar
þeirra hefðu atkvæðisrétt. „Þeir
fullyrtu að svo væri. Menn
treystu því, en það traust var
greinilega byggt á sandi.“
— En hver er framtíð sam-
starfs umbótasinna og Vöku?
„Það kemur í ljós nk. þriðju-
dag, en þá verður fundur í Stúd-
entaráði. Hins vegar er ljóst að
með framkomu sinni hafa
vinstrimenn sundrað stúdenta-
hreyfingunni einmitt á þeim
tíma þegar mest er þörf á ein-
ingu og samstöðu meðal stúd-
enta í hagsmunabaráttunni,"
sagði Stefán að lokum.
Hermann Þórisson
Drukknaöi í Hvítá
MAÐURINN, sem drukknaði í
Hvítá í Borgarfirði aðfaranótt
hvítasunnudags, hét Hermann
Þórisson, til heimilis að Lækjarfit
3 í Garðabæ. Hann var 21 árs að
aldri, ókvæntur og barnlaus.