Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 15 Húsvísk börn fóru í skemmtisiglingu á sjómannadaginn. Sjómannadagur- inn á Húsavík Húsavík 4. júní. Sjómannadagshátíðahöldin á Húsavík hófust með unglingadans- leik á röstudagskvöldið. Á laugardag fór fram keppni 1 ýmsum íþróttagreinum, og sjó- mannadansleikurinn var um kvöldið í Félagsheimilinu. Á sunnudag hófust svo hátíða- höldin með messu. Sr. Björn H. Jónsson predikaði og blómsveigur var lagður að minnismerki látinna sjómanna og þeirra minnst. Eftir hádegi var siglt með börn um Skjálfanda í hinu fegursta veðri. Slysavarnadeild kvenna hafði kaffisölu í félagsheimilinu og voru þar verðlaun afhent fyrir unnin íþróttaafrek. Aldraður sjómaður var heiðrað- ur og var það í þetta skipti Helgi Kristjánsson, kenndur við Sæ- berg, en hann hefur stundað sjó síðan hann var unglingur og gerir enn. Landsbankabátinn hlaut Björg Jónsdóttir ÞH 321, skipstjóri Guð- jón Björnsson. En það er viður- kenning til þess skips, sem fær hæsta meðalverð fyrir innlagðan bolfisk hjá Fiskiðjusamlaginu sl. ár, en það var kr. 10,76 fyrir kílóið. Næstur var Ásgeir ÞH með kr. 9,93. En Landsbankabikarinn, sem smærri bátarnir keppa um, fékk m.b. Kristján ÞH 5, en formaður á honum er hinn aldni sjómaður, sem heiðraður var, Helgi Krist- jánsson, og fékk hann 11,23 fyrir hvert kíló. Helgi Kristjánsson formaður var heiðraður og hann hlaut líka Lands- bankabikarinn. Björgunarsveitin Garðar kynnti starfsemi sína og tækjakost, sem fer vaxandi með ári hverju. Hátíðahöldin voru fjölsótt og fóru vel fram. Guðjón Björnsson skipstjóri tekur við Landsbankabátnum. Spurt og svarað MORGUNBLAÐIÐ minnir les- endur sína á að eins og undan- farin ár býður blaðið upp á les- endaþjónustu um garðyrkju og nú einnig um byggingarmál. Les- endur geta komið spurningum á framfæri í síma 10100 virka oaga milli klukkan 13 og 15 og birtast svörin þá nokkrum dögum síðar. Blaðið hefur fengið Hákon Ólafsson yfirverkfræðing og Pétur H. Blöndal fram- kvæmdastjóra til að svara spurningum varðandi bygg- ingarmál. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavikur- borgar svarar eins og undan- farin ár spurningum er lúta að garðyrkju. AÐ NOTA ÞAU Við bjóöum þér að greiöa útborgun með greiðslu- kortinu og fá afganginn lánaðan í sex mánuði. I Lasse-horn. Sex sæta horn- sófar úr massífri lútaðri furu, kaldgúmí í sætum og svamp- ur í bakpúðum. Verö 18.920 k Marga gaflborð búiö til úr 32 millimetra staf- límdri lútaöri furu, stærð 90xL158 cm + stækkun. Verö 7.220. Fanní stóll. Verð 2.060. Gulur, rauður, grænn og blár. Bente-sófinn sem kostar að- eins 14.720 er stofuprýði hvar sem er og þægilegt rúm þegar maður vill. Verð 14.720. m „Gróðurhús" í stofuna. Fallegir glerskápar á hjólum fyrir plöntur. Verð fura 4.720. Hvítir 4.850. f Roma-stóll. Vinsæll léttur og sterkur stóll. Taktu eftir veröinu sem er 1.140. 1981 1111 Bókaskápur úr lút- aðri furu. Verð 11.720. Atlanda-horn Verö 23.590 fyrir fimm sæta horn. ■ ■ HUSBáfiNáHOLLIH BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVfK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.